Morgunblaðið - 30.03.1984, Síða 40

Morgunblaðið - 30.03.1984, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 Rauði kross íslands og sjúkraflutningar Um langt árabil hefur það verið eitt af verkefnum Rauða kross ís- lands að annast sjúkraflutninga í landinu í samvinnu við heilbrigð- isyfirvöld. Það eru senn liðin sex- tíu ár frá því að fyrsti sjúkrabíll- inn sem Rauði krossinn keypti var tekinn í notkun í Reykjavík. Nú eiga deildir RKÍ, sem eru fimmtíu, flesta sjúkrabíla landsins en rekstur þeirra er með ýmsu móti. Svo veigamikill þáttur sem sjúkraflutningarnir eru í starf- semi félags eins og Rauða krossins þarf að sjálfsögðu sífellt endur- skoðunar við. Stjórn Rauða kross íslands samþykkti á fundi sínum 11. des- ember 1981 að skipa nýja sjúkra- flutninganefnd og var henni m.a. ætlað að gera nýjar tillögur um skipulag sjúkraflutninga og menntun sjúkraflutningamanna. í nefndaráliti segir í 1. grein: Heilbrigðis- og félagsmálaráð- herra feli einum aðila (RKÍ) að hafa yfirumsjón með skipulagi og rekstri sjukraflutninga í landinu. önnur grein tillögunnar hljóðar svo: Á aðalskrifstofu RKÍ verði starfsmaður sem eingöngu sinni sjúkraflutningum og verði hann ráðgefandi fyrir deildir varðandi þá I fimmtu og sjöttu grein er fjall- að um menntun sjúkraflutn- ingamanna og þar segir: RKÍ beiti sér fyrir því að starfsheiti sjúkra- flutningamanna verði lögverndað. RKÍ annist menntun sjúkra- flutningamanna í samvinnu við Borgarspítalann samkvæmt nán- ara samkomulagi. Nefndin var einnig beðin um að gera athugasemdir við þingsálykt- unartillögu um framkvæmd og skipulag sjúkraflutninga sem lögð var fram á Alþingi og vísað til allsherjarnefndar þingsins sem leitaði eftir áliti sjúkraflutninga- nefndar RKÍ. í þessari tillögu til þingsályktunar er gert ráð fyrir þeim breytingum á lögum um heil- brigðisþjónustu, að i lögin verði sett skýr ákvæði um framkvæmd og skipulag sjúkraflutninga og ákvæði almannatryggingalaga um greiðslu kostnaðar við sjúkra- flutninga verði endurskoðuð. í greinargerð með tillögunni segir í upphafi: Núgildandi lög gera engan aðila í landinu ábyrgan fyrir sjúkra- flutningum eða skipulagi þeirra. Sjúkrabifreiðir eru ýmist í eigu sveitarfélaga, sýslufélaga eða fé- lagasamtaka. Rauði krossinn á nú stóran hluta sjúkrabifreiða í iand- inu og hefur sýnt lofsvert framtak í þessum málum, en til eru lækn- ishéruð sem eiga enga sjúkrabif- reið. Rekstri þessara bifreiða er hagað með ýmsu móti. Jafnvel eru dæmi þess, að slíkar bifreiðir eru í geymslu ónotaðar þar sem enginn ábyrgur aðili vill sjá um rekstur þeirra. Einkum eru laun öku- manna erfitt vandamál, en víða greiða sveitarfélög þessi laun. Ekkert heildarskipulag er til um framkvæmd sjúkraflutninga nema helst í Reykjavík þar sem slökkviðliðið sér um slíka flutn- inga. Á þessu þarf að verða breyt- ing. Að mati flutningsmanna er eðlilegt að um þetta séu skýr ákvæði í lögum um heilbrigðis- þjónustu þar sem ákveðið sé hver eigi að vera ábyrgur fyrir sjúkra- flutningum. í frumvarpinu til laga um breytingar á lögum nr. 57/1978 um heilbrigðisþjónustu, sem síðar var svo lagt fram á Alþingi, er gert ráð fyrir því að sjúkraflutningar séu hluti af heilbrigðisþjónustu sem landsmenn njóta. Lagt er til að settar verði reglur um framkvæmd og skipulagningu sjúkraflutninga með hliðsjón af hverju umdæmi og sérstöðu þess og að m.a. skuli setja reglur um lágmarksmenntun sjúkraflutn- ingsmanna, réttindi þeirra og skyldur svo og búnað flutnings- tækja. Ákvæði sem þessi skortir algjörlega í gildandi Iög. Enn- fremur eru tekin af öll tvímæli um það að um greiðslur sjúkraflutn- inga eigi að fara skv. almanna- tryggingalögum en í gildandi al- mannatryggingalögum er vísað til heilbrigðisþjónustulaga um greiðslu sjúkraflutninga milli sjúkrahúsa en engin ákvæði er að finna í þeim um þessa hluti enda ekki eðlilegt miðað við það að um aðra sjúkraflutninga er fjallað í almannatryggingalögum. Ljóst má vera af því sem greint er frá í upphafi þessarar greinar að það er vilji Rauða kross Islands að á hverjum tíma sé eins vel að sjúkraflutningum staðið og frek- ast er hægt og hefur verið bent á nokkrar leiðir sem fara má til þess. Eins og fram kemur i tillög- um sjúkraflutninganefndar RKÍ og getið er hér að framan er Rauði kross íslands reiðubúinn til þess að taka að sér enn stærra hlutverk í sambandi við sjúkraflutningana en félagið hefur gegnt til þessa. Á aðalfundi RKÍ sem haldinn var í október 1982 voru sjúkraflutn- ingar mjög á dagskrá og voru til- lögur sjúkraflutninganefndarinn- ar ræddar mjög ítarlega. Þær hafa síðan verið kynntar félags- og heilbrigðisráðherra og þar með er saga þeirra öll. Mér er ekki til efs að unnt er að reka sjúkraflutninga með hag- kvæmari hætti en nú er, a.m.k. á sumum stöðum á landinu, án þess að komi niður á þeirri þjónustu sem ávallt verður að tryggja að sé eins nálægt því að vera fullkomin og hægt er hverju sinni. Til þess að svo megi verða er alveg nauð- synlegt að skipulag þeirra sé á einni hendi og einn aðili sé ábyrg- ur fyrir rekstrinum. í sambandi við sjúkraflutninga á landi er einkum tvennt sem ég vil undir- strika. í fyrsta lagi að tækja- búnaður sé fyrsta fiokks og er þá átt við bíla og búnað þeirra, og í öðru lagi að fyrir menntun sjúkra- flutningamanna og þjálfun þeirra sé vel séð. í næsta mánuði verður haldið námskeið fyrir sjúkraflutninga- menn. Það verður ellefu daga námskeið sem Rauði kross íslands heldur í samvinnu við Borgarspít- alann og er þetta sjötta námskeið- ið sem þessir aðilar standa sam- eiginlega að. Á síðustu átta árum hefur Rauði krossinn keypt til landsins samtals 47 nýjar sjúkra- bifreiðir og nemur heildarverð- mæti þeirra miðað við verðlag eins og það er nú um 25 milljónum króna. Jón Ásgeirsson er íramkræmda- síjóri Kauda kross íslands. Starfsmannafélag Arnarflugs: Vill kaupa hlutabréf Flugleiða í Arnarflugi STARFSMANNAFÉLAG Arnarflugs hefur lýst yfir áhuga á að kaupa hlutabréf Flugleiða í fyrirtækinu, en eins og kom fram í frétt Morgun- blaðsins í gær, er gert ráð fyrir því í ársreikningum Flugleiða fyrir árið 1983, að eignir Flugleiða í Arnarflugi verði afskrifaðar. Á stjórnarfundi hjá Arnarflugi í hádeginu í gær, var fulltrúum Flugleiða afhent bréfleg beiðni þar sem falast var eftir kaup- unum. „Það ætti að vera auðsótt mál að fá hlutabréfin keypt, úr því að Flugleiðamenn telja eignir sínar í Arnarflugi verðlausar," sagði Stefán Bjarnason, formaður starfsmannafélags Arnarflugs, í samtali við Morgunblaðið. „Það hefur alla tíð verið nokkur þyrnir í auga okkar starfsmanna Árnar- flugs, að helsti keppinautur okkar skuli eiga stóran hlut í fyrirtæk- inu og hafa tvo menn í stjórn. Við fögnum því þessu tækifæri að kaupa bréfin," sagði Stefán. Björn Theodórsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Flugleiða og jafnframt stjórnar- maður Arnarflugs, sagði við blaðamann Morgunblaðsins, að Flugleiðir hefðu ekki sýnt neinn áhuga á því að selja hlut sinn i Arnarflugi. Hins vegar yrði það mál skoðað nú í ljósi óskar starfsmannafélagsins. Flugleiðir eiga 40,1% hlut i Arnarflugi og eru langstærsti eig- andinn. Starfsfólk Arnarflugs á 23,7%, Olíustöðin í Hvalfirði 11,7%, Regin hf. 4,2% en aðrir hluthafar, 720 talsins, eiga 20,3%. Nafnverð hlutabréfaeignar Flug- leiða í Arnarflugi er um 3,1 millj- ón króna. Dýr hafa tilfinningar og sársaukaskyn eins og mannfólkið. Dýravernd og læknisfræði: WHO setur reglur um tilraunir á dýrum Geta framfarir orðið á sviði læknisfræði án þess að gerðar séu tilraunir á dýrum? Þetta álitamál hefur að undanfiirnu verið til umræðu á vett- vangi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), en sérfræðingar á hennar vegum eru að semja drög að alþjóðareglum um rannsóknir þar sem dýr eru notuð. Vísindamenn staðhæfa að næstum allar framfarir sem orð- ið hafa í læknisfræði á þessari öld séu byggðar á notkun dýra við tilraunir. Aftur á móti viður- kenna þeir að fyrr á árum hafi menn ekki sýnt mikla ráðvendni við þessa iðju hvað varðar fjölda dýra og aðferðir sem beitt var. Hinar nýju reglur WHO munu að mestu leyti verða afdráttar- lausar: tilraunir á dýrum skulu vera eins fáar og aðstæður leyfa og þær verður að framkvæma á mannúðlegan og siðaðan hátt. Dýrin sem notuð eru við til- raunir skulu vera eins „neðar- lega“ í dýraríkinu og mögulegt er, með öðrum orðum, menn eiga ekki að nota apa þegar hægt er að gera tilraun á mús í staðinn. í reglunum verður að finna áminningar til vísindamanna um að dýr hafi tilfinningar og sársaukaskyn og þvf verði að reyna eins og unnt er að komast hjá því að valda þeim þjáningum eða óþægindum. Erfitt er að setja afdráttar- lausar reglur um öll atriði. Ekki hefur t.d. verið tekin afstaða til flækingsdýra. Líka er ágreining- ur fyrir hendi um hvar setja á mörk um notkun dýra í þágu rannsókna, í þágu matvælapróf- unar og í þágu framleiðslu á bóluefnum og blóðvatni. Einnig verður að taka mið af ólíkum sjónarmiðum um dýr og dýravernd í mismunandi menn- ingarheimum. Mótmælin gegn notkun dýra við tilraunir eru bandarískt og evrópskt fyrir- brigði. Fólk í öðrum löndum kann að líta dýr almennt öðrum augum en Vesturlandabúar, og eins að hafa önnur viðhorf til ákveðinna dýrategunda en þeir. Margir vísindamenn í löndum þriðja heimsins eru t.a.m. hneykslaðir á tvískinnungi sem þeim finnst að einkenni dýra- verndarviðhorf margra á Vest- urlöndum. Þeir hafa þá í huga dýravin sem rýkur upp af æsingi vegna þess að beltisdýr eru not- uð við tilraunir til að búa til bóluefni gegn holdsveiki, en finnst sjálfsagt að borða humar sem hefur verið soðinn lifandi. Enda þótt ný tækni sé nú kom- in til sögu sem gerir vísinda- mönnum kleift að hætta að miklu leyti að nota dýr við til- raunir kann það að vera óraun- hæft að gera kröfu til þess að þróunarlöndin taki hana þegar í stað í þjónustu sína. Einn skammtur af bandarísku bólu- efni við hundaæði, sem framleitt hefur verið án þess að nota dýr, kostar t.d. hundrað dollara á meðan sá skammtur sem fæst úr dýraríkinu kostar tvo dollara. Vísindamenn segja að það sé hvort tveggja eftirsóknarvert og mögulegt að draga úr notkun dýra við tilraunir, einkum þó þegar um er að ræða prófanir á efnum, síður á þetta við um grunnrannsóknir. Á meðan sérfræðingar WHO eru að störfum halda dýravernd- arsinnar á Vesturlöndum áfram baráttu sinni fyrir mannúðlegri framkomu við dýrin og sums staðar, s.s. í Englandi og í Bandaríkjunum, hafa þeir ekki hikað við að hleypa tilraunadýr- um úr búrum og jafnvel eyði- leggja heilu rannsóknarstöðv- arnar. Margir vísindamenn hafa verulegar áhyggjur af ítökum öfgamanna meðal dýraverndar- sinna og vilja hraða því að settar verði alþjóðlegar reglur um til- raunir á dýrum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.