Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Merk nýmæli á Akureyrarfundi Af fréttum má ráða að för þingflokks sjálfstæð- ismanna norður á Akureyri og fundahöld í tengslum við hana hafi heppnast vel. Þingflokk- urinn hefur áður efnt til funda utan Reykjavíkur og ber að fagna þessu framtaki. Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vék að tveimur athyglisverðum ný- mælum í ræðu á fjölmennum fundi á Akureyri á laugardag- inn. í fyrsta lagi lagði hann til að ný skipan verði tekin upp varðandi verðlagningu á af- urðum bænda, þannig að skilið verði á milli tekna bændanna sjálfra og stöðvanna sem vinna úr afurðum þeirra. í öðru lagi ítrekaði hann þau sjónarmið sjálfstæðismanna að breyta ætti ríkisbönkunum í almenn hlutafélög en vildu menn ekki fara þá leið mætti létta af pólitískri stjórn á bankastofnunum með því að innistæðueigendur í bönkum veldu stjórn þeirra og hefðu þannig úrslitaáhrif á það hverjir settust í stóla banka- stjóra. í báðum tilvikum hreyfir Þorsteinn Pálsson málum sem stjórnmálamenn hafa hingað til skotið sér undan að fást við en eru þó vandamál í hvert sinn sem á herðir. í öllum flokkum hafa verið uppi há- værar raddir um það að nauð- synlegt sé að breyta kerfinu sem ræður verðlagi á landbún- aðarafurðum. Um þetta hefur verið rætt fram og aftur og hefur verið alið á tortryggni milli bænda og neytenda í þéttbýli í skjóli úrelts verð- lagskerfis. Þess vegna ber að fagna yfirlýsingu Þorsteins Pálssonar um að tekist hafi samkomulag milli Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks um nauðsyn skipulagsbreyt- inga á þessu sviði og að unnið skuli að slíkum breytingum. Er brýnt að hendur verði látn- ar standa fram úr ermum við þetta starf. Nú er lag til breyt- inga á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum ef rétt er á málum haldið. Rimman um bankastjóra- stólana í Búnaðarbankanum hefur beint athyglinni að því að núverandi kerfi við stjórn ríkisbankanna sé að bresta. Morgunblaðið er þeirrar skoð- unar eins og margoft hefur komið fram að skynsamleg- asta og lýðræðislegasta að- ferðin við að velja menn í stjórnir og ráð ríkisins sé að kjósa þá á alþingi. Þannig hafa bankaráðin og verið val- in, en svo að vitnað sé til orða Þorsteins Pálssonar þá hefur nú örlað á því að bankarnir séu orðnir einskonar sjálfs- eignarstofnanir bankastjóra og bankaráða. Rétt er að bæta bankastarfsmönnum í þennan hóp. Þessi þróun kann að vera eðlileg en hún stangast á við þær meginreglur sem gilda um stjórn ríkisbanka. Með öllu er óviðunandi að kreppa myndist í yfirstjórn ríkisbankakerfis- ins af þessum sökum. Sé meirihluti þingmanna á móti því kerfi sem nú ríkir hlýtur því að verða breytt. í því efni hefur formaður Sjálfstæðis- flokksins hreyft skynsamleg- um hugmyndum sem ættu frekar að setja svip á umræð- ur um þetta mál en karp og ákúrur vegna ítaka og áhrifa stjórnmálamanna í banka- kerfinu sem mælt er fyrir um í landslögum eins og málum er nú háttað. Afnám ríkis- einokunar Allt síðan útvarpslaga- nefnd undir forystu fram- sóknarmannsins Markúsar Á. Einarssonar lagði tillögur sín- ar um afnám ríkiseinokunar á útvarpsrekstri fyrir Ingvar Gíslason, menntamálaráð- herra framsóknar, hafa Fram- sóknarmenn verið á flótta undan þessum tillögum. Þing- flokkur framsóknarmanna hefur rætt málið fram og aft- ur án niðurstöðu. Er langlund- argeð sjálfstæðismanna í mál- inu nú á þrotum eins og meðal annars kemur fram í nýlegri samþykkt stjórnar Samtaka ungra sjálfstæðismanna sem telur „að þau afturhalds- sjónarmið sem ráðandi eru meðal framsóknarmanna í þessu máli séu óviðunandi og fráleitt að þau tefji framgang þessa máls". Framsóknarmenn hafa auð- vitað kosið að sem minnst bæri á flótta þeirra frá tillög- um Markúsar Á. Einarssonar og nefndar hans, einmitt af þeim sökum hefur þingflokkur Framsóknar viljað að farið yrði með umræður um afnám ríkiseinokunarinnar sem feimnismál. Það kemur þess vegna úr hörðustu átt þegar undan því er kvartað í forystu- grein Tímans, málgagns Framsóknarflokksins, að efnt hafi verið til „baktjaldavið- ræðna hjá stjórnarflokkun- um“ um málið. Framsóknar- menn bjarga sér ekki undan ábyrgð í þessu máli frekar en öðrum með því að skjóta reyk- bombum. Virðisaukaskattur: Matvæli og húsnæðis- kostnaður hækka í verði Aðrir kostnaðarliðir lækka Ýmis tormerki eru á því að segja fyrir um, hvaða áhrif upptaka virðis- aukaskatts hefur á verðlag í landinu, segir í greinargerð með frumvarpi um slíkan skatt, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Vcrðáhrifin fara eftir því hvaða skattar eða tollar verða lagðir niður við upptöku virðis- aukaskattsins, hve formleg tengsl verða milli verðvísitölu og kaupgjalds og loks eftir því eftirspurnarástandi sem ríkir þegar skattbreytingin gefur tilefni til verðbreytinga. Greinargerðinni fylgja hins- vegar meðfylgjandi töflur (merktar 1 og 2) sem sýna dæmi um áætluð bein verðhækkunar- áhrif virðisaukaskatts á einka- neyzlu, samneyzlu og þá út- gjaldaliði fjármunamyndunar sem skatturinn leggst á. Út- reikningurinn byggist á tveimur dæmum um hæð skattsins, þ.e. 20% og 21%. Ekki er í þessum dæmum gert ráð fyrir lækkun tolla eða afnámi uppsöfnunar- áhrifa söluskatts. Niðurstöð- urnar sýna að í heild muni einkaneyzla hækka í verði um 3,1—3,8%, eftir því hvort miðað er við 20% eða 21% skatt. Hækkun einstakra undirliða er þó mjög misjöfn. Mest er hækk- un matvæla, 18—19%, enda leggst núgildandi söluskattur ekki á nema lítinn hluta mat- væla, húsnæði, ljós og hiti hækka um 2—3%, en flestir aðr- ir útgjaldaliðir lækka í verði vegna lægra skatthlutfalls í virðisaukaskatti en söluskatti. „Að líkindum sýna þessir út- reikningar fremur ofmat en van- mat á verðhækkunaráhrifum," segir í greinargerð frumvarps- ins. Tafla 1 Fjárhædir i m.kr. Söluskattur og virðisaukaskattur af einkaneyslu 1980 og dæmi um áætluð verðhækkunaráhrif virðisaukaskatts I.auslcga Þar af: Álagður Álagöur áætlud útgjöld Skattstofn sölu- virðisaukaskattur 1980 án Skattstofn viröisauka- skattur skatts soluskatts skatts (23%) 20% 21% Áætluö vcrðhækkunaráhrif m.v. m.v. 0% VASK 21% VASK 1. Matvæli 2. Drykkjarvörur og tóhak 3. Fatnaður «g cinkamunir 4. Húsnæði, Ijós og hiti .. 5. Varanlegir búsmunir .. 6 Heilsuvcrnd og snyrting 7. Saingöngur 8. Mcnntun og skcmmtanir 9 önnur neysla 10 Einkaneysla alls 1 573 468 881 1 358 857 522 783 839 105 117 468 881 212 857 93 623 670 52 1 573 468 881 441 857 93 703 } 834 27 108 203 49 197 21 143 154 12 315 94 176 88 171 19 140 } 167 330 18.0% 98 -2,4% 185 -2.5% 93 2.8% 180 -2.5% 20 -0,4% 148 -0.3% } 175 } 0,1% 18.9% -1.7% -1,7% 3.1% -1.6% -0.2% 0.5% } 0.8% 7 386 3 973 5 850 914 1 170 1 229 3.1% 3.8% 11. Flutt af töflu 2 2 414 1 620 555 324 341 12. Samtals 6 387 7 470 1 469 1 494 1 570 Tafla 2 Söluskattur og virðisaukaskattur af íbúðarbyggingum, opinberum byggingum, samgöngumannvirkjum, samneyslu og skattskyldum aðföngum Lauslcga Þar af: Álagður Álagöur Áætluð áætluö útgjold Skattstofn sölu- viröisaukaskattur vcröhækkunaráhrif 1980 án Skattstofn virðisauka- skattur miöaö viö miöaö við FjárhæAir i m.kr. skatts soluskatts skatts (23%) 20"/« 21% 20% VASK 21% VASK 1 íhúöarhyggingar 665 338 338 78 68 71 -1,3% -0.9% 2. Opinhcrar hyggingar 192 97 0 22 0 0 -10.3% -10.3% 3. Samgöngumannvirki 362 170 362 39 72 76 8.2% 9.2% 4 Samncysla 1 576 200 550 46 110 116 3,9% 4.3% 5. Skattskyldaöföngatvinnurekstraro.fl. 1 609 370 370 74 78 Samtals 1.—5. 2 414 1 620 555 324 341 Albert Guðmundsson við umræður utan dagskrár á Alþingi: Hef heimild til að selja hlutabréf án lagaheimildar EIÐUR Guðnason alþingismaður kvaddi sér hljóðs utan dagskár á Al- þingi í gær og varpaði fram nokkrum spurningum til Alberts Guðmunds- sonar, fjármálaráðherra, varðandi fyrirhugaöa sölu hlutabrefa í Eim- skipafélagi íslands og sagðist Albert Guðmundsson hafa heimild til þess, samkvæmt áliti fagmanna fjármála- ráðuneytisins, að selja hlutabréf í fyrirtækjum sem ríkið ætti, án heim- ildar í lögum eða fjárlögum. Eiður Guðnason sagði við um- ræðuna að einkennilega hefði ver- ið staðið að málum við fyrirhug- aða sölu á hlutabréfum í Eim- skipafélaginu, og nefndi hann að sér virtist sem öll lögmál venju- legra viðskiptahátta hefðu verið brotin. Spurði Eiður hvort tilboðin sem borist hefðu í fyrirtækið hefðu verið 3 eða 4, hvað fjármála- ráðherra ætti við þegar hann segðist ekki selja hlutabréfin nafnlausum kaupanda og hvort það væri ekki brot á reglum að opna tilboð jafnóðum og þau bær- ust. Albert Guðmundsson sagði að í auglýsingu um sölu hlutabréfa kæmi fram að þau yrðu seld hæstbjóðanda, ef viðunandi tilboð fengist. Kaupendur gætu greitt 80% kaupverðs á 10 árum með verðtryggðum kjörum, en þessi kjör væru boðin í því skyni að sem flestir ættu þess kost að kaupa þau. Albert sagði að alls hefðu borist 4 tilboð í hlutabréfin, 3 hefðu verið opnuð eftir að frestur til að skila inn tilboðum var úti, en hið fjórða síðar. Sagði Albert að tilboð hefðu verið opnuð jafnóðum og þau hefðu borist, enda hefðu þau verið send til ráðuneytisins í umslögum sem ekki hefðu verið sérstaklega merkt. Þá sagðist AI- bert telja að ekkert tilboðanna væri viðunandi og engu þeirra yrði tekið. Þá ræddi Albert þá skoðun sína að hlutabréfin í félaginu væru stórkostlega vanmetin, þau væru meira virði en nafnverð hljóðaði upp á. Þá hafnaði Albert því að siðgæði hefði verið brotið í þessu máli. Þá sagðist Albert myndi óska eftir því að það yrði lagt undir dóm Alþingis hvort hann hefði staðið ranglega að þessum málum. Ragnar Arnalds sagði að fjár- málaráðherra hefði enga heimild til að selja áðurgreind hlutabréf og vísaði á bug túlkun þeirri á heimild ráðherra til að selja eignir ríkisins og í sama streng tók Páll Pétursson. Bremsumælt allt að 100 sinnum á dag FLUGBRAUTIR i Keflavíkurflugvelli eru bremsumældar allt að 100 sinnum á dag, þegar aðstæður eru slæmar, að sögn Friðþórs Eydal, aðstoðarblaða- fulltrúa Varnarliðsins. Niðurstöður rannsóknar á ástæðum og tildrögum þess, að Flugleiðaþotan Langfari fór út af flugbrautinni á Keflavíkurflug- velli, liggja ekki fyrir, en verða kunn- gerðar síðar f vikunni, að sögn Péturs Einarssonar, flugmálastjóra. Snjóruðningsdeild slökkviliðsins sér um bremsumælingar og að sögn Friðþórs er það gert þegar beiðnir berast frá frá flugturni eða flug- stjóra þotu í aðflugi. En jafnframt eru starfsmenn snjóruðn- ingsdeildar slökkviliðsins stöðugt við mælingar þegar skilyrði eru slæm, svo sem þegar úrkoma er og hitastig lágt, og algengt að mælt sé allt að 100 sinnum á dag. Niðurstöð- ur mælinga eru tilkynntar jafn- harðan. Rannsókn á orsökum óhappsins stendur yfir hjá íslenzkum flug- málayfirvöldum. Þau neituðu í gær að veita upplýsingar um málið á þessu stigi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.