Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAHL — Sævar Ilrafnkcll Starfsmenn færa sig um set hjá Heklu hf. NOKKRAK BREYTINGAR hafa átt sér stað hjá Heklu hf. undanfarið í starfsmannamálum. Eyrirtækið réð nýverið sérstakan fjölmiðlafulltrúa, til þess að skipuleggja og framkvæma almannatengsl fyrirtækisins og auka og bæta upplýsingastreymi innan þess og utan. Við þessu starfi tók Finnbogi Eyjólfsson, sem unnið hefur í bif- reiðadeild Heklu í 39 ár. Hann var um árabil verzlunarstjóri bifreiða- deildarinnar, eða þar til hann tók við hinu nýja starfi. Við starfi verzlunarstjóra í bíla- varahlutaverzlun tók Guðmundur K. Erlendsson. Guðmundur hefur unnið við verzlunarstörf hjá fyrir- tækjum Heklu frá 1975, að þremur árum undanskildum, þegar hann starfaði sem verzlunarstjóri hjá Höldi sf. á Akureyri, en það fyrir- tæki er umboðsaðili Heklu fyrir BL og Mitsubishi bifreiðir. Á síðasta ári var Hrafnkell Gunnarsson ráðinn fjármálastjóri Heklu, en því starfi gegndi áður Agnar Friðriksson. Hrafnkell hef- ur verið starfsmaður Heklu undan- farin átta ár, m.a. í bílavarahluta- verzlun og innflutnings- og tolla- deild. Á sama tíma lét Gunnar Peter- sen af störfum, sem forstöðumaður véladeildar fyrirtækisins, en við hans starfi tók Sævar Guðlaugs- son, sem áður gegndi starfi inn- heimtustjóra. Sævar var um ára- raðir skipstjóri hjá Eimskipafélagi Islands, en hefur undanfarin tvö ár verið starfsmaður Heklu. „Árið 1983 kom mjög vel út hjá fyrirtækinu“ — segir stjórnarformaður FIAT-samsteypunnar „ÁRID 1983 kom mjög vel út hjá fyrir- tækinu, reyndar mun betur en bjart- sýnustu menn höfðu þorað að vona,“ sagði Giovanni Agnelli, stjórnarfor- maður FIAT-verksmiðjanna ítölsku, á blaðamannafundi fyrir skömmu, þar sem afkoma fyrirtækisins á síðasta ári var til umræðu. Stjórnarformaðurinn sagði, að þótt endanlega afkomutölur lægju enn ekki fyrir hjá samsteypunni, væri ljóst, að hagnaður af rekstri bíladeildar samsteypunnar, sem er þekktust hér á landi, væri á bilinu 30—35 milljónir dollara, en í upphafi árs gerðu rekstraráætlanir ráð fyrir hagnaði upp á 10-15 milljónir doll- ara. „Meginástæðan fyrir þessum bætta hag bíladeildarinnar er sú staðreynd, að FIAT Uno seldist bet- ur en gert hafði verið ráð fyrir. Reyndar var meiri sala almennt, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir," sagði Giovanni Agnelli. Á fundinum kom fram, að heildar- framleiðsla FIAT jókst á síðasta ári um tæplega 10%. Markaðshlutdeild fyrirtækisins á heimamarkaði jókst úr 51% í liðlega 55%. Þrátt fyrir aukna framleiðslu og sölu fækkaði starfsmönnum FIAT í bíladeild, samfara aukinni sjálfvirkni, m.a. með tilkomu vélmenna. Starfsmenn bíladeildar FIAT voru í lok síöasta árs um 116 þúsund, en í ársbyrjun voru þeir um 126 þúsund. Hér á landi hefur FIAT sótt í sig veðrið á síðustu misserum, sem sést best á því, að á árinu 1982 var FIAT í 17. sæti yfir mest seldu bílana, en á síðasta ári var fyrirtækið komið í 9. sæti. Þá má geta þess, að FIAT Uno var meet seldi einstaki bíllinn hér á landi á siðasta ársfjórðungi 1983. „Starfsemin mótast af því, að allt megi gera betur í rekstri" — segir Siguröur R. Helgason, formaður Stjórnunarfélags íslands Segja má, að starfsemi Stjórnun- arfélags íslands mótist af þeirri af- stöðu, að allt megi betur gera í rekstri, sagði Sigurður R. Helgason, formaður Stjórnunarfélagsins, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Við stjórnun breytast gjarnan að- stæður svo ört að þeir aðilar sem stjórnun annast, verða sífellt að vera vakandi fyrir nýjum tækifærum eða takmörkunum í rekstri. Þörf stjórn- enda og starfsfólks í viðskiptalífinu fyrir endurmenntun er þess vegna mun meiri en annarra stétta. Það er því ekki að undra, að Stjórnunarfé- lag (slands sé einstætt hvað varðar endurmenntunarmál — bæði varð- andi hve lengi félagið hefur starfað að endurmenntunarmálum og líka hve þátttaka er almenn. Endurskoðun stjórnunar- þekkingar Við lifum á tíma endurskoðunar stjórnunarþekkingar og stjórnun- artækni, sagði Sigurður ennfrem- ur. Þetta á bæði við um stjórnun einkafyrirtækja og opinbera stjórnun. Höfuðvígi stjórnunar- fræða, Bandaríkin, hafa orðið fyrir verulegum áföllum á síðustu árum kreppu og atvinnuleysis. Mjög áhugavert er að fylgjast með viðbrögðum, t.d. eins og þau birt- ast í ágætri bók sem bókaklúbbur Stjórnunarfélagsins kynnti — bókin „In Search of Excellence" eftir Peters og Watermann. Opinber stjórnun leitar í æ ríkari mæli eftir lausnum úr einkageir- anum. Nú fer fram umfangsmikil endurskoðun í nágrannalöndum okkar á opinberum rekstri yfir- leitt. Stjórnunarfélagið hefur tengst sams konar starfsemi hér á landi með virkri þátttöku í verk- efninu „Hagsýni í opinberum rekstri", sem ríkið og Samtök sveitarfélaga gangast fyrir. Hundrað prósent aukning í hverju felst starfsemi félags- ins? Höfuðþáttur starfsemi fé- lagsins er tvímælalaust námskeið- in. Á þessum vetri bjóðum við u.þ.b. 45 mismunandi námskeið. Fjöldi námskeiða sem við höldum í hverjum mánuði er minnst 10 í vetur en mest 27. Fjöldi þátttak- enda á mánuði er 120 til 450. Nám- skeiðin eru á sviði stjórnunar og fyrirtækjarekstrar. Mesta aukn- ingin var á sviði tölvufræðslu síð- ustu tvö árin. Fjöldi þátttakenda á námskeiðum, námstefnum og ráð- stefnum var rúmlega þrjú þúsund árið 1983. Vaxandi áhugi á stjórn- unarfræðslu endurspeglast í 100% raunaukningu veltu félagsins á siðasta ári. Auk beinnar fræðslu- starfsemi má nefna árlega spá- stefnu, ársskýrsluverðlaun, skipu- lagðar fyrirtækjaheimsóknir, tölvusýninguna Skrifstofu fram- tíðarinnar, sem skipulögð var í samvinnu við Skýrslutæknifélag íslands og ýmiss konar klúbb- starfsemi. Tímastjórnun Aðspurður sagði Sigurður, að af námskeiðum Stjórnunarfélagsins væru erlendu námskeiðin vinsæl- ust og þá alveg sérstaklega hið svonefnda „Time Management"- námskeið, sem hefur í raun notið meiri vinsælda en nokkurn óraði fyrir í upphafi. Það hafa komist færri að en hafa viljað á þau nám- skeið sem haldin hafa verið. Sigurður R. Helgason, formaður Stjórnunarfélags íslands. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um að ná betri árangri í starfi og einkalífi, nýta tíma sinn betur og spara mörg hundruð klukkustundir árlega með betri tímaskipulagningu. Alþjóðasinnun Sigurður sagði, að stjórn félags- ins héldi með vissu millibili fund, þar sem tekin væri fyrir stefnu- mótun þess, og áhersluþættir í starfseminni væru mótaðir. „Sú stefna hefur nú verið valin, að á hverjum vetri verði valið eitt ákveðið verkefni og því gerð betri skil en öðrum. Með þessu er átt við SAMDRÁTTUR í SJÁVAR- AFURÐUM Útflutningur sjávarafurða dróst saman um 9% á síðasta ári, þegar út voru flutt 332.549,4 tonn, borið sam- an við 365.279,5 tonn. Verðmæta- aukningin er 99%, eða 12.667,5 milljónir króna á móti 6.360,9 millj- ónum króna. UM 4% AUKNING í LAND- BÚNAÐARVÖRUM Útflutningur á landbúnaðarvör- um jókst um 4%, þegar út voru flutt 6.290,9 tonn, borið saman við 6.048,1 tonn. Verðmætaaukningin er hins vegar 93%, eða 206,9 milljónir króna á móti 107,1 milljón króna. VERULEG AUKNING ÚT- FLUTNINGS IÐN- AÐARVARA Útflutningur iðnaðarvara jókst að valin verði 2—3 erlend nám- skeið ásamt innlendum námskeið- um, sem öll falla undir þetta ákveðna verksvið, og verkefnið fái þannig á sig heildarsvip. Að undanförnu hefur orðið um- ræða í þjóðfélaginu um hugtakið alþjóðasinnun. Stjórn félagsins ákvað að á þessum vetri myndi Stjórnunarfélagið leggja áherslu á þennan þátt með námskeiðahaldi á eigin vegum og auk þess að skipuleggja í samstarfi við áhuga- aðila í þjóðfélaginu námstefnur og fundi um efnið. Af námskeiðum, sem falla undir þennan flokk má nefna: Markaðssókn á erlenda markaði, gjaldeyrisstjórnun fyrir- tækja, samningatækni á erlendum mörkuðum, viðskiptaenska fyrir stjórnendur. Hefur Stjórnunarfé- lagið m.a. leitað eftir samstarfi við London Business School, og varð úr að skólinn sendi hingað námskeiðið Markaðssókn á er- lendum mörkuðum," sagði Sigurð- ur. Að endingu var Sigurður R. Helgason, formaður Stjórnunarfé- lags íslands, spurður að því hvort hann teldi stjórnun í íslensku at- vinnulífi almennt vera komna í gott horf. Mælikvarði þess hvort stjórnun er góð eða vond, er aðeins einn — árangur. Ástand íslensks atvinnu- rekstrar gefur til kynna, að hægt sé að ná miklu betri árangri. Sí- vaxandi áhugi manna og kvenna á stjórnun hin síðari ár endurspegl- ar vilja og viðleitni til þess að gera betur. Ég held að það lofi góðu, — sagði Sigurður að lokum. um 56% á síðasta ári, þegar út voru flutt 248.627,7 tonn, borið saman við 159.386,2 tonn. Verðmætaaukningin er um 190%, eða 5.505,8 milljónir króna á móti 1.898,3 milljónum króna. UM 74% AUKNING ÁL- ÚTFLUTNINGS Þá má geta þess, að útflutningur á áli og álmelmi jókst um 74% á síðasta ári, þegar út voru flutt 107.028,0 tonn, borið saman við 61.531,5 tonn. Verðmætaaukningin er um 284%, eða 3.275,6 milljónir króna á móti 852,1 milljón króna. KÍSIUÁRNSÚTFLUTN- INGUR JÓKST UM 17% Kísiljárnsútflutningur jókst um 17%, þegar út voru flutt 49.237,5 tonn, borið saman við 42.173,9 tonn. Heildarútflutningur jókst um 10% á árinu 1983: Útflutningur iðnaðarvara jókst um 56% Útflutningur á áli og álmelmi jókst um 74% HEILDARÚTFLUTNINGUR landsmanna jókst um 10%, í magni talið, á síðasta ári, þegar út voru flutt samtals 602.677,2 tonn, borið saman við 549.873,2 tonn á árinu 1982. Útflutningsverðmæti jókst um 120%, úr 8.478,9 milljónum króna í tæplega 18.623,0 milljónir króna. Meðalgengi dollars hækkaði hins vcgar um 99,6% á sama tímabili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.