Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRtL 1984
17
seytlaði ósjálfrátt inn í hugi
námsmannanna.
Það leiðir að líkum um slíkan
mann, sem bæði var svo fjölhæfur
og eljusamur og auk þess fram-
sækinn og metnaðargjarn, að á
hann hlóðust margvísleg auka-
störf. Hann var eftirsóttur fyrir-
lesari og hélt ræður og erindi við
ýmis tækifæri í heimalandi sínu,
ekki síst í útvarp. Auk þess fór
hann margoft í fyrirlestraferðir
til annarra landa og hélt fjöl-
marga fyrirlestra við erlenda há-
skóla. Á sínum sjömílnaskóm
spornaði hann Kyrrahafsströnd
bæði í austri og vestri og prédik-
aði bæði í San Francisco og Los
Angeles, Peking og Shanghai.
Heima fyrir hlóðust á hann
nefndastörfin. Auk Fornritafé-
lagsins sem fyrr getur átti hann
sæti í Nýyrðanefnd sem var und-
anfari íslenskrar málnefndar, í
Orðabókarnefnd Háskólans, ritari
í stjórn Vísindasjóðs frá stofnun
hans og lengi síðan, og formaður í
Handritaútgáfunefnd Háskólans
sem var undanfari að Handrita-
stofnun íslands. Að makleikum
var honum margvíslegur sómi
sýndur, bæði heima og erlendis.
Hann var heiðursdoktor við há-
skólana í Osló og Uppsölum, Dyfl-
inni og Reykjavík og hlaut fjölda
heiðursmerkja, meðal annars
stjörnu stórriddara íslensku
fálkaorðunnar.
Rödd hans naut sín tiltakanlega
vel i útvarpi, og hann náði eyrum
hlustenda með sterkri tilfinningu.
Hann hafði sjálfur mikið yndi af
störfum sínum fyrir útvarpið og
lagði sig þar allan fram. Minnis-
stæðar eru „samfelldar dagskrár"
sem hann gerði um ýmis merkis-
verk bókmennta okkar, til dæmis
Lilju, með aðstoð ágætra leikara
eins og Lárusar Pálssonar. Almest
áhrif hafði þó fornritalestur hans,
og fátt yljaði honum meir en að
finna hve miklum árangri hann
náði með lestri fornsagnanna í út-
varpið. Áður höfðu að sjálfsögðu
oft verið lesnir kaflar úr fornrit-
um, en hann var brautryðjandi í
því að lesa heilar sögur og byrjaði
á sjálfri Njálu. Síðan las hann
margar aðrar sögur og Njálu oftar
en einu sinni. Síðasti lestur henn-
ar var varðveittur á segulbandi, og
kvartaði hann sjálfur yfir því að
rödd sín væri þá farin að missa
fjaðurmagn. En þó hygg ég að fátt
verði mönnum minnisstæðara frá
Njáluþáttum útvarpsins á liðnum
vetri en að heyra smákafla úr
Njálulestri hans í upphafi og að
lokum hvers þáttar, og var rödd
hans þá að vísu „fjaðurmögnuð".
Ég veit mörg dæmi þess að lestur
hans laðaði börn og unglinga að
fornsögunum. Síðan hefur þetta
orðið föst og ágæt venja sem ekki
má niður falla, að fornsögurnar
séu lesnar í útvarpið, og hafa ýms-
ir góðir raddmenn látið þar til sín
heyra, þótt Einars Ólafs verði
lengst minnst.
Þegar lokasókn fslendinga í
handritamálinu var hafin seint á
sjötta áratug aidarinnar var Ein-
ar Ólafur skipaður formaður
„handritanefndarinnar" sem vann
með ríkisstjórn íslands að lausn
málsins (1959). Sama ár birti hann
einnig bókina Handritamálid sem
er sóknarrit fyrir málstað íslend-
inga. Síðan var Einar ólafur
helsti fræðilegi ráðunautur
stjórnarinnar og réð langmestu
um það hvernig hinar síðustu
„bænarskrár" íslendinga voru úr
garði gerðar. Um þetta er mér vel
kunnugt, því að ég vann með hon-
um sem „handverksmaður" að
gerð þessara skráa mánuðum
saman veturinn og vorið 1961, áð-
ur en dönsku handritalögin voru
samþykkt.
Og þegar sá gleðilegi atburður
hafði gerst vildu íslendingar taka
við handritunum af sem mestum
myndarbrag. Þá var það ákveðið
að hinn mikli fræðimanna-
öldungur, Einar Ól. Sveinsson,
skyldi fenginn til að vera fyrsti
forstöðumaður hinnar nýju Hand-
ritastofnunar fslands. Það starf
rækti hann af sömu alúð sem öll
önnur er honum var til trúað, í
næstum áratug. Starfið hvíldi
þungt á honum, og þessi ráðstöfun
olli því að hann fékk ekki lokið
sinni miklu bókmenntasögu svo
sem áformað var. En hann beitti
sér fyrir byggingu Árnagarðs og
mótaði Handritastofnunina (sem
nú heitir Árnastofnun) á fyrstu
árum hennar. Það var síðasta
embættisverk hans að leiða stofn-
un sína inn í ný og glæsileg húsa-
kynni í Árnagarði.
„Tímabundið og hverfult er verk
bókmenntarýnandans," segir Ein-
ar Ólafur í einu rita sinna. „Eftir
skamma stund heyrir það til liðins
tíma og er varla kunnugt öðrum
en fróðleiksmönnum. En ... jafn-
vel lítið kvæði getur varðveist og
lifað þrátt fyrir breytingar tím-
anna ...“ Ódauðleikaþráin býr í
brjóstum allra manna: í því ljósi
vilja menn lifa sem lengst, ef ekki
í öðru. Það var kunnugt að Einar
Ólafur hafði fengist við Ijóðagerð
öðru hverju á ævinni allt frá
menntaskóladögum. Hann hafði
fengið loflega dóma og hvatningu
til að gefa út ljóðabók — „mætti
vera nokkuð stór,“ sagði einn
gagnrýnandi. Þó kom það flestum
á óvart þegar hann, kominn um
sjötugt, gaf út bók með kvæðum
sem sum voru nýort. Hún ber það
yfirlætislausa nafn Ljóð — og hef-
ur þegar verið þýdd á frönsku af
Régis Boyer. Ég vil ekki spá því að
rit Einars Ólafs um bókmenntir
eigi sér skamman aldur. En hinu
spái ég að ljóð hans muni lengi
lifa.
Ef spurt væri hvernig einn mað-
ur, sem á yngri árum átti við
mikla vanheilsu að stríða og að
lokum missti heilsuna fyrir aldur
fram, gat skilað svo feiknamörg-
um og jafnframt stórmerkum
verkum, þá koma mér í hug nokkr-
ir góðir hjálparenglar. Áfburða-
traust minni flýtti furðulega fyrir
honum við allar rannsóknir. Þar
sem aðrir þurftu að lesa og leita
gekk hann beint að fundarstaðn-
um. Frjósamur hugur leiddi hann
ósjálfrátt að nýjum niðurstöðum
en skýr skynsemi forðaði honum
frá öllum grillum eða misheppn-
uðum tilraunum til að sýnast vera
frumlegur. Eijusemin virtist
knýja hann áfram með fullkomnu
vægðarleysi meðan þrek entist. Og
síðast, en ekki síst, nefni ég lífs-
förunaut hans, Kristjönu Þor-
steinsdóttur, sem látin er fyrir
hálfu þriðja ári. Einar Ólafur
vann aldrei neitt vegna peninga,
og ef þeir komu ekki af sjálfu sér
gat verið þröngt í búi framan af
búskaparárunum. Hann unni sér
ekki hvíldar, og þá fékk Kristjana
ekki heldur notið þess munaðar.
Hún fylgdi honum hvert fótmál á
erfiðum ferðalögum víða um lönd,
þótt sjálf væri hún ekki heilsu-
hraust, og veitti honum margvís-
lega aðstoð við útgáfur verka
hans. Hans metnaður var hennar
metnaður, og hans hrós var þá
einnig hennar hrós. Sjálfur kunni
hinn vitri eiginmaður vel að meta
verðleika konu sinnar, stuðning
hennar og óbilandi tryggð sem
minnti hann á margt í þókmennt-
um heimsins. Og ógleymanlega
hefur hann lýst ævisögu þeirra í
tveimur japönskum þríhendum:
Dimmgræn döggslóð sést,
dagar yfir þeirra spor
ljós hins nýja lífs.
Morgunhrím um haust,
héluslóð með silfurrönd:
það eru þeirra spor.
Jónas Kristjánsson
Kynslóðin, sem mótaði stefnu í
íslenzkum fræðum við Háskóla ís-
lands — bæði í kennslu og rann-
sóknum — þegar ég stundaði nám
í Heimspekideild, er nú horfin á
braut. Einar Ólafur Sveinsson dr.
phil. var yngstur kennara minna
og lézt síðastur.
Þessi merka kynslóð, sem hélt
uppi heiðri Háskólans innan lands
sem utan, var stórbrotin, fram-
takssöm og stefndi hátt. Ég tala
hér um kynslóð, en með því á ég
ekki við, að allir þessir kennarar
mínir hafi verið líkir. Þeir voru
manna ólíkastir, en höfðu þó að
vissu leyti svipuð viðhorf. Og eitt
var þeim sameiginlegt. Þeir voru
SJÁ NÆSTU SÍÐU
A5
lijálpa
sér sjá lfur
Viö íslendingar, sem búum viö risjótt veðurfar og langa vetur, leggjum mikiö
upp úr því aö eiga falleg, notaleg heimili.
Viö komust þess vegna ekki hjá því aö kaupa húsgögn af og til. En þaö er
meira en aö segja það aö ráðast í slíkt, því bæöi eru óskirnar margvíslegar og
húsgagnakaup útgjaldasöm.
Sófasett getur kostað hátt í þaö sama og sæmilegur bíll, og veggskápur, eða
minni hlutur, góö mánaðarlaun. Þaö er því nauösynlegt aö skoöa sig vel um
áöur en húsgagnakaup eru ákveðin. Húsgögn eru lítt stööluð vara. Framleið-
endur þeirra eru mjög margir, sumir með háan framleiðslukostnaö, aðrir með
lágan, þó varan sé svipuð. Verð húsgagna er því ekki alltaf réttur mælikvaröi
á gæöin sem kaupandinn fær. Þetta kannast þeir mæta vel viö sem lent hafa
í því aö gera upp á milli leðursófasetts sem kostar kr. 100.000,- og annars
leðursófasetts sem kostar kr. 50.000,-. Þegar ráöist er i húsgagnakaup er vert
aö hafa í huga aö gamla reglan „aö hjálpa sér sjálfur“ er bísna góö. Aö fara
sem víðast, spyrja sig fram, fá sitt lítið hjá hverjum, athuga gæðin, skrifa niöur
verö og leggja síöan eigiö mat á hvar bestu kaupin er aö fá, er hreint út sagt
langbesta og öruggasta innkaupaaðferðin. Þeir sem gera þetta eru á háu
kaupi á meðan. Hugsanlega er besta að byrja hjá okkur í húsgagnahöllinni, því
viö höfum mesta úrvaliö og allir hlutir í versluninni eru verðmerktir.
6 sæta
hornsófi
tegund Fröup
Kr.
23.590
húsgöng færa þér
raunverulegan arö
Meö því aö vera hluthafar í IDE MÖBLER A/S stærstu innkaupasamsteypu Norö-
urlanda og taka þátt í sameiginlegum innkaupum 83 stórra húsgagnaverslana í
Danmörku, víöa um lönd, tekst okkur aö hafa á boöstólnum úrvals húsgögn öll meö
2ja ára ábyrgö, á mjög hagstæðu verði.
Gæöaeftirlit IDE er svo geysistrangt aö þú ert örugg(ur) um að fá góö húsgögn, þó
verðin séu lá.
QÚSGABNAHÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK « 91>81199 og 81410