Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
Skýrslufrétt Morgun-
blaðsins rædd á Alþingi
Utanríkisráðherra svarar fyrirspurn frá Stefáni Benediktssyni
„Morgunblaðið hefur ekki viljað gefa upp hvernig blaðið komst yfir
skýrsluna," sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, á Alþingi í gær er
hann svaraði fyrirspurnum frá Stefáni Bencdiktssyni varðandi skýrslu Braga
Jósepssonar, Hannesar Pálssonar og Stefáns Jónssonar til utanríkisráðherra
í desember 1971. Skýrslan fjallar m.a. um viðræður þeirra við þrjá Norð-
menn, þ.á m. Arne Treholt, um hugsanlega brottfór varnarliðsins frá fslandi.
Svör utanríkisráðherra
Svör utanríkisráðherra við
fyrirspurnum þingmannsins verða
efnislega rakin hér á eftir:
••Skýrslan var merkt sem trún-
aðarmál af höfundum.
••Morgunblaðið hefur ekki viljað
gefa upp, hvernig það fékk skýrsl-
una.
••Meðferð trúnaðarskjala í ráðu-
neytinu fer eftir því, hvers eðlis
þau eru. Þau eru flokkuð eftir
mikilvægi.
••Ráðherra og yfirmenn ráðu-
neytis ákveða um dreifingu slíkra
skjala.
MUm meðferð trúnaðarskjala
frá Atlantshafsbandalagi gilda
ströng fyrirmæli, byggð á reglum
bandaiagsins. Aðgang að þeim
hafa ekki aðrir en þeir sem fá til
þess sérstaka heimild utanríkis-
ráðherra.
••Ýmis viðkvæmustu skjöl
NATO, t.d. varðandi hernaðarmál,
eru samkvæmt ósk ráðuneytisins
ekki send því.
••Ráðherra taldi öruggt að um-
rædd skýrsla hefði ekki lekið út úr
ráðuneytinu. Skýrslan hafi verið
fjölfjölduð á sínum tíma (1971) og
verið í ýmsra höndum. Hún hefði
ekki verið merkt sem trúnaðarmál
af ráðuneytinu, heldur höfundum.
fengju þar birtingu, að hluta eða í
heild. Hann spurði hvort það væru
einhverjir „tréholtar" í utanríkis-
ráðuneyti.
SIGHVATUR BJÖRGVINSSON
(A) sagði það koma mest á óvart í
téðri skýrslu þremenninganna
sem þar væri sagt um starfsmenn
utanríkisráðuneytisins. Spurði
hann ráðherra hvort fleiri skýrsl-
ur frá sömu höfundum væru til í
ráðuneytinu; sig grunaði að svo
væri.
STEINGRÍMUR SIGFÚSSON
(Abl.) spurði ráðherra, hvort hann
gerði sig ánægðan með svör Morg-
unblaðsins. Hann spurði og í hve
stóru upplagi skýrslan hefði verið
fjölfölduð. Hve margir hefðu feng-
ið hana í hendur. Er ekki ástæða
til að vanda um við viðkomandi
fjölmiðil? Þá spurði hann um
tímalengd leyndar yfir slíkum
trúnaðarskjölum.
GUÐMUNDUR EINARSSON
(BJ) sagði undarlega léttuð hvíla
yfir vötnum ráðuneytismanna,
varðandi þessa skýrslu og örlög
hennar. Það verði að fá botn í
þetta mál. Það varði almennt
traust til skjalavörzlu hjá ríkinu.
EINAR K. GUÐFINNSSON (S)
tók undir með öðrum þingmönn-
um að það væri alvarlegt mál, ef
Geir Hallgrímsson
trúnaðarskjöl færu á flakk út
fyrir vörzluramma. Hitt væri
rangt, sem sumir þingmenn hefðu
ýjað að, að setja ætti frekari
hömlur á prentfrelsi, birtingar-
freisi blaða. Þau hefðu skyldum að
gegna, m.a. varðandi það að halda
uppi alhliða pólitískri umræðu í
þjóðfélaginu. Vitnaði hann í
hliðstætt mál í Bretlandi, varð-
andi uppsetningu varnareldflauga
þar. Þar krefðust vinstri menn
birtingarréttar á skýrslum.
RAGNAR ARNALDS (Abl.) vakti
athygli á því að utanríkisráðherra
Stefán Benediktsson
og formaður útgáfustjórnar Morg-
unblaðsins hétu sama nafni.
Spurði hann, hvort það hefði haft
áhrif á þá afstöðu utanríkisráð-
herra að láta þetta mál kyrrt
liggja.
GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR
(Kvl.) kvaðst vilja upplýsa að
flaugar þær sem Einar kaliaði
varnareldflaugar væru árásar-
eldflaugar.
GEIR HALLGRÍMSSON, utan-
ríkisráðherra, svaraði fyrirspurn-
um, efnislega á þessa leið:
••Höfundar umræddrar skýrslu
merktu hana sem trúnaðarmál.
Það er þeirra að hafa frumkvæði
um að hún verði birt í heild opin-
berlega, ef vilji þeirra stendur til
þess.
••Æskilegt er að fá reglur um
tímalengd ieyndar á trúnaðar-
skjölum en reglur þar um eru ekki
til hérlendis.
••Líkur standa til að þessi
skýrsla hafi þegar i upphafi verið
í höndum allmargra manna og
ekki hvarvetna varðveittar með
sama hætti og gert er í utanríkis-
ráðuneyti. Um upplag fjölföldunar
veit ég ekkert.
••Ábyrgð mín sem utanríkis-
ráðherra nær aðeins til þess tíma
sem ég gegni því embætti. Um-
rædd skýrsla er hinsvegar frá því
1971. Hún var metin og merkt sem
trúnaðarmál af höfundum hennar
en fyrir forgöngu ráðuneytisins.
Það er þeirra að taka ákvörðun
um afnám leyndar á efni hennar,
ef sá er vilji þeirra.
••Efni þessarar skýrslu, eða það
sem birt hefur verið úr henni,
skaðar á engan hátt íslenzka hags-
muni.
••Ég vil mótmæla harðlega,
sagði utanríkisráðherra, aðdrótt-
unum Ólafs Þ. Þórðarsonar um
„tréholta" í ráðuneytinu. Starfs-
menn þess séu trúverðugir í hví-
vetna. Ég vil hinsvegar meta þau
orð Ólafs að hann vilji ekki hafa
uppi getgátur í þessu máli.
••Útgáfustjórn Morgunblaðsins
hefur engin afskipti af ritstjórn
þess, sem starfar algjörlega óháð
útgáfustjórn og á eigin ábyrgð.
Slíka starfsreglu eigi menn með
þankagang sósíalista og flokks-
stjórnar á fréttablöðum bágt með
að skilja.
••Mér er ekki kunnugt um fleiri
skýrslur frá þessum sömu höfund-
um, en skal grennslast fyrir um
það að beiðni Sighvats Björg-
vinssonar.
Fleiri tóku til máls í umræðunni
þó ekki verði frekar rakið hér.
Skiptar skoðanir
þingheims
Meginatriði í máli einstakra
þingmanna verða efnislega rakin
hér á eftir:
HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON
(Abl.) óskaði eftir því að utanrík-
isráðherra létti leynd af þessari
skýrslu og hún birt í heild. Hann
bað og um frekari rökstuðning
fyrir þeirri fullyrðingu að skýrsl-
an væri ekki frá ráðuneytinu kom-
in til Morgunblaðsins.
STEFÁN BENEDIKTSSON (BJ)
sagði m.a. að ef skýrslan væri ekki
komin úr utanríkisráðuneyti
þrengdist sá hópur, sem tengdist
lekanum. Efnisatriði þessarar
skýrslu væru ekkert aðalatriði
máls, heldur hvern veg varzla
trúnaðarskjala sé. Rannsaka
þyrfti þetta mál og draga rétta
aðila til ábyrgðar.
ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON (F)
sagði það vekja undrun ef trúnað-
arskjöl úr utanríkisráðuneyti
væru til fjölfjölduð utan ráðuneyt-
is. Hann dró í efa að ritfrelsi ætti
að ná það langt að trúnaðarskjöl,
sem ræki á fjörur fjölmiðla,
Tillaga þingmanna úr öllum flokkum:
„Sameiginleg hagsmunamál
Grænlendinga og íslendinga“
Samvinna fiskveiðiþjóða á N-Atlantshafi
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að kanna til fullnustu
möguleika á samkomulagi við
Grænlendinga um sameiginleg
hagsmunamál, sérstaklega að því er
snertir verndun fiskistofna og fisk-
veiðar, og leita jafnframt nánari
samvinnu þeirra ríkja, sem liggja
að fiskimiðunum norðarlega í Atl-
antshafi, um verndun og nýtingu
fiskistofna og önnur sameiginleg
hagsmunamál."
Þannig hljóðar tillaga til
þingsályktunar sem Eyjólfur
Konráð Jónsson (S) og éllefu aðr-
Fimm varaþingmenn
Kristjana
Kinar
(.uAmundur
Siggeir
f fyrradag tóku sæti á Alþingi tveir varaþing-
menn: Kristjana Milla Thorsteinsson, fyrsti vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjörd-
æmi, í fjarveru Gunnars G. Schram, og Einar Kr.
Guðfinnsson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Vestfjarðakjördæmi, í fjarveru Matthías-
ar Bjarnasonar, heilbrigðisráðherra. Þrír aðrir
varaþingmenn sitja nú á þingi: Guðmundur H. Garð-
arsson (S), Siggeir Björnsson (S) og Sighvatur
Björgvinsson (Á).
Sighvatur
ir þingmenn úr öllum þingflokk-
um lögðu fram á Alþingi í gær.
Framsaga fyrsta flutningsmanns
fer hér á eftir:
„Tillaga þessi til þingsályktun-
ar er flutt af tólf þingmönnum
sex þingflokka og með stuðningi
flokkanna allra. Enn einu sinni
sameinast fslendingar því í varð-
stöðu um réttindi á sviði hafrétt-
arins. Auðvitað vilja fslendingar
að Grænlendingar öðlist sem
fyrst fullan mátt til þess í senn
að vernda fiskimið sín og hagnýta
þau skynsamlega. Fiskistofnarnir
á fslands- og Grænlandsmiðum
eru meira og minna sameiginleg
auðlegð þjóðanna og það er í senn
skylda og hagsmunir þessara
granna að vernda þá og nýta í
samræmi við ákvæði hafréttar-
sáttmálans og hafa um það sam-
starf. Að svo miklu leyti sem fs-
lendingar kynnu nú að vera betur
í stakk búnir til að sinna þessu
hlutverki en Grænlendingar ber
þeim þess vegna að sinna því. Þar
kemur ef til vill til greina aðstoð
íslensku landhelgisgæslunnar,
sem við gætum að einhverju
marki sinnt bæði á sjó og í lofti ef
talið væri æskilegt.
í annan stað er það ljóst að
fleiri þjóðir eiga mikilla hags-
muna að gæta af því að fiski-
stofnar norðursins séu verndaðir
og fiskimiðin skynsamlega hag-
nýtt. Eðlilegt er þess vegna að
treysta ekki einungis samvinn-
una við Grænlendinga heldur líka
Færeyinga, Dani, Norðmenn og
Eyjólfur Konráð Jónsson
Kanadamenn, en hindra sókn
annarra í sameiginlega fiski-
stofna þessara þjóða. Það hlýtur
að koma til skoðunar í utanrík-
ismálanefnd, hjá utanríkis- og
sjávarútvegsráðuneyti og ríkis-
stjórninni í heild nú allra næstu
daga, því að örlagaríkar ákvarð-
anir sem skipt geta sköpum
kunna að verða teknar á næstu
vikum.
Þegar íslendingar hófu loka-
baráttu sína fyrir fullum yfirráð-
um 200 mílna efnahagslögsögu
stóðu þeir einir Evrópuþjóða.
Þess mættu nágrannar okkar
sem þessara réttinda njóta nú
minnast. Eðlileg samskipti og
verkaskipting þeirra þjóða ann-
ars vegar sem eiga land að fiski-
miðunum og hins vegar fjarlægra
iðnríkja felást í verslunarvið-
skiptum þar sem þau síðarnefndu
kaupa sjávarafurðir sem útvegs-
þjóðirnar afla í skiptum fyrir
kaup þeirra á iðnaðarvörum.
Þetta er það eðlilegasta — og
þetta er beggja hagur. í vaxandi
samvinnu þjóðanna sem lönd eiga
að fiskimiðum norðurslóða munu
sameiginlegir hagsmunir ráða
eins og títt er í samskiptum
þjóða, þar sem hvorki er að finna
þiggjendur né veitendur heldur
samtvinnaða gæslu réttinda sem
alþjóðalög tryggja þeim sem þau
kunna þá að hagnýta.
Öll verða mál þessi nú vænt-
anlega rædd í utanríkismála-
nefnd, svo og önnur samskipti við
Grænlendinga, sem einmitt eiga
inni heimboð Alþingis og vonandi
koma hingað fyrr en síðar.
Þótt allir þingflokkar standi að
flutningi þessarar þingsálykt-
unartillögu legg ég því til, herra
forseti, að henni verði vísað til
háttvirtrar utanríkismálanefnd-
ar að lokinni umræðunni hér í
dag í von um að hún fái þar
skjóta afgreiðslu og geti komið
fyrir fund í Sameinuðu Alþingi á
ný næstkomandi fimmtudag,
væntanlega til einróma sam-
þykktar. Þar með væri afstaða ís-
lendinga í hafréttarmálum einil
sinni enn skýrt mörkuð."