Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 03 víkja honum til á réttri stundu svo að dýrið kútveltist framyfir sig er ekkert varð fyrir því. Mér fellur svo vel að ferðast. Þegar Einar var í Agadír og dreif okkur til sín, átti ég í rauninni að leggjast eina ferð- ina enn inn á Landspítalann, því ég hefi verið heilsulaus og undir læknishendi síðan 1959. Einar ætl- aði þá að skilja mig eftir í Agadír hjá vinum sínum meðan hann færi í ferðir með pabba sinn. En það var ég sem fór með þeim f tvær hálfsmánaðarferðir í hitunum og þurfti ekki einu sinni vítamín- sprautu þegar ég kom heim. Alveg stórkostlegt að hafa verið svona veik og taka svo bara saman pjönkur sínar og halda til Afríku í stað þess að fara inn á spítala." Við spyrjum Lilju hvort hún sé nokkuð á leið í eina ævintýraferð- ina enn með syni sínum. Hún segir að það standi alltaf opið þegar hún eigi heimangengt, sem ekki sé eins og er. Einar sonur hennar var einmitt að hringja til hennar frá Þýskalandi og kanna hvort hún kæmi nokkuð um páskana, því strax eftir páska ætlaði hann til Brasilíu. — En Lilja, þú verður að fara aftur þótt ekki væri nema til að fá betri nýtingu á síðu kjólana sjö og loðskinnskeipið. Hvað ætlarðu annars að gera við það? „Skinnsláið var lánsflík og kjól- unum verð ég bara að koma í verð,“ segir Lilja og hlær við. í sumar kemur glæsifarið Astor ekki siglandi inn á ytri höfnina í Reykjavík eins og í fyrrasumar, þegar Lilja stóð með pönnukökur til að taka á móti starfsfólkinu um borð og kaupa allan nýja laxinn sem hún hafði verið beðin um að útvega þeim á fslandi. Og ekki síst að þakka skipstjóranum fyrir síð- ast — í Suður-Ameríku. Astor hefur verið selt í aðrar ferðir. En alltaf kemur skip í skips stað og ferð í ferðar stað. Væntanlega líka hjá Lilju Bjarnadóttur, úr því hún er svo lánsöm að eiga að góðan son. E.Fá. Leiðin sem siglt var noröur eftir Suður-Ameríku. Stansað í Montevi- deo í Uruguay, Buenos Aires, Sant- os, Rio, Salvador, Recife, Fortaleza og Belém í Brasilíu og í Bridgetown í Barbados. Farið var í bátum upp eftir Amasonfljóti. Þar hitti ferðafólkið þessar inn- fæddu stúlkur. í íslenska búningnum sínum hlaut Lilja verðlaun glæsikvenna um borð, fékk nafnbótina Lady Astor og tvær aðrar voru krýndar þernur hennar. Hér er hún að taka á móti kampavínsflösku og blómum og við hlið hennar er skipstjórinn á skemmtiferðaskipinu Astor. Matarborðið á 1. farrými var engu líkt. Nýr glæsilegur matseðill á hverju kvöldi, segir Lilja. Hér er Lilja að fá sér náttverð með syni sínum Einari Bjarnasyni. Rio de Janeiro í Brasilíu þótti Lilju allra fallegust af borgunum sem þau komu til, þótt erfitt væri að gera upp á milli. Þar fóru farþegarnir upp á fjallið þar sem Kristsmyndin fræga gnæfir yfir og útsýni er yfir alla borgina. KAVAT Höfum fengið umboð fyrir KAVAT-skó. KAVAT eru sænskir barnaskór, sérlega vandaðir, úr leðri. Af þessu tilefni bjóðum við kynningarafslátt á skóm vikuna 7. til 12. maí. bCIAQCÍ bonkostrœtl II ^ Thermor ELDAVÉLA- SAMSTÆÐA Aöeins kr. 14.220 m. sölusk. Thermor-blástursofninn og hellan eru valin af þeim er vilja vönduð og góð tæki, ódýrt. En þaö eru bara ekki allir sem átta sig á því, hversu hagkvæm þessi kauþ eru. Lítiö við og skoöiö Thermor-tækin. Þaö borgar sig. Hverfisgötu 37, 105 Reykjavík, símar 21490 — 21846. Víkurbraut 13, 230 Keflavík, sími 92-2121. KJOLUR SF Hverfisgötu 37, 105 Reykjavík, símar 21490 — 21846. Víkurbraut 13. 230 Keflavik. sími 92-2121

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.