Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 41 fresti og nöta krónurnar sem fengust með því móti til að greiða niður hæstu kúfana. Þannig gekk það í nokkur ár þangað til loks varð sýnt að ekkert minna dugði en pólsk-tyrkneska aðferðin. Um leið var undirstrikað að verð- bólgutrygging atvinnuveganna væri í fullu gildi og gengi krón- unnar fellt. Hins vegar var því haldið til streitu gagnvart húsbyggjendum að þeir greiddu afborganir af verðtryggðum lánum, og gátu þeir þó í flestum tilvikum ekki byggt afkomu sína á öðru en lélegum launagreiðslum hinna illa reknu atvinnuvega. Þannig var settur þrýstingur á öfuga pípuenda og allt reynt nema að breyta fram- leiðsluháttum eða gera atvinnu- tækin þannig úr garði að þau gætu jafnt borgað sjálf sig sem góð laun. Skuldbreyting húsbyggjenda á síðastliðnu hausti var ekki fyrir tilstilli Alþingismannaflokksins. Vald flokks, auös eða fólks Þannig var þessi byggðastefna framkvæmd. En einnig er hægt að móta byggðastefnur sem miða að þörfum fólksins í byggðunum en ekki til að veita útrás sætleika flokksvaldsins. Stjórnmálamenn hafa ennþá tækifæri til að taka upp aðra stefnu er gæti bætt byggðunum tjónið af valdabrölt- inu. Og mætti jafnvel hugsa sér málamiðlun til að byrja með: Þeir fengju að halda völdunum, en þá og því aðeins að þeir beittu þeim i þágu umbjóðenda sinna. Hitt hlýt- ur þó að verða langtíma markmið fólksins að það fái að ráða sér og fyrirtækjum sínum sem mest sjálft án óþarfa afskipta ríkis- valds eða annarra auðhringa. Það verður að sitja í fyrirrúmi að at- vinnutækin grotni ekki niður vegna hirðuleysis. Ef þeim er ekki haldið við og á hverjum tíma breytt til samræmis við tækni sem í boði er, og jafnframt sköpuð ný störf, koma kreppur og aftur kreppur. Um eignarhald á fram- leiðslutækjum er svo aftur önnur saga. Sýnt hefur verið fram á að ekki verður atvinnuleysi í sjómanna- stétt þó skipum verði fækkað um meira en fimmtung, ef togurum er jafnframt breytt í frystiskip og þeir mannaðir með tvöfaldri áhöfn í samræmi við erfiði starf- ans og hagkvæmni skipanna. Þó hraðfrystihúsum verði breytt samstíga breytingum á skipum, munu þau varla geta séð öllum fyrir vinnu sem þau gera í dag, þrátt fyrir að fiskréttaframleiðsl- an verði mun fjölbreyttari og um- fangsmeiri en sú sem er nú í Bandaríkjunum. Gera verður ráð fyrir all-tæknivæddum fiskrétta- húsum þar sem ekki er þörf sama mannafla og nú er í húsunum. Um 10.000 manns starfa við fiskiðnað í landinu í dag. Hér verður gert ráð fyrir að u.þ.b. helmingur þessa fólks starfi við hraðfrystinguna, eða um 5.000 manns, og að skapa þurfi ný störf fyrir um fjórðung þess fólks, eða 1.200 manns. Verð- ur brátt vikið að því. Samræmið Hér hefur verið miðað við að breytingar á útgerðinni verði kostaðar af hennar eigin fé, 2,1 milljarði króna, og að sölusamtök- in kosti jafn miklu til fiskvinnsl- unnar og einnig af eigin fé. Þá eru komnir samtals 4,2 milljarðar króna án þess að neitt sé aukið við erlendar skuldir þjóðarinnar. Hins vegar munu þessir fjármunir flýta fyrir að skuldirnar verði greiddar. Og þá er komið að hlut Alþingismannaflokksins. Boðað hefur verið að hinar óarðbæru erlendu lántökur verði að stöðva. í ósamræmi við þá stefnu voru meira en 600 milljónir teknar að láni vegna flugstöðvar- byggingarinnar. Það er hins vegar í samræmi við flokksstefnuna, að eitt gildi í orði en annað á borði. Alþingismannaflokkurinn skili þessu láni til baka. Flughallar- grunninn má nota síðar meir þeg- ar íslendingar verða nógu efnaðir til að byggja mátulega flugstöð upp á eigin spýtur, og án þess að á móti komi erlendar gjafir sem fyrr eða síðar draga dilk á eftir sér. í sjálfu sér er skiljanlegt að þeir, sem fara margsinnis á ári í utanlandsferðir á eigin vegum eða hins opinbera, þreytist á að hafa herbraggana fyrir augunum í hvert sinn þegar farið er og í hvert sinn þegar komið er. En þetta er nú einu sinni það sem þeir hafa óskað eftir sjálfir. Ef menn hins vegar skammast sín svo fyrir herstöðina að hana verði að „fela“, og geta ekki sýnt biðlund í nokkur ár þangað til íslendingar reisa sína eigin flugstöð, er aðeins eitt til ráða: Láta herinn fara. Byggðaáætlun Erlendar óarðbærar lántökur verður að stöðva. Hins vegar er ekkert sem mælir á móti því að taka erlent lán ef því til mótvægis er gildur höfuðstóll eigin fjár- muna, og lánið ætlað til fram- kvæmda þar sem rekstrargrund- völlurinn hefur verið kannaður áð- ur en í þær er ráðist, en ekki á eftir. Hér verður gert ráð fyrir að Alþingismannaflokkurinn hafi milligöngu fyrir að taka að láni tvisvar sinnum 600 milljónir króna, og þeim verði veitt til verk- efna er standi í tengslum við um- ræddar breytingar á útgerð og fiskvinnslu, og miði að uppbygg- ingu nýrra vinnustaða með störf- um fyrir 1.200 manns. Samtals 1,2 milljarðar eða rúmlega fimmtung- ur af 5,4 milljarða króna byggða- áætlun til þriggja ára. Þetta fé verði hrein viðbót við fjármagn sem ef til vill nú þegar hefur verið ætlað í sambærilegum tilgangi. Af þessum 1.200 milljónum kæmi helmingurinn í stað flugstöðvar- lánsins eins og áður segir, en 600 milljónir bættust við núverandi skuldir þjóðarinnar. Það væri að- eins rúmlega einn tíundi hluti af öllu fé áætlunarinnar. Það sjónarmið verður að ráða framar öllum öðrum, að ekki komi til atvinnuleysis. Þó er erfitt að komast hjá að einhverjir sjómenn verði án vinnu á meðan skipum þeirra verður breytt eða starfsfólk fiskvinnnslustöðva á meðan þær taka á sig mynd fiskréttahúsa eða matvælaverksmiðja. En slíkt skammtíma atvinnuleysi er af allt öðrum toga spunnið en það sem margir horfast í augu við í dag og fleiri eiga eftir að gera ef aðgerð- arleysisstefnunni verður haldið áfram. Það er ólíkt að vera at- vinnulaus um tíma, en sjá þó gerð- ar endurbætur á vinnustað sínum eða skipi, sem leiða muni til betri afkomu, heldur en hitt að vera án nokkurs starfa og horfa upp á fyrirtækin grotna niður vegna úr- ræðaleysis valdamanna þjóðfé- lagsins. Þar fyrir utan má gera ráð fyrir að einhver hluti fólksins muni vinna sjálft að endurbótun- um. 1.200 milljónir — 1.200 störf í sambandi við uppbyggingu léttiðnaðar mun vera notuð þum- alfingursreglan, að hvert nýtt starf kosti um eina milljón króna. Hér verður gengið út frá að svip- uðu máli gegni um minniháttar fiskeldi, en þessar tvær atvinnu- greinar virðast helst koma til greina þegar búin verða til ný störf fyrir þau sem hugsanlega falla niður í fiskiðnaði, eða allt að 400 ný störf á ári í þrjú ár, eins og hér er miðað við. Ýmiskonar iðn- aður er vaxandi atvinnugrein og væri orðinn mun stærri þáttur í öllu atvinnulífi ef ráðamenn hefðu fyrr hætt tröllreið sinni á sjávar- útveginum, en opnað augun fyrir fleiri möguleikum. Og einkenni- legt, eða kannski bara í samræmi við flokksháttinn, að einn þeirra, sem áttu stóran þátt í að ríða hon- um að nær fullu, skuli nú eiga sæti í ráðuneyti iðnaðarins. Er það þó aðeins eitt dæmi af mörgum um hvernig störfum er úthlutað innan Alþingismannaflokksins án tillits til árangurs á vettvangi fyrri starfa. Verður þó að vona hið besta og gera ráð fyrir að iðnaður á traustum undirstöðum bjóði upp á störf í stað fiskvinnslustarfa. Og fiskeldi er ekki minna vonar- blóm. Hitt er annað mál að erfið- ara verður að koma á legg at- vinnugrein sem svo gjörsamlega hefur verið hunsuð af stjórnvöld- um, að mest áberandi þátturinn í sögu hennar á liðnum árum er að- förin að Laxalónsbóndanum. Þá var brotið niður margra ára upp- byggingarstarf, sem annars hefði nú komið landsmönnum til góða, hefði það fengið að vaxa að um- fangi og skjóta rótum víðar um land. Litlar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á aðstæðum til fiskiræktar þrátt fyrir að í sumum eldisgreinum geti það tekið mörg ár að fá óyggjandi niðurstöður um vaxtarskilyrði. Á ýmsu gekk í norsku fiskeldi á frumárum at- vinnugreinarinnar. En Norðmenn eru komnir yfir mestu byrjunar- örðugleikana og enginn atvinnu- vegur blómstrar þar meira nema olíuvinnslan. Norsk fiskirækt nálgast nú að skila jafn miklu í þjóðarbúið og fiskveiðar gera á ís- landi. Hins vegar vara þeir við sem til þekkja að heimfæra norsk- ar aðferðir umhugsunarlaust á ís- lenskar aðstæður. Rannsóknir Hér verður því enn einu sinni undirstrikað að leggja þarf meiri áherslu á rannsóknarstörf. Og þá er ekki einungis átt við hafrann- sóknir, heldur einnig í iðnaði, fisk- eldi sem og öðrum greinum að matvælarannsóknum ógleymdum. Atvinnulífið nær aldrei að dafna nema gamlar hugmyndir séu endurskoðaðar og nýjar hugmynd- ir kannaðar ofan í kjölinn. Það er hart að uppfinningamenn skuli vera flæmdir af landi brott eins og nýleg dæmi um tvo íslendinga í Danmörku sanna. f því landi er hafin framleiðsla er byggir á hugmyndum þeirra, og mun um- fangsmeiri starfsemi er í uppsigl- ingu. Tveir bræður á Akureyri hafa þó þraukað hér heima og eru byrjaðir að framleiða tölvuhand- færavindur sem byggjast á áður óþekktum hugmyndum þeirra um rafmótora. En framleiðslan er að- eins nokkrar rúllur á ári þrátt fyrir að stór skakrúllumarkaður sé fyrir hendi allt frá íslandi til Nýja-Sjálands og frá Kanada til Japans. Nær væri að veita 20 milljónum til stuðnings slíkri framleiðslu, en að nota sama fé til að greiða niður kostnað af smíði á enn einum ístogaranum eins og bæjarstjórn Akureyrar hefur hugleitt. Þá má minna á nýja tegund mjölbræðslukerfis sem fundin var upp hjá Landsmiðjunni og hefur vakið mikla athygli erlendis. Á annað ár hafa allar rannsóknar- tilraunir legið niðri vegna fjár- skorts. Nýlega var þó útvegað fé til verkefnisins, en það mun þó ekki duga nema til að vinna hluta þess og líkur á að framleiðslan verði þess vegna að fara fram er- lendis að einhverju leyti. Þannig mætti lengi telja upp. Þó sýnir þetta ekki annað en grundvallar- vöntun í hugsunarhætti stjórn- málamanna. Þeir byrja á þakinu, fikra sig síðan niður á við með veggina og þá loks reka þeir augun í fúafenið sem allt á að hvila á. Ef hins vegar er byrjað á undirstöðu- rannsóknum, og framleiðslunni hagað í samræmi við rannsókn- arniðurstöðurnar, skila fjármun- irnir, sem eytt er í slíka undir- byggingu, sér margfaldlega til baka með bættum þjóðarhag og sjálfstrausti. Þá fyrst má gera áætlanir um loftkastalabyggingar. Niðurlag Miklum áróðri hefur verið hald- ið uppi um langa hríð gegn al- mennu launafólki í landinu. Um þverbak keyrði þó í sumar og haust. Og áróðurinn hefur svo sannarlega borið árangur. Skoð- anakannanir sýna, að ótrúlega stór hópur fólks hefur tekið trú- anlegar fullyrðingar um að verð- bólgan í landinu hafi stafað af of háum launum. Þessi grein er skrifuð í þeim tilgangi að sýna fram á að svo er ekki. Verðbólgan í landinu stafar af vangetu at- vinnuvega og valdhafa. Til marks um það var valið eitt dæmi af ótal mörgum og ófögrum, dæmið um togarana og framleiðslu frystra sjávarafurða. í stuttu máli: Með réttum tækjabúnaði geta skipin borið sig, að því tilskyldu einnig að ekki sé of mörgum beitt á afréttinn. Þessi tækjabúnaður leiðir til þess að fiskafli skipanna fer nær allur í yfirflokk. Slíkt hrá- efni gerir kleift, þrátt fyrir toll- múra erlendis, að hefja innan- lands framleiðslu á 1. flokks fisk- réttum í neytendaumbúðum í fjöl- breyttu úrvali. Það er í samræmi við breyttar neysluvenjur og kröf- ur um aukið frjálsræði í heimin- um. Það er skref á sömu framfara- braut og þegar þvottavélar leystu af hólmi tímafreka handþvotta. Þessi skipan framleiðslunnar bæt- ir hag þeirra sem vinna við hana, og hag allrar þjóðarinnar ef stjórnvöld hætta að flækja „leik- reglurnar", en opna augun fyrir öllum ónotuðu möguleikunum. Allt þetta er hægt að gera með eigin fé landsmanna og án þess að erlendar skuldir þjóðarinnar auk- ist um meira en eitt prósent. Þrátt fyrir að hér hafi miklu bleki verið eytt í þeim tilgangi að svara undirróðsmönnum aðgerð- arleysis- og láglaunastefnunnar, er það þó varla meira en daggar- dropi samanborið við áróðursúr- felli valdhafanna og miklar undir- tektir áhrifamestu fjölmiðlamask- ínanna. Tími til kominn að stytti upp. Lokið um miðjan janúar, 1984. Arni Hclgason er sjómaður á (irenivík. Æ Bolholt A Suðurver Sími 83730 ^ Allt á fullt 20. febrúar *"• * INNRITUN Nýtt námskeiö hefst 20. febrúar. Likamsrækt og megrun fyrir döm- ur á öllum aldri. 50 mín. æfingakerfi meö músik. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Tímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku. Lausir tímar fyrir vaktavinnufólk. Almennir-, framhalds- og lok- aöir flokkar. Fyrir þær sem eru í megrun 3ja vikna kúrar. Tímar fjórum sinnum í viku. Mataræöi, vigtun, mæling. 50 r útna kerfi JSB með músik Allt á fullt 20. febrúar. HAFIN Veriö brúnar hraustar allt áriö. og Sólbekkirnir eru í Bolholti. Einnig ný Ijós í Suöurveri. Sauna og góö búnings- og baöaöstaöa á báöum stööum. Stuttir hádegistímar í Bolholti. 25. mín. æf- ingatími. 15. mín. Ijós.v Kennsla fer fram á báöum stöö- um. Kennarar í Bolholti: Bára og Anna. Kennarar í Suöurveri: Bára, Sigríöur og Margrét. Líkamsrækt JSB Suöurveri, sími 83730 — Bolholti 6, sími 36645.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.