Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 35 Globus tekur við um- boðinu fyrir STILL GLOBUS hf. hefur tekið aö sér umboð fyrir STILL-gaffallyftara og iönaðar- dráttarvélar. „Það er von okkar aö vestur-þýzku STILL-gaffallyftararnir muni opna notendum gaffallyftara hérlendis nýja möguleika, þar sem um er aö ræöa óvenjulega fjölbreytta og vandaða framleiöslu," sagöi Gestur Árna- son, framkvæmdastjóri hjá Globus, sem málin voru reifuð. Globus er einn af stærstu inn- flytjendum landbúnaðar- og iðn- aðarvéla, auk þess sem fyrirtækið hefur umboð fyrir Citroén-bílana frönsku. Framleiðsluvörur STILL eru til í mörgum útfærslum, svo sem 3ja og 4ra hjóla raf- magnslyftarar, með lyftigetu frá 1—3 tonn ásamt dísil- og gas- drifnum lyfturum, með lyftigetu frá 1,5—8 tonn. Þá eru iðnaðar- dráttarvélar fyrirtækisins raf- drifnar, með burðarþoli allt að tveimur tonnum og dráttargetu allt að 20 tonnum. Á blaðamannafundinum kom fram, að STILL er eini framleið- andi iðnaðardráttarvéla, sem eru búnar sambyggðum disil- og raf- mótor, svokölluðum „hybrid- traktor". Innanhúss er vélin knúin rafmagni og því engin mengun. Utanhúss er dráttarvélin knúin dísilmótor og hleðst þá rafhlaðan blaöamannafundi fyrir skömmu, þar sjálfkrafa. STILL framleiðir einn- ig gaffallyftara fyrir fiskiðnaðinn og eru þeir sérstaklega varðir gegn vatni og salti. STILL-vörur eru fslendingum ekki ókunnar, þar sem um 200 lyftarar frá fyrirtækinu eru í notkun hér. Verksmiðjan, sem er staðsett í Hamborg, framleiðir um 6.000 tæki árlega, og er einn af stærri framleiðendum slíkra tækja í Evrópu. Að síðustu kom fram á blaða- mannafundinum, að Globus muni hafa til þjónustu við viðskipta- menn sérþjálfaða viðgerðarmenn. „Jafnframt verður leitast við að tryggja fljóta og örugga afgreiðslu á varahlutum þannig að viðskipta- vinir verði fyrir sem minnstum töfum frá vinnu vegna hugsan- legra bilana," sagði Gestur Arna- son ennfremur. Verðmætaaukningin milli ára er um 152%, eða 613,7 milljónir króna á móti 243,3 milljónum króna. SAMDRÁTTUR í ULLARVÖRUM Um 9% samdráttur varð l út- flutningi ullarvara á síðasta ári, þegar út voru flutt samtals 1.350,3 tonn, borið saman við 1.487,4 tonn á árinu 1982. Verðmætaaukningin milli ára er um 81%, eða liðlega 701,5 milljónir króna á móti 388,2 milljónum króna. UM 19% SAMDRÁTTUR í SKINNAVÖRU Útflutningur á skinnavörum dróst saman um 19% á síðasta ári, þegar út voru flutt samtals 394,4 tonn, borið saman við 485,2 tonn á árinu 1982. Verðmætaaukningin var aðeins um 52%, eða 153,1 milljón króna á móti 100,9 milljónum króna. ÚTFLUTNINGUR VARA TIL SJÁVARÚTVEGS JÓKST Um 7% aukning varð á útflutn- ingi vara til sjávarútvegs á síðasta ári, þegar út voru flutt 1.820,3 tonn, borið saman saman við 1.693,9 tonn á árinu 1982. Verðmætaaukningin milli ára var um 103%, eða 103,8 milljónir króna á moti 51,1 milljón króna. AUKNING í NIÐURLÖGÐ- UM SJÁVARAFURÐUM Um 16% aukning varð í útflutn- ingi á niðurlögðum sjávarafurðum á síðasta ári, þegar út voru flutt 2.813,7 tonn, borið saman við 2.427,9 tonn á árinu 1982. Verðmætaaukn- ingin milli ára er um 137%, eða 372,6 milljónir króna á móti 157,4 milljónum króna. SAMDRÁTTUR í KÍSILGÚR Um 2% samdráttur varð í út- flutningi á kísilgúr á síðasta ári, þegar út voru flutt 24.508,1 tonn, borið saman við 24.965,5 tonn á ár- inu 1982. Verðmætaaukningin var um 95%, eða 136,9 milljónir króna á móti 70,2 milljónum króna. UM 154% AUKNING Á ÚT- FLUTNINGI Á MÁLNINGU OG LAKKI Um 154% aukning var á útflutn- ingi á málningu og lakki á síðasta ári, þegar út voru flutt 1.026,2 tonn, borið saman við 404,0 tonn á árinu 1982. Verðmætaaukningin varð hvorki meiri né minni en um 446%, eða 37,4 milljónir króna á móti 6,85 milljónum króna. AUKNING í VIKUR- ÚTFLUTNINGI Vikurútflutningur jókst um 159% á síðasta ári, þegar út voru flutt 45,3 tonn, borið saman við 17,5 tonn á síðasta ári. Verðmætaaukningin milli ára var um 518%, eða 32,4 milljónir króna á móti 5,24 milljón- um króna. ÞANGMJÖLSÚTFLUTN- INGURJÓKST Útflutningur á þangmjöli jókst um 44% á síðasta ári, þegar út voru flutt samtals um 3.134,3 tonn, borið saman við 2.170,7 tonn á árinu 1982. Verðmætaaukningin milli ára var um 187%, eða 19,7 milljónir króna á móti 6,87 milljónum króna. BROTAJÁRNSÚTFLÚTN- INGUR JÓKST UM 154% Útflutningur á brotajárni jókst um 154% á síðast ári, þegar út voru flutt samtals 9.946,9 tonn, borið saman við 3.922,3 tonn á árinu 1982. Verðmætaaukningin milli ára var um 302%, eða 22,1 milljón króna á móti 5,5 milljónum króna. Kópavogsbær vanrækir sund- kennslu grunnskólabarna — eftir Alexander Alexandersson Yfir 20% grunnskólabarna í Kópavogi fá nú litla sem enga sundkennslu. Orsökin er skortur á laugar- rými, og fyrirhyggjuleysi ráða- manna bæjarfélagsins á byggingu sundlaugar eða stækkun við þá sem fyrir er. Þetta upplýstist á bæjarstjórnarfundi 20. janúar sl., er bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, Bragi Michaelsen, gerði fyrirspurn um sundkennslu grunnskólabarna í grunnskólum Kópavogs. Hér birtast spurningar Braga og svör skólafulltrúa Kópavogs. 1. Er sundkennslu fullnægt sam- kvæmt grunnskólalögum við grunnskóla Kópavogs? Svar: Nei. 2. Hve margir nemendur fá sundkennslu við grunnskólana? Sundurliðist eftir grunnskól- um. Svar: Nemendur 5. bekkjar (11 ára) og 7. bekkjar (13 ára) grunnskólana fá ekki lögboðna sundkennslu. Samtals eru þetta 222 nemendur í 5. bekk og 246 nemendur í 7. bekk, eða samtals 468 nemendur sem ekki fá lög- boðna sundkennslu vegns skorts á laugarrými, eða 20%. Auk þess fá nemendur í 8. og 9. bekk mjög takmarkaða sundkennslu, 7 ára börn fá kennslu á sumarnámskeið- um. 3. Fer sundkennsla fram samhliða öðru námi eða verða nemendur almennt að sækja sundnám utan skólatíma síns? Svar: Nemendur þurfa almennt að sækja sundnám utan skólatíma vegna fjarlægðar. Þó hafa nem- endur í vesturbæ meiri möguleika til þess að sundtímar falli saman við daglegan skólatíma. „Hér með er skorað á ráðamenn Kópavogs að taka höndum saman og bæta þetta ástand í sundmálum bæjarins. Það verður aðeins gert með sameiginlegu átaki allra flokka sem eiga nú sæti í bæjarstjórn Kópavogs.“ 4. Er sundlaug Kópavogs opin fyrir almenning á sama tíma og sundkennsla fer fram? Svar: Nei — þó er fullorðnu fólki leyft að fara í heita potta. Skilyrði fyrir þessu er að truflun á kennslu verði ekki. 5. Fer einhver sundkennsla fram í framhaldsskóla (MK) bæjarins, og þá með hvaða hætti? Svar: Nei. 6. Hve margir nemendur luku skyldunámi í sundi við grunnskóla Kópavogs 1983 og hvað hátt hlutfall var það af nemendum er bar að Ijúka því námi 1983? Svar: Þeir nemendur sem luku prófi vorið 1983 voru þessir: 6. bekkur (12 ára) 212 luku prófi, 8 ekki, 4%. 9. bekkur (15 ára) 186 luku prófi, 45 ekki, 25%. Flestir af þeim sem ekki luku prófi skiluðu vottorði vegna sjúkdóms. Mál skólanefndar Eins og sjá má á svari skóla- fulltrúa Kópavogs, er nú orðið vandræðaástand í sundmálum grunnskólabarna í Kópavogi, svo og í framhaldsskólunum, og furðu- legt má það heita, að ekkert skuli heyrast fra skólanefndinni í bæn- um um þetta mál. Er hér með auglýst eftir henni, í þessu máli sem öðrum skólamálum Kópavogs. Hvað viðvíkur öðru sundfólki bæjarins má nefna, að allir þeir sem iðka sund sem íþrótt hafa nú á síðustu árum orðið að fá æfingar að verulegu leyti hjá nágranna- sveitarfélögunum, vegna þess hvað okkar laug er lítil. Hún er ekki fullkomin keppnislaug eins og allir vita. Þessu verður að breyta, ásamt því að allur almenn- ingur í bæjarfélaginu þarf að geta stundað sund í sínum frístundum. Leysum málið Hér með er skorað á ráðamenn Kópavogs að taka höndum saman og bæta þetta ástand í sundmálum bæjarins. Það verður aðeins gert með sameiginlegu átaki allra flokka sem eiga nú sæti í bæjar- stjórn Kópavogs. Að endingu vil ég minna á til- lögu, sem ég flutti í bæjarstjórn 1978 um plastsundlaug (25x10 m) sem komið yrði fyrir við hlið þeirrar sem nú er á Rútstúni. Gerð var á sínum tíma kostnaðaráætl- un af bæjarverkfræðingi Kópa- vogs, og taldi hann að allur kostn- aður við slíka laug næmi 40 millj- ónum gamalla króna. Mætti því reikna með að þegar búið væri að framreikna þetta verð, yrði það um 3—4 milljónir. Geta má þess að síðan hefur verið endurbætt allt dælukerfi núverandi laugar svo ætla má að dælurnar anni líka þessari viðbót. Þá lækkar allur kostnaður og telja má því að hann yrði 2—3 milljónir króna. Það má öllum vera ljóst að með tilkomu plastlaugar af stærðinni 25x10 m skapaðist einnig aðstaða til að uppfylla þörf skólanna í bænum. Má nefna að laug af þess- ari stærð er hæf sem keppnislaug fyrir íþróttaæskuna í bænum. Alexander Alexandersson er tyrr- rerandi bæjarfulltrúi í Kóparogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.