Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAl 1984 30 ár frá hinu fræga míluhlaupi Bannisters Þrjátíu ár cru í dag liðin frá þeim viðburði íþróttasögunnar er brezki læknirinn Roger Bannister hljóp enska mflu fyrstur manna á skemmri tíma en fjórum mínútum. Atburðurinn átti sér stað 6. maí 1954 á íþróttavelli háskólans í Oxford í Englandi, í keppni háskólamanna og úrvalsliðs enska frjálsíþróttasam- bandsins. Þessa viðburðar er jafnan minnst í Bretlandi og um heim allan, sem eins mesta viðburðar fþrótta- sögunnar, enda þótt það þyki aðeins meðalgóður hlaupari sem í dag nær sama tíma og Bannister hljóp á, 3:59,4 mínútum. Reyndar var stinn- ingsgola er hlaupið fór fram og telja fróðir menn, er viðstaddir voru, að erfiðið hafi jafngilt 3:57,0 í logni. „Ég gat ekki ímyndað mér að þetta mundi reynast jafn erfitt og raun bar vitni," sagði Bannister skömmu eftir hlaupið fræga, er hann sló met Svíans Gunder Hágg, en það var 4:01,3 mínútur. Bannister æfði skipulega frá því í nóvember 1953 með það eitt að markmiði að sigrast á múrnum mikla í hinni árlegu keppni í Ox- ford, sem jafnan var fyrsta frjáls- íþróttamót sumarsins í Englandi. En eftir á segist hann aldrei hafa gert sér miklar vonir, átti jafnan von á því að Ástralíumaðurinn John Landy yrði fyrri til, þar sem hann byrjaði keppni fyrr á ári hverju. Landy náði reyndar heimsmetinu af Bannister í lok júní 1954 á móti í Turku í Finn- landi, er hann hljóp á 3:57,9 mín- útum, en mestu máli skipti þó hver yrði fyrstur undir fjórar mínútur, enda hefur það sannast, því Bannisters er jafnan getið þegar rætt er um mestu afreks- menn íþróttasögunnar, en fæstir þekkja til Landy. Og reyndar gerði Bannister sér ekki miklar vonir um að sigrast á fjórum mínútunum þegar keppn- isdagurinn rann upp og hann sá hvernig trjákrónurnar svignuðu í vindinum er hann ferðaðist með járnbrautarlestinni frá Padd- ington-stöðinni til Oxford að morgni 6. maí. Þjálfari hans, Franz Stampfl, reyndi að leiða at- hygli hans frá veðrinu. Gerð hafði verið nákvæm áætl- un um útfærslu hlaupsins í Ox- ford. Klúbbfélagar Bannisters í Achilles-félaginu, Christopher Brasher, ólympíumeistari í hindr- unarhlaupi 1956, og Chris Chata- way, einn fremsti 5000 metra hlaupari heims, skyldu halda uppi hraða fyrir Bannister 3'k hring af fjórum eða um 1400 metra. Brash- er skyldi fara fremstur fyrst, hlaupa fyrstu tvo hringina á undir tveimur mínútum og reyna að halda þeim hraða sem lengst. Bannister, sem jafnan skyldi halda sig í öðru sæti, gæfi Chata- way merki er Brasher færi að dala, og kallið kom eftir 2'k hring. Tók Chataway þá við og reyndi að halda uppi hraðanum, en er hálfur hringur var í mark varð Bannister að treysta á sjálfan sig. Segir sag- an að ef hann hefði þurft að taka forystu fyrr í hlaupinu hefði hon- um mistekist atlagan. Bannister mætti klukkustundu fyrir hlaupið á keppnisstað og var enn mjög uggandi, og virtist skorta kjark, enda stífur vindur og gekk á með slíkum skúrum að allir viðstaddir hlupu inn í skjól meðan rigndi. Líklega bjargaði það deg- inum að ákveðið var með löngum fyrirvara að Stampfl skyldi ákveða er þremenningarnir höfðu lokið upphitun hvort lagt skyldi til atlögu eður ei. Bannister slítur snúruna í hlaupinu fræga í Oxford fyrir 30 irum, fyrstur manna til að hlaupa enska mflu undir fjórum mínútum. í dag er heimsmetið 12 sekúndum betra en sá tími sem Bannister hljóp á. Bannister (t.v.) ásamt landa sínum, Sebastian Coe, núverandi heimsmethafa í mfluhlaupi. Myndin var tekin fyrir skömmu í Oxford á vellinum, þar sem Bannister hljóp sitt fræga hlaup, er unnið var að gerð sjónvarpsþáttar um hlaup Bannisters. Bannister hljóp mfluna á 3:59,4 mínútum, en (loe á 3:47,33. Enn einn Breti, Steve Ovett, heimsmethafi í 1500 metra hlaupi, skiptist á því við Coe að slá heimsmetið í mflunni á árunum 1979 til 1981, en á þeim tíma settu þeir samtals fimm heimsmet í vegalengdinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.