Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 55 Allt í einu stytti upp og sólin braust fram. Jafnharðan birtist tvöfaldur regnbogi yfir vellinum og í miðju bogans stóð Englandsf- áni útstrekktur á flaggstöng kirkju er stóð við völlinn. En vind- inn lægði örlítið og er 15 mínútur voru til leiks kannaði Stampfl hvort þremenningarnir treystu sér til atlögunnar. Brasher varð fyrstur til og sagði já, Chataway kvaðst þá vera hlutlaus en Bann-' ister var siðast spurður og kvaðst hann ekki treysta sér til atlögunn- ar. Var þá kannað hvort Chataway gæti hlaupið tvær mílumar, en Iiðsstjóri enska liðsins hafnaði því alfarið. Fimm mínútum áður en hlaupið skyldi hefjast kannaði Stampfl hug þremenninganna öðru sinni, og vísaði til þess að vindinn væri tekið að lægja töluvert. Brasher sagði já og Chataway einnig, en Bannister nei, þó öllu óákveðnar en fyrr. Klæddust þeir nú keppn- isskónum sínum og tóku 150 metra sprett eftir brautinni, og við svo búið kom Bannister til Stampfls og sagðist vilja reyna, enda hefði veðurhæðin snarminnkað. Loksins var ljóst að atlaga skyldi gerð að fjögurra mínútna múrnum í mílu- hlaupi. Brasher var greinilega ólmur í að reyna sitt besta til að sigrast mætti á múrnum og svo ákafur að leggja upp að hann brá of skjótt við í fyrstu tilraun. Er skotið var öðru sinni rauk hann af stað. Handan vallarins hafði verið kom- ið upp hátalara svo þulur gæti gef- ið millitíma á hverjum 220 stikum, jördum, til hlauparanna. Bannister misheyrðist er ka.ll- aðir voru fyrstu millitimarnir og bað Brasher að hlaupa hraðar, en Brasher vissi hvað tímanum leið og hélt sínu striki, en hann hljóp fyrsta hringinn á 57,4 sekúndum og hálfa míluna á 1:58,0, svo hann stóð vel fyrir sínu. Fljótlega eftir það tók að draga af honum og Chataway tók við eftir 2‘/i hring. Reyndi hann að missa sem minnst niðúr hraðann þótt vegalengdin væri í það skemmsta fyrir hann. Er hringur var í mark var tíminn 3:00,4 og ljóst að Bannister þyrfti að neyta krafta sinna til hins ýtr- asta ef hann ætti að ná takmarki sínu. Tók hann loks forystu er 230 metrar voru í mark og greikkaði skrefið. Einbeitnin og ákveðnin skein úr augum hans, þótt ásjónan væri tekin að fölna af erfiðinu. Áhorfendur hvöttu hann án afláts, vitandi að þeir væru líklega að upplifa einn mesta viðburð íþróttasögunnar. Og er Bannister geystist framhjá 1500 metra markinu, þar sem Ross McWirth- er stóð með skeiðklukku sína, á heimsmetstíma, 3:43,0 mínútum, var ljóst að hverju stefndi. Aðeins fall á brautinni gæti komið í veg fyrir að Bannister hlypi undir fjórum mínútum. Fagnaðarópin voru ógurleg er Bannister hljóp síðustu metrana og sleit snúruna áður en hann hné örmagna í faðm staðarprestsins, Nicolas Stacey, sem keppti í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Helsinki tveimur árum áður. Ekki urðu fagnaðarlætin minni er þulur mótsins, Norris McWirther, til- kynnti árangur Bannisters, og keppni hófst ekki að nýju fyrr en hálfri stundu síðar vegna uppi- standsins á vellinum. Skömmu eftir hlaupið renndi kappakstursbifreið frá BBC svo í hlað og eftir nokkra umhugsun lét Bannister undan og féllst á að verða ekið á ofsahraða til Lund- úna þar sem honum var sam- stundis dembt inn í sjónvarps- sendingu og spurður í þaula um hlaupið mikla. Fögnuður Breta var mikill og fagnaði Bannister hinum merka áfanga með félögum sinum fram eftir nóttu. Lagðist hann loks til hvíldar á heimili Brashers í Highgate í London klukkan sjö næsta morgun. — ágás. Frá 7. maí til 1. september loka skrifstofur félagsins kl. 16.00. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Húsi verzlunarinnar 8. hæö. Gardínuhúsið NÝKOMIÐ: Ódýr dralonefni og stórisar, ítölsk efni, damask, velour, eldhúskappaefni, bómullarefni, felligluggatjöld og fl. og fítBftHn uh tiifið Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1, sími 22235. StíkkostJeg verðlækkun! Nú geta allir fengið sér alvöru tölvu Nú hafa verið felldir niður tollar og söluskattur af tölvubúnaöi. Þetta gerir íslendingum kleift aö tölvuvæöast í samræmi viö kröfur nútímans. Nú átt þú næsta leik! Nú getum viö boöiö þér vinsælustu alvöru einkatölvu í heimi, Apple / / e, en hún hefur nú selst í 1.500.000 eintökum. Meira en 20.000 forrit eru fáanleg á Apple / / e, en þaö er mun meira en nokkur önnur tölva getur státaö af. Mörg íslensk forrit eru fáanleg á vélina, t.d. fjárhagsbókhald, viöskiptamannabókhald. lagerbókhald, launabókhald, tollvörugeymsluforrit, veröútreikn- ingar o.fl. Mundu þaö, aö án forrita er tölva eins og bensínlaus bíll. Á Apple / / e er staölaö íslenskt lyklaborð, og hentar hún því einkar vel til ritvinnslu. Notendaminni vélarinnar er 64K, en þaö er stækkanlegt í 128K og ætti þaö aö vera nægilegt fyrir flesta. Apple tölvur eru notaöar hjá skólum, bönkum, opinberum stofnunum, einkafyrirtækjum, skipafélögum, flugfélögum, verk- fræöistofum, læknastofum, rannsóknarstofum, lögfræðistof- um, endurskoöendum, vélsmiöjum, fataframleiöendum, ráð- gjafarfyrirtækjum, verktökum, útgáfufyrirtækjum, prentsmiöj- um og þannig mætti lengi telja. Fjölmargir einstaklingar nota Apple, svo sem kennarar, rithöfundar, visindamenn, forritarar, rafeindavirkjar, radioamatörar, stjórnendur fyrirtækja og stofn- ana, læknar, verkfræöingar, þýðendur og blaðamenn, og eru þá aöeins tekin örfá dæmi. Tilboö: aðeins kr. 39.980.- Útborgun kr. 8.000 og eftirstöövar á 10 mánuðum! Skipholti 19, sími 29800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.