Morgunblaðið - 30.03.1984, Page 23

Morgunblaðið - 30.03.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 23 Sovézkir sérfræðing- ar vegnir í Angóla Lissabon, 29. marz. UNITA-hreyfingin, sem Sudur- Afríkumenn styðja, hélt því fram að sveitir hennar hefðu náð á sitt vald hinum mikilvæga bæ, Sumby í ('uanza Sul-héraðinu í Angóla. f tilkynningu frá UNITA segir ennfremur að 81 sovézkur, búlg- arskur og kúbanskur sérfræðingur hafi verið felldur í sex stunda bardaga um bæinn, sem er 240 km suðaustur af höfuðborginni, Luanda. Diplómatar segja að taka Sumbe kunni að marka þáttaskil í baráttunni gegn marxistastjórn- inni í Angóla. Jafnframt stefnir taka borgarinnar vopnahléssam- komulagi Suður-Afríku og Angóla í hættu. Jose Eduardo dos Santos, forseti Angóla, hefur sagt að styðji Suður-Afríka áfram UNITA verði að líta svo á að samkomulag- ið sé úr gildi. Færeyskur togari tekinn við Grænland Kaupmannahöfn. 29. marz. Frá Nils Jörgen Bruun fréttaritara Mbl. SKIPSTJÓRI færeyska togarans Fame TN 489 frá Þórshöfn hefur verið dæmdur til að borga 30 þús- und danskar krónur í sekt fyrir meintar ólöglegar veiðar í græn- lenzkri landhelgi. Togarinn reyndist ekki hafa heimildir til veiða við Græn- landsstrendur auk þess sem skip- stjórinn reyndist ekki hafa fært rétt sjóferðabók skipsins. Togar- inn hefur áður verið staðinn að ólöglegum veiðum við Grænland. 38 námamenn handteknir London, 29. marz. AF. LÖGREGLAN handtók 38 verkfalls- menn í dag við kolanámur, sem enn eru starfræktar þrátt fyrir verkfall námanna, sem staðið hefur í 18 daga. Vegna verkfallsins hefur orðið að loka þremur fjórðu allra kola- náma á Bretlandseyjum. Hins vegar er farið að draga úr aðgerðum verkfallsmanna við námur, þar sem starfsmenn hafa neitað að taka þátt í verkfallinu, sem efnt var til í mótmælaskyni við áform um lokun 20 náma. Herskáir verkfallsmenn beina nú spjótum sínum að orkuverum í þeirri von að stöðva kolaflutninga þangað. Orkuverin eru hins vegar sögð eiga miklar kolabirgðir og aðgerðirnar hefðu því engin áhrif á raforkuframleiðslu fyrst. um sinn. Reyndu verkfallsmenn að hindra aðflutning til 20 raforku- vera af 95. Voru 25 verkfallsmenn teknir fastir við orkuverin í morg- un. Noregskonungur í Spánarheimsókn Madrid, 29. marz. Al*. Ólafur Noregskonungur kom í dag í þriggja daga opinbera heimsókn til Spánar, til að endurgjalda heimsókn Spánarkonungs til Noregs í aprfi 1982. Noregskonungur hefur tvisvar orðið að fresta Spánarheimsókn- inni af heilsufarsástæðum. í fylgd með honum er Svenn Stray utan- ríkisráðherra. Gríska öryggislögreglan reynir nú að hindra dreifingu á Ijósmyndum og sjónvarpsmyndböndum, sem sýna norska njósnarann Arne Treholt sem vin háttsettra grískra stjórnmálamanna. Fyrri vinátta við Treholt er nú talin koma sér illa í Grikklandi. Samt er það ekki lengra síðan en 15. nóvember í fyrra, að Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, tók á móti Treholt með virktum á Hotel Grande Bretagne í Aþenu. Var þessi mynd tekin við það tækifæri. Grikkland: Myndir af Treholt og grískum ráðamönnum gerðar upptækar Vinfengi við hann kemur sér nú illa í Grikklandi GRÍSKA öryggislögreglan hefur hafið tilraunir til þess að koma í veg fyrir, að erlendir fjölmiðlar komist yfir Ijósmyndir og kvik- myndir, er sýna norska njósnarann Arne Treholt í hópi kunnra, grískra stjórnmálamanna. Sú stað- reynd, að lögreglan í Grikklandi hefur fengið fyrirmæli um að þurrka Treholt út af blöðum sög- unnar á þennan hátt, bendir til þess, að grísk stjórnvöld líti svo á, að það eigi eftir að koma sér mjög illa fyrir suma kunna stjórnmála- menn í Aþenu að hafa átt Treholt að vin. Víða um heim hafa blöð og sjónvarp leitað ákaft að mynda- efni, sem tekið var í nóvember í fyrra, er Treholt var heiðurs- gestur við móttökuathöfn í Aþenu. Margir útlendingar voru þá hylltir þar fyrir aðstoð, sem þeir veittu grísku stjórnarand- stöðunni á tímum herstjórnar- innar í landinu. Um þetta leyti var Treholt hvað afkastamestur í njósnum sínum fyrir sovézku leynilögregluna, KGB, svo og fyrir leyniþjónustu íraks. Aðeins einum mánuði áður hafði náðst ljósmynd af Treholt á Hilton- hótelinu í Aþenu, þar sem hann var á leynifundi með öðrum út- sendara. Þá hafði hins vegar ekki enn verið flett ofan af hon- um sem njósnara. Grískir sjónvarpsmenn og ljósmyndarar voru viðstaddir áðurgreinda móttökuathöfn, þar sem gríska stjórnin tók á móti andstæðingum herstjórnarinn- ar. Nú þykir þessi athöfn koma sér mjög illa fyrir grísku stjórn- ina. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC fékk það staðfest fyrir skömmu, að gríska sjónvarpið á í fórum sínum myndbandsupptök- ur af athöfninni og þar má m.a. sjá Andreas Papandreou, and- stæðing herstjórnarinnar og nú- verandi forsætisráðherra Grikklands, faðma Treholt að sér. Þessar filmur liggja hins veg- ar ekki á lausu, þar sem gríska stjórnin hefur bannað útlán á þeim, eftir að flett var ofan af Treholt sem njósnara. Þá hefur það einnig spurzt, að gríska lög- reglan hafi leitað uppi blaða- ljósmyndara, sem voru viðstadd- ir fund Treholts og grísku ráð- herranna, í því skyni að ná myndunum eða að koma í veg fyrir, að þær berist til fjölmiðla. Engu að síður tókst ABC-News að verða á undan og koma mörg- um af þessum ljósmyndum út úr Grikklandi. Morgunblaðið hafði samband við Sigurð A. Magnússon rithöf- und, sem var einn af 150 gestum hvaðanæva úr heiminum við at- höfnina í Hotel Grande Bret- agne í Aþenu 15. nóv. sl. Sigurð- ur kvað Papandreou hafa heilsað öllum gestunum með handa- bandi, svo að í sjálfu sér hafi ekkert óeðlilegt verið við það, að hann skyldi heilsa Treholt. Um nánari kynni þeirra sagðist Sig- urður enga hugmynd hafa. Sigurður kvaðst hafa hitt Tre- holt einu sinni stuttlega í þessari veizlu. Fannst honum Treholt vera fámáll og hlédrægur og hafa mjög lítil samskipti við hina Norðurlandabúana í veizl- unni, en í þeirra hópi voru auk Sigurðar danska skáldið Halv- dan Rasmussen og sænski gagn- rýnandinn Bengt Holmquist. Opinberir gestir grísku stjórn- arinnar við þetta tækifæri voru leiðtogar Grikklandshreyfinga víða um heim og voru þeir allir sæmdir heiðursskjölum fyrir baráttuna gegn herforingja- stjórninni á sínum tíma. Á með- al þeirra, sem heiðraðir voru, voru bandaríski hagfræðipró- fessorinn John Kenneth Gal- braith og tveir þingmenn brezka íhaldsflokksins. Villtur fíll liggur hér fangaður á jörðinni, eftir að skotið hafði verið sprautu með deyfilyfi í hann. Tilgangurinn var að bjarga honum burt af lítilli eyju, sem myndazt hafði á tilbúnu vatni fyrir 400 megavatta rafmagnsvirkjun í Kenýa í Afríku. Átta fílum var bjargað með þcssum hætti, en hætta var á, að öll dýrin færust ef eyjan hyrfi undir vatn. Þorskveiðar ganga illa við Grænland Kaupmannahofn, 28. marz. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Mbl. Þorskveiðar ganga fremur illa við vesturströnd Grænlands, og virðist þorskinn vanta þar á stóru svæði. Einn togari konunglegu dönsku Grænlandsverzlunarinnar hefur verið við veiðar við vesturströnd- ina og eftir að hafa togað í tvo sólarhringa var aflinn aðeins fimm smálestir af þorski. Togarinn togaði á svæðinu frá Banan-banka í norðri til Frede- riksháb-banka í suðri, og var hvergi bein að finna, að sögn manna sem fylgjast með veiðun- um. Hins vegar ganga rækjuveiðar vel á þessum slóðum. Fjórir togar- ar eru þar við veiðar og lönduðu þeir í vikunni milli 48 og 97 lestum hver. Jafnframt hafa borizt fregnir af góðum þorskafla tveggja togara í einkaeign, sem eru á veiðum við suðurodda Grænlands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.