Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 1)0 IflMI KVIKMyMCANNA Gulskeggur Þegar fólk hefur fengid nóg af froóuhnoði félaganna Stallone og Travolta (sennilega um þessa helgi), þá mun Háskólabíó taka til sýninga grínmyndina Yellowbird, eða Gulskegg. I>að er mynd sem Graham ('hapman, einn höfuð- pauranna í Monty Python-hópnum, á heiðurinn að. í myndinni leika hvorki fleiri né færri en níu þekkt- ir leikarar, þar af nokkrir af villt- ustu grínleikurum síðari ára: Gra- ham Chapman, John Cleese, Ma- deline Kahn, Peter Boyle, Marty Feldman, og Cheech og Chong. Gulskeggur er mynd í anda gömlu sjóræningjamyndanna, en aðeins með öðrum formerkjum: henni er ætlað að gera grín að skylminga- og sjóræningja- myndum í eitt skipti fyrir öll. Sjóræningjamyndir voru vin- sælar á fyrri hluta aldarinnar, þegar Douglas Fairbanks var í essinu sínu, einnig á sjötta ára- tugnum, en skömmu síðar færðu hetjurnar athafnasvæði sitt út í geiminn. I augnablikinu man undirritaður aðeins eftir tveim- ur skylminga- og sjóræningja- myndum, sem gerðar hafa verið nýlega: The Pirate Movie með Kristy McHichol, en ekki nokkur sála vildi sjá hana þegar hún var frumsýnd. Þá lék Linda Rondst- at í „The Pirates of Penzance", sem Laugarásbíó mun sýna, og þá er það upptalið, nema ef Roman Polanski takist að láta draum sinn um sjóræningja- mynd rætast. Gulskeggur er gerð af enskum og bandarískum grínistum, en þegar myndin var sýnd erlendis fyrir rúmu ári, þá voru ekki allir sammála um árangurinn. Það var yfirlýst takmark að kitla hláturtaugar bíógesta, en mynd- in þykir ekki nálægt því eins sterk og t.d. Young Frankenstein eða Airplane. Handritshöfund- urinn McKenna segir: Við erum að votta sjóræningjamyndum virðingu okkar, en á frekar skoplegan hátt. Marty heitinn Feldman og Peter Boyle. Graham Chapman í hlutverki Gulskeggs. Háskólabíó: Bíóhöllin: SILKWDOD Kurt Russell, Meryl Streep og Cher, sem leikur vinkonu Silkwood. Það er skammt stórra högga á milli í Bíóhöllinni. Hver stórmynd- in á fætur annarri er þar frum- sýnd, sumar hverjar splunkunýjar. Næsta stórmynd sem þar verður sýnd nefnist Silkwood, mynd sem var frumsýnd í desember sl., og verður meðal þeirra mynda sem bítast hvað harðast um Öskars- verðlaunin sem verða afhent nú í byrjun apríl. Meryl Streep er í tit- ilhlutverkinu, en leikstjóri mynd- arinnar heitir Mike Nichols. Sagan um Karen Silkwood er harmsaga, löng og flókin. Rúm- lega tvítug flæktist hún í kjarn- orkumál og fórst í bílslysi á dul- arfullan hátt og er enn ekki séð fyrir endann á því máli. Mála- ferli hafa staðið yfir í nokkur ár. Kvikmyndin Silkwood hefur orð- ið til að kynda heldur betur und- ir þetta hitamál Bandaríkja- manna, og er jafn umdeild og „Missing" eftir Costa-Gavras. Ilarmsagan um Silkwood Karen Silkwood lést fyrir tæp- um tíu árum, en blómin sem for- eldrar hennar, Bill og Merle, lögðu á leiði hennar blómstra enn í bakgarði þeirra. Ljósmynd- ir af dótturinni þekja veggi íbúð- ar þeirra. Bill, sem nú stendur á sextugu, fyrrverandi málari, sit- ur öllum stundum og skráir sögu dóttur sinnar. Hann safnar öll- um greinum sem ritaðar hafa verið um hana og málið sem hún flæktist í og dró hana til dauða, að því er hann segir. Karen var elsta dóttir þeirra. Hún fór að heiman átján ára 1%5 og hóf nám við Lamar- háskólann í Beaumont. Vísindi og tækni heilluðu hana þegar á unglingsaldri. Karen giftist ástinni sinni; en sjö árum og þremur börnum síð- ar skildu þau, og Karen flutti til Oklahoma og sneri sér að áhuga- máli númer eitt, kjarnorkunni. Hún fékk stöðu við Kerr- McGee-kj arnorku verið. En ekki leið á löngu þar til hún byrjaði á þeim óskunda að gagnrýna kompaníið. Hún hafði samband við OCAW (Oil, Chem- ical and Atomic Workers Intern- ational Union). í ágúst örlagaár- ið 1974 var hún kosin í starfs- mannafélag Kerr-McGee kjarn- orkuversins, og lét hún ekki sitt eftir liggja í málefnum starfs- manna. Hún og tveir aðrir í starfs- mannafélaginu höfðu samband við OCAW, sérstaklega við þá Tony Mazzocchi og Steven Wodka. Þeim mun hafa blöskrað lýsingar Karen og félaga á kjarnorkuverinu. Rannsóknir og vitnisburður leiddu síðar í ljós að Kerr- McGee færu ekki eftir lögleidd- um varúðarráðstöfunum. Alls konar lýður fékk þar vinnu án nokkurrar þjálfunar. A.m.k. 70 starfsmenn smituðust af plút- óníum. Hvorki Karen né félagar hennar vissu að plútóníum veld- ur krabbameini. Karen tjáði Mazzacchi og Wodka að talsvert magn af plútóníum og skýrslur hyrfu á dularfullan hátt. Wodka fékk hana til að njósna fyrir OCAW. Örfáum dögum síðar kom í Ijós að Karen hafði fengið plút- óníum í líkamann. Hún var sannfærð um að þessi smitun væri aðeins til að hræða hana. Á þriðja degi eftir smitunina var líkami hennar þakinn plútóní- um-blettum, og þá fyrst varð Karen hrædd. 12. nóvember hringdi hún í foreldra sína og sagði þeim frá málavöxtum. Hún var mjög æst, segir faðir hennar, sagði að eitr- að hefði verið fyrir sér. Móðir hennar sagði henni að koma strax heim, en Karen átti þá eft- ir að vinna í tvær vikur hjá Kerr-McGee. Hún sneri aldrei heim. Hún hitti heldur ekki blaðamann New York Times, David Bum- ham, sem hún hafði mælt sér mót við fyrir tilstilli OCAW. Hún hafði viðað að sér fjölmörg- um mikilvægum skýrslum frá Kerr-McGee. Kvöldið sem hún ætlaði að hitta blaðamanninn þeyttist bíll hennar út af veginum og kastað- ist á steinsteyptan vegg. Karen Silkwood lést samstundis. Við líkkrufningu kom í ljós að alkó- hól og önnur róandi efni voru í blóði hennar, svo lögreglumenn, sem fyrstir komu á vettvang, töldu að Karen hefði einfaldlega sofnað undir stýri. Slys þetta var stimplað sem venjulegt slys. En maðkur virtist vera í mys- unni. Skýrslurnar, sem Karen ætlaði að sýna blaðamanni Tim- es, voru horfnar. OCAW fór að gruna sitt af hverju. Þeir réðu sérfræðing í bílslysum og komst hann að því að bíl Silkwood hafði verið þröngvað af veginum. Kerr-McGee héldu og halda enn fram sakleysi sínu, en Bill Silkwood er mjög harðorður í þeirra garð. Málið vakti heljar- innar athygli á sínum tíma. FBI fór að rannsaka málið. En rann- sókn var hætt, þó að margt und- arlegt hafi komið í ljós. Árið 1979 höfðaði Bill mál á hendur Kerr-McGee og krafðist 10,5 milljón dollara í miskabæt- ur. Bill vann málið fyrir rétti, en áfrýjunardómstóll Bandaríkj- anna drap málinu á dreif. Hæstiréttur Bandaríkjanna hef- ur nú málið í athugun. Persónur og leikendur Buzz Hirsch og Larry Cano heita félagarnir sem eiga mest- an heiðurinn að myndinni. Þeir fylgdust með Silkwood-málinu frá upphafi og söfnuðu gögnum. Þeir höfðu upp á foreldrum Silkwood, vini hennar, Drew Stephens (sem Kurt Russel leik- ur), og Sherri Ellis (Cher), sem vann með Silkwood í kjarnorku- verinu. Hirsch og Cano fengu samþykki þessa fólks, með sem- ingi þó, til að gera mynd um þessa viðburði í lífi þeirra. Þeir borguðu hvoru um sig nokkur þúsund dollara, reyndar miklu hærri upphæð en gengur og ger- ist í Hollywood. Foreldrar Silkwood fengu 18.000 dollara og 2% af hagnaði myndarinnar. „Fyrir þessa peninga gaf ég þeim leyfi til að rægja mig,“ sagði Sheri Ellis löngu síðar. Drew Stephens vann að mynd- inni sem sérstakur ráðunautur. Hann sagði: „Ég vissi að mynd yrði gerð fyrr eða síðar. Fyrir mig var aðeins um tvennt að velja; annaðhvort að taka ekki þátt í gerð hennar eða taka þátt og hjálpa til við smáatriðin, gera myndina eins rétta og nákvæma og mögulegt er.“ Leikstjórinn, Mike Nichols, og framleiðendurnir, Hirsch og Cano, sýndu Silkwood-hjónunum myndina áður en henni var dreift í Bandaríkjunum skömmu fyrir síðustu áramót. Yngri dæt- Meryl Streep í hlutverki Karen Silkwood, sem barðist fyrir bættum varúðarriðstöfunum í kjarnorkuveri KerrMcGee í Bandaríkjunum. Silkwood fórst í dular- fullan hitt i leið til fundar við blaðamann. Silkwood og vinur hennar Drew (Kurt Russell). Hinn raunverulegi Drew starfaði sem sérstakur riðunautur við gerð myndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.