Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 17 Ríkisstjórnin setji lög um samningana nú þegar — eftir Arnór Ragnarsson Samningamál íslenzku verka- lýðsstéttarinnar eru nú enn einu sinni komin í sjálfheldu. Hvorki gengur né rekur. Gamla kerfið sem notazt hefir verið við í ára- raðir og er löngu úr sér gengið er enn við lýði og enginn skilur hve þungar samningaviðræður eru. Það leita margar spurningar á hugann hjá leikmönnum í samn- ingamálum og nú ryðst ég einn þeirra fram á ritvöllinn og langar að stinga nokkrum, kannski eilítið frumlegum hugmyndum að for- ráðamönnum. Það síðasta sem fréttist af samningaþófi ASÍ og VSÍ var birt sem stórfrétt í Morgunblaðinu og Þjóðviljanum þann 24. jan. sl. Þar kom fram að Ásmundur Stefáns- son og Magnús Gunnarsson væru búnir að vera á leynifundum í marga daga og samningar væru á lokastigi. Innihaldið átti að hljóða upp á 3% strax og einhver önnur % síðar. Þessar tölur komu fáum á óvart. Þessir menn vinna ekki í takt við tímann og ættu sjálfstæð- is- og framsóknarmenn að taka fram fyrir hendurnar á þeim strax í dag. Þetta mál um frjálsa samn- inga er orðið slíkt endemis bull að ekki tekur nokkru tali. Ríkis- stjórnin á að ganga frá samning- um með lögum nú þegar og þar á ekki að vera að ræða um prósentu- tölur. Þar á að ákveða 14 þúsund kr. lágmarkslaun strax og t.d. að launahækkanir verði síðan 1. marz 7—8% fyrir launþega með tekjur á bilinu 14—17 þúsund, 3—4% til þeirra sem hafa 17—22 þúsund og ekkert fyrir þá sem hærri laun „Ríkisstjórnin á að ganga frá samningum með lögum nú þegar og þar á ekki að vera að ræða um prósentutölur. Þar á að ákveða 14 þús- und kr. lágmarkslaun strax og t.d. að launa- hækkanir verði síðan 1. marz 7—8% fyrir laun- þega á bilinu 14—17 þúsund, 3—4% til þeirra sem hafa 17—22 þús- und og ekkert fyrir þá sem hærri laun hafa.“ hafa. Þetta mætti svo endurskoða 1. sept. nk. Flestir muna eflaust eftir lág- launabótunum svokölluðu sem fyrirmenn sem fátæklingar fengu á sl. ári. Forstjórar og mektar- menn fjölmargir fengu þennan fá- tækrastyrk og leiðir það hugann að skattasvindlinu sem tíðkast i þessu þjóðfélagi. Engum ríkis- stjórnum, hvorki hægri eða vinstri stjórnum, hefir dottið í hug að fjölga til muna í skattalögreglunni og gefa henni örlítið lausari taum- inn. Ég er sannfærður um að 20 nýir skattlögreglumenn myndu vinna fyrir árslaunum sínum á mánuði svo málið þarfnast ekki umhugsunar einu sinni. En tal- andi um láglaunabæturnar þá held ég að það hefði verið hollt fyrir þá sem að þeim stóðu að líta magnskostnaður fyrirtækja t.d. í verslun og iðnaði í kjölfar hrað- lækkandi verðbólgu væri þegar farinn að skila sér í lækkuðu vöru- verði. Á því bólar harla lítið enn og almenningur unir því ekki þegjandi, ef atvinnurekendur ætla sér einir að njóta góðs af þeim árangri, sem þegar hefir náðst í efnahagslífi okkar, fyrst og fremst fyrir fórnir launþega í landinu og skert lífskjör. Sá árangur má þó ekki glepja okkur sýn né leiða til óraunhæfrar kröfugerðar um launahækkanir, sem myndu setja allt á hvolf aft- ur. Ætli við gerðum ekki réttast í að reyna að þrauka út þetta árið, borða okkar grjónagraut og taka trúanlega reiknimeistara ríkis- stjórnarinnar, sem telja „svigrúm- ið“ til launahækkana ekki meira en ein 4%. Hugsanlega mætti auka það svigrúm, ef rétt væri að málum staðið. Gera þar að auki kröfu um, að staðið verði undan- bragðalaust við hátíðleg loforð um að slaka á kló skattheimtunnar, — sem því miður verður lítið vart við enn. Hvernig skal skipta Og þá kemur að hinni stóru spurningu: hvernig skal skipta þessu litla, sem til skiptanna er? Það þýðir lítið fyrir hæstvirta rík- isstjórn, á eftir það sem undan er gengið, að setja nú upp sakleys- issvip og telja sig lausa undan allri ábyrgð, þegar komið er að nýjum kjarasamningum, um leið og hún hefur í hótunum um að gera landið stjórnlaust, ef laun- þegar og vinnuveitendur „sprengja rammann" við samn- ingaborðið. Ef nokkur snefill af alvöru er á bak við allt þetta maraþontal um nauðsyn þjóðarátaks á neyðartím- um og að hver verði að taka á sig byrðar, svo sem hann hefir burði til, þá hlýtur niðurstaðan að verða sú — nú fremur en nokkru sinni fyrr — að þeir, sem tekjuhæstir eru (hugsanlega mætti miða við 25—30 þús. kr. mánaðarlaun og þar yfir) fái að þessu sinni alls enga launahækkun. Á öll laun þar fyrir neðan kæmi sama krónutölu- hækkun og síðan væri viðbótar- þörfum hinna verst settu, sem flestir munu vera einstæðir for- eldrar, aldraðir og öryrkjar, mætt með sérstökum ráðstöfunum í gegnum skatta- og tryggingakerfi. Hvad er að gerast Talað er þessa dagana um bið- stöðu í samningamálunum. Það er víst bara verið að „rabba saman", ekkert virðist liggja á — eða hvað er að gerast? Getur verið, að svo ömurlega takist til enn einu sinni, að neyð fólksins, sem nú er komið í þrot, verði af ófyrirleitnum öfl- um innan verkalýðshreyfingarinn- ar notuð til að setja skriðuna aft- ur af stað og sprengja efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar? Vonandi verður ekki sú raunin á, og eitt er víst, að viðunandi lausn á launamálunum, eins og þau horfa nú við, er ekki einungis undir ríkisstjórn, verkalýðsfor- ystu og vinnuveitendum komin, svo mikil sem ábyrgð þessara að- ila er. Hér mun það ekki síður skipta sköpum, að almennir borg- arar sýni samhug, og sanngirni hver í annars garð — skilning á því, hve mikið er nú í húfi. Sigurlaug lljarnadóttir er mennta- skólakennari og fýrrrerandi al- þingismaður. Arnór Ragnarsson einnig á framhlið skattskýrslunn- ar og gæta að eignum þeirra manna sem sendar voru bætur. Hefði t.d. ekki verið eðlilegt að þeim, sem áttu 300 fm íbúð, nýjan Benz og Hondu fyrir konuna, hefði verið sleppt þegar bæturnar voru sendar út? Ég tel að það hefði ver- ið betra að þeir sem enga íbúð eiga og þeir sem eru að eignast sína fyrstu íbúð hefðu gengið fyrir svo og þeir sem greiða milli 8 og 10 þús. kr. í hitunarkostnað á mán- uði. Ég tel að, ef ríkisstjórnin ætl- ar að gera eitthvað fyrir þá lægst- launuðu, eigi ekki að hækka barnabæturnar eingöngu heldur ætti að taka ýmsa þætti inn í eins og húsastærðir, búsetustaðsetn- ingu, húsnæðiseign o.fl. Það vill nefnilega svo einkennilega til að margir af betur settu mönnunum í þjóðfélaginu eiga líka börn. Ég held að það sé að verða al- mannarómur, því miður, að ASÍ sé að verða einhver hin aumustu samtök sem starfrækt eru. Þangað ráðast framagosar sem aðeins hugsa um að komast inn á þing í gegnum Alþýðubandalagið. Guð- mundur J. Guðmundsson fór þessa leið og hver þekkir ekki þessa setningu: Ég vara við því að slá á sáttarhönd ... Máttleysi Guð- mundar er algert. Ásmundur Stef- ánsson er arftaki Guðmundar og kemst hvorki afturábak né áfram. Vinnuveitendur hafa fengið öll vopn í sínar hendur. Það þótti mikið átak þegar öll félögin voru sameinuð innan ASÍ og komið var á einum og sama samningadegin- um fyrir alla landsmenn. Þetta átti að vera mikill styrkur fyrir ASÍ, en ég held að þetta hafi snú- izt í höndum þeirra og sé nú fyrst og fremst styrkur VSI. Það er ekki að ástæðulausu að ÍSAL gengur í raðir Vinnuveitenda þessa dag- ana. Talandi um forystu ASÍ þá held ég að þar sé aðeins að finna einn mann sem talar af sannfæringu (a.m.k. opinberlega). Það er frú Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Hún virðist vera eini verkalýðsforing- inn sem segir það sem hún meinar og veit hvað hún vill. Þá þekkir hún til síns fólks og veit að það er á vonarvöl og getur ekki meira. Það þarf að grípa til aðgerða strax. Aðalheiður er formaður Verkakvennafélagsins Sóknar. Hefir henni aldrei dottið í hug að leggja Sókn niður? Er ekki hugs- anlegt að allar Sóknarkonur segi sig úr félaginu og gangi í Dags- brún eða eitthvert annað félag þar sem lægstu taxtarnir eru eins og meðaltaxtar Sóknar? Launataxtar verkalýðsfélag- anna eru ekki lengur notaðir í þjóðfélaginu. Af hverju? Ég held að þar beri allt að sama brunni. Verkafólk treystir ekki lengur fé- lögunum til að semja fyrir sig og semur sjálft við sína vinnuveit- endur um yfirgreiðslur á taxta þannig að launataxtarnir eru ein- ungis notaðir til viðmiðunar. Spillingin í verkalýðsfélögunum er ekki minni en annars staðar í þjóðfélaginu. Þar otar hver sínum tota og reynir að ná sem flestum krónum í eigin vasa. Talandi um spillingu. Hver þekkir ekki um- ræðuna um ráðningar í banka- stjórastöður þessa dagana þar sem hrossakaup eru með eindæm- um? Samningamálin hafa nú staðið yfir í nokkra mánuði. Þar hafa komið saman tugir manna oft og mörgum sinnum og á eftir að fjölga margfalt áður en yfir lýkur. Éngum dettur í hug að minnast á hvað þetta þjark kostar þjóðfélag- ið. Tugir þúsunda ef ekki hundruð þúsunda vinnustunda fara í súg- inn. Væri ekki nær að reyna að láta þessa menn vinna og reyna að ná upp þjóðarframleiðslunni til þess að hægt sé að hækka laun verkalýðsins? Ég skora á ríkis- stjórnina að taka á þessu máli nú þegar. „Mér þykir grjónagrautur góður ... “ sagði Steingrímur Her- mannsson í sjónvarpsþætti í síð- ustu viku. Það væri gaman að vita hvort Steingrími fyndist hann jafngóður eftir að hafa haft hann í bæði mál í nokkrar vikur. Garði, 11. febrúar 1984. Arnór Ragnarsson er blaöamaður hjá Morgunblaðinu. ■^s^e0óv°sxo 'c.et'00 „as1 Se°d° yyev^'" c,\ab°'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.