Morgunblaðið - 26.04.1984, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.04.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 5 . -ýJk. Unnið við hreinsun olíunnar úr höfninni á Akranesi. Morgunblaðið/JG. Akranes: Enn óupplýst hvernig olían komst í höfnina Akranesi, 24. apríl. SVO kann að vera, að „olíulekinn" I Akraneshöfn, sem svo var nefndur, hafi alls ekki verið leki. Hallast var að því, að olían kæmi úr leiðslum eins olíufélagsins, sem er með leiðslur sínar á hafnarbotninum á Akranesi, en eftir þrýstiprófun kom í Ijós, að olían var ekki úr þeim. Kannsóknarlögreglan á Akranesi rannsakar nú með hvaða hætti olían kann að hafa borist í höfn- ina. Að sögn Sigurðar Þorsteinssonar, hafnarverkstjóra, var í gærdag búið að dæla hálfu fimmta tonni olíu úr höfninni. Unnið var við að hreinsa klappir og átti síðan að hefjast handa við hreinsun bryggjanna sjálfra. „Þetta er seinlegt og erfitt," sagði Sigurður og bætti því við, að áfram yrði notast við oltugirðingu, sem sett var í höfnina til þess að auðvelda mönnum að ná olíunni burt. — JG. Fellaskóli sigraöi í skákmóti grunnskóla DAGANA 1., 7. og 8. apríl fór fram sveitakeppni grunnskóla í skák. 27 sveitir mættu til leiks með á annað hundrað þátttakendur. Sigurvegari varð A-sveit Fellaskóla með 27'/2 vinn- ing en hana skipuðu Hannes Hlífar Stefánsson, Sveinn Stefánsson, Jó- hann Sigurbjörnsson, Sigurður B. Hall- dórsson og varamaður Eyþór B. Sigur- hjörnsson. í öðru sæti varð A-sveit Hvassaleitisskóla með 27 vinninga og í þriðja sæti Breiðholtsskóli með 26 vinninga. Föstudaginn 27. apríl kl. 13.30 verður grunnskólamótinu framhald- ið í Breiðholtsskóla. Þar verður keppt í borðtennis, Ijósmyndun kvikmynda- og myndabandagerð og í bridge. Ennfremur fer fram leiklist- armót grunnskólanna í Reykjavík. Þátttöku er hægt að tilkynna á skrifstofu Æskulýðsráðs Reykjavík- ur til og með 26. apríl. Öllum er heimill aðgangur að mót- inu sem haldið verður í Breið- holtsskóla eins og áður sagði. Doktorsritgerð um Halldór Laxness 13. APRÍI. síðastliðinn varði Árni Sig- urjónsson, bókmenntafræðngur, dokt- orsritgerð í bókmenntasögu við Stokkhólmsháskóla. Kitgerðin ber heitið. „Den politiske Laxness. Den ideologiska och estetiska bakgrunden till Salka Valka orh Kria Mán“. Fjallar hún um bakgrunn Sölku Völku og sjálfstæðs fólks frá sjónarmiði hug- myndasögu, félagslegrar þróunar og stjórnmála. Stærsti kaflinn í ritgerðinni er yf- irlit yfir bókmenntaviðhorf hérlend- is á millistríðsárunum eins og þau birtast i ritum og ritgerðum eftir Guðmund Finnbogason, Sigurð Nordal, Þórberg Þórðarson og aðra, auk þess sem gerð er grein fyrir hugmyndum Halldórs Laxness á þessu sviði. í ritgerðinni er talsvert fjallað um skrif Halldórs um Sovét- ríkin, og í kafla um Alþjóðabókina er m.a. rædd vísindatrúin sem kemur fram í þeirri bók. Höfundur leitast við að sýna hvernig Halldór þróaðist frá „vinstriróttækni" til stalínisma, sem fól t.d. jafnframt í sér dvínandi trú á byltingu og vaxandi trú á menningu. Andmælandi við dokt- orsvörnina var dr. Peter Hallberg, sem þekktur er fyrir rannsóknir sín- ar á verkum Nóbelsskáldsins. Verdbólgu- hraöinn 21,2% SEÐLABANKI íslands hefur reiknað lánskjaravísitölu fyrir maímánuA og reyndist hún vera 879 stig, cn var í aprfl 865 stig. Hækkun milli mánuöa nemur 1,62%. Samkvæmt þessu er hraði verð- bólgunnar nú miðað við 12 mán- aða tímabil 21,2%. Dr. Árni Sigurjónsson. Árni Sigurjónsson er 28 ára gam- all. Hann tók stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík og B.A.-gráðu frá Háskóla íslands. Hann hefur numið bókmenntasögu meðal annars í Danmörku og Þýska- landi og frá 1977 í Svíþjóð. Foreldrar Árna eru Sigurjón Sigurðsson og Sigriður Kjaran. Kona hans er Lilja Valdimarsdóttir, hornleikari. Nokk- ur eintök af „Den politiska Laxness" eru til sölu i bókaverslunum. Leiðrétting í FRÁSÖGN af eldi, sem kom upp í bifreið í Breiðholti, var sagt að hjón með tvö börn hefðu verið í bifreið- inni þegar eldurinn kom upp. Það er ekki rétt. 1 bifreiðinni var kona með tvö börn sín, eins árs og níu ára. Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistök- um. ^^Gunnar^ rÞóröarson og hljómsveit ásamt Dúa Dúa- j . kvartettinumyO Broadway-pakki Flugleiða verö frá 3.272 krónum! ROKKPARIÐ sívinsæla Didda og Sæmi rokka Nu er siöasta tækifærið að sja einu bestu rokksyningu a land- inu i dag með bestu rokklögum herna megin himins HVER MAN EKKI EFTIR LOGUNUM: Flugleiðir bjóða flug, gistingu í 2 nætur, kvöldverð og skemmtun á Broadway frá 3.272 krónum! Ii4 AI HO FLUGLEIDIR Oott fólh hfá traustu téiagi 4 Minnum á Vesturlandskynningu sunnudaginn 29. maí nk. Ferðamálaráð Vesturlands. Borðapantanir í síma 77-500 Kynnir Páll Þorsteinsson Aögöngumiöaverö eftir kl. 23 er kr. 15Q,_______________ Matseðill: Hörpuskeltiskkokkteill i hvítvínssósu meö glóöuöu brauöi og agúrkusalati. Grilluö lambasteik bernaise meö bökuöum jaröeplum, grænmeti, hrá- salati og smjörsteiktum sveppum. Vegna fjölda áskorana veröur Rokkhátíðin stórkostlega í síöasta sinn laugardaginn, 28. apríl nk. Guðrún og Kid Jensen veröa gestir kvöldsins Þorvaldur Jon 3 nýir söngvarar koma fram: Þorvaldur Halldórsson Jón Stefánsson Rúnar Guðjónsson Búnar Mama, Do Run Run, Do You Wanna Dance? My Prayer, I Only Have Eyes for You, Splish Splash, Personality, ble, You’re Sixteen, Sea Cruise, Adam og og fleiri og fleiri Sweet Nothing, Hurt, King Creole, Trou- Eva, Summertime Blues, At The Hop

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.