Morgunblaðið - 30.03.1984, Síða 36

Morgunblaðið - 30.03.1984, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 í messunni á sunnudeginum var hópur meó leikræna boómiólun, sem átti að tákna mótun mannsins. Er hópurinn fremst á myndinni að tjá þá upplifun sína. Á kvöldin var gott að fá heitt kakó til þess að ylja sér. „Heimsins bezta kakó“ var búið til í Ölver og gæddi liðið sér á því ótæpilega. — eftir Pétur Þorsteinsson Borgarfirði, 26. marz. EINA helgi í ofanverðum marz dvöldu æskulýðsfélög af Reykjavfkursvæðinu í sumarbúðunum Ölver undir Hafnarfjalli í Borgarfirði. Voru saman komnir krakkar úr „Vinum“ í Bústaðasókn, „Sela“ úr Seljasókn, „Æskó Neskó“ í Nessókn og „Guðfinnu“ í Kirkjuhvolskalli í Rangárvallasýslu, alls um 50 manns með leiðtogum og fylgikvistum. Markmiðið með æskulýðsmótinu var, að mótsgestir gætu í sameiningu upplifað það, hvað yfirskrift síðasta Æsku- lýðsdags „Líf í trú“ merkti fyrir þeim. Að þau í sameiningu gætu velt þessu viðfangi fyrir sér eina helgi eins og það kæmi þeim fyrir sjónir, og sýndu á áþreifanlegan hátt, að viðfangið væri ekki bara einhver hugsjón, sem ekkert ætti skylt við raunveruleikann. Tvær glaðar í Guði og kátar í Kristi, þær Margrét Sigmundsdóttir og Sólveig Franklínsdóttir úr „Vinum", æskulýðsfélaginu í Bústaðakirkju. Fæst þessara krakka höfðu ver- ið á æskulýðsmóti áður, og höfðu þess vegna litla reynslu í samfé- lagseflingu, sem mót af þessu tagi gefa mönnum. Flest þeirra áttu að fermast í vor. Nokkur höfðu fermst í fyrra eða árið þar áður. Voru þau á þeim aldri, sem venju- lega er talinn vera „unglinga- vandamálaaldurinn" og þess vegna illviðráðanleg með alls kon- ar vandamál á herðunum, hortug og kjaftforug, lið, sem lítið þýðir að púkka upp á. A.m.k. voru þessir krakkar ekki í þeim hópi, ef þeir finnast þá al- mennt og yfirleitt nokkurs staðar. Elskusemi og kærleikur ríkti á meðal þeirra, þannig að í hvívetna reyndust þau vera hvert öðru sá gleðigjafi, sem til þarf, svo mót sem þetta heppnist. Vangaveltur um Guð og mig Hvað er svo gert á móti sem þessu? í fyrstu á föstudagskvöld- inu voru söngvar kenndir. Söngur skipar mikinn sess á mótunum. Sungnir voru léttir söngvar, sem vinsælastir eru í hverju félagi fyrir sig, eins konar 10 á toppnum. Fóru krakkarnir með þessa söngva heim í sitt félag og geta þannig kennt nýja söngva, sem þau hafa ekki átt kost á að læra fyrr. Ekki var farið snemma í rúmið aðfaranótt laugardagsins, því fólk hefur margt annað þarfara að gera en að sofa. Það er tímasóun og hafa menn nægan tíma til að sofa á elliheimilinu, þegar þar að kemur. Á laugardag fyrir hádegi var Biblíulestur, þar sem viðfangið var „Litla Biblían" úr Jóhannesar- guðspjalli. Þar sem segir frá því til hvers þessi Jesú var að heim- sækja okkur mennina. Hvað það merki „að hafa eilíft líf“ og að „glatast"? Voru þau sammála um það í umræðuhópunum, að eilíft líf væri líf með Guði strax hér á jörðinni, þar sem menn lifðu með Guði í samfélagi við hann og í þjónustu við náungann. Hefur eilífa lífið verið stundum tengt við hin fjögur bé. Biblían, þar sem menn lesa boðskap Guðs til okkar og hvað hann vill með líf okkar, bænin, þar sem menn tala við Guð, bræðrasamfélagið, þar sem þeir, sem trúa á Guð hittast, og fjórða bé-ið brauðsbrotningin, þar sem menn mæta Guði með sérstökum hætti. Þegar menn lifa með þessa 4 hyrningasteina í sínu lífi og afleiðing þess er þjónusta við náungann, þá hljóti menn ei- líft líf. Svona væri þetta einfalt og þessu trúa kristnir menn. Að glatast er því líka augljóst af framansögðu. Þeir, sem lifa ekki í samfélagi við Guð og villast burt frá honum, eru týndir. Er það kallað að vera glataður. Mynduð- ust ágætar umræður um viðfang- ið, hvernig krakkarnir upplifi þetta í sínu daglega lífi. Diskótek Drottins í 150. sálmi Davíðs í Biblíunni í 4. versi er Guðslýður hvattur til að lofa Guð með trommum og gleði- dansi. Mönnum finnst efalaust vera orðið of mikið af því góða, ef taka á upp dans i kirkjum lands- ins. E.t.v. má rekja það sjónarmið til þess, að margir koma ekki í kirkju nema við jarðarfarir og upplifun þeirra af kirkjunni er því ein eilíf jarðarför. Ef krakkarnir hefðu dvalið í Reykjavík, hefði lítið beðið annað en skemmtistaðirnir „Bezt“ og „D-14“, auk félagsmiðstöðva. Til að tengja „líf í trú“ daglega lífinu og skilja þar ekki á milli, þá var á laugardagskvöldinu eins konar diskótek, þar sem diskað var eftir söngvum, sem tjá upplifun manna á hinum fjórum béum, sköpun Guðs, gleðinni í bræðrasamfélag- inu, o.s.frv. Oft tekið orðrétt úr Biblíunni eða við létta söngva. Gátu krakkarnir fengið útrás fyrir sína venjubundnu dansgleði með því að lofa Drottin í dansi, söng og látbragði, þannig að undir lokin lak svitinn af þeim sem mest höfðu gengið fram. í messunni á sunnudeginum var einn liður, þar sem dansar voru sýndir af dans- hópi við söng og gítarundirleik. Mótinu lauk með messu á sunnudeginum, þar sem allir messuðu. Ekki aðeins einn sóknar- prestur, heldur allir, vegna þess, að þeir, sem eru skírðir, eru prest- ar, samkvæmt því sem Lúther lagði sérstaka áherzlu á. Var mótsgestum skipt upp í hópa, þar sem allir undirbjuggu messuna. Einn hópurinn sá um leikræna boðmiðlun á Guðspjall- inu, annar sá um að velja ritning- arstaði, þriðji valdi söngva, einn samdi bænir, sem lesnar voru í messunni, skreytingarhópurinn sá um að útbúa altari, einn málaði altaristöfluna, danshópurinn sýndi dansa o.s.frv. Þannig voru allir þátttakendur og því var þetta messan þeirra, allir virkir. En lát- um fregnritara Mbl. hætta og fregnumst aðeins um, hvernig mótsgestir sjálfir upplifðu mótið. Maöur hugsar meira um Krist eftir svona mót Margrét Sigmundsdóttir og Sól- veig Franklínsdóttir komu úr æskulýðsfélaginu í Bústaðakirkju, „Vinum“. Voru þær fyrst spurðar við hverju þær hefðu búist, þegar þær komu á mótið. Þetta var allt öðruvísi en við bjuggumst við. Við vissum að það yrði skemmtilegt, en ekki svona skemmtilegt. — Hvað er svona skemmtilegt? Sérstaklega a syngja, kvöldvök- urnar voru svo hressar, og það var _ Glæsileg afreka- skrá Hljóm- plotur Sigurður Sverrisson Joan Armatrading Track Record A&M/Steinar hf. Joan Armatrading er íslend- ingum býsna lftið kunn þrátt fyrir að hún hafi verið í eldlín- unni frá því 1975. Hún hefur sent frá sér breiðskífu ár hvert og mörg laga hennar hafa náð umtalsverðum vinsældum. Samt finnst manni alltaf einhvern veginn eins og hún hljóti aldrei það lof, sem hún á skilið því vissulega er hún ein skemmtileg- asta söngkonan í poppinu um þessar mundir. Skömmu fyrir jól kom á mark- að safnplatan Track Record og hefur hún að geyma öll bestu lög Armatrading á ferli hennar. Þótt heildaryfirbragð plötunnar, sem hefur að geyma 13 lög, sé fremur rólegt er söngur Arma- trading slíkur að ekki er hægt annað en að hrífast með. Bestu lög þessarar plötu finnst mér vera þau, þar sem slegið er hressilega í og hraðinn keyrður upp. Drop the Pilot er nýjasta „hit“-lag Armatrading og að mínu mati eitt fjögurra bestu laganna á plötunni. Önnur, sem skara fram úr, eru Call Me Nam- es, Me, Myself, I og Show Some Emotion. Annars er platan ákaf- lega heilsteypt og hvert lagið öðru betra. Söngrödd Armatrading er blæbrigðarík og raddsviðið mik- ið. Fer hún létt með að túlka lög sín, hvort heldur er í háum tón- um eða lágum. Þetta segir ekki svo Iftið um hæfileika hennar því lögin eru ótrúlega fjölbreytt og krefjast þess að sá er syngur hafi afburða vald á röddinni. Fyrir aðdáendur Armatrading eru ummæli af þessu tagi ekkert nýnæmi. Fyrir þá, sem ekki þekkja til hennar, kann þetta að hljóma ósannfærandi. Þá er bara að næla sér í plötuna og dæma sjálfur. Hafi menn á ann- að borð gaman af léttum ballöð- um og léttu poppi er Track Rec- ord plata, sem stendur upp úr á þeim vettvangi. Athyglis- vert báru- járnsrokk Queensryche. Queen of the Reich. EMI — America/ Fálkinn. Ekki vissi ég að í Bandaríkj- unum leyndust bárujárnssveitir á borð við Queensrýche, en viti menn, þetta er til. Queensryche er flokkur fimm manna. Geoff Tate syngur og gerir það lipurlega, Chris Degrano og Michael Wilton leika á gítara, Eddie Jackson á bassa og Scott Rockenfield á trommur. Tónlistin hjá þeim fimm- menningum er þungt rokk, oft á tíðum mjög í ætt við Iron Maid- en. Sérstaklega er það söngur Tate sem minnir mjög á Bruce Dickinson, en gítarleikurinn svo og rythmauppbyggingin hjálpa líka til við að gera samlíkinguna enn sterkari en ella. Vissulega er Iron Maiden mun betri sveit en þessi, en platan sem hér um ræð- ir er aðeins fjögurra laga og að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.