Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 33 Sambýli íslendinga við Bandaríkin verði endurskoðað skipulagðar og framkvæmdar heimsins, þess vegna eiga þjóðir — eftir Einar Örn Björnsson I Varnarsamningurinn er gerður var milli Bandaríkja Norður- Ameríku og Íslands 1951 fyrir rúmum 32 árum, er viðfangsefni þessarar greinar. í annarri grein samningsins er þetta meðal annars: „fsland mun afla heimildar á landsvæðum og gera aðrar nauð- synlegar ráðstafanir til þess að i té verði látin aðstaða sú er veitt er með samningi þessum, og ber Bandaríkjunum eigi skylda til að greiða íslandi, íslenskum þegnum eða öðrum mönnum gjald fyrir það.“ Þetta er „mottóið" í þessari samningsgerð allri. Eins og það hafi verið í þágu Íslendinga einna varðstaða Bandaríkjanna hér á landi og lönd Vestur-Evrópu og Norðurlönd hafi ekki haft meira öryggi af því en ella. Það eru ís- lensk stjórnvöld er gerðu þannan samning er gagnrýndur hefur ver- ið af hinum almenna manni í landinu og tveimur stjórnmála- leiðtogum, þeim Jónasi Jónssyni frá Hriflu og dr. Gunnari Thor- oddsen, fyrrverandi forsætisráð- herra, sem báðir eru látnir. Dr. Gunnar Thoroddsen lýsti því yfir á fundi í Valaskjálf á Egilsstöðum 1977 er hann var iðnaðarráðherra í stjórn Geirs Hallgrímssonar, að varanleg vegagerð um landið, flugvellir og almannavarnir yrðu viðvarandi í nýrri samningsgerð á milli íslands og Bandaríkjanna, og margt fleira sem íhugað væri í leiðinni. Þetta flutti hann inn á ríkisstjórnarfund. Mest var and- staðan meðal ráðherra Sjálfstæð- isflokks gegn nefndum hugmynd- um. í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík 1974 voru samþykkt svipuð sjónarmið af yfir áttatíu prósentum þeirra er þátt tóku í prófkjörinu, en samt tókst þeim er VJterkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiðill! höfðu tögl og hagldir eftir kosn- ingarnar að þagga niður nefnd sjónarmið. Þetta er hörmuleg saga sem skaðað hefur íslensku þjóðina í samskiptum við Bandaríkin. II Ekki er sparað að eyða dýrmæt- um tíma í svokölluð Norðurlanda- þing og norræna samvinnu, en uppskeran af þeim fyrirgangi er því miður frekar rýr og viðskipti við þær þjóðir of lítil, vegna þess hvað norrænu þjóðirnar kaupa lít- ið af útflutningsvörum íslendinga, samanber íslenska dilkakjötið, sem löngum var eftirsótt. Sú lognmolla og tilgangsleysi er hel- tekið hefur íslenska stjórnmála- menn með þátttöku þeirra á Norð- urlandaþingum hefur því ekki skilað þeim árangri sem af er gumað, og hefur sinn samnefnara í Norræna húsinu. Af framansögðu er rétt að staldra við og hugleiða eftirfar- andi: 1. Endurskoðun fari fram um nýja samningsgerð við Banda- ríkin þar sem samgöngur í landinu yrðu meginverkefnin. Vegakerfi landsins verði byggt upp frá Faxaflóasvæðinu til landsbyggðarinnar úr varan- legu efni með nútíma öryggis- útbúnaði, og jarðgöng verði gerð á Vestfjörðum og Aust- fjörðum þar sem það þykir Einar Örn Björnsson henta, í fullu samráði við íbúa viðkomandi byggðarlaga, og einnig á Norðurlandi þar sem henta þykir. Fyrsta fram- kvæmd á Austurlandi ætti að verða jarðgöng í gegnum Fjarð- arheiði, sem gætu verið 15—18 km löng. Nauðsynlegt er að jarðfræðilegar athuganir fari fram á viðkomandi stöðum. 2. Flugvellir úr varanlegu efni verði byggðir á Vestfjörðum, Austurlandi og Norðurlandi í tengslum við nefnt samgöngu- kerfi, er þjóni varðstöðu um landið og flugi á milli lands- hluta og áætlunarflugi til út- landa ef það þykir henta. 3. Almannavarnir í landinu verði um allt land í samvinnu við Bandaríkin. Hér eru almanna- varnir í lágmarki ef náttúru- hamfarir eða ófrið bæri að höndum. Gott vegakerfi og flugsamgöng- ur eru liður í slíku. Það vegakerfi er íslendingar búa við fyrir utan Faxaflóasvæðið er víða eins og í vanþróuðum löndum. Hér á landi hamla snjóar að hausti og vetri, og aurbleyta að vori. Þannig er einnig um flugvellina úti á landi. það sem mætir fólki á ferðum um landið er grjóthríð og moldrok yf- ir sumartímann og eyðilegging á farartækjum. Þetta er árangur af þeim sam- skiptum sem stjórnmálaöfl af skammsýni sinni hafa staðið að við stórríkið í vestri og Atlants- hafsþjóðirnar, um það sem átti að vera viðvarandi en varð ekki, og fólkið úti á landsbyggðinni lætur bjóða sér. Eiga næstu þrír áratug- ir að líða án þess að nokkuð sé að gert, en haldið áfram að hrúga upp uppbyggingu og annarri að- stöðu á Keflavíkurflugvelli. Þó nauðsyn væri á að byggja nýtt flugumferðarhús og olíustöð í Helguvík, eins og ólafur Jóhann- esson, fyrrverandi utanríkisráð- herra, vann að með festu og fram- sýni, þrátt fyrir andstöðu komma. Utanríkisráðherra, Geir Hall- grímsson, stakk fyrstu skói'lu- stunguna að flugstöðinni með bros á vör. Vonandi hefur hann sömu sjónarmið um það sem gera þarf um allt ísland og á er minnst hér að framan. III Þýðing samstarfs íslands og Bandaríkjanna er augljós. Það tryggir samheldni þeirra þjóða er í Norðrinu búa og hefur mikil áhrif í friðarátt um veröld alla. Einræðisöflin í Ráðstjórnarrikj- unum sviku bandamenn sína að styrjöld lokinni og þurrkuðu út sjálfstæði þriggja smáríkja við Eystrasalt, sem aldrei má gleym- ast. Einræðisherrarnir í Kreml tóku við af nasistum. Það er ólán Ráðstjórnarríkjanna og Austur- Evrópu að hrista af sér þá ógnar- stjórn er þar ríkir. Það er von mannkynsins um betri og bjartari tíma á þessari jörð. Þegar stjórn Bandaríkjanna undir stjórn Roosevelts forseta tók við varðstöðu á íslandi af Bretum í heimsstyrjöldinni, var Vilhjálmur Stefánsson landkönn- uður með í ráðum um allt er varð- aði þátttökuna í vörnum íslands og Norður-Atlantshafsins, eftir að Bandaríkin hófu þátttökuna í styrjöldinni gegn nasistum. { sjón- varpsviðtali er haft var við Vil- hjálm Stefánsson skömmu fyrir fráfall hans, taldi hann að þær þjóðir sem í Norðrinu búa ættu að hafa samvinnu um tilveru sína, en það eru Bandaríkin, Kanada og ís- land, en Færeyjar og Grænland voru inni í myndinni. Einkunnar- orð Vilhjálms voru: „Þær þjóðir sem í Norðrinu búa verða að kunna að standa saman í stríði og friði." Þetta var það veganesti, sem hinn heimskunni landkönnuð- ur og hugsuður lagði á vogarskál- arnar um leið og hann hvatti til víðtæks samstarfs nefndra þjóða um samgönguleiðina yfir Norður- Atlantshaf, af framsýni sinni og þekkingu. Þetta hefði átt að vera íslensku þjóðinni og íslenskum stjórnmálamönnum hvatning, en vinnubrögð þeirra í samskiptun- um benda ekki til þess. Enn er tími til að þjóðin átti sig og hefji til meiri vegs virkari sam- skipti við Bandaríkin um það, sem á er minnst hér að framan, og margskonar samskipti er styðji atgerfi og atorku fólksins í land- inu, sem skiptir sköpum á kom- andi tíð. Það alþjóðlega svið sem skapaðist í stríðinu með snöggum hætti, lýðveldistakan árið 1944, og hin miklu samskipti við Bandarík- in hafa haft áhrif vítt um veröld. Það er því verðugt verkefni að ís- lendingar skilji hlutverk sitt, en verði ekki eftir á vegferðinni vegna eigin skammsýni. Einar Örn Björnsson er bóndi í Mýnesi. Fölsun eða flónska? eftir dr. Jón Öttar Ragnarsson Ef einhver nennir að kynna sér það sem ég kallá „starfsað- ferðir áflogahunda lesendadálk- anna“ ætti hann að fletta upp á grein Halldórs Kristjánssonar í Mbl. 8. febr. sl. Starfsaðferðin fólst fyrst í því að reyna að drepa umræðunni á dreif, síðan að kalla út liðsauka reglubræðra og nú bætast við falsanir, með- eða ómeðvitaðar. Þrautalending Halldórs er nú sú að gera mér upp þá skoðun að ég vilji fá hingað ódýran bjór. Á þess- ari folsku forsendu er síðan skrifaður einn langhundurinn enn. Gallinn er sá, að ég hefi aldrei barist fyrir ódýrum bjór á fslandi, heldur þvert á móti dýrum bjór og iéttum vínum og ennþá dýrari sterkum drykkjum. Eins og kemur rækilega fram í greinum mínum, t.d. í Morgun- blaðinu 14. desember sl„ hefi ég ávallt talið að dýrt áfengi og nákvæm verðstýring sé skásti kosturinn. f greininni sagði: „Frumfor- senda slíkrar verðstýringar er sú að ölið verði það dýrt að það verði ekki uppspretta ódýrs vínanda og stuðli því ekki að víðtækri hvers- dagsdrykkju í þjóðfélaginu." Og ennfremur: „Með þessu er átt við að hvert gramm af vínanda í ölinu verði álíka dýrt og það er í öðru áfengi í dag (hér mætti miða við núverandi meðalverð).“ „Jafnframt þarf að beita verð- stýringunni nákvæmlega á þann hátt að hvert gramm af vínanda verði hlutfallslega hærra í sterku drykkjunum til að beina neyslunni frá þeim.“ Nú er það hugsanlegt að hér sé ekki á ferðinni vísvitandi fölsun, heldur hefðbundin hroðvirkni höf- undar. Sé svo, ætti þessi mara- þonskrifari að fara að hugsa sinn Kang. Það er nefnilega komið nóg af ábyrgðarlausu hjali um mikið alvörumál. Brennivínið hefur fengið meiri auglýsingu en það verðskuldar. Þjóðin er þreytt á til- gangslausu þjarki. GOÐUR ODYR LIPUR SÆLL AFBRAGÐ Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi Velkomin Opnum kl. 11.30 SÝNISHORN ÚR MATSEÐLI Flæskesteg Rifjasteik að dönskum hætti ARriARMÓLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.