Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 85 NÝTT STORÐ í FÆÐINGU „VIÐ ERUM Á fullri ferð,“ sagði Haraldur J. Hamar, þegar Mbl. innti hann eftir tímaritinu Storð, sem hóf útkomu í fyrra. Blaðamaður hitti hann að máli ásamt Aðalsteini Ingólfssyni, en hann er nýorðinn ritstjóri Storðar ásamt Haraldi. „Við tókum okkur góðan tíma til að kryfja reynslu fyrsta ársins til mergjar. Storð fékk ágætar við- tökur, en við ráðgerðum alltaf að stokka spilin í upphafi þessa árs, vega og meta og athuga hvort við þyrftum ekki endurnýjunar við. Öll útgáfustarfsemi af þessu tagi verður að vera í stöðugri endur- skoðun og útgefendur jafnframt í stöðugri sjálfsskoðun,“ sagði Har- aldur. „Storð hefur þegar kynnt sig og hún mun gera betur grein fyrir sér með hverju nýju blaði. Það næsta er á leiðinni." Mér fannst það sérlega ánægju- legt og vera til marks um að við séum búin að „brjóta ísinn" hvað útgáfuna snertir, að Flugleiðir hafa óskað eftir því að hafa ákveð- inn fjölda eintaka um borð í öllum þotum á millilandaleiðum. Við höfum gert samning um umtals- verða sölu, sem væntanlega eykur árspplag Storðar um 8—10 þúsund eintök. Ég er líka ánægður með að hafa fengið Aðalstein Ingólfsson að út- gáfunni. Okkur hefur alltaf gengið vel að vinna saman og hann er með hæfustu mönnum til að fjalla um ýmsa þætti menningarmála. Hans meginverkefni verður að rit- stýra Storð, ég ætla að spila þar á kantinum þegar fram í sækir, því ég hef í mörg önnur horn að líta. Útgáfa mín hefur bólgnað svo út að ég á orðið í fullu fangi með að halda í spottana," sagði Haraldur, sem gefur út og ritstýrir Iceland Review fjórum sinnum á ári, News from Iceland mánaðarlega og At- lantica 3—4 sinnum á ári, en síð- astnefnda blaðið er þegar um borð í Flugleiðavélum, sem kunnugt er. Þar að auki rekur Haraldur bóka- útgáfu. „Það var engin tilviljun að ég þáði boð Haralds J. Hamar um að koma til starfa hjá Iceland Revi- ew-útgáfunni og Storð, er ég gerði hlé á framhaldsnámi mínu í lista- sögu fyrir jól,“ sagði Aðalsteinn. „Ég hef ævinlega borið mikla virð- ingu fyrir því sem hann hefur ver- ið að gera í sinni útgáfu, og hef skrifað fyrir hann greinar í tíu ár. Mér finnst sérstaklega spenn- andi að fá tækifæri til að stjórna Storð ásamt Haraldi," hélt Aðal- steinn áfram. „Það hlýtur að vera draumur hvers þess sem fengist hefur við blaðamennsku, að fá að vinna að slíku riti einhvern tím- ann á ævinni. Storð brýtur í raun blað í íslenskri tímaritsútgáfu hvað öll vinnubrögð snertir. Mark- ið er þar sett langtum hærra en við eigum að venjast á íslandi. Helst má líkja blaðinu við ýmiss erlend úvalsrit. Enda hafa erlend- ir sérfræðingar borið mikið lof á Storð, sagst vera undrandi á því að hægt skuli að gefa út slíkt rit á íslandi." Haraldur skaut þarna inn í: „Að vissu leyti vorum við búnir að búa í haginn fyrir Storð með útgáfu Færey- inga kaffi FÆREYSKAR konur hér í Reykjavík og nágrenni, sem eru í kristilegu félagi færeyskra kvenna og heitir Sjómannskvinnu hring- urinn, halda í dag, sunnudag, ár- legan kaffisöludag í hinu nýju færeyska sjómannaheimili í Skip- holti 29. Ágóðinn rennur til smíði hússins, sem nú er á lokastigi. Iceland Review og Atlantica, en þar er líka reynt að setja markið hátt. Sú reynsla hefur borið ár- angur í Storð." Aðalsteinn var spurður að því hvernig hann vildi skilgreina hlut- verk Storðar. „Ég er á þeirri skoðun að menn hafi verið að dreifa kröftum sín- um um of í fyrri tölublöðum, enda var þá verið að láta reyna á vin- sældir ýmissa þátta. Ætlunin er fyrst og fremst að gera Storð að menningarriti á breiðum grund- velli. Vitanlega höldum við áfram þar sem frá var horfið í fyrra, með ítarleg viðtöl við fólk sem er fram- arlega í menningarlífinu, mynd- listargreinar, en þar og í ljós- myndun, njótum við okkar e.t.v. best, greinar um kvikmyndir, arkitektúr og annað sjónrænt efni. En við viljum líka taka þátt í um- ræðu um þjóðfélagsmál, og undir- búa framlag okkar til slíkrar um- ræðu á annan hátt en hér hefur tíðkast, með því að fá alltaf hæf- ustu aðila til að skrifa fyrir okkur, með því að vinna nauðsynlega for- vinnu og með því að beita ljós- myndum á markvissan og smekk- legan hátt,“ sagði Aðalsteinn. Haraldur bætti við: „Takist okkur að standa að öllum okkar greinum, og sérstaklega greinum um þjóðfélagsmál á þennan hátt, ætti Storð að geta orðið sæmilega varanlegt fyrirtæki. Alltént ætti ritið ekki að hverfa í körfuna eftir fyrsta lestur. En auðvitað er þetta ekki auðvelt í jafn litlu þjóðfélagi og okkar." Aðalsteinn var spurður að því á hvaða þætti aðra hann legði áherslu við samsetningu Storðar. „Við ætlum að halda áfram að vera vettvangur fyrir fyrsta flokks ljósmyndavinnu, fyrst og fremst í litum, en einnig svart/- hvítu en margir ljósmyndarar telja svart/hvítu ljósmyndina enn vera drottningu ljósmyndalistar- innar," sagði hann. „Við leggjum líka mikið upp úr því að fá gott og glóðvolgt bókmenntaefni eftir helstu rithöfunda landsins, en margir þeirra hafa þegar lagt okkur lið. Við teljum okkur geta komið slíku efni á framfæri í vandaðri búningi en nokkurt ann- að rit á landinu, þannig að það verði bæði höfundum og okkur til sóma. En umfram allt ætlum við að reyna að vera opinhuga, en halda samt áfram að gera kröfur og meiri kröfur. Á endanum hlýtur slíkur metnaður að bera árangur, hljóta hljómgrunn. Við erum sannfærðir um það,“ sagði Aðal- steinn að lokum. reglulega af ölmm fjöldanum! fgtutMftfci ií» ítdskur krístaU ítölsk hönnm Hagkaups veró Donizetti □ □ Líkjörsglas Verð: 39.95 Vínglas Verð: 69.95 For-drykkjarglas „Long-drink“ glas Vcrð: Verð: 65.95 75.95 Michelangelo Hvítvínsglas Verð: 135.- Líkjörsglas Verð: 89.95 Rauðvínsglas Verð: 139.- Kampavínsglas Verð: 169.- Kampavínsglas Verð: 139.- Beethoven □ Líkjörsglas Verð: 49.95.- Descrt skál Vcrð: 79.95,- For-drykkjarglas Verð: 75.95.- Wiskeyglas Verð: 85.95,- Vínglas Vcrð: 75.95,- „Long-drink” glas Verð: 89.95,- 7?S. ‘Þetfa qœti áelát ufifr ú átKfiátcatcUc. HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.