Morgunblaðið - 30.03.1984, Side 16

Morgunblaðið - 30.03.1984, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 Um skattheimtu — eftir Sigurð E. Haraldsson Forsvarsmenn Kaupmanna- samtakanna hafa vakið athygli á því, að ný verslun samvinnu- manna hér í Reykjavík er ekki sjálfstæður skattaðili, svo sem venja er um atvinnufyrirtæki. Þetta verður forstjóra SÍS, Er- lendi Einarssyni, tilefni til rit- unar á grein í Morgunblaðið 25. þ.m., sem hann nefnir „Mis- skilningur leiðréttur". Að því er ég best fæ séð er ekki um neinn þann misskilning að ræða, hvað varðar skatta hinnar nýju verslunar, að þörf sé málaleng- inga. Það hefur þegar verið Stykkishólmur: Fræðslu- fundur um fíkniefni Stykkishólmi, 26. mars. Foreldraráð Grunnskólans og JC Stykkishólmi gengust í gær fyrir fræðslufundi um fíkniefni og afleiðingar neyslu þeirra. Var fundurinn haldinn í barnaskóla- húsinu í Stykkishólmi. Héraðs- læknirinn Pálmi Frímannsson flutti erindi og var með skyggn- ur til skýringar. Einnig svaraði hann fyrirspurnum fundar- manna. Var þessi fundur mjög fróð- legur og á héraðslæknirinn þökk fyrir. Það kom greinilega fram hjá lækninum að bestu varnirnar gegn þessari vá eru, eins og heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna heldur fram, í fyrsta lagi hömlur á dreifingu, í öðru lagi fækkun vínveitingastaða og hátt verð. Stingur þetta mjög í stúf við hvernig yfirvöld ríkis og borg- ar haga sér, sem gera allt sem þeir geta til að koma þessum eiturefnum sem víðast án þess að athuga nokkuð um afleið- ingar. Og kemur þar fram skýrt að þessir aðilar hafa allt annað að hugsa um en að gæta bróður síns. Sem sagt: Þetta var fróðlegur fundur sem stóð í 2 klukkustundir. Arni staðfest af ríkisskattstjóra, að eignaraðilar umræddrar versl- unar hyggist reka hana í sam- eign, en án þess að um sérstak- an skattaðila sé að ræða. Þetta mun gert lögum samkvæmt. Hvort þeim, sem standa að hliðstæðum atvinnurekstri og greiða gjöld til samfélagsins af fyrirtækjum sínum, þykir leik- urinn jafn er svo annað mál. Misskilnings virðist gæta í grein Erlends Einarssonar, þeg- ar hann velur þeim sem gagn- rýna skattfríðindi samvinnufé- laga nafngiftina „andstæðingar Samvinnuhreyfingarinnar". Al- kunna er að mörgum þykir ríkisvaldið taka býsna stóran skammt í sinn hlut í samfélagi okkar. Og þetta er óspart ggnrýnt. En hverjum dettur í hug að kalla slíka gagnrýnend- ur andstæðinga ríkisvaldsins? Raunar má skilja grein for- stjóra SÍS þannig, að hann sjái óvildarmenn víða. Borgaryfir- völd fá t.a.m. kaldar kveðjur fyrir það eitt að vera ófús á að afsala sér forræði um hvar akstursleiðir skuli lagðar í Reykjavík. Það má sjá af grein forstjór- Eins og eftir Gisla Jónsson, menntaskólakennara • Menningarsjóður hefur nú staðið fyrir útgáfu íslenskrar orðabókar í annað sinn. Bókaút- gáfa Menningarsjóðs er mikil og merkileg. Um það sannfærast menn best, er þeir skoða bóka- geymslurnar í Næpunni við Skálholtsstíg. Undirritaðan hefði ekki órað fyrir því, að þar væri saman komið þvílíkt úrval, ef hann hefði ekki gengið þar um garða. Útgáfustjórar Menningarsjóðs hafa ekki verið miklir auglýs- ingamenn, svo að á tímum fjöl- miðlahávaða hefur kyrrlátt starf þeirra ekki hlotið verðskuldaða athygli. En víst er um það að Menningarsjóður og bókaútgáfa hans stendur undir nafni. • Eitt mesta afreksverk, sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ans, að hann er vel kunnugur skattalögum og þeim möguleik- um, sem í þeim felast. Fyrir- komulag skattgreiðslna Mikla- garðs staðfestir þetta ótvírætt. Sérstaka athygli vekur í um- fjöllun forstjórans um skatta atvinnufyrirtækja, að hann minnist ekki einu orði á þá skattgreiðendur, sem reka at- vinnufyrirtæki í eigin nafni, hann fjallar einungis um sam- vinnu- og hlutafélög. Auðvitað veit Erlendur Einarsson um skattlaus stofnsjóðsframlög Samvinnufélaga og viðurkennir þau í grein sinni, en þau mis- muna fyrirtækjum í verslun gróflega. Vangaveltur um möguleika hlutafélaga í þessu sambandi breyta hér engu um. Kaupmenn um land allt vita hvað á spýtunni hangir. Takist vel til um reksturinn hjá þeim, fer obbinn til skattheimtu- manna. Sé um tap aðræða, þannig að kaupmenn geti ekki greitt sér laun á árinu, eru þeim reiknuð laun engu að síður og þau skattlögð. Erlendur Einarsson lætur liggja að því í grein sinni að ur staðið að, er íslensk oröabók undir ritstjórn Árna Böðvarsson- ar Cand. mag. Kom fyrsta útgáfa fyrir rúmum 20 árum, eftir langt og mikið undirbúningsstarf, enda veit sá gerst sem reynir, hvílíkt feiknarstarf liggur á bak við slíkt orðabókarverk. Bókin bætti úr brýnni þörf al- mennings, enda var henni af- skaplega vel tekið. Hún seldist upp hvað eftir annað í ljósprent- unum og var iðulega ófáanleg. Undirrituðum er ekki kunnugt hversu mörg eintök voru gerð af fyrstu útgáfu að öllu saman- lögðu, en víða hefur hún komið. Hin nýja útgáfa er um margt miklu fyllri og notadrýgri en hin fyrri. Hún er mikil að vöxtum, 1256 síður, prýdd mörgum stór- fróðlegum skýringarmyndum, rithandarsýnishornum og letur- dæmum. Sá sem þetta ritar hefur þó af sérstökum áhuga lengst dvalist við þann hluta bókarinnar sem Sigurður E. Haraldsson „Enda þótt skattheimta, og hve mikil hún skuli vera, sé umdeild, er öll- um Ijóst að einstakl- ingar og atvinnufyrir- tæki geta ekki vikist undan slíkum greiðslum til almannaþarfa. Þess er ekki að vænta, að neytendur láti sér vel líka að stofnað sé til nýrra verslunarfyrir- tækja með ásetningi um að komast hjá að greiða opinber gjöld.“ felur í sér skýringu mannanafna. Eru þar erfiðu efni gerð góð skil og er þetta mjög tímabær viðbót og kærkomin, því nú er vakandi almennur áhugi um þetta efni. Fólk leitast við að gefa börnum sínum smekkleg nöfn með góðri merkingu. • Samning og útgáfa orðabóka er ekki aðeins mikilvægt vísinda- starf. Slíkt er einnig eitthvað hið allra nauðsynlegasta sem gert er til vegs og viðhalds móðurmál- inu. Sú þjóð þykir lítt hafa rækt menningu sina eða ávaxtað arf- inn, sem ekki á vandaða og vel nothæfa bók um tungu sína. Árni Böðvarsson og sam- starfsmenn hans hafa unnið verk sitt með prýði. Höfundi þessara orða eru frá fornu fari kunnir hæfileikar og vinnuaðferðir Árna. Alla sína miklu krafta hef- ur hann lagt í þessa bókarsmíð og haft erindi sem erfiði. Mikla þolinmæði og takmarkalitla yfir- söluskattur innheimtist illa og segir orðrétt að „sú fjárhæð sem ríkissjóður fer þar á mis mun hærri en allur tekjuskatt- ur félaga í landinu". Hvað er forstjóri SÍS að fara með þess- um orðum sínum? Að hverjum dróttar hann svo stórfelldu mis- ferli? Enda þótt skattheimta og hve mikil hún skuli vera, sé um- deild, er öllum ljóst að einstakl- ingar og atvinnufyrirtæki geta ekki vikist undan slíkum greiðslum til almannaþarfa. Þess er ekki að vænta, að neyt- endur láti sér vel líka að stofnað sé til nýrra verslunarfyrirtækja með ásetningi um að komast hjá að greiða opinber gjöld. Vel má vera að við eigum það sameiginlegt, Erlendur Ein- arsson og undirritaður, að hafa lítið yndi af deilum og þyki nóg af slíku. Sú afstaða réttlætir þó ekki, að menn sætti sig við mis- rétti í þjóðfélagi okkar, og þá ekki síst færi menn sig upp á skaftið í því efni. Sigurður E. Haraldsson er íormað- ur Kaupmannasamtaka íslands. legu þarf og til að koma slíku sómasamlega frá sér. Hrólfur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Menningarsjóðs á miklar þakkir skilið fyrir að hafa ráðist í þetta stórvirki með ýms- um öðrum samtimis. Myndar- bragurinn á verkinu öllu er til vitnis um samvinnu útgáfu- stjórnar og ritstjóra. Ég á oft eftir að leita til þessarar bókar, ég býst við næstum daglega. Hún er óþrjótandi fróðleiksbrunnur og merkileg menningarviðleitni. Hvað sem ræður trúrækni ís- lendinga nú á dögum, segja menn að Biblían sé til á hverju heimili að kalla og talin ómissandi eins og símaskráin. íslensk oröabók er ómissandi hverju íslensku heimili og stofn- un, eins og þessar tvær fyrr- nefndu bækur, svo ólíkar sem þær eru. En gjarnan mætti hún vera í tveimur bindum, svo þung sem hún er á höndunum. 22. 3. 1984 G.J. Biblían eða Símaskráin Mannúð — manngildi — eftir Guðjón B. Baldvinsson Dýravernd (Kattavinir) Allt líf á sinn rétt. Meðvitað gerum við þó mismun á þeim rétti eftir því hvaða tegund lífs á hlut að máli. Meðvitað segi ég vegna þess að ég get ekki ætlast til þess að við gerum mismun ómeðvitað. Dýravernd er fögur eigind mann- legrar samúðar. Útigangskettir eru ófagurt vitni um samúðar- skort, vöntun umhyggju fólks fyrir heimilisdýrum sínum. Annað dæmi: Meðferð sem kunn er á úti- gangshrossum. Kattavinir kölluðu saman fund til að ræða húsnæð- isvandamál katta. Minjavernd — Húsfriðun Það er ríkt í okkur að muna for- tíðina, einkum ef finna má dæmi um hetjubrag eða afrek forfeðr- anna. Stundum minningu um eig- in dugnað. Ræktarsemi við gengn- ar kynslóðir er talin til dyggða, þykja Kínverjar eftirtektarvert dæmi um virðingu fyrir látnum forfeðrum, og nú slá þeir met um uppgröft gamalla minja. Góðra gjalda vert er að geyma góðar og nýtar minningar um sögu sveitar í huga þeirra þjóðar, sem hýsti innflytjendur og/eða yfir- boðara, er skyldu eftirminnilegar menjar um veru sína t.d. í húsa- rústum eða öðrum brotum úr menningu sinnar þjóðar (t.d. skotvígi, batterí og orðskrípi) í tungumálinu. Gamalt margklastr- að timburhús hér í borg, nefnt Fjalaköttur, á sér ýmsa formæl- endur þessa daga. Hugsjónamenn horfa vonaraugum eftir hentugu geymslurúmi fyrir kvikmynda- filmur, aðrir, t.d. Torfusamtökin, kveðast til þénustu reiðubúnir að huga að rekstrarmöguleikum, jafnvel þó að hvergi finnist torf aukin heldur grjót í veggjum eða innviðum. Fundir eru haldnir til að ræða verndunarsjónarmiðin með hlið- sjón af kostnaði og framtíðar fjár- mögnun. (Arðsemi eignarinnar.) Á mælikvarða menningar eru fjármunir ekki mikils verðir. „Bíó-Petersen er alls góðs maklegur í minningarsjóði okkar, en þegar við spyrj- um: Hvort er meira um vert að „gæða ellina lífi“ í mannsins mynd eða geyma eitt gamalt hús, hverjLgr þá svarið?“ Mannvernd: — Aldnir mcnn og fatlaðir — Opinberir forsjármenn „struku fátækt úr augum" og hjálpuðust að með öðru mannfólki íslenzku, að helga eitt ár aldarinnar fötluðu fólki og annað ár því aldna, eink- um ef það væri lasburða eða myndi verða það. Ryk var strokið af teikningum, jafnvel dregnar nýjar línur, og lof- að vistheimilum fyrir aldna þegna og af sér gengna, og þó fyrst og fremst sjúkrarými ætlað mjög hrörnandi gamalmennum. Vistheimili var opnað í höfuð- borginni. Ýmis sveitarfélög hófust handa um byggingu elliheimila eða undirbúning að þeim. Ráð- stefnur voru haldnar til að vekja athygli á því hvers væri þörf til að búa öldruðum bjartari heim og betri. Margir báru sér í munn „Gæð- um ellina lífi“ fransk slagorð, sem þannig var orðað á íslensku. Sum- ir höfðu ekki áður leitt hugann að þeim málum eða viðfangsefnum, er lúta að lífsháttum eldra fólks, meðtalið félagslegt atlæti. Nú er okkur gert ljóst að allsstaðar vanti fé til að sinna þeim verkefn- um, sem löggjöf og aðkallandi kjósendaveiðar leggja upp í hend- ur valinna forsjármanna. Fjárvöntun álitamál Eitt hundrað milljónir króna var talað um að mundi þurfa til að dubba upp gamlan hússkrokk í nágrenni Morgunblaðshússins. Það er ekkert mál í munni áhuga- manna um að varðveita minningu þess að þarna stóð einu sinni eitt af húsum „Innréttinganna" og kannski eru enn fjalir eða spýtur frá þeim tíma í húsi þessu. Bíó-Petersen er alls góðs mak- legur í minningasjóði okkar, en þegar við spyrjum: Hvort er meira um vert að „gæða ellina lífi“ í mannsins mynd eða geyma eitt gamalt hús, hvert er þá svarið? Guöjón B. Baldvinsson Hvort stendur okkur nær menn- ingarlega, frá mannúðarsjónar- miði og í sögulegu samhengi, að reisa hús yfir villiketti eða vesöl gamalmenni? Hvort hefur aldamótakynslóðin eða einn kvikmyndasýningarmað- ur lagt meira af mörkum til ís- lenskrar menningar, svo við látum ónefnda vanrækta dýrategund. Forgangsverkefni annað hvort eða: Hvert er manngildið í dag? Hverjir hafa varðveitt menningu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.