Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ1984 71 Þráttað um listasafn og verkin í geymslu Furstafjölskyldan í Liechtenstein á eitt elsta og verömætasta lista- verkasafn í heimi. Gamall prins byrj- aði að safna málverkum fyrir einum 300 árum og dýrmætar myndir hafa stöðugt bæst við síðan. Franz Josef II, furstinn í Liechtenstein, sagði þjóð sinni fyrir nokkriftn árum að hún gæti fengið safnið til sýnis ef hún byggði fullkomna safnbyggingu fyrir þaö. íbúar Vaduz, höfuðborgar- innar og stærstu kantónunnar, sam- þykktu í atkvæöagreiðslu (konur fengu að vera með í ákvarðanatök- unni af því að þetta var „héraðs- mál“) að reisa byggingu og undir- búningur hófst. Stór og mikil bygging var teikn- uð og henni valinn staður í miðri, borginni, sem er ekki ýkja stór. Mörgum þótti þetta ekki hentugur staður og söfnuðu undirskriftum til að mótmæla því að borgin keypti landið. Sú tillaga var sam- þykkt í atkvæðagreiðslu. Það þótti benda til þess að fólk hefði skipt um skoðun á safnbyggingunni og það var spurt í einni atkvæða- greiðslunni enn hvort það ætti að velja byggingunni nýjan stað. Svarið við því var nei. Svo nú er alls ekki ljóst hvað fólkið vill og hvað á að gera, en ríkistjórnin tel- ur að fólkið vilji enn reisa lista- safn. Málinu hefur verið vísað til dómstólanna og niðurstöðu er beð- ið þaðan. Á meðan er meirihluti lista- verkanna í geymslu í kastalanum og enginn fær tækifæri til að sjá Barnamynd frá Biedermeier-tímabil- inu í Vín. þær. Hans Adam, erfðaprins, sagði í samtali að fjölskyldan hefði haft mikið geymslurými inn- réttað en það væri synd að mynd- irnar væru ekki sýndar. Kastalinn væri of lítill til þess að sýna lista- verkin og hýsa furstafjölskylduna. Fjölskyldan kysi að búa þar og listaverkin yrðu að vera í geymslu þangað til íbúar Vaduz koma sér saman um stærð og staðsetningu safnbyggingar. Hluti listaverkanna er til sýnis í litlum húsakynnum við aðalgötu Vaduz. Þar eru margar frægar og feikifallegar myndir eftir Rubens, nokkrar styttur frá barokktíman- um og afar skemmtilegar myndir Furstafjölskyldan á feiknin öll af frábærum Rubens-myndum. frá Biedermeier-tímanum í Vín. Furstafjölskyldan bjó þá þar og prinsarnir keyptu af Bied- ermeier-listamönnunum á meðan þeir voru á Iífi, fengu þá jafnvel til að gera myndir af börnunum í fjölskyldunni, svipaðar myndir og fólk tekur nú með polaroid- myndavélum, nema hvað það eru' frábær listaverk og litirnir hald- ast sem betur fer í geymslunni í kastalanum. Listaverkin eru geymd í kastalanum, en hann er ekki opinn almenningi. Fyrstir íEvrópu! VC-481 Myndsegulband n Módel 84/85 Við í Hljómbæ erum fyrstir í Evrópu til að geta boðið þetta nýja vídeó- tæki frá SHARP — Módel ’84—’85 Nýjungar: Fullkomnari framhlaöning. Sjálfvirk endurspólun. Sjálfvirkur myndleitari. Stórir litaðir stjórntakkar. Auk þess hefur tækiö 7 daga prógram- minni. 8 aógeröa fjarstýringu. Snertitakka. 10 faldan hraóa á myndleitara. Truflanalausa kyrrmynd. Stillanlegan litatón. Og allt þetta á þessu ótrúlega veröi. Meö fjarstýringu Aðeins 35.900 stg. HLJÖMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.