Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 34 Minning: Daníel Eggerts- son Hvallátrum Eitt afskekktasta og fámenn- asta byggðarlag hérlendis eru Hvallátrar í Rauðasandshreppi í Barðastrandarsýslu. Þarna háttar svo til, eins og víðar a Vestfjörð- um, að byggðin er sundurskorin og einangruð af heiðum og múlum, sem ganga í sjó fram. Þessi byggð er, ef svo má segja, í skjóli hins hrikalega Látrabjargs. Þetta er vestasta byggð hér á landi og þar með í Evrópu allri. Ég sem þetta rita dvaldi þarna, þá sem stálpaður krakki, mikinn hluta 3ja ára, í kringum 1930. Síð- an hefur þessi byggð átt rík ítök í huga mínum, og ég hef, að vissu leyti, litið á hana sem mína aðra heimabyggð, enda á ég þangað ættir að rekja. Að vísu fannst mér ekki mikið til um fegurð staðarins, saknaði hinna formfögru og tign- arlegu snæfellsku fjalla, sem ég er alin upp við. En þetta átti við um sjálfa byggðina heima á Látrum. Hins vegar orkaði landslagið að baki byggðinni, þar sem leiðin liggur út á Bjart, sterkt á hugann. Þessar ávölu, mjúku línur, þessar hlýju gróðursælu brekkur, og þeg- ar áfram er haldið er komið á brún bjargsins. Þarna rís það, hátt, þverhnýpt, ógnvekjandi — og þó svo ríkt af lífi þúsunda flögrandi fugla. Syngjandi hver með sínu nefi. Framundan hið volduga úthaf, sem svarrar við bjargið. Þessa mynd frá hinu nátt- úrulega umhverfi, hef ég í hugan- um jafnan tengt Látrum. Þó er mér önnur mynd frá Látr- um enn hugstæðari. Það er mann- lífið, sem ég kynntist og minnist frá þessum æskuárum. Þetta er, og var, afskekkt byggð. En á þeim árum sem ég dvaldi þarna, þ.e.a.s. í kringum 1930, áttu þarna heima rúmlega 60 manns. Heimilin voru 9, en fjölskyldurnar eiginlega ekki nema 4. Jú, þetta var einangruð byggð. Þarna var ekkert vega- samband, ekki einu sinni við næstu byggð, nema troðnir fjall- vegir. Enginn sími. Engin tök á að ná til læknis, nema inn á Pat- reksfirði. Þangað var fullkomin dagleið. Já, sjálfsagt frekar tvær en ein, fram og til baka, fyrir gangandi mann. Og hvernig var þá mannlífið á þessum einangraða stað? Menningarsnautt? Frum- stætt? Já, frumstætt, ef miðað er við nútímann — en menningar- snautt — fjarri því. Ég hef raunar aldrei kynnst hlýrra, mannlegra og menningarlegra samfélagi en var í þessari afskekktu byggð. Það er einkennandi að mig minnir að alla þessa 3 vetur, sem ég dvaldi þarna, hafi alltaf verið gott veður. Blekking — vitaskuld. En sýnir hugblæ þeirra minninga sem tengjast þessu tímabili. Þessar minningar rifjast upp þegar ég leiði hugann að lífi og starfi föðurbróður míns, Daníels Eggertssonar, sem nú er nýlátinn, 93 ára. Hann var einn af síðustu ábúendum á Hvallátrum. Þó ekki sá síðasti, því enn er mannlíf á Látrum, þó fáir séu þar heimilis- fastir. Daníel fæddist á Hvallátrum, sonur hjónanna Halldóru Gísla- dóttur og Eggerts Eggertssonar og ólst upp með þeim ásamt systrum sínum þrem. Faðir minn, sem var hálfbróðir þeirra systkina og all- miklu eldri en þau, var farinn að heiman þegar Daníel var ennþá barn að aldri. Þó að ég hafi hér að framan nefnt hinar ljúfu hliðar á mannlíf- inu á Látrum, eins og ég kynntist því og naut þess sem barn, þá var þarna vitanlega háð hörð barátta fyrir og um brauðið — brauðið til lífsviðurværisins. Og sú barátta var raunar harðsótt þarna. Fiski- mið voru að vísu tiltölulega nærri og þau voru fengsæl. En á þeim tímum sem Daníel var að alast upp og lengur þó, þurfti að sækja á miðin á árabátum — engar vélar til að létta störfin. Sækja þurfti út á opið haf, og það var ekki gerlegt nema að vor- og sumarlagi. Lend- ing var erfið á Látrum. Alltaf þurfti að brimlenda — fiskinn þurfti að seyla og draga að landi áður en báturinn kenndi grunns — var það gert til að létta bátinn. Þá var það ekki heyglum hent að síga í Látrabjarg, bæði til fugla- og eggjatöku, við frumstæðan útbún- að og erfiðar aðstæður. En hlunn- indi bjargsins og sjávarnytjarnar var það sem gerði búskap að Látr- um fjárhagslega lífvænlegan. Venjulegur sveitabúskapur stóð ekki undir mikið meiru en að skaffa heimilinu mjólk og kjöt- meti. Þegar þetta er athugað er ekki að undra að Daníel taki þá ákvörð- un, sem ungur, en þó fullþroska maður, að afla sér menntunar til annarra starfa, en þeirra sem hann hafði alist upp við. Hann hélt því til Reykjavíkur, hóf nám í Verslunarskólanum og lauk þar námi. Það lá örugglega beint við fyrir Daníel að snúa sér að versl- unarnámi. Hann var glöggur reikningsmaður, bókhaldsvinna féll honum vel í geð, og hann skrif- aði afburða fallega og læsilega rit- hönd. Þessir hæfileikar voru einna þýðingarmestir góðum skrifstofu- manni á þeim tíma. Daníel var auk þess alla tíð hið mesta snyrti- menni og reglusamur, bæði í störf- um sínum og persónulegum lífs- háttum. Að loknu skólanámi hóf hann síðan störf á skrifstofu í Reykjavík, og virtist una hag sín- um vel. Þó fór svo að hann sneri aftur heim til föðurhúsanna og settist þar að ásamt eiginkonu sinni. Þau byggðu sér lítið hús og bjuggu þar fram á elliár. Hvað hefur valdið þessu breytta viðhorfi er mér ekki kunnugt. Vafalaust hafa óskir foreldranna vegið þar þungt. En vel má vera að hinn sterki seiður landslags og lífshátta í ættarbyggð hans hafi einnig komið þar við sögu. Það er mín skoðun að þau störf og starfs- skilyrði sem sveitin hans gat veitt honum hafi hvorki hentað honum, eða nýtt starfskrafta hans til fulls. En þetta valdi hann, og hvort hann hefði fundið meiri lífsfyllingu á öðrum stað, skal ósagt látið. Það eitt er víst að þau hjón settust að á Látrum og Daní- el tók upp þau störf sem búskapur á Látrum krafðist. Hann rak land- búskapinn ásamt einum mága sinna. Hann stundaði útræðið með þeim mágum sínum öllum þrem og bátarnir, þrír að tölu, voru sam- eign þeirra allra. Hann seig í bjargið og aflaði fanga á þann hátt. Hann lét hins vegar granna sína og sveitunga yfirleitt njóta þeirrar kunnáttu sem hann hafði aflað sér í námi og starfi, og tók virkan þátt í sveitarstjórn og í þeim félögum þar sem hann taldi sig geta orðið að liði. Hann var frá upphafi félagi í Slysavamadeild hreppsins og formaður í mörg ár, og það var hann þegar þessi litla Slysavarnadeild hafði forystu um hina giftusamlegu björgun skip- brotsmannanna af enska togaran- um Doon, sem strandaði við Látrabjarg í desember 1947. Hann var heiðursfélagi í Slysavarnafé- lagi íslands. Annað félagslegt verkefni, sem ég veit að var hon- um mjög hugstætt, og hann lagði sig fram um að vinna að, var endurbygging kirkjunnar í Breiðuvík, en það var hans sókn- arkirkja. Kirkjan var honum kær, enda var hann einlægur trúmaður. Daníel var systkinum sínum öll- um og börnum þeirra haukur í horni. Það þekkti ég vel til í sam- bandi við framkomu hans við mína fjölskyldu. Eftir að faðir minn dó skrifaði hann móður minni reglulega og fylgdist með högum okkar. Hann heimsótti okkur og bauð okkur systkinunum að dvelja á heimili sínu, ef við hefðum aðstöðu til þess, sömuleið- is að nýta okkur þá tilsögn í námi, sem þau hjónin gátu veitt. Þessu var tekið og þess var notið. Þrjú okkar systkinanna dvöldu á heim- ili þeirra hjóna svo mánuðum skipti, ég langlengst, eins og hér hefur komið fram. Fyrir þá ljúfu dvöl, sem ég átti á heimili þeirra hjóna, fæ ég aldrei fullþakkað. Þegar ég minnist frænda míns og reyni að átta mig á hvað mér fannst ríkast í fari hans, verður mér þetta skýrast í huga: Hann var prúðmenni í framgöngu, rór í skapi, óhlutdeilinn, en ráðhollur, og hjálpsamur þegar þess þurfti við; hann var léttur í máli og kunni vel spaugi í viðræðum; hann var umtalsfrómur maður og ég varð ekki vör við að hann bæri kala til nokkurs manns. Eftirlifandi kona Daníels er Anna Jónsdóttir. Þau giftust árið 1919. Þau voru reyndar náskyld — feður þeirra hálfbræður. En for- eldrar önnu höfðu búið vestur í Haukadal í Dýrafirði, og því höfðu þau ekki hist fyrr en hjá sameig- inlegum ættingjum í Reykjavík, þar sem bæði stunduðu nám, hann í Verslunarskólanum, en hún í Kvennaskólanum. Það vissu allir sem til þekktu og Daníel sjálfur best, að með giftingu sinni steig hann mesta hamingjuspor lífs síns. Svo einstök kona er Anna, bæði að myndarskap og mann- kostum. Þeim hjónum varð ekki barna auðið. Og var það vissulega harmsefni, því heppilegra heimili en þeirra til athvarfs barni, get ég vart hugsað mér. En sem betur fór tóku þau fljótlega í fóstur lítinn dreng á öðru ári, sem vinkona Önnu hafði eignast, en gat ekki fyrir erfiðar ytri aðstæður haft hjá sér. Drengurinn hét Guð- mundur Óskarsson og hann ólst upp hjá þeim hjónum, sem þeirra eigið barn væri. Var mikið ástríki milli þeirra og drengsins, enda var Guðmundur hinn elskulegasti drengur og mikill manndómsmað- ur á fullorðins árum sínum. Hann varð loftskeytamaður og sigldi öll stríðsárin, þar til á árinu 1944 að hann fór í sína síðustu för. Brjál- æði stríðsins klippti á lífsþráð hans, og allra skipsfélaga hans. Um líf þessa unga manns, Guð- mundar Óskarssonar, mátti segja að það væri fósturforeldrum hans þeirra dýpsta sæla, en fráfall hans einnig þeirra þyngsta sorg. En atvikin höguðu því svo að sú eina líkn sem gat komist næst þvi að græða sárið kom til þeirra í líki lítillar stúlku, kornabarns, sem þurfti athvarfs og umönnunar við vegna veikinda móður sinnar. Þetta barn, Gyða Guðmundsdótt- ir, ílengdist hjá þeim Daníel og Önnu. Og sagan endurtók sig. Eins og verið hafði með fóstursoninn óx fósturdóttirin að þroska á alla grein og hin gagnkvæma ástúð og umhyggja sem einkenndi samband þeirra hjóna og Guðmundar virð- ist hafa verið sú sama milli Gyðu og þeirra. Ér ellin færðist yfir þau Daníel og Önnu og örðugt var að búa ein fyrir vestan fluttu þau til Reykja- víkur. Það var fyrir 10 árum, eða þar um bil. Síðan þá bjuggu þau með Gyðu fósturdóttur sinni, eig- inmanni hennar og tveim börnum að Langhoitsvegi 132. Daníel átti því láni að fagna að lifa lengst af við góða heilsu. En svo fór sjóninni verulega að hraka — hann hætti að geta tekið sína daglegu göngutúra og lífsþróttur- inn þvarr. A síðasta ári fór að bera á veilu í hjarta og var þá fljótlega ljóst að hverju dró. Hann andaðist á Landspítalanum, eftir stutta dvöl þar. Eg hef það fyrir satt að hann hafi fengið hægt and- lát. Til þess er gott að vita. Hann dó eins og hann hafði lifað — sátt- ur við Guð og menn. Margrét Sigurðardóttir Unnur Brynjólfs- dóttir — Minning Fædd 22. mars 1913 Dáin 18. febrúar 1984 Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta ég geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. H. Pétursson (Ps. 44) Nokkur kveðjuorð til góðs sam- starfsmanns og vinar, Unnar Brynjólfsdóttur. Unnur hóf störf hjá Sindra 1954 og hafði því starf- að með okkur í hartnær 30 ár. Þetta voru ár umróts og breyt- inga, það var ekki alltaf logn, en traustur gjaldkeri var eitt af akk- erum fyrirtækisins. Reglusemin var siík á öllum sviðum, að hægt var að stilla klukku sína eftir nákvæmni Unnar. Sjaldan er slikt starf metið sem skyldi þó held ég að Unnur hafi orðið vör við traust föður míns og okkar yfirleitt. Vinátta hennar við foreldra mína og fjölskyldu var mikils met- in. Þrátt fyrir mörg áföll í eigin fjölskyldu urðum við aldrei vör við að hún haggaðist í starfi. Þegar mest reið á reyndist hún sínum best. Ekki gleymi ég hlýjunni og um- hugsuninni þegar litlu frænd- systkinin komu í heimsókn. Að lokum: Þakkar orðin þiggðu mín það veit ég þú getur, þó að margur minnist þín meira og langtum betur. (B.Ó.) Blessuð sé minning góðrar og starfsamrar konu. Hvíli hún í friði. Asgeir Einarsson Enn einu sinni hefur dauðinn knúið dyra á Barónsstíg og ekki gerði hann boð á undan sér þegar hann nú tók Unni burtu frá okkur. Fregnin um andlát hennar kom eins og reiðarslag og vakti sáran söknuð í hjarta mínu. Að sjá Unni aldrei aftur er erf- itt að sætta sig við, en við örlögin fær maður ekki ráðið. Maður verð- ur einungis að sætta sig við orðinn hlut. Ég kynntist Unni lítið þar til fyrir sjö árum að ég kom til henn- ar með pabba að biðja hana leyfa mér að skýra barnið mitt í höfuðið á henni, þessari góðu og sterk- byggðu konu. Og mikið var gaman hvað hún gladdist. Já, það er gam- an að gleðja þá sem allt sitt líf hafa verið að gleðja aðra. Unnur var sérstök kona, það var eins og hún hefði verið gerð úr betra efni en við hin. Hún hafði kynnst sorginni og einmanaleik- anum meira en margur annar, en ætíð staðið sig með eindæmum vel. Hefði ég gefið henni meiri tíma væri ég nú eflaust vandanum vaxnari. En þegar tímar líða, veit ég, að ég á eftir að minnast hennar, sem manneskju sem gædd var -í ríkum mæli hugrekki, óserhlífni og síð- ast en ekki síst sérstakri hlýju, sem ég held að allir sem kynntust henni hafi orðið aðnjótandi. Ég og fjölskylda mín munum geyma minningu um Unni í hjart- anu, eins og ég sagði litlu nöfnu hennar þegar hún bað í sinni barnslegu einlægni hvort við gæt- um ekki bara geymt hana heima hjá okkur. Ég og fjölskylda mín sendum Eddu Grétu og fjölskyldu, sem hafa stytt Unni einmana ævidaga, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Að lokum langar mig að þakka Unni þá vinátt.u og tryggð, sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni. Unnur var vinur sem ánægjulegt var að þekkja, við söknum hennar sárt. Hvíl í friði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. „Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér.“ (Sigurður K. Pétursson) Kristín Brynja Kveðja frá starfsfélögum Unnur Brynjólfsdóttir er látin, og kom lát hennar okkur á óvart, þar sem hún virtist hin hressasta fyrir aðeins nokkrum dögum. Unnur starfaði í Sindra um 30 ára skeið sem gjaldkeri fyrirtæk- isins, en hætti störfum fyrir ári. Unnur var með afbrigðum stundvís og samviskusöm í starfi og vel verki farin. Fyrirtækin, sem hún átti leið fram hjá á leið til vinnu frá Barónsstíg 13 að Hverf- isgötu 42, gátu stillt klukkuna eft- ir henni, og það var ekki bara stundum eða i stuttan tíma heldur öll þau ár, sem hún starfaði hjá Einari í Sindra. Unnur var mjög prúð í framkomu og snyrtileg í klæðaburði. Hún var orðvör og orðheldin, en gat verið þykkju- þung ef á hana var hallað. í tilveru sem byggist svo mjög á sýndarmennsku er slíkt fólk sem Unnur fastur punktur í tilverunni. Það var lærdómsríkt að fylgjast með samstarfi hennar og kemp- unnar Einars i Sindra. Þar talaði maður við mann i fullu trausti og virðingu með vöxt og viðgang vax- andi fyrirtækis í huga. Persónu- legir hagsmunir voru ekki látnir vega þungt á metaskálum hvers- dagsins. Únnur var ógift og eignaðist ekki börn. Eigi að síður var hún frábær uppalandi og fékk margur óharðnaður unglingurinn fyrstu leiðsögn hjá henni í byrjunarörð- ugleikum í sínu fyrsta starfi. Að leiðarlokum þökkum við Unni alla leiðsögn og velvild, hlýju hennar og festu og kveðjum hana með söknuði. Samfylgdin við hana hefur verið okkur ómetanleg. Við biðjum henni góðrar heim- komu, þar sem örugglega bíða vin- ir í varpa. Starfsfélagar í Sindra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.