Morgunblaðið - 15.02.1984, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 15.02.1984, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 Rányrkja fiskimiða og verkunarsvik — eftir Ingjald Tómasson Er það kannski bezta bjargráð okkar nú, að uppræta allt líf á okkar „heimsins beztu" fiskimið- um umhverfis landið og allt út að 200 mílum? Það hefir svo sannar- lega verið ömurlegt, að hlusta á allt hið gífurlega umræðuflóð, sem fram hefir farið hér í fjölmiðlum um fiskifæðina undanfarið. Það hefir komið fram hjá fiskifræð- ingum, að þrátt fyrir allar skyndi- stöðvanir og skrapdagakerfi, sé lífríki sjávar í stórhættu, og að snarlega þurfi nú að taka upp kvótakerfið við allar „botnfisk- veiðar". Náttúrulega eru menn mjög á öndverðum meiði í þessu máli. „Duglegir" skipstjórar vilja alls ekki trúa því að vegna ofsókn- ar í fiskistofninn, séu fiskmiðin „aðal lífsbjörg" okkar þjóðar í aldaraðir, að verða líflaust dauða- haf. Margir eldri menn hafa skrif- að um rányrkjuhættuna og varað eindregið við henni. Þeir eru nú bæði horfnir og hverfa brátt bak- við huliðstjaldið. Einhvern tíma skrifaði ég nokk- uð um fiskveiðimokið á Halanum og hið gífurlega smáfiskadráp við Hvalbak fyrir austan land. Svo má rekja hverja ofveiðiherferðina eft- ir aðra og allt til núdagsins. Vor- gotsíldinni var algerlega útrýmt og sumargotsíldina varð að friða í langan tíma svo hún næði sér að nokkru aftur. Gífurlegt smásíld- ardráp átti sér stað á síðastliðnu hausti. „Elskulegu" Rússarnir okkar gerðu þetta mögulegt með því að kaupa hana. Svipað er að segja um loðnuna. Vegna gífur- legrar ofveiði varð að stöðva þær veiðar í langan tíma og heyrzt hef- ir að á síðastliðnu hausti hafi ískyggilega mikið af loðnunni ver- ið ókynþroska. Svo er það blessaður þorskur- inn. Hann er nú sagður bæði fár, smár og mjósleginn af hor. Fræð- ingar og forystumenn telja að öll þessi fiskifæð, grindhor og sein- þroski stafi af ýmsu, t.d. of köld- um sjó og átuleysi. En engum eða sárafáum kemur til hugar að fisk- urinn eigi erfitt uppdráttar þótt nær allt sem hann lifir á sér gegndarlaust drepið upp, með stórkostlegri morðtækni. Með þessari sömu ógnvekjandi tækni er hver góðfiskibankinn eftir ann- an gersamlega þurrausinn. Hraunbotnsvæði, þar sem fiskur- inn hefir hrygnt að mestu óáreitt- ur í aldaraðir, hafa verið nær al- gerlega sléttuð út af hinum geysi- stóru botnvörpum sem nú eru not- aðar. Og ef fiskurinn lyftir sér frá botni og hleypur í torfur, þá er flotvarpan samstundis sett út, svo nær öruggt er að engin branda sleppur. Fiskileitartækin eru orðin svo fullkomin að sjá má og þekkja fiskinn á mjög stóru svæði um- hverfis veiðiskipið. Gömlu síðu- togararnir voru ekki nema „svipur hjá sjón“ í samanburði við þá tog- ara, sem nú eru notaðir. Sama má segja um mestallan bátaflotann. Áður lágu fiskiskipin oft langtím- um í höfn vegna slæms veðurs. Nú kemur varla svo vont veður að veiðiflotinn geti ekki haft öll sín veiðitæki í gangi. Netaveiðitæknin er orðin ískyggilega mikilvirk. Fyrst voru það hampnet og hver bátur var með þrjár, í mesta lagi fjórar netatrossur. Svo kom næl- onið og girnið og nú dugar vart minna en tíu trossur (36 möskva djúp net) á hvern bát. Nælonið og girnið fúnar ekki og „drauganet" flækjast jafnvel árum saman veið- andi um fiskimiðin ef einhver branda er þar eftir. Allir eldri sjó- menn muna eftir hinni gífurlegu fiskgengd sem fyllti öll grunnmið og hverja vík, allt framyfir miðja okkar öld. Þar fóru saman allar fisktegundir, allt frá loðnu upp í stórþorsk. Það hefir sannarlega verið ömurlegt að hlusta á umræð- ur háaðals þjóðarinnar um það fiskimálaöngþveiti sem nú blasir við. Talað er um að minnka þorskveiðar um 100.000 tonn. I þess stað á að auka sókn í „aðra“ fiskistofna þótt vitað sé að sóknin í þá flesta sé í hámarki. Helzt er það úthafsrækja og koli sem þola eitthvað aukna veiði, þó tel ég vafasamt að það segi mikið upp í þorskhrunið. Svo tala okkar ágætu fiskimálaspekingar í fullri alvöru um að biðja Bandaríkjamenn um veiðisvæði fyrir einhvern hluta hins glæsilega togaraflota okkar. Er þetta ekki fyrir neðan virðingu okkar íslendinga, sem státum af að eiga beztu fiskimið í heimi? Nýlega var í Kastljósi sjón- varpsviðtal við einn ágætan for- ustumann og situr hann jafnframt í neyðarnefnd um leiðir út úr því svartskýrslunáttmyrkri, sem fiskimál okkar eru nú í. Þessi út- gerðarmaður var svo sannarlega ómyrkur í máli um hina taum- lausu rányrkju íslenzkra fiski- miða, og auk þess taldi hann upp erlend fiskimið, sem fiskifloti okkar hefir tekið þátt í að eyði- leggja. (Grænlandsmið, Norður- sjór og Nýfundnalandsmið). Nýlega las ég í blaði, að geysi- stór og gjöful fiskimið við Suður- Afríku séu að verða uppurin vegna gegndarlausrar rányrkju. Þessu líkt er að gerast víðs vegar um okkar hrjáða heim. En er það ekki bara hreinn óþarfi fyrir okkar „ágætu" forustumenn fiskimála og þjóðarinnar, að gera sér rellu út af því þótt þessi þorskur okkar sé að verða bæði fár og mjósleginn? Höfum við ekki fjölmarga „at- vinnuvegi" til að lifa á? Nefni að- eins fátt eitt: Hið geysimikla og stöðugt vaxandi ríkisbákn, verzl- unarbáknið, bæði einkarekstur og SÍS. Hið mikla stórlega umdeilda menntabákn. Og svo er það hin svokallaða menning með sfnum spillingaröflum. T.d. öskur- og skakhljómsveitir, sem hvað lengst hafa komist I Skonrokki sjón- varps. Margir lifa svo góðu lífi á drykkju-„menningunni“ með öll- um sínum stórfjölgandi brenni- vínsbúllum og afvötnunarhöllum. Bíóin, með allt of mikinn glæp- samlegan óhroða, sem þar er sýndur uppvaxandi æsku okkar lands. Það er engu líkara en þjóð- arforystan hafi verið lokkuð inn í ■ Ingjaldur Tómasson „Vita menn ekki aö við erum ekki fleiri en starfslið einnar verk- smiðju stórþjóðanna og getum alls ekki staðið undir hinni ógnvekjandi stjórnunaryfirbyggingu, sem sífellt er þanin út.“ hamraborg álfa og tapað þar glór- unni. Vita menn ekki að við erum ekki fleiri en starfslið einnar verk- smiðju stórþjóðanna og getum alls ekki staðið undir hinni ógnvekj- andi stjórnunaryfirbyggingu, sem sífellt er þanin út. Verzlunarvald- ið, bæði innlent og erlent, hefir byggt rnikinn fjölda verzlunar- halla. Og hvaðan eru þessi auðæfi fengin, nema frá almenningi okkar þjóðar? Nú tekur ríkið og verzlunin helming alls vöruverðs í landinu. Álagning vörunnar er nú orðin svo ferleg að sjálfur fjár- málaráðherrann hefir lýst undrun sinni yfir hinu háa vöruverði nú, þegar verðbólga fer lækkandi. Ég er hins vegar ekki undrandi. Kaupmennska er og hefir alltaf verið kaupmennska, og ég hefi litla trú á verðlækkun, nema að kaupsýslan verði neydd til þess með einhverjum ráðum. En væri nú ekki ráðlegt kaupmenn góðir að lækka nú vöruna svo um munar, áður en almenningur verður svo rúinn að geta ekki keypt hinar rándýru vörur ykkar? Það er eins og mörgum sé ná- kvæmlega sama hvort nokkur út- flutningur á sér stað eður ei. Ál- verið í Straumsvík er talið óþrifa- gemlingur, sem þyrfti að losna við sem fyrst, af því að það hefir í samvinnu við Þjórsá fært þjóðinni geysilegar tekjur, bæði beinar og óbeinar. Algerlega er nú hætt við að greina frá útflutningi áls þegar getið er um iðnaðarútflutning í fjölmiðlum. Samtal var í útvarpi við stjórnarmann á Akureyri og hann spurður álits á stóriðju í Eyjafirði. Hann sagði að það þyrfti enga stóriðju, því að brátt tæki til starfa stórt opinbert fyrirtæki, sem þyrfti margt starfslið!! Vítaverð vörusvik Mikil vörusvik hafa átt sér stað í fiskútflutningi okkar á undan- förnum árum. Oft hefir það skeð að jafnvel heilir skipsfarmar hafa verið endursendir vegna slæmrar verkunar. Algerlega óæt skreið hefir verið flutt til Nígeríu. Allir muna eftir skreiðinni, sem sýnd var í sjónvarpi nýlega. Það var ekkert eftir nema bein og roð. Fyrst hafði maðkur étið allt fisk- holdið og svo maurinn tekið við. Meðan ég vann við fiskverkun var það oft haft á orði þegar neta- morkur bárust á land, að þetta væri fullgott í negrann. En þetta er nú að verða liðin tíð, því að negrinn er nú búinn að fá nóg af maðkétnum beinagrindum frá ís- landi. Fyrir nokkru var verið að skipa út skreið í Sundahöfn. Þar voru þá staddir þrír negrar, sem sendir voru hingað til að koma í veg fyrir kaup á íslenzku ómeti. Og þegar útskipun stóð yfir, vindur sé einn biksvartur með beitta sveðju í hendi að einum skreiðarpakkan- um, tekur þar út einn stóran fisk og klýfur hann að endilöngu. Gýs þar út mikill fnykur svo nær ólíft var nærstöddum. Samstundis var öll útskipun stöðvuð að kröfu negranna, og eigandi skreiðarinn- ar sóttur til að standa fyrir máli sínu vegna vörusvikanna. Ég veit ekki hver málalok urðu þarna, en ekki er ólíklegt að þessu líkt hafi skeð víðar kringum landið. Að lokum ein tillaga. Er ekki bezt að gefa allar veiðar algerlega frjálsar og drepa allan þorskfisk upp sem fyrst eins og gerzt hefir með síld og loðnu? Ingjaldur Tómasson er rerkamað- ur í Reykjarík. Útimarkaður við Undirheima. Egilsstaðir: Frá kaffisölu 9. bekkjar. Morgunblaðið/Ólafur. Blómlegt starf í Undirheimum KgiLsstöðum, 5. febrúar. I HAUST var opnuð félagsmiðstöð Tómstundaráðs Kgilsstaðahrcpps í húsakynnum Safnastofnunar Áust- urlands við Skógarlönd gegnt Hér- aðsheimilinu Vala.skjálf. Þar hefur síðan verið blómlegt starf, en fé- lagsmiðstöðin hlaut heitið Undir- heimar. í dag efndu forgöngumenn í Undirheimum til útimarkaðar, enda veður hið fegursta. Þar var margt nýtilegt á boðstólum fyrir lágt verð, en ágóði allur rann til uppbyggingar Undirheima. Innan dyra seldu nemendur 9. bekkjar Egilsstaðaskóla kaffi og góðgæti, en þeir hyggja á ferða- lag til Reykjavíkur í páskaleyfi og eru því að safna sér farareyri. Tómstundafulltrúi Egilsstaða- hrepps er Inga Þóra Vilhjálms- dóttir, og formaður nemenda- ráðs Egilsstaðaskóla er Hjálmar Magnússon, í 9. bekk. — Ólafur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.