Morgunblaðið - 15.02.1984, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
43
Minning:
Guðrún Rögnvalds-
dóttir — kaupkona
Fædd ll.júlí 1911
Dáin 24. janúar 1984
Þann 3. febrúar sl. fór útför
Guðrúnar Rögnvaldsdóttur fram
frá Siglufjarðarkirkju.
Foreldrar hennar voru Rögn-
valdur Jónsson vegaverkstjóri á
Sauðárkróki og kona hans Árný
Sigríður Árnadóttir, Jónassonar
bónda á Stóruökrum.
Guðrún var gift Ragnari Jó-
hannessyni skattstjóra Norður-
landsumdæmis alla tíð. Ragna
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir Framsóknarflokkinn og var
m.a. lengi í bæjarstjórn Siglu-
fjarðar.
Ragnar og Guðrún eignuðust
tvær dætur, Heklu og Jóhönnu
Sigríði. Hekla er gift Þórgný Þór-
hallssyni. Þeirra dætur eru: Guð-
rún Ösp, Dagný Björk og Inga
Þöll. Þau eru búsett á Akureyri.
Jóhanna Sigríður er gift Magn-
úsi Guðmundssyni. Þau eru búsett
í Hafnarfirði og börn þeirra eru:
Ester Lára, Ragnar ólafur og Jó-
hann Skagfjörð.
Guðrún Rögnvaldsdóttir setti á
stofn verslun á Siglufirði og rak
hana þar til er hún tók sjúkdóm
þann er varð henni að aldurtila.
Verslun Guðrúnar Rögnvalds, en
svo hét verslun hennar, var vel
þekkt á Siglufirði og víðar. Guð-
rún rak verslun sína með miklum
myndarbrag og var með vandaðar
og smekklegar vörur. Hún var ör-
lynd, glaðleg og fasmikil, og vakti
athygli hvar sem hún fór. Þrifnað-
ur hennar var einstakur og mátti
sjá það á hinu myndarlega heimili
þeirra hjóna og í verslun hennar.
Störf kaupmanna hafa löngum
verið vanmetin. Fæstir gera sér
grein fyrir þeirri miklu vinnu sem
kaupmenn þurfa að leggja á sig, ef
þeir vilja reka verslun sína vel. Sá
hugsunarháttur hefir löngum ver-
ið ríkjandi, að kaupmaður þyrfti
lítið annað að gera en að hirða
gróðann af verslun sinni.
Guðrún Rögnvaldsdóttir starf-
aði einnig að félagsmálum á Siglu-
firði. Hún var í stjórn slysavarna-
deildar Siglufjarðar, og formaður
hennar í 17 ár. Hún var gerð að
heiðursfélaga Slysavarnafélags
íslands á afmæli félagsins árið
1978.
Þegar ég hitti Guðrúnu Rögn-
valdsdóttur á Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar slðastliðið sumar, en veik-
indi hennar voru þá á byrjunar-
stigi, spurði ég hana hvort hún
ætlaði ekki að fara að hætta versl-
unarrekstrinum. Hún tók því
fjarri, þá orðin 72 ára, svo mikill
var áhugi hennar fyrir þessu
lífsstarfi sínu, og kjarkur hennar
var engu minni en fyrr. Hún hafði
þá rekið verslun í nærfellt 50 ár.
Guðrún Rögnvaldsdóttir andað-
ist á St. Jósefsspítala í Hafnar-
firði, 24. janúar sl., eftir erfiða
sjúkdómslegu.
Ég sendi dætrum hennar, Heklu
og Jóhönnu Sigríði og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Gyöa Jóhannsdóttir.
Þann 3. febrúar sl. var útför
Guðrúnar Rögnvaldsdóttur, hús-
móður og kaupkonu, gerð frá
Siglufjarðarkirkju. Sjúkdóms-
stríði hennar, sem staðið hafði
mánuðum saman, var lokið. Enda
þótt lífsviljinn væri mikill, var
henni fyrir nokkru orðið ljóst
hvern endi baráttan myndi hafa.
Því var henni hvíldin kærkomin.
Guðrún fæddist á Minni-Ökrum
í Akrahreppi í Skagafirði. For-
eldrar hennar voru Rögnvaldur
Jónsson bóndi og síðar vegaverk-
stjóri og Sigríður Árnadóttir kona
hans. Var Guðrún fyrsta barn
þeirra hjóna, en yngri systkini átti
hún tvö, Ingu húsmóður og Árna
bifreiðastjóra, bæði nú búsett á
Sauðárkróki. Guðrún ólst upp með
foreldrum sínum á nokkrum bæj-
um öðrum í Akrahreppi: Þor-
leifsstöðum, Tyrfingsstöðum og
síöast á Ytri-Kotum, en árið 1929
brugðu foreldrar hennar búi og
fluttust til Sauðárkróks, þar sem
þau áttu heimili upp frá því.
Litlu fyrr hafði faðir hennar
hafið störf hjá Vegagerð ríkisins
sem verkstjóri, sem hann siðar
varð kunnur af. í uppvexti sínum í
Akrahreppi var Guðrún samvist-
um við föðurömmu sína, Guðrúnu
Þorkelsdóttur ljósmóður, nafn-
kennda konu í Skagafirði og víðar.
Merkur Skagfirðingur skrifaði svo
um hana: „Guðrún var stórbrotin í
lund, skörungur í sjón og raun og
sást ekki alltaf fyrir, hetja til lík-
ama og sálar, hjartaprúð og öllum
sem móðir, fór líknandi höndum
um mein manna og málleysingja,
einstök manneskja um marga
hluti.”
Frá þessari ömmu sinni og
nöfnu tók Guðrún Rögnvaldsdótt-
ir margar eigindir að erfðum,
enda dáði hún hana mikið og
minntist hennar oft. Einnig
minntist hún oft uppvaxtarins í
Akrahreppi og gamalla vina for-
eldra sinna þar. Þær rætur, sem
þar höfðu náð að festast, slitnuðu
seint. í fæðingarsveit sinni naut
hún hefðbundinnar skólagöngu
þess tíma, og síðar stundaði hún
nám við Húsmæðraskólann ósk á
ísafirði. Einnig nam hún hatta-
saum í Reykjavík. Hugðist hún
gera þá iðn að starfi sínu, sem og
varð með öðrum störfum, en mikil
eðlislæg smekkvísi og handlagni
var henni í blóð borin. Þann 3. maí
1935 gekk hún í hjónaband með
jafnaldra sínum, Ragnari Jóhann-
essyni frá Glæsibæ í Staðar-
hreppi, en hann hafði þá átta ár-
um fyrr flust með foreldrum sín-
um til Siglufjarðar og var búsett-
ur þar. Þau Ragnar og Guðrún
settu saman bú sitt á Siglufirði og
áttu heimili þar til æviloka. Ragn-
ar gegndi lengstum starfsævi
sinnar annasömum störfum, einn-
ig lét hann sig félagsmál miklu
skipta. Átti þar einkum við allt,
sem á einhvern hátt hné að við-
gangi og heill fyrir Siglufjörð. Við
hlið hans á þessu sviði stóð Guð-
rún ætíð traust, enda mæddi það
umstang, sem ætíð fylgir slíku,
ekki minnst á heimili þeirra
hjóna. Ekki fór Guðrún heldur
varhluta af starfi að félagsmálum.
Tímanlega á dvalarárum sínum á
Siglufirði gekk hún í Kvennadeild
Slysavarnafélagsins þar í bæ,
kvennadeildina Vörn. í þeim fé-
lagsskap starfaði hún heilshugar
og af mikilli atorku. Fljótlega var
hún kjörin til trúnaðarstarfa, var
varaformaður um árabil og for-
maður um 18 ára skeið. Sótti hún
á því tímabili flest landsþing
Slysavarnafélags íslands. Fyrir
störf sín að þessum þýðingarmiklu
málum var henni margháttaður
sómi sýndur. Hún var heiðursfé-
lagi í Slysavarnafélaginu og
ennfremur í félagsdeildinni á
Siglufirði í tilefni 70 ára afmælis
hennar, en þá hafði hún litlu fyrr
látið af forystuhlutverkinu. Ekk-
ert málefni stóð hjarta hennar
nær en viðgangur slysavarnamála.
Hér að framan er getið tveggja
þátta, sem Guðrún helgaði sig,
húsmóðurstarfinu og félagsmál-
unum. Mundi það tvennt á stund-
um reynast meðalmanneskjunni
nægilegt til starfa. Enn er þó hvað
Guðrúnu varðar ógetið þriðja
þáttarins, og þess ekki hins
minnsta. Fáum dögum eftir stofn-
un hjúskaparins hóf hún verslun-
arrekstur á Siglufirði. í fyrstu
nær eingöngu með kvenhatta, sem
hún framleiddi sjálf og naut þar
þess undirbúnings sem áður er
getið, en síðar varð um alhliða
kvenfataverslun að ræða. Þessa
verslun, sem bar nafn hennar, rak
hún síðan af mikilli atorku og við
vinsældir viðskiptavina sinna
samfleytt í 48 og hálft ár. I gegn-
um tíðina hefir verið stofnað til
margháttaðs atvinnureksturs,
sem skammærri hefir orðið en hér
um ræðir. Hafa þó aðstæður alloft
verið betri. Hvað efnahagslegt ár-
ferði hérlendis snertir hafa tæp-
ast oftar skipst á skin og skúrir en
á Siglufirði. Segir sig því sjálft að
nokkuð hefir sá orðið að hafa til
brunns að bera, sem fleytti fyrir-
tæki sínu áfallalítið fyrir þá boða,
sem braut á, á nærfellt hálfri öld.
Eiginmann sinn missti Guðrún
snögglega 28. júlí 1980. Sem að lík-
um lætur varð henni það þungt
áfall, kominni fast að sjötugsaldri
og með nokkuð umleikis. Beinast
hefði legið við að láta nú lokið at-
vinnurekstri sínum á Siglufirði og
flytjast á einhvern þann stað þar
sem lífið hefði orðið henni hægara
og njóta þar ellinnar. Þetta var
Guðrúnu víðs fjarri hugar. Hún
vildi standa meðan stætt var.
Annað taldi hún ámælisverða
uppgjöf. Hún hafði gegnum árin
séð á eftir mörgum athafnamann-
inum burt frá Siglufirði, á annað
landshorn, þar sem hann taldi sér
betur borgið. Þetta ræddi hún
stundum og taldi í óefni stefna
fyrir Siglufirði. Því taldi hún það
nánast skyldu sína gagnvart bæj-
arfélaginu að halda áfram búsetu
og rekstri á Siglufirði þar til yfir
lyki. Hún fór í síðasta sinn á
brottu frá Siglufirði í júlí sjúk, til
dvalar á sjúkrahúsi í Reykjavík.
Vinur hennar og samferðamaður á
Siglufirði kvaddi hana með góðum
óskum og von um skjóta endur-
komu. Svar hennar var: „Já, ég
kem fljótt". Sú endurkoma dróst
að vísu, en heim kom hún, í síðasta
sinn, nú til að hvílast að loknu
löngu dagsverki í siglfirskri
moldu. Legstað hennar ber hátt í
kirkjugarðinum á Siglufirði, ofan
við byggðina. Þaðan sér vel yfir
bæinn. Bæinn, sem hún helgaði
krafta sína lengst ævi sinnar, og
var þrátt fyrir uppruna sinn bund-
in órofa böndum. Þeim hjónum,
Guðrúnu og Ragnari, varð tveggja
dætra auðið. Þær eru Jóhanna
Sigríður, vefnaðarkennari og hús-
móðir, gift Magnúsi Guðmunds-
syni, búsett í Hafnarfirði, og
Hekla, kaupkona og húsmóðir, gift
undirrituðum, búsett á Akureyri.
Ömmubörnin eru 6. Þeim gaf hún
alla sína umhyggju, þau hurfu
henni ekki úr huga til þess síðasta.
í gegnum árin hafði hún fylgst ná-
ið með vexti þeirra og þroska. Lét
sig ógjarna vanta væri um
merkisdaga þeirra að ræða, allt
frá skírn til skólaútskriftar. Einn
helsti gleðigjafi hennar var að fá
þau til dvalar hjá sér og geta sýnt
þeim elsku sína. Fyrir það er
henni nú þakkað að leiðarlokum.
Dætur hennar þakka henni móð-
urumhyggjuna og allt það, er hún
var þeim til síðustu stundar.
Tengdasynir hennar þakka henni
með hverri góðvild og hlýju hún
tók þeim, er þeir tengdust henni.
Persónulega er mér ekki auðið að
draga saman í styttra mál lýsingu
á Guðrúnu Rögnvaldsdóttur en
með orðunum: Hún var kona mik-
illar gerðar. Sem slík mun hún
ætíð lifa í minningunni.
Akureyri,
Þórgnýr Þórhallsson
Minning:
Guðmundur Sigurðs
son frá Höfða
Fæddur 14. júní 1905
Dáinn 4. desember 1983
„Að lífið verður tregi og rár
ef tindrar oss ei ljós um brár.
Af helgri trú á Herrans vald
sem hylst á bak við þetta tjald."
í bjarma aðventukransa bíðum
við hátíðar ljósanna. Ómþungi jól-
anna gerir kannski margt annað
smálegt. Engu að síður var eftir
þvi tekið að einu ljósi var færra
um þær mundir. Guðmundur frá
Höfða var allur. Upp í hugann
koma ýmsar myndir af öldur-
menninu úr Hnappadal, sem móta
samstæða heild, falslaus tryggð,
mannleg hlýja og umhyggja,
stefjamál, blökk nögl við pípu-
kóng. Við þær myndir má vel una,
er samvistum linnir. En myndir
þess liðna spanna fleira, mannlega
lífssögu og örlög þeirrar kynslóðar
Hnappdælinga sem nú er horfin af
vettvangi dagsins.
Guðmundur Sigurðsson fæddist
að Söðulholti, Eyjahreppi, og ólst
upp í Hnappadal. Síðan lá leiðin
víða, en þar kom að hann setti
saman bú að prestssetrinu Breiða-
bólsstað á Skógarströnd árið 1929.
Sama ár kvæntist hann eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Málfríði Jós-
efsdóttur frá Vörðufelli, glæsilegri
og hjartahlýrri konu. Varð þeim
sjö barna auðið. En ekki var til
setunnar boðið á embættisjörð, og
hóf Guðmundur búskap á Höfða í
Eyjarhreppi árið 1932, sem land-
seti jarðeiganda.
Höfði er landkostajörð, hátt
metin skv. fornu mati, en slíkar
fjallajarðir hafa óhjákvæmilega
sett nokkuð ofan, með nútíma
hagræðingu og samgöngum. Ann-
ars hefur saga hlunnindajarða við
Haffjarðará löngum verið íslensk-
um landbúnaði hálfgerð rauna-
saga. Skal hún ekki rakin hér, mál
er að linni, enda sjást þess nú
nokkur merki.
Guðmundur var góður og glögg-
ur fjárbóndi, minnti þar að sumu
leyti á afa sinn, Guðmund í Heiða-
bæ, og bjó á Höfða með þeim sóma
er efni stóðu til í 42 ár, hin síðari
árin í samlögum við soninn Rós-
inkar, uns fjölskyldan flutti suður
til Reykjavíkur, að Gnoðarvogi 68.
Voru þá heilsa og kraftur hús-
bondans á þrotum.
Guðmundur var sérstakrar
gerðar, nokkuð skapdulur, en þó
ljúfur og hlýr í öllu viðmóti,
óáleitinn í annarra garð og sagði
ekki meira en hægt var að standa
við. Hann var minnugur og fjölles-
inn, óvenjuvel að sér í málefnum
Iands og héraðs, hverjum manni
raunsærri um þau efni er úrlausn-
ar biðu. Hann valdist sjálfkrafa og
átakalaust í svo til öll embætti
sveitarinnar og stóð í forsvari
hennar lengstum.
Um orð hans var aldrei efast.
Hann gladdist jafnan yfir öllu því
er til heilla og hagsbóta horfði og
var gjörsamlega laus við alla
„Þórðargleði". Prúðmennska hans
var slík, að axarsköft annarra
manna olli honum hryggðar.
Hann var aldrei dómharður um
ávirðingar náungans, kímnigáfa
hans var jafnan hlý og laus við
alla rætni. Guðmundur átti þann
sérstæða hæfileika, að hafa útsýni
til tveggja heima, setti stundum
hljóðan og brá fyrir bliki i augum.
Svo var ekki meira um það talað.
Snæfellingum hefur sjaldnast ver-
ið það tamt að bera dulargáfur
sínar á torg.
Guðmundur var vinur kirkju
sinnar og trúr sannindum hennar
og boðun. Við kynntumst vorið
1972, var ég þá umsækjandi um
Miklaholtsprestakall, en Guð-
mundur safnaðarformaður Rauða-
melskirkju. Með okkur tókst vin-
átta sem ég tel mér heiður að. Þótt
hvorki væri hátt til lofts né vítt til
veggja í gamla steinbænum á
Höfða ríkti einhver sérstæður
þokki yfir því heimili, sem olli því
að þar var gott að koma og gott að
sitja, og sami andinn réð ríkjum í
Gnoðarvoginum. Því húsráðandi
var þeim mannkostum búinn sem
aðeins fást með greind, sjálfsögun,
góðvild og skyggni á mannlega
hagi. Hann undi að mörgu leyti vel
nýjum háttum syðra, vinir hans
vestra litu oft inn til fjölskyldunn-
ar, en hugurinn var alltaf heima í
Hnappadalnum, þar átti hann
sporin sín flest, þaðan voru minn-
in kærust, eins og eftirfarandi
staka hans sýnir:
Æskan geymir ylinn sinn
unað dreymir falinn.
Alltaf sveimar andi minn
aftur heim í dalinn.
Árin síðustu urðu honum þó
þung í skauti. Kölkun og æða-
þrengsli krepptu að, og lét hann
annan fót sinn í þeirri viðureign,
áður en yfir lauk. Síðustu mánuð-
irnir á sjúkrastofnun urðu honum
erfiðir, uns kliður dagsins dvínaði.
Hann leystist í friði á öðrum
sunnudegi í aðventu, þess dags
sem helgaður er viðtöku hjálpræð-
is Hans, sem allt skilur og öllu
ræður. I bjarma þeirra aðventu-
ljósa biðjum við honum blessunar
handan þeirra skila sem bíða
okkar allra.
Orð voru stundum dýr hjá Guð-
mundi og því hef ég vinarkveðjur
stuttar. Megi það ljós, sem Guð-
mundur frá Höfða bar samferða-
mönnum sínum með mildi og
prúðmennsku, vera okkur jafnan
að veganesti á lífsveginum. Mál-
fríði og börnunum votta ég dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning hans.
Kinar Jónsson,
Árnesi, áður Söðulholti.
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.