Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 1
Sunnudagur 6. maí FJÁRHÆTTUSPIL Á ÍSLANDI Á STRÍÐSÁRUNUM „Þetta er ekkert sem menn spila upp á nú á dögum. Nei, það hefur aðeins einu sinni verið spilað raunverulegt fjárhættuspil á íslandi og það var í stríðinu, á árunum 1943 til ’46. Þá þýddi ekki að setj- ast niður með minna en tveggja ára Iaun verkamanns í vasan- um. Og það kom fyrir að heilu húsin skiptu um eigendur á einni nóttu,“ sagði ónafn- greindur viðmælandi Morgunblaðsins, einn þeirra fáu sem enn muna „gömlu góðu dagana“, þegar spilin og lífið voru eitt. Sá heppni dregur ad sér pottinn í póker. Morgunbiaðið/Júlíus. MANAÐARKAUPIÐ DUGÐIFYR- IR EINUM HRING í PÓKER Sennilega veit almenningur ekki mikið um fjárhættu- spil á íslandi, enda hefur lítið verið skrifað um þessa hlið mannlífsins hér á landi. Auk þess er það tiltölulega fá- mennur hópur sem stundar þessa iðju að staðaldri og einhvern veg- inn finnst mönnum það ekki við- eigandi að bera þetta áhugamál sitt á torg. Mikið er þó til af skemmtilegum sögum í kringum peningaspil landans, einkanlega frá stríðsárunum, eins og gefur að skilja, þegar „bitin“ var virkilega „hasaderuð". Og einn maður að minnsta kosti hefur ritað nokkrar línur um kynni sín af fjárhættu- spili hérlendis, en það er Torfi Halldórsson skipstjóri, sem látinn er fyrir nokkrum árum. f endur- minningabókum Torfa, Klárir í bátana, kemur Torfi til dyranna eins og hann er klæddur, eins og segir á titilsíðu, og greinir hispurslaust frá eigin spila- mennsku, helstu spilum og spilur- um, og lætur ennfremur nokkur athyglisverð orð falla um spila- klúbba. í þessari grein verða rifj- aðar upp nokkrar munnmælasög- ur um fjárhættuspil á íslandi, ásamt því að vitnað verður í skrif Torfa: LOKSINS TÍMI TIL AÐ TEUA GRÓÐANN Sumar stríðsárasögurnar eru vafalaust nokkuð ýktar, þótt eitthvert sannleikskorn kunni að leynast í þeim. En margir viðmæl- endur mínir halda því fram að eft- irfarandi saga sé alls ekki ýkt, nema síður sé: Einn landsfrægur spiiari átti eitt sinn lausan dag frá spilamennsku, sem var býsna sjaldgæft, en stafaði í þessu til- felli af því að verðugir andstæð- ingar voru ekki á svæðinu. Sagan segir að þetta hafi verið um hvíta- sunnuna og óvenju margir hafi farið úr bænum. Hann vildi ekki láta tímann fara til ónýtis og bað kunningja sinn að koma með sér heim og telja spilagróðann undan- farna mánuði, sem hann hafði ekki mátt vera að lengi vegna anna við spilamennsku. Þetta var ansi skæður spilari, jafnvígur á öll þau spil sem hann stundaði, og var eftirtekjan í góðu samræmi við það. „Það segi ég satt,“ sagði þessi kunningi hans síðar í góðra vina hópi, „hann var með 500 þúsund krónur í peningum undir rúminu og uppundir 100 í verðbréfum, frí- merkjum og skuldaviðurkenning- um.“ Það segir okkur kannski meira um það hve miklir peningar þetta voru ef við höfum það í huga að árstekjur verkamanns voru á þessum tíma um tvö þúsund krón- ur! VINNAN GÖFGAR Þessi náungi, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum, var þekktur fyrir tvennt, auk spilakunnáttu sinnar: hann var framúrskarandi heiðarlegur og gætti þess að jafn- an að enginn kæmist upp með að hafa rangt við, sem reyndar var ekki algengt, en kom þó fyrir. Hann var einnig þekktur fyrir hnyttin tilsvör og lifa mörg þeirra góðu lífi í hópi spilamanna enn þann dag í dag. Auk þess var hann mjög vinnusamur og starfaði all- an ársins hring hjá fyrirtæki i Reykjavík. Þótti ýmsum spilafé- Iögum hans þetta undarlegt hátta- lag, að þræla alla daga fram að því að klubburinn opnaði fyrir mánaðarkaupi sem dugði rétt til að vera með einn pott í póker. Þegar haft var orð á þessu við hann, svaraði hann iðu , lega á sama hátt: „Já, en vinnan er svo göfg- . andi,“ og vissi enginn hvort honum var gaman eða alvara í huga. SKORNIR LAGÐIR UNDIR Torfi Halldórsson segir eftirfarandi sögu af spilamennsku sinni við vin sinn og uppeldisbróður, Kristinn Skálvíking: „Eitt sinn kom Kristinn í heimsókn til for- eldra sinna í Bolungavík og var þá mjög vel klæddur, meðal annars var hann á nýjum forláta stígvéla- skóm, er náðu á þeim tíma upp fyrir ökla og óx okkur jafnöldrum Kristins í augum velgengni hans og forfrömun. Auðvitað spiluðum við Kristinn, hann hafði nóg aura- ráð og kvaðst hafa verið heppinn undanfarið í Reykjavík, og mun það hafa verið satt. Við spiluðum „21“ og vorum við fimm eða sex. Ekki man ég að segja frá tapi eða gróða er þeirri spilamennsku lauk, en þegar félagar okkar Kristins fóru heim, varð Kristinn eftir hjá mér og urðum við ásáttir um að spila áfram um stund. Er þeirri spilamennsku lauk, var svo komið, að Kristinn var orðinn auralaus SJÁ NÆSTU SÍÐU 10 * * * * I'íliA Tvö pör, drottningar og tíur. dugir oft til vinnings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.