Morgunblaðið - 17.02.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984
7
Skattaþjónustan og
Tölvuþjónustan
auglýsa:
Áratugareynsla i framtalsgerö ein-
staklinga, jafnt launþega sem rekstr-
araöila. Tímapantanir í síma 82023
kl. 9—17, daglega.
Skattaþjónustan sf.,
Langholtsvegi 115,
Bergur Guðnason hdl.
1. Önnumst uppgjör og ársreikninga
fyrir rekstraraöila.
2. Einnig bjóöum viö mánaöarlega
tölvuvinnslu á fjárhags-, viö-
skiptamanna- og launabókhaldi.
4
Tölvuþjónustan sf.,
bókhalds- og rekstraraöstoö,
Langholtsvegi 115,
sími 31520.
&
ORKUSMRAMN
ÚTUÓS
ÍSKAMMDEGMU
Kombi-Pack útiljósið er með
80 watta kvikasilfursperu, sem gefur
4-falt meiri birtu en 75 watta venjuleg
Ijósapera, með nánast sömu orku.
Það er sterkbyggt og auðvelt
í uppsetningu.
Kombi-Pack eykur öryggi hvar sem
er, t.d. á vinnu- og skólasvæðum,
við útihús og á bæjarhlaðinu.
Lýsið umhverfið með Kombi-Pack.
Heimilistæki hf
SÆTUNI 8-S: 27500
Maðurínn
„gjörnýtt sam-
félagsvera“
í grein um Orwell og
1984 sem birtist hér í
Morgunblaðinu sl. sunnu-
dag, vekur Sigurlaugur
Brynleifsson máls á því, að
á tuttugustu öldinni hafí
ríki Hitlers, Leníns og Stal-
íns einkennst af þeirri
stefnu að maðurinn eigi sér
aðeins tilverurétt sem
gagnsöm og gjörnýtt sam-
félagsvera. I»eir sem ekki
nýttust á þcnnan hátt hjá
þeim Hitler, Lenín og Stal-
ín „voru afmáðir". Síðan
lýsir Sigurlaugur þeim að-
ferðum sem einræðisherrar
í þessum samfélögum
gripu til í „samfélags-
fræði" og hann segir meðal
annars:
„Til þess að tryggja sem
best varanleika samfélags-
ins, varð að hafa í hendi
sér allar upplýsingar og
fræðslu, sem voru kerfinu
gagnleg, öll þekking sem
stakk f stúf við ríkjandi
hugmyndafræði var óæski-
leg. Því urðu hinar nýju
valdastéttir að ráða bæði
hugmyndum manna um
nútíð og framtíð og fortíð.
Kortiðin var nýtt að svo
miklu leyti sem hún hent-
aði nútíðinni. Þar með varð
bráðnauðsynlegt að slíta
algjörlega öll tengsl við for-
tíð og arfleifð. Fortíðarsag-
an var föLsuð til þess að
gera hhit framfara nútím-
ans sem glæstastan.
Fræðshikerfið var aðlagað
samfélagsstcfnunni, ,,skól-
inn verður í samvinnu við
heimilin að búa nemendur
undir líf og starf í (lýðræð-
is) samfélagi, sem er í sf-
fclldri þróun ...“ Samfé-
lagið staðlaði fræðslukerfið
í eigin þágu og valið var
það til fræðshi um hina
dökku fortíð, sem hentaði
samfélagsformum framtíð-
arínnar. SöguföLsunin hófst
með þessum fyrirmælum.
Listin var tekin heldur bet-
ur í þjónustu samfélagsins,
bókmenntir og hljómlist
Því samfélagssinnaðri sem
valdamenn voru því
þrengdi meira að allri
ILsisköpun, þykkhúðaðir
kerfískontóristar mótuðu
listastefnu ríkisins.**
Ilmræðan og tillagan um íslandssögukennslu:
„Kveikjan hjá Morgunblaðinu“
— sagði Hjörleifur Guttormsson
Alþingi og íslandssagan
Fyrir þingi liggur tillaga um að átak verði gert til aö
styrkja stöðu íslandssögunnar í skólakerfinu, en Eiöur
Guðnason er fyrsti flutningsmaður hennar. Umræöurnar
um þessi mál hafa þróast í ýmsar áttir. í Staksteinum i dag
er rifjað upp það sem Sigurlaugur Brynleifsson sagði um
söguna í grein um Orwell og 1984 og teknar setningar úr
ræöum þingmanna á þriðjudaginn þegar þeir ræddu sög-
una.
„Umræðan“
hér og nú
Menn þurfa ekki að
hafa fylgst náið með um-
ræðum um kennshi í ís-
landssögu undanfarið til að
sjá, að Sigurlaugur Bryn-
leifsson sendir þeim sneið
hér á landi sem telja
skyn.samlega.st að stikla
aðeins á stóru í sögu þjóð-
arinnar vegna þess að
sögukennsla eigi að vera
um nútímann en ekki for-
tíðina.
„Ilmræðan" um íslands-
söguna hélt áfram á alþingi
þríðjudaginn 14. febrúar
síðastliðinn. Meðal þeirra
sem tóku til máls var
Hjörleifur Guttormsson, en
hann er nú talsmaður Al-
þýðubandalagsins í öllum
málum sem fyrir þingið
koma. Eru ræður hans
venjulega ekki undir
tveimur „hjöllum", það er
að segja rúmur hálftími og
er kaffistofa þingsins jafn-
an þéttsetin þennan hálf-
tíma. Ein ásta-ðan fyrír því
að þingmenn telja sér fyrir
bestu að drekka kaffi á
meðan Hjörleifur talar, er
að hann ver jafnan löngum
tíma til að lesa upp úr
Morgunblaðinu í ræðustól
þingsins. Allir þingmenn fá
blaðið og finnst þeim
óþarft að láta Hjörleif
matreiða efni þess ofan í
sig.
Kæða Hjörleifs Gutt-
ormssonar um íslandssög-
una snerist að mestu leyti
um Morgunblaðið. Var
Hjörleifur hinn reiðasti yfir
því að blaðið skyldi hafa
vakið máls á sögukcnnslu í
íslenskum skóhim, það
ætti að láta sérfræðingum í
samfélagsfræði söguna eft-
ir. f lok ræðu sinnar mælti
Hjörleifur þessi orð: „Það
er nánast ekki hægt að
líkja því við annað heldur
en upphaf að einskonar
galdraofsóknum, eins og
þar hefur veríð gengið
fram.“ Þá vita menn það.
Hjörleifur Guttormsson lít-
ur þannig á að skrif í
Morgunblaðinu um ís-
landssögukennslu síðan {
nóvember 1983 séu „upp-
haf að einskonar galdra-
ofsóknum".
Ih-ssí viðbrögð Hjörleifs
Guttormssonar eru dæmi-
gerð fyrir þá sem eru
hræddir við almennar um-
ræður um eitthvert mál og
vilja þagga þær niður, hvað
sem það kostar. Talsmaður
Alþýðubandalagsins vill að
„umræðunni" sé hætt hér
og nú. Kemur það ekki á
óvart miðað við söguleg
viðhorf Hjörleifs Gutt-
ormssonar til miðlunar á
upplýsingum til almenn-
I ings, en skoðanir sínar í
þeim efnum hefur hann
sett skýrast fram í SÍA-
skýrslunum.
Afstaða
Kvennalistans
Tveir þingmenn
Kvennalistans tóku til
máls um fslandssöguna á
þriðjudaginn. Sigríðnr
Dúna Kristmundsdóttir
hafði þetta m.a. til mál-
anna að leggja:
„Staðreyndin er em-
faldlega sú, að í íslands-
sögunni er að miklu leyti
þagað um íslenskar kon-
ur... Okkur nægir að
skoða þá mynd af nútíðar-
sögunni, sem birtist okkur
dags daglega í dagblöðun-
um. Þar er þagað þunnu
hljóði um það, sem konnr
hafa til málanna að
leggja,"
Ohætt er að fullyröa, að
Sigríður Dúna gat ekki val
ið sér órökstuddara dæmi
til að rökstyðja alhæfingn
sína um fslandssöguna.
Engu er líkara en hún hafí
ekki einu sinni kynnst 120
árum þjóðarsögunnar,
hvað þá heldur hún hafi
lesið fornsögurnar en kon-
ur eru ýmist hreyfiafl eða
höfuðpersónur þeirra
flestra.
Utsala - Utsala
Útsala
Sérverslun meö barnafatnaö
finnska
LAUGAVEGI 28, SÍMI 22201.