Morgunblaðið - 17.02.1984, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984
Frá Reykjavíkurkynningu í Valaskjálf. Markús Örn Antonsson, forseti borg-
arstjórnar, fsrAi oddvitum Egilsstaða, Sveini Þórarinssyni, og Fella, Þráni
Jónssyni, borðfána Reykjavíkur að gjöf. Morgunbiaðia/ óiafur.
Egilsstaðir
Velheppnuð Reykjavíkur
kynning í Valaskjálf
Egitwftöðum, 12. febrúar.
í GÆRKVÖLDI efndi samstarfs-
nefnd um ferðamál í Reykjavík til
Reykjavíkurkynningar í Valaskjálf á
Egilsstöðum. A annað hundrað
manns sóttu kynninguna þrátt fyrir
manndrápsfæri á vegum vegna
hálku og þrátt fyrir þrorrablót víða í
sveitahreppum á Héraði og JC-sam-
komu í Fellabæ. Dreif fólk víða að
til kynningarinnar, m.a. fjölmenntu
Reyðfirðingar.
Reykjavíkurkynningin hófst
með kvöldverði kl. 20 og meðan á
borðhaldi stóð var tísku3ýning;
Viðar Eggertsson og Katrín Sig-
urðardóttir fluttu atriði úr Miðlin-
um — sem íslenska óperan hefur
sýnt að undanförnu — og þrír fé-
lagar úr Leikfélagi Reykjavíkur,
þau Jón Hjartarson, Jóhann Sig-
urðarson og Guðbjörg Thorodd-
sen, fluttu atriði úr Gísl og ýmis
gömul og gild revíulög. Milli at-
riða kynnti veislustjórinn, Her-
mann Ragnar Stefánsson, Reykja-
vík á léttan hátt og stjórnaði
fjöldasöng að ógleymdum gaman-
yrðum er hann hafði á hraðbergi.
Þá flutti forseti borgarstjórnar,
Markús Örn Antonsson, ávarp, og
lagði áherslu á höfuðborgarhíut-
verk Reykjavíkur. í lok kynn-
ingarinnar var danssýning frá
Dansstúdíói Sóleyjar.
Árni Isleifsson lék á píanó milli
atriða — en Árni flutti til Egils-
staða 1976 eftir nær 50 ára búsetu
í Reykjavík. Áður en staðið var
upp frá borðum þakkaði oddviti
Egilsstaðahrepps, Sveinn Þórar-
insson, Reykvíkingunum fyrir
komuna og lét i Ijós ánægju sína
með kynninguna.
Þessu næst var stiginn dans til
klukkan þrjú um nóttina við und-
irspil hljómsveitarinnar Náttfara
milli þess sem spilað var bingó —
en sigurvegarar í bingóinu hlutu
að launum utanlandsferð og helg-
arferðir til Reykjavíkur.
Reykjavíkurkynningunni á Eg-
ilsstöðum var vel tekið og náði
hún greinilega eyrum viðstaddra
og vakti áhuga þeirra. Af kynn-
ingunni mátti glöggt ráða að
menningarlíf í höfuðborginni hef-
ur dafnað og vaxið til muna síð-
asta áratug og er nú boðið upp á
menningarviðburði í höfuðborg-
inni sem menn þurftu gjarnan að
sækja til útlanda fyrir einum 15
árum.
— Ólafur
Góugleði í
Bústaðakirkju
AÐ VENJU heldur Bræðrafélag
Bústaðakirkju sína árlegu góugleði
nú í upphaíi góu, sunnudaginn 19.
febrúar, kl. 8.30.
Bjóða þeir sínum elskulegu eig-
inkonum, og öðrum konum líka, til
að koma saman í félagsheimili
kirkjunnar, og hafa þar uppi smá
skemmtun og gaman. Þetta er ár-
legur viðburður, og hefur alltaf
þótt hin besta skemmtun. Bræðra-
félagið hefur það að markmiði, að
standa fyrir fundum einu sinni í
mánuði, og þar er rætt um hvað
hægt sé að gera til að sinna að-
stoðarverkum við kirkjuathafnir,
og annað á félagslega sviðinu til
eflingar kirkjustarfsins í sókn-
inni.
Ný stjórn var kjörin á síðasta
aðalfundi, en hana skipa: Form.
Guðmundur Hansson, ritari Davíð
K. Jensson, gjaldk. Karl Ormsson,
meðstj. Guðbjörn Guðjónsson og
Guðmundur Már Brynjólfsson.
Bræðurnir munu að venju vera
aðal-þjónar og sjá um veitingar og
hafa margir þeirra borið viðeig-
andi svuntur við þetta tækifæri.
Nýir félagar úr sókninni eru
hjartanlega velkomnir, og er til-
valið tækifæri að mæta með konu
sína á góugleði, og hefja þar með
öflugt félagslíf.
(Frá BræóníélMgi BúsUAakirkju.)
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐMUND GUÐJÓNSSON
Fyrstu umsvif Chernenkos
benda til lítilla breytinga
Sovétríkjanna. En tíu dögum
síðar var hann farinn að leggja
nýjar línur, og hann sýndi að
hann bjó yfir ýmsum hugmynd-
um sem hann hafði fullan hug á
að fylgja eftir, einkum í efna-
hagsmálum, en einnig í öðrum
málum. Þetta telja menn Chern-
enko ekki geta leikið eftir.
Chernenko hrósaði hugmyndum
og stefnumálum Andropovs í há-
stert er hann hélt ræðu sína yfir
honum látnum, hann meira að
segja gagnrýni lítillega stefnu
vinar síns og forvera Andropovs,
Leonid Breshnevs. En allur póli-
Það vakti verulega athygli er Konstantin Chernenko var kjörinn aðal-
ritari sovéska kommúnistaflokksins að Juri Andropov látnum. Stundum
er talað um „come back“ eða endurkomu, og það virðist nú eiga við, því
margir veðjuðu á að Chernenko yrði eftirmaður Leonid Breshnevs á
sínum tíma. En er Andropov hreppti hnossið var álit margra að Chern-
enko væri einangraður í stjórnmálaráðinu og þess væri jafnvel skammt
að bíða að hann léti með öllu af stjórnmálastörfum, ekki síst þar sem Juri
Andropov styrkti mjög stöðu stuðningsmanna sinna í æðstu embættum
áður en hann kvaddi þennan heim. Nú spyrja menn margs um orsakir og
afleiðingar embættisveitingar Chernenkos og væntanlega verður mörgu
svarað á næstu vikum og mánuðum.
Hvað olli?
Litið var á þá Andropov og
Chernenko sem leiðtoga
tveggja arma í sovéskum stjórn-
málum. Samt hefur ekkert í
fyrstu ræðum Chernenkos bent
til þess að svo hafi verið. Þar
kvað við þann tón, að í litlu eða
engu yrði sveigt af þeirri braut
sem Andropov hélt þjóð sinni á.
Ýmsir sérfræðingar álíta að
þetta bendi til þess að Chern-
enko hafi einungis hreppt emb-
ættið vegna þess að ástæða hafi
þótt til þess að lægja pólitískar
öldur í stjórnmálaráðinu og
einnig vegna þess að fulltrúar
ráðsins hafi ekki verið sammála
um hver hreppa skyldi. Þegar á
það er auk þess litið, að Chern-
enko er 72 ára gamall og álitinn
heilsuveill, þá er niðurstaða
fyrrgreindra sérfræðinga sú að
Chernenko sé einungis bráða-
birgðaleiðtogi, reiknað sé með
því að þegar hann deyi, þá verði
hinir yngri menn stjórnmála-
ráðsins búnir að skipa sér í
ákveðnari bása og þá verði
flokkadrættir og þvíumlíkt úr
sögunni. Þeir sem að fylgja þess-
ari kenningu telja að Chernenko
sé því ekki valdamikill þó hann
beri æðsta embættið, Sovétríkj-
unum sé í raun stjórnað af
stjórnmálaráðinu öllu, en
Chernenko sé aðeins leiðtoga-
ímvnd.
Ýmsum sérfræðingum þykja
þessar kenningar þó ekki líkleg-
ar, og þeir sem svo telja benda á,
að embætti aðalritara sovéska
kommúnistaflokksins sé það
mikilvægt starf, að í það sé ekki
skipað til bráðabirgða eða til
þess að friða einhvern. Hver sá
sem tilnefndur er til slíks emb-
ættis svo ekki sé talað um að sá
hinn sami nái kjöri, hlýtur að
hafa mikið fylgi í stjórnmála-
ráðinu og flokknum öllum. Þeir
sem hallast að þessu telja þetta
öruggt merki þess að deilur
Andropovs og Chernenkos voru
aldrei nándar nærri eins alvar-
legar og af var látið, og Chern-
enko hafi aldrei verið eins út-
skúfaður og af var látið. Um
flokksstörf í Sovétríkjunum er
það hins vegar að segja, að þau
eru svo leynileg að um þetta
verður ekkert fullyrt, en sömu
sérfræðingar og hallast að þessu
eru einnig eins sannfærðir og
hægt er, miðað við aðstæður, að
eldri leiðtogum flokksins, eins og
Andrei Gromyko utanríkisráð-
herra og Dmitri Ustinov varn-
armálaráðherra, hafi ekki þótt
yngri fylgismenn Andropovs, svo
sem Gorbachev og Romanov,
nógu agaðir eða mótaðir til að
taka við svo strembnu embætti
sem embætti aðalritara er í
raun. Því hafi Chernenko verið
eini maðurinn sem allir gátu
fellt sig við, þeir yngri fyrst og
fremst vegna þess hve aldur-
hniginn Chernenko er, og því að
öllum líkindum varla langt að
bíða þess að til leiðtogaskipta
komi á ný.
Juri Andropov
Leonid Breshnev
Konstantin Chernenko
Leiðtogi eða rekstrarstjóri?
Nú velta menn því fyrir sér
hvaða stefnu rússnesk pólitík
tekur. Verða stefnubreytingar?
Eða verður í litlu eða engu
breytt af núverandi stefnu, og er
þá einkum spurt um utanríkis-
stefnu og spennuna sem ríkt hef-
ur milli austurs og vesturs.
Chernenko var náinn bandamað-
ur Leonids Breshnev og stórvin-
ur hans. Margir hafa sagt það
skoðun sína að búast megi við
afturhvarfi til stjórnarhátta
Breshnevs. I ræðum til þessa
hefur Chernenko talað fremur
varfærnislega, og á fundi sem
hann átti við George Bush, vara-
forseta Bandaríkjanna, er hann
sagður hafa samþykkt að reyna
eftir fremsta megni að bæta
sambúð landanna. En hvert
framhaldið verður verður tíminn
einn að skera úr um.
En Chernenko sem stjórnandi
heima fyrir? Það er mál manna,
að hann sé maður rígskorðaður í
flokkslínunni og því varla að
vænta mikilla breytinga hvorki
heima fyrir né út á við. Ef hann
er borinn saman við Andropov
þá sjá sérfræðingar strax tals-
verðan mun. Þegar Andropov
hélt ræður yfir Breshnev látn-
um, þá hrósaði hann forvera sín-
um fyrir vel unnin störf í þágu
tískur ferill Chemenkos hefur
verið bundinn við rígskorðaðar
flokkslínur og Chernenko hefur
einmitt verið í hópi þeirra sem
hvað harðast hafa gengið fram í
að umræddar flokkslínur séu
haldnar og í sem minnstu vikið
frá þeim.
Samkvæmt þessu virðist svo,
sem Chernenko muni litlar eða
engar breytingar gera. Ef að lík-
um lætur mun hann halda í
heiðri utanríkisstefnu þeirra
Breshnevs og Andropovs, og
efnahagsstefnu Andropovs, sem
hann hrósaði mikið í útfarar-
ræðunni. Þá mun hann að öllum
líkindum í engu slá af barátt-
unni sem Andropov hóf gegn
spillingu heima fyrir og bar
nokkurn árangur. Vandamálin
sem blasa við Chernenko eru hin
sömu og Breshnev og Andropov
máttu glíma við. Ef kjarnorku-
vopnakapphlaupið, sem ótrúlegir
fjármunir fara í, er frátalið, þá
ber fyrst að geta hins lélega
efnahags. Þrátt fyrir ýmsar til-
raunir Andropovs til að hressa
við efnahaginn, má miklu betur
ef duga skal. Samhliða því kem-
ur, að sovésk alþýða krefst í vax-
andi mæli betri lífsskilyrða.
Loks má geta sama gamla
vandans, og á orðið „gamla" svo
sannarlega við. Helstu flokks-
leiðtogarnir eru allir á sjötugs-
og áttræðisaldri og hinir yngri
verða að hasla sér völl án þess að
styggja þá eldri og rótgrónu.
Þetta er vandfetaðri vegur en
ætla mætti, og kannski er skipan
Chernenkos í æðsta embættið nú
táknræn og að vissu leyti tíma-
mótaskipan. Blasir það ekki við,
að þegar hans skeið sem leiðtogi
er á enda, þá taki þeir yngri við?
Og þegar sú staða kemur upp,
byrja vangavelturnar einu sinni
enn og í engu minna mæli en
áður nema síður sé.
(Byggt á AP og fl. — gg.)