Morgunblaðið - 30.03.1984, Síða 19

Morgunblaðið - 30.03.1984, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 19 Flytja út meiri vinnu með hærra vinnslustigi Rætt viö Benedikt Sveinsson, fram- R ^ kvæmdastjóra Iceland Seafood Limited í BORGINNI Hull, sem stendur við Humberfljót í Englandi, eru flestir íslenzkir sjómenn kunnugir. Þangað hafa tíðkazt siglingar með ferskan fisk áratugum saman með einhverjum hléum. Á síðasta ári flutti sölufyrirUeki Sambandsins, Iceland Scafood Limited, skrif- stofu sína þangað og hefur aðsetur í skrifstofubyggingunni Europa House. Þar ræður ríkjum ungur maður að nafni Benedikt Sveins- son, en hann hefur starfað við fyrirtækið síðan 1981. Við það starfa alls fjórir menn. Undirritað- ur var þar á ferð í febrúarmánuði og ræddi þá við Benedikt um starf- semi fyrirtækisins og bað hann að skýra frá henni í stórum dráttum. Fengum fyrri starfsemi í heimanmund „Fisksala á vegum Sambands- ins í Bretlandi hófst fyrir um 60 árum í Skotlandi og sé fljótt far- ið yfir sögu, flutti söluskrifstof- an til London 1962 og var þar til 1981. Árið 1980 var fyrirtækið Iceland Seafood Limited stofnað og tók við fisksölunni í ársbyrj- un 1981. Það má því segja að við höfum fengið fvrri starfsemi í heimanmund. Ástæða þessarar fyrirtækisstofnunar var sú, að mikilvægi fiskvinnslu var að aukast hjá Sambandinu og einn þáttur í framhaldi þess var að leggja aukna áherzlu á fisksöl- una til Bretlands og meginlands Evrópu með hliðsjón af starf- seminni i Bandaríkjunum. Við vorum fyrst með skrifstofu í Lowestoft í Suffolk eða til miðs síðasta árs, en þá þótti sýnt að þungamiðja fisksölunnar væri á Humbersvæðinu og því ákveðið að flytja hingað og vera til fram- búðar," sagði Benedikt. Berum boðin á milli „Hlutverk okkar fjögurra hér er fyrst og fremst að selja fryst- ar sjávarafurðir fyrir þau frysti- hús heima, sem framleiða á veg- um Sambandsins. Þar koma margir þættir til, svo sem að leitast við að ná sem hæstu og beztu verði fyrir afurðirnar á hverjum tíma og skila afrakstr- inum heim eins fljótt og unnt er; þá er vöruþróun og öflun nýrra markaða fyrir þær tegundir, sem koma þarf á markað hverju sinni, mikilvægur þáttur í starf- seminni, en markaðssvæðið er Bretlandseyjar, Belgia, Frakk- land og Holland og hefur verið það frá upphafi. Við tökum mik- inn þátt i vöruþróun og hlutverk okkar þar er í raun að tengja saman óskir kaupenda og getu framleiðenda, að bera boðin á milli. Þetta gengur fyrir sig á ýmsan hátt, en algengt er að fiskkaupendur komi til okkar til að sjá hvað við höfum upp á að bjóða og fari jafnvel í heimsókn- ir heim til íslands. Þá koma framleiðendur einnig í heimsókn hingað og hafa þá samband við kaupendur hér. Þetta leiddi til þess, að á síðasta ári voru hann- aðar þrjár nýjar pakkningar, sem leiddu til sölu á um 1.000 lestum af vöru, sem við höfðum ekki selt áður. Það voru laus- fryst flök af karfa, grálúðu og kola og við leggjum okkur veru- lega eftir því, að fást við þær tegundir, sem verið hafa erfiðar í sölu. Um þessar mundir erum við líka að líta á sölumöguleika á minna framleiddum tegundum eins og steinbít og keilu og erum að byrja á sölu á heilli rækju. Fyrir rækjuna höfum við nýlega lokið við þróun umbúða í sam- vinnu við kaupendur í tveimur löndum, Bretlandi og Frakklandi og Sjávarafurðadeild SÍS. Seljum fyrir Hólmadrang og Akureyrina í fyrra tókum við að okkur sölu afurða fyrir tvo frystitog- ara, Hólmadrang, sem hóf veiðar og vinnslu fyrir okkur fyrri hluta síðasta árs og Akureyrina, sem hóf veiðar í árslok. Við erum ákaflega ánægðir með að hafa tekið þátt í þeim undirbúningi og vöruþróun. Hóladrangur landaði til dæmis hér fyrir skömmu um 180 lestum að verð- mæti um 8,6 milljónir króna. Þetta hefur gengið mjög vel og ánægjulegt að þessir aðilar skyldu falast eftir viðskiptum við okkur. Markmiðið að auka verð- mæti fiskafurða frá íslandi Markmiðið með þessu öllu er að auka verðmæti fiskafurða frá íslandi og það höfum við helzt að leiðarljósi. Mér finnst að aukin vöruþróun og vinnsla eigi að vera heima, að leggja beri áherzlu á að auka verðmæti af- urðanna eins og unnt er fyrir út- flutning og því er hvorki á dagskrá hjá okkur að setja upp verksmiðju hér né að fjárfesta í frystigeymslum. Við teljum okkur ekki ráða yfir því hráefn- ismagni, sem réttlætir verk- smiðjurekstur í Evrópu. Þegar verksmiðjureksturinn í Banda- ríkjunum hófst upp úr 1950 var framleiðsla íslenzku frystihús- anna mest blokkir, sem vinna * varð frekar til að koma í verð. í dag eru blokkirnar mikill minni- hluti framleiðslunnar, þannig að salan snýst fyrst og fremst um það, að selja fullunnin flök og dýrari afurðir. Það kostar pen- inga að reka verksmiðju og ólík- legt að vinnslan skili meiru af sér en nemur kostnaðinum við byggingu og framleiðslu. Af sömu ástæðum teljum við ekki svara kostnaði að byggja eigin frystigeymslur. Þær verða til dæmis ekki fluttar úr stað og þess vegna leigjum við geymslur á þeim stöðum, sem heppilegast- ir eru hverju sinni. Markmiðið er fyrst og fremst að reka öflugar söluskrifstofur í markaðslönd- unum til að selja fullunna vöru frá íslandi. Að flytja út meiri vinnu með hærra vinnslustigi," sagði Benedikt Sveinsson. - HG Sala Iceland Seafood Ltd. 1980- -1983 VERÐMÆTI I' ÞÚSUNDUM PUNDA Brell. Krakkl. lloll. Btl«. Samt. (1980) (2.467) 1981 3.127 418 3.545 1982 5.419 581 4 6.004 1983 8.264 1.074 44 59 9.441 MAGN I LESTUM Brell. Frakkl. lloll. Belg. Samt. (1980) (2.723) 1981 3.768 542 4.310 1982 4.968 601 17 5.586 1983 6.496 979 45 43 7.563 BIRGÐIR I ARSLOK 1980 1981 1982 1983 Þorskur 199 0 208 13 Ýsa 148 0 44 0 Rækja 0 3,5 8 16 Heilfryst síld 0 0 376 255 Síldarflök 0 0 141 214 Annað 18 0 68 77 Samtals 365 315 845 575 Frá félagsfundi FÍB i Selfossi 11. mars síðastliðinn. Um 80 manns sóttu fundinn. Félagsfundur FÍB: Fyrirhugaðar framkvæmd- ir beri lágmarks arðsemi 4LMENNUR félagsfundur í Fé- lagi íslcnzkra bifreiðaeigenda var haldinn að Hótel Tryggvaskála á Selfossi, sunnudaginn 11. mars síðastliðinn. Þar flutti Arinbjörn Kol- beinsson læknir og formaður FÍB, ávarp, þar sem hann greindi í stuttu máli frá starf- semi félagsins og skipulagi. Guð- jón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, hafði framsögu um „Almannavarnir á Suðurlandi". Þá flutti Steingrímur Ingv- arsson, umdæmisverkfræðingur Vegagerðar ríkisins, erindi um „Vegakerfið á Suðurlandi og Jónas Biarnason framkvæmda- stjóri FIB skýrði „Gildi einka- bifreiðarinnar á neyðarstundu". Auk þess hafði Sveinn Torfi Sveinsson, framsögu um „Lang- tíma vegaáætlun". Ræddi hann meðal annars mikilvægi þess að fyrirhugaðar vegaframkvæmdir bæru lágmarks arðsemi. Tómas H. Sveinsson, viðskiptafræðing- ur, flutti erindi um „Kostnað við rekstur einkabifreiðarinnar" og skýrði forsendur FÍB. Nokkrar umræður urðu að loknum flutningi framsögu- erinda, en um 80 manns sóttu fundinn. Tónlist á tillidögum Tónlist Jón Ásgeirsson Tónlist á tyllidögum er yfir- skrift 5. tónleika íslensku hljómsveitarinnar, sem í vetur hafa flestir verið merktir marki kammertónlistar. Svo er enn, því auk þess að flytja tónverk fyrir minnstu gerðir af hljómsveit, voru flutt ekta smáverk fyrir fjóra og fimm hljóðfæraleikara. Tónleikarnir hófust á frumflutn- ingi verks eftir Atla Ingólfsson, er hann kallar Negg. Verkið er „há-akademiskt“ í hljómskipan, lagferli og formi, á köflum mjög áheyrilegt og jafnvel sterkt, þó á milli gliðni bæði form og lagferli nokkuð í hægferðugri köflunum. Atli stundar nám við Tónlist- arskólann og er þar í hópi ungra og efnilegra tónskálda, sem fyrir stuttu héldu tónleika að Kjar- valsstöðum. Þar gat að heyra margt skemmtilegt og vel gert frá hendi ungu tónskáldanna. Næstu þrjú verkefni á tónleikum Islensku hljómsveitarinnar voru dansa og skemmtitónlist frá Vínarborg. Keisaravalsinn í umskrift Schönbergs og dansar eftir Schrammel-bræður og Stroh- mayer er harla lítilfjörleg tón- list og á ekkert erindi upp hljóm- leikapall, er eins konar erindis- leysa bæði fyrir hlustendur og hljóðfæraleikara. Tónlist á tylli- dögum heitir nýtt verk eftir Pál R. Pálsson. Verkið er nokkurs konar samantekt á því sem ber fyrir eyru manna á tyllidögum í Austurríki, hálf vandræðalegur samsetningur, þar sem fjórir kammerhópar spiluðu hver í kapp við annan hér og þar um húsið. Það vantaði aðeins að Atli Ingólfsson hóparnir marseruðu um húsið, sem ef til vill hefði skapað 17. júní-stemmningu á tónleikana. Síðasta verkið var svo sá frægi herra Frankenstæn, eftir Heinz Karl Gruber og flutti Bo Mani- ette „barnaljóð" Artmann. Herra Frankenstæn er ágætt gamantiltæki og var mjög vel flutt bæði af hljómsveit og textamanni undir stjórn Guð- mundar Emilssonar. Tónlistin er eins konar skrumskæling á þeirri kaffihúsatónlist er spratt upp úr „kaffihúsaraunsæi" milli- stríðsáranna. Þar í varð til tón- list sem hvorki er nothæf sem kaffihúsatónlist né heldur tón- list fyrir fagurkera og því eins konar millistigstónlist, kárina, sem með árunum hefur náð því marki að verða fin list hjá fólki sem heldur að í henni sé að finna ádeilu. Hr. Frankenstein er háð um þetta kaffihúsaraunsæi, skemmtilegt sambland af „horr- or“ og gerviádeilu, ekta barna- efni fyrir fullorðið fólk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.