Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 Furður á flatlendi Gráa húsið á fjönikambinum óbreytt á sínum stað. — eftir Níels Hermannsson Panorama mesdag Hollenska borgin Den Haag er lesendum e.t.v. efst í huga sem að- setur alþjóðadómstólsins. Hitt er færrum kunnugt að þar hefur varðveist Panorama í sinni upp- runalegu myund. Panorama var fyrsti sjónræni fjölmiðillinn og í því efni undanfari ljósmynda og kvikmynda, risastórt málverk en umfram allt dýrðleg sjónhverfing, undraland sem að enn hefur ekki fyllilega tekist að endurgera á hinu tvíræða hvíta tjaldi kvik- myndanna. Til hvers panorama? Hversu hugvitsamlega sem að dráttlistarmenn leituðust við að túlka og endurgera hið þrívíða umhverfi á myndfleti sínum, hvort sem það var hellisveggur, strigapjatla, sviðsmynd eða kirkjuhvelfing, tókst þeim aldrei að skapa hið algera umhverfi. Áhorfandinn stóð ævinlega föst- um fótum í sinum eigin ytri raunveruleika og horfði á verkið rammað af í tré, af leiktjaldi eða veggjum. Þar til að írski málarinn Robert Barker datt niður á eins konar lausn og fékk á henni einkaleyfi í London 1787. Uppfinningu sína kallaði hann „La nature a coup d’oeil". Lausnin felst í því að baða 360° myndflöt í birtu frá ósýni- legum ljósgjafa á loftinu. Orðið panorama, sem er gríska og mætti e.t.v. þýða sem óskerta útsýn, þótti henta prýðilega fyrir þá ramma- lausu sýn sem tekist hafði að skapa. Grundvallaratriði panorama Áhorfandinn skyldi skynja myndina sem raunverulegt um- hverfi. í þessu skyni er hann leiddur inn í miðju myndarinnar sem umlykur hann ófæran um að skotra augunum til gólfs, lofts eða veggja til að sannfæra sjálfan sig um takmörk myndarinnar. Segja má að í stað þess að ramma mynd- ina inn sé öíl viðmiðun við raun- veruleikann römmuð út. En hverning? Gesturinn gengur gegnum dimman gang þar sem augun verða að venjast rökkrinu og dagsbirtan úti fyrir „gleymist". Síðan liggur leiðin upp hringstiga þar sem hann tapar áttum og skyndilega stendur hann á útsýn- ispalli, deplandi augunum við upp- ljómuðu risamálverki sem umlyk- ur hann á alla vegu. Hann getur ekki „litið undan”, þar er ekkert horn eða veggur, aðeins víðátta „útsýnisins". Ekki fær hann hvarflað augunum til gólfs því ytri mörk „sjónarhólsins" varna honum að sjá að veggflöturinn mætir gólfi. Líti hann til lofts þjónar risasólhlíf sama hlutverki auk þess að fela ljósgjafann. Hvert sem hann lítur blasa við hlutir heildarmyndarinnar, pall- urinn, sjónarhóllinn, sólhlífin og sjálft „útsýnið", sem verður við þetta furðulega raunverulegt. Nútíma hljómtækni hefur svo gætt sjónhverfinguna í Den Haag fuglagargi og öldunið. Það liggur við að áhorfandinn finni lyktina af þara og seltu, það eina sem á vant- ar. Panorama Mesdag Panorama Mesdag við Zeestraat 65b í Den Haag er með albest varðveittu panórmömum og hið eina uppistandandi í Hollandi. Til- urð þess og varðveisla ber höfund- inum vitni sem dugmiklum mál- ara og athafnamanni sem lagði al- úð og alvöru í starf sitt. Hafið og sjávarsíðan voru uppáhaldsvið- fangsefni hans og í anddyri panor- amans getur að líta mörg verka hans. Sögusýning í hliðarsal leiðir áhorfandann skref fyrir skref andsælis, aftur í horfna tíð pan- orama-fyrirbærisins. En að setja upp panorama var meiriháttar fyrirtæki. Félagið sem að þessu verki stóð var stofn- að í Brússel 20 apríl 1880. 1. maí undirritaði Mesdag samning um að mála 1665 fermetra mynd af Schevening en eins og þorpið leit út frá „Seinpost Duin“, sandöldu sem var uppáhaldssjónarhóll hans en sem átti nú bráðlega að jafna við jörðu. Mesdag fékk til liðs við sig konu sína og fjóra aðra málara og hófst handa. Hið nauðsynlega hringhýsi var byggt í snatri þar sem það stendur í dag. 28. mars 1881 var lokið við að draga mynd- ina á veggtjöldin og næsta dag var byrjað að mála af kappi, a.m.k. 13 — eftir Kristin Jón Guómundsson Það var í desembermánuði sem ég féll fyrir þeirri freistingu að hefja orðaskak við dr. Gunnlaug Þórðarson um hans hjartans mál- efni, áfengi. Þá hafði hann í mán- uði geyst um síður Mbl., gefið læknisfræðilegar umsagnir á báða bóga og nánst bannfært alla þá fugla sem kenna sig við bindindi. Til þess tíma hafði ég ekki vogað að hræra penna, hef enda alls ekki slíkt vit á læknisfræði sem lög- fræðingar. En þá gerðist það, átt- unda desember, að dr. Gunnlaugur lét birta eftir sig grein hér í blaði, sem að vísu var sigrihrósandi, en einnig nokkru ljúfari og lempnari en fyrri stríðsyfirlýsingar höfðu verið. Var hinn löglærði meira að segja f slíkum sáttahug að hann í lokin hálfvegis bauð staðfastasta bindindisfrömuði landsins upp á drykk, „því það gæti alls ekki spillt honum“, voru hans óbrengl- uðu orð. Jafnframt þessum gam- anmálum var doktorinn á kafi f dánarskýrslum eins okkar stærsta fermetra á dag. 4 mánuðum síðan hafði verkinu verið lokið á met- tíma og það opnað almenningi til inngöngu. Við verkið notaði vinnu- hópur vinnupalla sem unnt var að færa til á járnbrautarspor og komu síðar að notum við endur- reisn verksins og varðveislu. Við að draga myndina sem nákvæm- ast á tjöldin virðist Mesdag hafa varpað henni með sterku ljósi því að fyrir ofan hringstigann í miðju verksins getur að líta grunndrög verksins á gagnsæum sívalningi. (Sjá ljósmynd.) Hvað getur þá að líta í Panor- ama Mesdag? Sjónarhóllinn er sem fyrr segir löngu horfin sand- alda í fjörukambinum við þorpið Scheveningen steinsnar fyrir utan Den Haag. Aflíðandi pallurinn sem hylur gólfið er því þakinn hvítum sandi en netadruslur, úr- sér gengin akkeri, spýtnabrak og risatréskór á dreif gæða verkið þrivídd á þaulhugsaðan hatt svo að mörkin milli pallsins og vegg- tjaldanna mást út og úr verður órofin útsýn. Á ströndinni eru fiskimenn, þjómiklar boldangs- konur og krakkagrislingar innan um kubblaga fiskikuggana sem hafa sérkennilegt kjalarkríli sitt á hvorri hlið. Úti fyrir ströndinni eru skip að veiðum. Þrifaleg múrsteinshús við beinar götur mynda þorpið og kirkja stendur milli bæjar og strandar. Líklega hafa þeir Mesdag og félagar laum- að sjálfum sér á lítt áberandi stað á myndfletinum, en á þann hátt „undirrituðu" panoramamálarar gjarnan verk sín og má til gamans benda á samsvörun í kvikmyndun Hitchcocks. Hringhýsin voru ómissandi þáttur verksins, stór og dýr en sum þeirra pærlur í húsagerðarlist. Brautryðjandinn, Barker, byggði hið fyrsta í London við Leichester Square og opnaði á tveimur hæðum árið 1793. Seinna reis þriggja hæða Colosseum í Regents park, opnað almenningi árið 1829. Um og eftir 1870 spruttu hringhýsin upp eins og gorkúlur í helstu borgum. í París einni sam- an voru 13 þegar best lét, þó að ekkert þeirra finnist þar nú. Stærðin varð fljótlega stöðluð svo að unnt var að skiptast á mynd- tjöldum, líkt og kvikmyndum nú- tímans. En kostnaður við bygg- ingarnar gerði Panorama að áhættusömu fyrirtæki sem átti líf sitt undir hylli fjöldans líkt og kvikmyndir nútímans og margir töpuðu sínu jafnvel á velmektar- dögum fyrirtækisins. og mesta skálds til að sanna að það hefði ekki iátist af völdum alkóhólneyslu. Það var svo í kjöl- far þessara athugana sem kenn- ingin margfræga var látin flakka: „áfengi er aflvaki vestrænnar menningar og lista“. Þá snart doktorinn steng í hjarta mínu. Þó ég léti því ómótmælt að læknar dældu áfengi í sjúklinga sína þeim til heilsubótar, var það of mikið af því góða að menn þyrftu að fá sér nokkra gráa áður en þeir skrifuðu sæmilega texta. Þvi fór sem fór, greinahernaður minn hófst með „Aflvaka lögmannsins" sem birt- ist í Mbl. fjórum dögum fyrir jól. Þessi hugleiðing mín virtist setja jóiaskap lögmannsins algjörlega úr skorðum. Á Þorláksmessu fékk ég í sama blaði eina þá svæsnustu jólakveðju sem ég hef móttekið og er þá mikið sagt. Var þar dr. Gunnlaugur Þórðarson á ferð og virtist helst sem himnarnir hefðu hrunið yfir hann, slikur var jó- reykurinn. Titlaði hann mig níð- ing og óþverra en var annars að ávarpa sína fyrri ritféndur mest- an hluta greinarinnar. Hef ég síð- Anddyrið við Zeestraat 65b. Hvers vegna svona vinsælt? Á fyrri hluta 19. aldar var al- menn sjónmennt harla klén og uppfyllti alls ekki vaxandi kröfur um sjónrænar upplýsingar þangað til panoramað leysti þennan vanda að hluta. Þau Jón og Gunna, Pétur og Páll gátu nú í einu vet- fangi horfið á vettvang fjarlægra þjóða, staðið mitt á vígvelli stór- orrustanna eða horfið aftur í ár- daga tímatals okkar og horfst í augu við Krist á krossinum um leið og þau svipuðust um á Gol- gata. Með öðrum orðum, viðfangs- efnin voru í fyrstu heimabyggðin lögð að fótum áhorfandans, siðan fjarlægir staðir nokkurs konar undanfari ferðamannaiðnaðar, þá það sem efst var á baugi, gjarnan stórorrustur. í fyrstu sem áróður, þar sem skrautklædd hreysti- menni í blóma lífsins féllu hetju- lega fyrir föðurlandið en um síðir málaði Svisslendingurinn Le Castre eymd og hrylling styrjalda „Þó ég léti því ómótmælt að læknar dældu áfengi í sjúklinga sína þeim til heilsubótar, var það of mikið af því góða að menn þyrftu að fá sér nokkra gráa áður en þeir skrifuðu sæmilega texta.“ ar séð að aðför mín hefur komið honum í svo opna skjöldu að varn- arvirkin hafi brostið og flóð gam- alla sárinda í garð bindindisstefn- unnar hellst fram. Síðan höfum við dr. Gunnlaugur einir skipst á skothrinum og hefur víst meiningin allan tímann verið sú að ræða áfengismál. En það er alveg rétt hjá doktornum að mestu bleki höfum við eytt í ann- að, sosum hamingjuríka æsku hans sjálfs og meistaragráður bandarísks mikilmennis. Mér hef- ur að vissu leyti fundist þetta ánægjulegur vitnisburður um af flótta franska hersins yfir svissnesku landamærin 1871. Úpp úr 1880 tók biblíuefni að ryðja sér til rúms og Kristur hékk uppi á ekki færri en 15 stöðum. Þrjú þeirra verka eru enn varðveitt. Dregur að leikslokum Hið viðamikla og hreyfingar- lausa svið panoramans laut smám saman í lægra haldi fyrir ljós- myndum í dagblöðum og þó ekki síst kvikmyndum. Með örfáum undantekningum hurfu þau af sjónarsviðinu, úrelt og afrækt morknuðu þau í gleymsku og van- rækslu eftir að hafa sinnt ákveðnu hlutverki. Þó hafa um 20 eintök varðveist nokkurn veginn og þjóna nú sem minnisvarði um liðinn kafla í sögu málaralistar. Eitt þeirra er einmitt Panorama Mes- dag í Den Haag sem þó fór ekki varhluta af þrengingatímunum. Félagið fór sem sagt á hausinn, varð gjaldþrota og verkið var boð- ið upp. En málarinn Mesag var stoltur af verki sínu og hvergi af baki dottinn, heldur safnaði í skyndi hlutafé og keypti fyrirtæk- ið. Slíkt var einsdæmi í panorama- heiminum. Síðan pakkaði hann saman og lagði land undir fót til Múnchen og Amsterdam. Hann hafði þót lítið upp úr krafsinu og hélt fljótlega heim til Den Haag. Þar kom hann á fót litlum félags- skap sem tekist hefur að varðveita verkið enn í dag. Þar við Zeestraat 65b getur að líta þessa fallegu sjónhverfingum jafnvel skemmti- legri fyrir þá sök að á innan við 10 mínútum getur maður komist því sem næst á hinn raunverulega vettvang. Þar er enn kirkjan, fáein hús og jafnvel heilleg götumynd frá dögum Mesdags. NH Níels llermannsson er sjúkraþjálfí og starfar nú í Finnlandi. stöðu vísindalegrar umræðu á landinu í dag. Vísindamaðurinn dr. Gunnlaugur hefir nefnilega af- sannað með öllu að djúpar umræð- ur þurfi að vera á plani sligandi fræðibókardæma. Og raunar virð- ist doktorinn lengi hafa verið svona yfirmáta alþýðlegur í fræði- mennsku sinni. Fyrir skömmu rak t.d. á fjörur mfnar rúmlega þrett- án ára gamalt 1. desember-blað stúdenta, þar sem vinur minn læt- ur gámminn geysa um eina af mörgum sérgreinum sínum, en segir langa raunasögu af sjálfum sér í upphafi, svo tiltekin fræði- grein virðist samofin tilveru hans sjálfs í allri gerð. Láir mér nokkur lengur þó hugur hafi víða reikað í skiptum við dr. Gunnlaug Þórð- arson? En nú væri kannski tímabært að drepa á aflvaka skrifa okkar, elexírinn sjálfan, alkóhól. Því þó áfengiskenning lögmannsins sé mótmælanleg, þó ekki sé meira sagt, hefur hann án vafa sínar málsbætur. Eins og hann útbreiðir sjalfur, stoltur af verðleikum, er hann heimsmaður í húð og hár. „Fagurt galaði fuglinn sá“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.