Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 íslandssiglingar Rainbow Navigation Inc.: Hyggjast flytja bæði fyrir Bandaríkjaher og einkaaðila BANDARÍSKA skipafélagið Rain- bow Navigation Inc., sem hefur í hyggju að yfirtaka flutninga á veg- um Bandaríkjahers til herstöðv- arinnar á Keflavíkurflugvelli, stendur nú í samningaviðræðum við bandarísku sjóferðastofnunina, Federal Maritime Administration. Hún er eigandi þriggja 2.200 tonna gámaflutningaskipa síðan fyrri eig- andi þeirra varð gjaldþrota. Tvö þeirra hyggst Rainbow Navigation nota til Islandssiglinganna. Bandaríska skipafélagið getur nánast fyrirhafnarlaust tekið þessa flutninga að sér, því skv. bandarískum lögum ber að flytja allan hervarning með bandarísk- um skipum sé þess nokkur kost- ur. Aðeins tvö lönd í heiminum, ísland og Bermuda, eru nú með þessa flutninga í eigin höndum því bandarísk skipafélög hafa ekki talið þá arðvænlega. Skipa- félagið Moore-McCormick ann- aðist þessa flutninga hingað til lands lengi vel en hætti því 1967 af einmitt þeirri ástæðu, það var ekki talið borga sig. Síðan hafa íslensk skipafélög, Eimskip og Hafskip, séð um flutninga fyrir Bandaríkjaher til íslands. Þeir flutningar hafa að verulegu leyti verið grundvöllur þess að hægt sé að halda uppi vikulegum ferð- um milli landanna, að sögn for- ráðamanna skipafélaganna. Þeir hafa lýst þungum áhyggjum sín- um vegna áforma Rainbow Navi- gation Inc. „Þetta er raunveruleg ógnun við siglingar íslenskra skipa milli íslands og Bandaríkjanna," sagði Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskips, í samtali við blaðamann Mbl. um þetta mál í gærkvöldi. „Sem stendur eru 5—6 íslensk skip í siglingum milli landanna, sigla utan með sjávarafurðir á Bandaríkja- markað og heim að verulegu leyti með varning fyrir varnar- liðið. Það er ýkjulaust að segja, að verði af þessum áformum Rainbow Navigation myndu 2 eða 3 af þessum skipum falla út og verða algjörlega verkefna- laus. Fjárhagslegum grundvelli yrði kippt undan þessum sigling- um íslensku skipafélaganna á milli íslands og Bandaríkjanna." Gámaflutningaskipin tvö, sem Rainbow Navigation Inc. hyggst leigja af Federal Maritime Administration, liggja við festar í Green Cove Springs í Florida. Þau hafa verið eign bandarísku sjóferðastofnunarinnar í rúmt ár, eða síðan stofnunin leysti til sín þrjú slík skip, er bandarísk stjórnvöld höfðu veitt lán til byggingar á. Þá var upphaflegur eigandi skipanna, félagið Ameri- can Atlantic Shipping Inc., farið á hausinn. Talsmaður Federal Maritime Administration, Clyde Ball, sagði i samtali við blaðamann Mbl. í gær að leigutilboði Rain- bow Navigation Inc. í skipin til tveggja ára hefði verið tekið en viðræður stæðu enn yfir um nán- ari útfærslu á samningnum. Hann hefði ekki verið undirrit- aður enn og ekkert væri frá- gengið um annað en sjálfa leig- una á tveimur skipanna, Ama- zonia og Antillia. „Mér er kunn- ugt um að þeir hafa í hyggju að hefja siglingar milli Bandaríkj- anna og fslands og annast flutn- inga fyrir herinn og einkaaðila," sagði Ball. Rainbow Navigation Inc. er nýstofnað dótturfyrirtæki ann- ars bandarísks skipafélags, Housing Transport Internation- al í New Jersey. Einnig er stór hluthafi í Rainbow skipafélagið Trans American Shipping. Hörð- ur Sigurgestsson, forstjóri Eim- skips, sagði ekkert vera því til fyrirstöðu að hægt væri að anna flutningunum til hersins hér með tveimur 2.200 tonna skipum, sem bæru um 100 gáma hvort, en hann taldi hæpið að hægt væri að halda áætlun með tveimur skipum af þeirri stærð, ekki síst að vetrarlagi. íslensku skipin, sem annast þessa flutninga nú eru 3.000 og 4.000 tonn. Hvert þeirra ber 200—250 gáma í ferð. Flutn- ingarnir fyrir bandaríska herinn hafa verið og eru íslensku skipa- félögunum afar mikilvægir enda er herinn einn stærsti viðskipta- vinur þeirra. Um og yfir helm- ingur tekna íslensku skipa- félaganna af siglingum milli fs- lands og Bandaríkjanna er feng- inn af þessum flutningum. Björgólfur Guðmundsson, for- stjóri Hafskips hf., sagði í sam- tali við blaðamann Mbl. í gær, að allar líkur væru á að bandaríski herinn ætlaði Rainbow Navigat- ion að taka við þessum flutning- um. „Flutningarnir fyrir herinn hafa tryggt hagkvæmni og ör- yggi í að koma okkar vörum á markað erlendis," sagði Björg- ólfur. „Ef af þessu verður hlýst af umtalsvert tekjutap auk þess sem þetta myndi veikja íslensku skipafélögin rekstrarlega. Við höfum annast samgöngur á milli landanna sjálfir í hartnær tvo áratugi, enginn hefur viljað gera það fyrir okkur, enda skiptir það okkur miklu máli sem sjálfstæða þjóð að hafa þessa hluti i okkar eigin höndum. Ég lít á þetta sem mjög alvarlegt mál, þetta ætti að vera stór þáttur í eðlilegum sam- skiptum þjóðanna, rétt eins og flugið, og mín skoðun er sú að við megum aldrei sleppa hendi af samgöngum milli fslands og annarra landa. Útlendingar geta, eins og dæmin sanna, ákveðið á einum degi að hætta siglingum til íslands vegna þess að þeir borgi sig ekki, þannig að þetta myndi veikja allar okkar samgöngur vestur um haf.“ Andlitsmynd eftir Gerdu Schmidt Panknin. Myndir frá íslandi og Grænlandi SÝNING á málverkum þýska lista- mannsins Gerdu Schmidt Panknin, sem haldin verður á vegum félagsins Germaníu, verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins á morgun, laug- ardaginn 31. mars, kl. 14:00. Gerda Schmidt Panknin málaði myndirnar á ferðum sínum um ís- land og Grænland á árunum 1980 og 1981. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14:00 til 19:00 til 15. apríl. Fjalakötturinn: Stofnfundur samtaka um varðveislu hússins Skálholtsskóli efnir til tónlistarkvölds Norræna húsið: Lögreglan í Kópavogi: Herferð um helgina Lögreglan í Kópavogi hefur beðið Morgunblaðið að koma því á fram- færi, að hún hyggist um helgina vera sérstaklega á varðbergi gagnvart óskoðuðum bifreiðum og ölvuðum ökumönnum, jafnt dag sem nótt. Fimmtán ökumenn voru teknir af Kópavogslögreglunni um síð- ustu helgi grunaðir um ölvun við akstur og hafa aldrei verið fleiri. Iðnaðar- bankaránið óupplýst RÁNIÐ í Iðnaðarbankanum 10. febrúar sl. er enn óupplýst. Rann- sókn þess er haldið áfram hjá Rann- sóknarlögreglu ríksins, að sögn I»ór- is Oddssonar, vararannsóknar- lögreglustjóra. Fátt eða ekkert þykir nú benda til þess að þar hafi verið að verki sami maður og nú er meðal ákærðu vegna ránsins við Lands- bankann við Laugaveg 77 viku síð- ar. Þegar krafist var áframhald- andi gæsluvarðhalds yfir honum fyrir Sakadómi Reykjavíkur í gær var Iðnaðarbankaránsins hvergi getið né heidur í ákæruskjalinu vegna ránsins við Landsbankann. Rangt nafn í GREIN um íslandsmeistaramót- ið í vaxtarrækt í Morgunblaðinu í fyrradag birtust fjórar myndir, m.a. mynd af Sigurði Gestssyni, sem sigraði í sínum þyngdar- flokki. Sigurður var þar sagður heita Gísli Rafnsson. Hlutaðeig- endur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Lýðháskólinn í Skálholti efnir til tónlistarkvöids í Norræna húsinu, föstudaginn 30. mars kl. 20.30. Meðal þeirra sem fram koma á dagskránni, sem nemendur og kenn- arar skólans sjá um, eru: Motettu- kórinn, Dajassdúett úr FÍH, Anna Norman mun leika á píanó, þeir vísnavinir Gísli Helgason og Ingi Gunnar Jóhannsson syngja, einnig Oddur Albertsson og Martin Ring- man. Dagskráin er í norrænum anda og verkin, sem flutt verða, á flestum Norðurlandamálum. Gefst gestum auk þess færi á að kynnast starfsemi Skálholtsskóla. Tilefni kvölds þessa er að nem- endur skólans eru á förum til Fær- eyja, en í vetur hefur skólinn tekið á móti fjölda gesta, sem kynnt hafa Færeyjar, auk þess sem nemendur hafa stundað nám í færeysku. Er þetta fyrsta utanlandsferð skólans. STOFNFUNDUR samtaka um varð- veislu hússins Aðalstræti 8, Fjalakatt- arins, verður haldinn á Hótel Borg nk. sunnudag kl. 16.00. _ Að stofnfundinum stendur sá hópur manna, sem nýlega sendu menntamálaráðuneytinu og borgar- yfirvöldum áskorun um að tryggja varðveislu Fjalakattarins. 1 áskor- uninni lýsti hópurinn sig reiðubúinn til að beita sér fyrir stofnun sam- taka um friðun hússins og var í framhaldi af því sett á laggirnar nefnd til að annast undirbúning fyrir stofnun slíkra samtaka. Mun nefndin gera grein fyrir störfum sínum á fundinum á Hótel Borg og þeim hugmyndum, sem komið hafa upp varðandi tilhögun og fjáröflun við friðunina. Þá verður borin fram tillaga um stofnun samtakanna og nafn þeirra. Fundarstjóri verður Ólafur B. Thors. Starfshópurinn sem vann að vali á nýrri þyrlutegund fyrir gæzluna, hefur komist að niðurstöðu og lagt til að keyptar verði franskar Dolphin-þyrlur. Þær þykja mjög hagkvæmar og búnar beztu eigin- leikum þyrla af svipaðri stærð. Við erum tveir þyrluflugmenn í val- nefndinni og við þekkjum að sjálf- sögðu bezt þá tegund, sem við höfð- um mesta reynzlu af og töldum hana í upphafi beztu vélina, en við vandlega skoðun höfum við komist að annarri niðurstöðu'og er það samhljóða flugvélaverkfræðingi og öðrum nefndarmönnum. Ég tel að aldrei hafi verið eins vel staðið að vali tækis í fluggæzluna og í þessu tilviki með mikilli vinnu, skoðun, reynzluflugi og sérfræðikönnun í alla staði. Við Landhelgisgæzlu- menn teljum skipta öllu máli að hefja nú þegar aftur rekstur þyrlu í stað TF-RANAR, hugsanlega með leiguvél ef töf verður á kaupum, en umfram allt er það mitt mat að við verðum að byggja þennan rekstur upp sjálfir af öryggi og skynsemi í þágu þjóðarinnar." u „Mikilvægt að hefja nú feegar rekstur þyrlu í stað TF-RÁNAR — segir Páll Halldórsson flugstjóri, en valnefnd mælti með tegundinni Dolphin „VIÐ erum ákveðnir í að gefast ekki upp þrátt fyrir áfallið að missa TF- RÁN, en það er ákaflega mikilvægt að þyrluflugið stöðvist ekki lengi, bæði með tilliti til þjálfunar manna og allra hluta vegna í starfi Landhelgisgæzl- unnar, því eftir því sem mánuðirnir líða saxast á öryggið," sagði Páll Hall- dórsson, flugstjóri hjá Landhelgis- gæzlunni í samtali við blm. Mbl. en hann á jafnframt sæti í starfshóp Land- helgisgæzlunnar, sem hefur kannað hvaða þyrlu væri æskilegt aö kaupa fyrir gæzluna, en niðurstaða nefndar- innar er að kanna kaup á þvrlu af franskri gerð, Dolphin. í starfshópi gæzlunnar eiga sæti: Páll Halldórsson flugstjóri, Þorsteinn Þorsteinsson flugvélaverkfræðingur, Sigurður Stein- ar Ketilsson stýrimaður og l*órður Ingi Guðmundsson hjá Hagsýslustofnun. „Þyrlurekstur Landhelgisgæzl- unnar varðar allt starf björgunar- og öryggismála á landinu og á stór- an þátt í landhelgisgæzlu," sagði Páll. „Það er í rauninni ekki stór þáttur ríkisins í þessum málum á landinu, en ég held aö flestir séu sammála um að hjá honum verði ekki komist í ákveðnum atriðum og að undanförnu hefur rignt yfir okkur fyrirspurnum frá öllum landshlutum, þar sem spurt er um gang mála varðandi þyrlukaupin, en þessar fyrirspurnir eru m.a. tengdar öryggismálum sjómanna, þar sem þyrlurekstur gæzlunnar hefur bjargað mörgum mannslífum og verið til mikillar hjálpar. Þyrlu- deild Landhelgisgæzlunnar og björgunarsveitin á Keflavíkur- flugvelli hafa byggt hvor aðra upp á margan hátt og það hefur komið fram í samtölum við bandarísku flugmennina. Þeir hafa oft ekki nema eina vél til taks og það hefur komið fyrir að þeir hafa ekki haft vél þegar það h^xur skipt máli, nú síðnsX fyrir nokkrum dögum. Það hefur einnig komið sér vel í okkar þyrluútgerð hve við erum vel kunn- ugir staðháttum og má nefna Breiðafjarðarslysið þar sem TF- RÁN bjargaði þremur mönnum í slæmu veðri og skyggni, en þá komst þyrla gæzlunnar fyrst á vettvang vegna kunnugleika flug- manna og betri tækjabúnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.