Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 Macintosh Þessi frábæra nýja 32 bita tölva frá Apple er væntanleg í mjög takmörkuöu magni næstu daga. Vinsamlegast staöfestiö pantanir. ^cippkz computcr Skipholti 19 — Sími 29800. vZterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Sumarbúðir í Hlíóardalsskóla Aldur: 8—12 ára. Tímabil: Hópur I: 6. júní—15. júní. Hópur II: 18. júní—27. júní. Hópur III: 29. júní—8. júlí. Sundlaug, sögustundir, leikfimisalur, föndur, kvöldvökur, leikir. gönguferöir, Uppl. og innritun í síma 91-13899. Sovézkur hershöfðingi tekinn af lífi í Afganistan París, 4. maí. AP. AFGANSKIR skæruliðar náðu á sitt vald sovéskum hershöfðingja í apríl sl., en tóku hann af lífi þegar sov- éski herinn reyndi að koma honum til bjargar. Greindi talsmaður skæruliðanna frá þessu í París í dag. Homayoun Madjrouh, talsmaÖ- ur Sameinuöu afgönsku frelsis- hreyfingarinnar, sagði, að snemma i apríl hefðu skærulið- arnir hjálpað fjórum sovéskum hermönnum og þeir aftur hjálpað skæruliðunum þegar þeir sátu fyrir sovéskri herflutningalest og bent þeim á hvar hershöfðingjann væri að finna. Tveimur vikum síð- ar hefðu Sovétmenn hafið mikla sókn á hendur skæruliðunum með loftárásum og stórskotaliðsárás- um. Skæruliðarnir stóðust árás- irnar í 11 daga en tóku þá hers- höfðingjann af lífi, áður en þeir féllu sjálfir. Voru þeir 94 talsins en liðsafli Sovétmanna skipti hundruðum manna. Kona Sakharovs sökuð um launráð Moskvu, 4. maí. AP. LÖGREGLUMENN lokuðu öllum aðkomuleiðum að íbúð Yelenu Bonner eiginkonu andófsmannsins Andrei Sakharovs í dag eftir að hún hafði verið sökuð um ráðabrugg með handarískum diplómötum, sem sagðir voru hafa ætlað að veita henni hæli í bandaríska sendiráðinu í Moskvu er maður hennar hæfi hungursvelti. Bandaríska sendiráðið í Moskvu gaf út yfirlýsingu í dag, þar sem segir að ásakanir TASS-frétta- stofunnar séu með öllu tilhæfu- lausar. TASS-fréttastofan sagði að „áætlunin hefði verið upprætt“ vegna tfmanlegra aðgerða lög- regluyfirvalda. Lögreglan hefur undanfarin ár staðið vörð við ibúð Yelenu meðan hún hefur dvalist í Moskvu. Eigi fylgdi fréttum hvar þau hjónin eru niðurkomin nú. Frakkland: Kenna Tyrkjum um spreng- ingarnar P.rís, 4. nui. AP. HREYFING Armena I Frakklandi, sem berst gegn Tyrkjum, efndi í dag til umfangsmikilla mótmælaað- gerða. Tilefnið var þrjár öflugar sprengingar, sem áttu sér stað á fimmtudag við nýtt minnismerki Armeníumanna í bænum Alfortville suðvestur af París. í þessum spreng- ingum særðust 13 manns en enginn lífshættulega. Ara Torian, leiðtogi armensku þjóðernisshreyfingarinnar, skor- aði á Armeníumenn búsetta í Frakklandi að safnast saman í Al- fortville síðdegis í dag til þess að mótmæla þessum sprengjuaðgerð- um, sem hann sagði, að væru þátt- ur í langvinnri árásarherferð Tyrkja á hendur Armeníu- mónnum. Minnismerkið hafði verið af- hjúpað sl. sunnudag og höfðu Armeníumenn reist það til minn- ingar um 1% millj. samlanda sína, sem þeir halda fram, að Tyrkir hafi myrt árið 1915.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.