Morgunblaðið - 30.03.1984, Side 5

Morgunblaðið - 30.03.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 5 Samstarfshópur um friðarviku: Hafnar „formlegri aðild“ Varðbergs að friðarmóti — tillaga Friðarhóps kirkjunnar felld SAMSTARFSHÓPUR um friðarviku á páskum komst að þeirri niðurstöðu á fundi á miðvikudagskvöldið að ekki væri unnt að samþykkja þá hugmynd Friðarhóps kirkjunnar, að Varðberg, félag áhugamanna um vestræna samvinnu, fengi að vera „formlegur aðili“ að friöarvikunni. Hins vegar var ákveðið að öðrum samtökum en hinum „formlegu“ gæfist kostur á einskonar aukaaðild með því að fallast á ávarp friðarvikunnar sem „formlegu“ aðilarnir samþykktu. Frá því var skýrt í Morgunblað- inu síðastliðinn föstudag að Sveinn Grétar Jónsson, formaður Varðbergs, hefði verið kallaður á fund við kirkjunnar menn á Bisk- upsstofu á sínum tíma og þar var stungið upp á því við hann að Varðberg gerðist þátttakandi í friðarvikunni. Taldi Sveinn það hugsanlegt. Nú hefur samstarfs- hópurinn sem sé ákveðið að Varð- berg geti ekki orðið „formlegur að- ili“ að friðarvikunni. Á fundinum á miðvikudagskvöld var felld til- laga frá fulltrúum Samtaka her- stöðvaandstæðinga um að í ávarpi friðarvikunnar yrði lýst yfir and- stöðu við notkun kjarnorkuvopna að fyrra bragði. Hér fer á eftir fréttatilkynning frá samstarfshópnum um friðar- vikuna: „Undanfarna 2 mánuði hefur hópur fulltrúa ýmissa friðarsam- taka unnið að undirbúningi frið- arviku á páskum. Undirbúningur dagskrár er á lokastigi, og verður hún kynnt innan tfðar. Á fundi hópsins þ. 28. mars var gerð sam- þykkt um, að ávarp friðarvikunn- ar yrði svohljóðandi: „Við skorum á Bandaríkin og Sovétríkin og önnur kjarnorku- veldi að gera samkomulag um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar og hefja kerfisbundna afvopnun. Meðan unnið er að slíku sam- komulagi ætti hvergi að koma fyrir kjarnorkuvopnum eða tækj- um tengdum þeim. Slíkt samkomulag gæti orðið fyrsta skrefið til allsherjar af- vopnunar, sem er lokatakmark friðarbaráttu.“ Öllum þeim, sem til friðarvik- unnar koma, en hún verður haldin í Norræna húsinu, mun gefast kostur á að undirrita ávarp þetta. Á þessum sama fundi hópsins var einnig eftirfarandi samþykkt gerð: „1. Þau samtök, sem hafa starf- að að undirbúningi friðarvikunnar undanfarnar vikur og mánuði, eru formlegir aðilar að friðarvikunni. Þessi samtök eru Friðarsamtök listamanna, Friðarhreyfing ís- lenskra kvenna, Friðarhópur kirkjunnar, Samtök lækna gegn kjarnorkuvá, Samtök eðlisfræð- inga gegn kjarnorkuvá, Samtök herstöðvaandstæðinga, Samtök um friðaruppeldi, Friðarhreyfing framhaldsskólanema, Hin óháða friðarhreyfing framhaldsskóla- nema, Friðarhópur einstæðra for- eldra og Friðarhópur fóstra. 2. Öðrum samtökum, sem geta fallist á ávarp friðarvikunnar eins og það var samþykkt á fundinum þ. 28. mars og sem starfa að frið- armálum, verður gefinn kostur á stuðningsaðild að friðarvikunni. Yrði stuðningsaðildin í formi und- irskriftar ávarps vikunnar og yfir- lýsingar um stuðning við hana. Einnig yrði um einhverja beina þátttöku í starfsemi friðarvikunn- ar sjálfrar að ræða.“ Á þessum fundi var enn fremur skipuð nefnd, sem mun vinna að því að finna þessum samtökum stað í hinni formlegu dagskrá, óski þau eftir því. Beiðnir um stuðningsaðild þurfa að hafa borist til Sigrúnar Val- bergsdóttur á skrifstofu Banda- lags ísl. leikfélaga, Hafnarstræti 9, sími 16974, fyrir 5. apríl nk.“ Færeyskir línubátar eru nú aftur komnir á íslandsmið og þessa mynd tók Tómas Helgason af einum þeirra suður af landinu í fyrradag. Vér mótmælum — athugasemd frá nokkrum nemendum í Vogaskóla Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi athugasemd við skrif í Þjóðviljanum frá nokkrum nem- endum í Vogaskóla: Vér nokkrir nemendur í Voga- skóla viljum hér með koma á framfæri mótmælum vegna greinar er birtist í Þjóðviljanum þann 28/3 1984. í áðurnefndri grein segja 3 nemendur frá reynslu sinni í „Áróðursferð á hervöllinn í Keflavík", en við teljum að ferð í þessum dúr hafi aldrei verið far- in. Sagt er í greininni að einn af okkar ágætu kennurum hafi viðhaft lofsöng um veru varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli og aðild okkar að NATO, en hið rétta er, að hann minntist aðeins á að fólkið í kring hefði atvinnu af veru varnarliðsins og hvað við ætluðum að skoða á varnarliðs- svæðinu. Að öðru leyti lýsti hann bara landslaginu í kring. Þegar við komum til Keflavík- ur fórum við beint á slökkvistöð- ina, en halda mætti að þær hefðu helst úr lestinni, því að ekki var minnst einu orði á hinar frábæru viðtökur sem við feng- um þar. Sama virðist vera upp á teningnum hvað þakklæti varðar fyrir þann höfðinglega mat sem við fengum hjá íslenskum aðal- verktökum, og viljum við koma á framfæri sérstökum þökkum til Friðriks Eiríkssonar fyrir mjög góðan mat. Þaðan var farið í Offisera- klúbbinn, en þar fengum við að sjá „slides“-myndir um hlutverk varnarliðsins á íslandi. í greininni er sagt að nemend- ur hefðu talið þetta vera „ein- hliða áróður", en okkur finnst það einræðislegt að þessir nem- endur ætli sér að tala fyrir hönd alls hópsins. Þegar við fórum að leggja spurningar fyrir blaðafulltrúa hersins um herinn og starfsemi hans, fóru þessir nemendur að spyrja um alls óskyld efni, eins og til dæmis hvers vegna komm- ar fengju grænan stimpil í pass- ann, þegar þeir færu til USÁ. að lokum viljum við taka það fram að þetta var vettvangsferð, ein af þrem sem við höfum farið, en ekki starfskynning eins og fram kemur í greininni. Nokkrir nemendur í Vogaskóla. FRÍ-klúbburinn og ÚTSÝN kynna ki. 19.00 Húsið opnað og kynntur nýr lystauki. Afhending happdrættismiða og sala bingóspjalda. ÞÚ HEFUR 4 MÖGULEIKA A AÐ FÁ ÓKEYPIS ÚTSÝNARFERD Á SUNNUDAGINN AO VERÐMÆTI KR. 80.000. 20.00 Veislan hefst. VAXTAR- RÆKT Nýbakaöur ís- landsmeistari í vaxtarrækt Hrafnhildur og Gísli Rafnsson sýna glæsilegan vöxt og hnykla vöövana. FIMLEIKASYNING Landsliðið í fimleikum (liðamótalausir lista- menn) Islandsmeistar- arnir Hulda Ólafsdóttir og Davíð Ingason. FIMLEIKAKEPPNI Hermann Gunnarsson lýsir æsispennandi keppni Davíðs Ingasonar og Guðjóns Gislasonar. Kynning á öllum þátttakendum í keppninni Ungfrú og herra ÚTSÝN fjölmennasta feg- uröarsamkeppni á islandi. 60 þátttak- endur kynntir. Síð- asta tækifæriö aö bætast í hóp kepp- enda. Matseðill Pönnusteikt grísasneið „NEMROD" framreidd meö brúnuðum kartöflum, rjómasoðnu blómkáli, bök- uðum eplum, ristuðum tóm- at, smjörsteiktum ananas, hrásalati og Robertsósu. Ávaxtaís meö portúgalskri möndluköku og rjóma. Bingó: Spilaö um 3 glæsilegar Útsýnarferöir '84. Portugalski söngvarinn og gitarleikarinn J.J. Silva skemmtir Happdrætti: Allir matargestir taka þatt i ókeypis happ- drætti Vinningur: Utsynarferö. w'.AmaW9eS';' 8S£S%SÖ>, Himr frabæru Magnús Þór Sig- mundsson og Jó- hann Helgason syngja frumsamin lög. Nýr seiömagnaður dans „V00D00" undir stjórn Kolbrúnar Aöalsteinsdóttur. Tízkusýning Modelsamtökin sýna vor- og sumarfatnaö Pepper og Aranella frá Sonju undir stjórn frú Unnar Arngrims- dóttur. Kynnir kvöldains hinn bráðfríski og fjörugi Hermann Gunnarsson. Hljómsveit Gunnars Þórð- arsonar leikur ffyrir dansi. Danssýning: Stefán og Viöar, nemendur úr Dansskóla Heiöars Ástvalds- sonar, sýna „DANSBRJÓTINN". 09 40 0»®' \e9®’

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.