Morgunblaðið - 26.04.1984, Page 19

Morgunblaðið - 26.04.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 19 nokkur einkenni hins íslenska Haf narstúdents. Er hann gekk um Hafnargötur á þeim árum var Georg Brandes enn á dögum þar í borg. Þó að Einar Ólafur kynni að meta töfrasprota gamla mannsins og þætti bók hans um Goethe betri flestum, er skrifaðar höfðu verið um skáld, þá var hann samt enginn Brandes- arsinni. Miklu fremur varðveitti hann alla ævi þann unga hug og það hjarta sem hitnað hafði við lestur ljóða Baudelaires og spá- mannsstíl Nietzsches, þýddi enda kafla úr Also sprach Zarathustra. Einar Ólafur var manna virðu- legastur og hverjum kurteisari. Var hann og löngum velkominn hátíðargestur í samfélög lærðra manna um víða veröld. Hann hafði fengið flestan frama sem lærdómsmaður má þiggja við há- skólastofnanir og vísindafélög. Alla slíka sæmd mat hann og þótti vænt um án þess að miklast því að undir hverri skikkju heið- urs, sem á herðar hans var lögð, sló áfram glaðvært hjarta glettins stúdents, og hann varðveitti langa ævi þann barnshug sem verður hverri mannssál að lokum örugg- ast athvarf. Þegar ég nú kveð Einar Ólaf, læriföður minn og kæran vin, finnst mér það mikil hamingja að hafa þekkt hann. Hann var ótvírætt einhver margslungnasti og merkilegasti maður sem ég hef kynnst. Hann var heimsvanur og vitur, lærður og skarpur. Hann var mað- ur hins hátíðlega og upphafna en jafnframt alls þess sem var upp- runalegt og blátt áfram. Sjálfsagt hefur hann getað verið þykkjuþungur við mótgerðir en jafnframt vissi ég hann ávallt taka fagnandi hverri mennskri hlýju eins og fífillinn brosir við sólinni. Þessi gamli fræðaþulur átti, svo lengi sem ég þekkti hann, opin augu barns og horfði undrandi og forvitinn á heiminn. Hann var gæfumaður; unni konu sinni, Kristjönu Þorsteins- dóttur, falslausu hjarta og saman áttu þau mikla hamingju í einka- syni sínum og lífi sínu öllu. Merkilegast þykir mér þó e.t.v. hversu þessi margþætti maður varðveitti heilleik sinn í sundruð- um heimi. Þann galdur þekkti hann einn. Má ég þó að lokum geta méi þess til að það hafi honum tekist fyrir þá sök hve mjög hann unni lífinu, unni öllu sem óx og greri umhverfis hann. Hann unni skaft- fellsku regni — tákni lífs og gró- andi — andstæðu norðlensks snævar — sem honum var tákn dauða. — Blessuð rigningin, sagði hann eitt sinn við mig. Sjálfur hlúði hann að öllum gróðri, jafnt í garði sem fræðum. Hann orti kvæði um mosann og skrifaði af meiri ástúð um grasið en aðrir menn — grasið við búða- rústir Njáls, grasið í Mýrdalnum, þar sem hann horfði fyrst á skýin undrandi augum. Það fór vel á að þessi unnandi regns og gróðurs skyldi deyja inn í sumarið. Þegar ég heyrði fregnina um lát hans, skáru hvítar eggjar fjalla gráan himin. Nú fellur vorregn á græna nál. — Blessuð rigningin. Við Vigdís sendum Sveini syni hans og Þóru og litlu Ástu Krist- jönu okkar hjartans kveðjur. Sveinn Skorri Höskuldsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. LADA mest seldi bíllinn á fyrsta ársfjóröungi 229 bílar ítalskur 219 bílar Japanskur 191 bílar LADA*Q± kynnt á 21 stað LHJÆZ dagana 27. - 30. apríl Suður- og austurland: Norðurland: föstudagur 27. apríl v/söluskálann Vík kl. 12—14 laugardagur 28. apríl v/hóteliö í Höfn á Hornafirði kl. 10—12 Djúpivogur síðdegis Breiðdalsvík síðdegis Stöðvarfjörður síödegis Fáskrúðsfjöröur síödegis sunnudagur 29. apríl Norðfjöröur kl. 10—12 Eskifjörður kl. 14—15 Reyðarfjörður kl. 16—18 mánudagur 30. apríl Seyöisfjörður kl. 10—12 Egilsstaöir kl. 16—20 kl. 16—20 kl. 14—16 kl. 10—16 kl. 16—20 föstudagur 27. apríl Blönduós laugardagur 28. apríl Sauðárkrókur sunnudagur 29. apríl Akureyri mánudagur 30. apríl Húsavik Vesturland: laugardagur 28. apríl Borgarnes kl. 13—15 sunnudagur 29. apríl Búðardalur kl. 10—12 Stykkishólmur kl. 15—17 mánudagur 30. apríl Grundarfjörður Ólafsvík Hellissandur P Komið og skoöiö og reynsluakið hinum frábæra Lada LUX sem þegar nýtur mikilla vinsælda á Íslandí. ★ Muniö að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. Verö við birtingu auglýsingar kr. 213.000,- Lán 6 mán 107.000,- Þér greiðið 106.600,- Verðlisti yfir Lada-bifreiðar fyrir handhafa örorkuleyfa: Lada 1200 kr. 106.600 Lada 1200 station kr. 113.600 Lada 1500 station kr. 124.300 Lada 1500 Safir kr. 118.100 Lada 1600 Canada kr. 128.000 Lada Lux kr. 135.400 Lada Sport kr. 216.600 Kv Vu Sifelld þjónusta & landbúnaðarvélar hf. Suðurlandsbraut 14, sími 38600 Söludeild sími 31236

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.