Morgunblaðið - 26.04.1984, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 26.04.1984, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 3 Keppnin um „andlit 8. áratugarins“: „Helga hefur allt sem til þarf ... “ — segir Lacey Ford um sigurvegar- ann á íslandi, Helgu Melsteð HELGA Melsteð, 16 ára reykvísk verslunarmær, var í gærkvöld valin fulltrúi l'slands í fyrirsætukeppnina „Face of the 80’s“ fyrir 1984, sem haldin verður í New York í nóvem- ber nk. á vegum bandaríska fyrir- sætuumboðsfyrirtækisins Ford Models Inc. Önnur í keppninni varð Margrét Jóhannesdóttir en í úrslita- keppninni tóku þátt sex stúlkur af alls um 170, sem bent var á til þátt- töku hér á landi. Það var Lacey Ford, dóttir hjónanna Eileen og Jerry Ford, stofnenda og framkvæmdastjóra Ford Models Inc., sem tilkynnti úrslitin í hófi, er haldið var á Hót- Morgunbladid/RAX. Eftir sigurinn: Helga Melsteð ræðir málin við móður sína, Hrefnu Þorbjarn- ardóttur. Faðir Helgu var Gunnlaugur heitinn Melsteð, hljómlistarmaður. Helga Melsteð fagnar sigri ásamt Lacey Ford (til hægri) í gærkvöldi eftir að úrslit höfðu verið tilkynnt í keppninni um fulltrúa fslands í alþjóðakeppninni „Face of the 80’s“, sem haldin vcrður í nóvember. Á bak við eru aðrar stúlkur, sem tóku þátt í úrslitakeppninni. Frá vinstri: Svava Grímsdóttir, Halldóra Hermannsdóttir, Guðný Bene- diktsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Margrét Jóhannesdóttir, sem varð númer tvö. el Sögu í gærkvöld á vegum tíma- ritsins Vikunnar og Katrínar Pálsdóttur, umboðsmanns Ford Models á fslandi. Þetta er í þriðja sinn, sem íslenskur þátttakandi er valinn í keppnina „Face of the 80’s“ en í ár taka þátt í keppninni 24 stúlkur frá jafn mörgum lönd- um. „Auðvitað hlakka ég mjög mik- ið til að fara til New York,“ sagði Helga Melsteð í stuttu spjalli við blm. Morgunblaðsins í gærkvöld. „Það hvarflaði aldrei að mér að ég myndi vinna, svo ég get ekki ann- að en verið ánægð með þetta.“ Lacey Ford hafði ekkert nema gott um sigurvegarann að segja: „ Hún hefur allt,“ sagði frk. Ford. „Hún er afar falleg — með þessi glitrandi augu og ótrúlega bros. Hún á góða möguleika þegar kem- ur að hinni raunverulegu og hörðu samkeppni." í úrslitum voru auk þeirra Helgu og Margrétar þær Ingi- björg Sigurðardóttir, Guðný Benediktsdóttir, Halldóra Her- mannsdóttir og Svava Grímsdótt- ir. Æðstu em- bættismenn þjóðarinnar hækka um 5% í launum Kjaradómur ákvað á fundi sínum 11. apríl, 5% launa- hækkun til handa æðstu embættismönnum þjóðarinn- ar frá og með 1. mars. Er það í samræmi við hækkanir launa á almennum vinnu- markaði, en ekki voru teknar ákvarðanir um samsvarandi áfangahækkanir og um samdist á almennum vinnu- markaði. Um er að ræða laun forseta íslands, biskups ís- lands, hæstaréttardómara, ráöherra, þingmanna, ráðu- neytisstjóra, ríkissaksóknara og ríkissáttasemjara. Laun framangreindra aðila verða eftir þessa 5% hækkun sem hér greinir: Forseta íslands, 80.568 kr., ráðherra 34.505, nema forsætisráðherra 38.784, ríkis- saksóknara og rikissáttasemjara 60.222, ráðuneytisstjóra 51.851, biskups 56.561 og þingfararkaup 40.274. Eftir hækkunina verður frá 1. mars, dvalarkostnaður fyrir þingmenn 250 krónur á dag, hús- næðiskostnaður krónur 8 þúsund á mánuði, dvalarkostnaður í kjördæmi 46.500 krónur á árs- grundvelli og kostnaður við ferðalög í kjördæmi á mánuði, krónur 3.300 í Reykjavík, 5.900 í Reykjanesi og 9.700 krónur í öðr- um kjördæmum. Ráðherrar njóta jafnframt ráðherralaun- anna, þingfararkaups. Sem dæmi um hækkun launa í krónum talið má nefna að laun forseta hækka um 3.837 krónur, þingmanns um 1.918 kr. og ráð- herralaunin um 1.643 krónur. INNLENT Sumartískan kynnc \s ~x 11 c_^. I M m • Komiö og sjáiö fallegan sumarfatnað sem nú er kominn í miklu úrvali. ■’Tiskus/ningar Við höldum tískusýningar í Miklagarði sem hér segir:_____________________ Fimmtudaginn 26. apríl .. kl. 17:15 Föstudaginn 27. april ... kl. 16 og 20 Laugardaginn 28. apríl .. kl. 11og14 Módel '79 sýna spennandi sumarfatnað á stráka, stelpur, konur og karla. Komið og skoðið sumar- tískuna um leið og heimilisinnkaupin eru gerð. Opið sem hér segir: Mánud. til fimmtud.. 9-19 Föstudaga ........9-21 Laugardaga .......9-16 /MIKUGdRÐUR MIKIÐ FYRIR LfTlÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.