Morgunblaðið - 30.03.1984, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 30.03.1984, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 • Jackie Charlton Charlton með Boro til vorsins Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaösins í Englandi. JACKIE Charlton hefur tekið við líði Middlesbrough og verður við stjórnvölinn til loka keppn- istímabílsins. Malcolm Allison var rekinn frá félaginu í fyrra- dag eins og viö sögðum frá í gær. Charlton var framkvæmda- stjóri Boro um fimm ára skeiö fyrir nokkrum árum og undir hans stjórn sigraöi liöiö meö miklum glæsibrag í 2. deild. „Ég kem hingaö til aö hjálpa vini mín- um, stjórnarformanninum," sagði Charlton í gær. Malcolm Allison hefur veriö oröaöur viö Aston Villa — þá sem einn af aöstoöarmönnum Tony Barton, en Allison þykir mjög fær þjálfari þó ekki gangi alltaf vel hjá honum sem fram- kvæmdastjóra. Þá voru einnig sögusagnir á kreiki aö hann færi hugsanlega aftur til Portúgal. Dave Watson í landsliðið Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaösms í Englandi. DAVE Watson, miðvörðurinn ungi hjá Norwich, hefur verið tekinn í A-landsliðshóp Eng- lands í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Noröur-lrum í bresku meistarakeppninni í næstu viku. Mark Wright er meiddur og varð því aö draga sig til baka. Watson átti frábæran leik gegn Frökkum í fyrrakvöld meö U-21 landsliöinu gegn Frökkum í Evrópukeppninni í Rouen. Eng- land sigraöi 1:0 og skoraöi Mark Hately markiö úr víti. Þetta var seinni leikur þjóöanna — Eng- land vann samanlagt 7:1. Liöiö er komiö í undanúrslit. Dæmt í Gunnarsmálinu á næstunni: Þarf að leika úrslita- keppnina upp á nýtt? — sú staða virðist geta komið upp GÆTI FARIÐ svo að leika þyrfti úrsiitakeppni 1. deildar í hand- bolta upp á nýtt? Þetta er spurning sem vert er aö velta fyrir sér. Þróttarar kæröu KR sem kunnugt er í vetur fyrir aö nota Gunnar Gíslason, eftir aö hann kom til landsins á ný frá Þýska- landi þar sem hann lék knattspyrnu meö Osnabruck, en Þrótt- ur tapaöi fyrir KR-liöi með Gunnar innanborös. Von er á því aö dæmt veröi í málinu einhvern næstu daga og skv. reglum HSÍ viröist sá möguleiki fyrir hendi aö Þróttur ætti heima í efri úrslitakeppninni í stað Stjörnunnar. Stjarnan fékk 15 stig úr deild- arkeppninni en Þróttur 13. Dæmist Þrótti sigur í leiknum gegn KR verður liöiö meö jafn mörg stig og Stjarnan. Til aö fá út hvort liðiö yröi þá ofar í stigatöflunni skal, skv. reglum HSÍ, fyrst telja stig lið- anna í deildarkeppninni, sem yröu jöfn, síöan stigafjöldi úr innbyröis- leikjum en liðin unnu sitt hvorn leikinn, þá markamunur úr inn- byröisleikjum. Báöir leikirnir end- uöu meö fjögurra marka mun þannig aö ekki fengist úr þvi skor- iö meö þeirri aðferö. í fjóröa lagi gildir markamunur úr öllum leikj- um viökomandi félaga í keþpninni. Markamunur Þróttar eftir deildar- keppnina er 22 mörk í mínús, en Stjarnan er meö 24 mörk í mínús þannig aö Þróttur yröi ofar í töfl- unni. Þróttur ætti þvi sæti Stjörn- unnar í efri úrslitakeppninni! — sem þegar hefur veriö leikin ein • Gunnar Gíslason ( leik með KR. umferö í og sú næsta hefst í kvöld. Þetta eru vissulega aðeins get- gátur en þessi staöa viröist geta komið upp. „Ég þori ekki einu sinni aö hugsa um þetta," sagöi Jón Er- lendsson, varaformaöur HSÍ, í samtali viö Morgunblaöiö í gær er jsetta var boriö undir hann. „Þetta myndi setja alla úrslitakeppnina úr skoröum hjá okkur.“ Sá möguleiki er vissulega einnig fyrir hendi aö dómstóll HSÍ líti svo á máliö aö Gunnar heföi leikiö meö KR í góöri trú um aö hann væri löglegur og fengi aöeins áminn- ingu. Reglur alþjóöahandknatt- leikssambandsins eru vægast sagt skrýtnar: leiki maöur sem atvinnu- maöur í annarri íþróttagrein glatar hann réttindum sínum í hand- knattleiknum. Reynt hefur veriö aö breyta þessari reglu á undanförn- um þingum IHF en án árangurs. —SH. Fundur um mútumálið í Belgíu í dag: „Eigum að standa við fyrri yfirlýsingar!“ • Láru» Guðmundsson „VIÐ eigum að mæta hjá knatt- spyrnusambandinu á morgun (í dag) — allir, sem viökomandi eru þessu máli, leikmenn Waterschei og Standard og fleiri," sagði Lár- us Guðmundsson, knattspyrnu- maöur hjá Waterschei í Belgíu, er blm. Mbl. spjallaöi við hann í gærkvöldi og spuröi frétta af „mútumálínu'. „Viö eigum aö standa viö fyrri yfirlýsingar varöandi máliö — en ég veit nú ekki í hvaöa tilgangi þeir eru aö kalla okkur til sín til þess og mér finnst ólíklegt aö máliö skýrist nokkuð á næstu dögum. Forráöa- menn knattspyrnusambandsins sögöu í upphafi aö þeir ætluöu aö leysa máliö sem allra fyrst en þaö virðist standa eitthvaö í þeim,“ sagöi Lárus. Eins og Mbl. hefur áöur sagt frá hefur Lárus áhuga á því aö skipta um félag í vor er samningur hans viö Waterschei rennur út. Hann sagöi aö ekki væri rétt aö nefna nein félög á þessu stigi, „en menn frá einu félagi fylgdust meö mér um síöustu helgi er viö unnum FC Liege á útivelli og voru ánægöir meö þaö sem þeir sáu“. Lárus sagöi aö menn frá nokkrum félög- um heföu spurst fyrir um sig, ætlaö aö koma og fylgjast meö sér í leik. „Ég vona aö þetta mál skýrist í næsta mánuði,“ sagöi Lárus, sem sagöi aö öll þau liö, sem spurst heföu fyrir um sig væru utan Belgíu. —SH. Þórsarar komnir upp Morgunblaöiö/Skúli Sveinsson • Islandsmeistarar í kvennaflokki í körfuknattleik: ÍS. Myndin var tekin eftir sigur liðsins á ÍR í vikunni. Aftari röð frá vinstri: Guöný Eiríksdóttir, þjálfari, Kolbrún Leifsdóttir, Hanna Birgisdóttir, Þórdís Kristjánsdóttir, Harpa Hafsteinsdóttir, Ása Karlsdóttir, Lilja Óskarsdóttir og Vigdís Þórisdóttir. Fremri röð frá vinstri: Kolbrún Leifsdóttir, Þorgeröur Siguröardóttir, Ragnhildur Steinbach, Þórunn Rafnar og Kristín Magnúsdóttir. Þessar stúlkur hafa verið mjög sigursælar í vetur: unnið Reykjavíkurmótiö, íslandsmótiö og eru komnar í undanúrslit í bikarkeppninni. Þór Akureyri tryggöi sér um síðustu helgi sæti í 2. deild hand- boltans að nýju eftir þrjú ár í 3. deild. Seinni umferð úrslita- keppni deildarinnar fór fram að Varmá hafnaði Þór í 2. sæti — Ármann og sigraði í deildinni. Þór vann alla sína leiki um helg- ina — fyrst Tý á föstudagskvöldiö 23:18 en þaö var þýöingarmesti leikurinn. Þá vann Ármann ÍA 33:21. Þór vann svo ÍA 21:19 á laugardag og Týr vann þá Ármann 24:21 og þar meö var sæti Þórs í 2. deild tryggt. Þór vann svo Ármann á sunnudag 30:23 og Týr vann iA 31:21. Þaö vekur athygli viö árang- ur Þórsara aö á útivöllum hefur liö- ið aöeins tapaö einum leik í vetur — unniö alla hina, en á heimavelli liösins á Akureyri töpuöust fimm leikir og einn endaöi meö jafntefli. Því má segja aö frábær útiárangur hafi fært liðinu sæti í 2. deild. — SH. Engir útlendingar með Isfirðingum — tveir Bretar leika með KS í sumar ísfiröingar eru hættir við að fá enska leikmenn til liös við 2. deildarliö sitt í knattspyrnu í sumar. Þeir hðfðu hugsað sér aö fá tvo leikmenn — en fannst vera of stutt þar til mótið hefst: leik- mennirnir hefðu misst af sex leikjum. Samt sem áöur veröa tveir Eng- lendingar hér meö 2. deildarliöi í sumar — hjá KS á Siglufirði. Ann- ar þeirra, Darren Scothern, ætlaöi upphaflega aö leika með ísfiröing- um. Hinn heitir Colin Thacher en þeir félagar hafa báöir veriö hjá Leeds United.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.