Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 14
t86I t AM .3 HUDAaUWIU8 .QiaAJSVIUDflOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAl 1984 mig slík ævintýr segir Lilja Bjarnadóttir, sem lagðist í ferðalög mamma, því þú ert hvort sem er alltaf eitthvað að selja heima í Reykjavík. Og það var ég, hafði ljósa hárkollu og blöðrur." Þarna vísar sonurinn til þess að Lilja hefur í fjöldamörg ár verið sífellt á ferðinni í hús og skrifstof- ur til að selja happdrættismiða fyrir ýmis góð málefni og þekkja margir Reykvíkingar hana af því. Úti á rúmsjó lá fólkið í sólbaði og synti í lauginni, enda 40 stiga hiti,“ heldur Lilja áfram. „Þegar siglt var yfir miðbaug 9. mars voru allir sem fóru það í fyrsta sinni makaðir sápu og hent f laug- ina og fengu svo vottorð frá Pose- doni sjávarguði undirskrifað af skipstjóranum. Annars var oft farið í land. Komið var til Buenos Aires í Argentínu, Santos, Rio de Janeiro, Salvador, Recife, Fortal- eza og Belém í Brasilíu og Bridge- town á Barbadoseyjum. I landi fóru farþegar oftast í skipulagðar ferðir. Við gerðum það ekki nema sjaldan, því Einar er svo kunnug- ur og vanur að við fórum sjálf og oft fékk að slást í för einhver hóp- ur af fólki. Víðast þekkti hann ein- hverja sem höfðu unnið með hon- um fyrir ferðaskrifstofuna ein- hvers staðar annars staðar, og sem tóku þá á móti okkur. Til dæmis hittum við strax í Monte- video fólk sem hafði unnið með honum í Afríku og sem við hjónin höfðum hitt þar. Þeir voru með okkur allan tímann, en þarna er alveg dásamleg strönd. Þar vöktu athygli blómvendir í flæðarmál- inu. Alltaf þegar einhver deyr er varpað blómvendi í hafið og þá rekur svo á land. Fallegast held ég að hafi verið í Rio de Janero," segir Lilja að- spurð. „Þar fórum við upp á háa fjallið Sikurtoppinn þar sem stendur Kristsmyndin fræga, sem blasir við úr allri borginni. Fórum þangað upp í svifferju. Útsýnið þaðan er alveg dýrðlegt. Eins fór- um við í Rio í perluverksmiðju, sem býr til skartgripi og styttur úr náttúrulegum steinum. Og þar sáum við karnevaldansa. Annars var þetta allt eins og samfelldur langur sólskinsdagur og erfitt að gera upp á milli. Eitt sinn sigldum við upp eftir Amazonfljóti og hitt- um á árbökkunum indjánaflokka, sem ganga um nær naktir. Þeir búa til alls konar hluti úr skeljum og sclja ferðafólki. 1 Brasilíu var alltaf verið að gefa okkur kaffi að smakka og þá fyrst veit maður hvað kaffi er þegar maður fær það svona nýtt. Það er allt annað bragð af því en maður er vanur." Til Afríku í stað Landspítalans „Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að lenda i slíkum ævin- týrum. Að fara svona stórkostlega ferð og raunar Afríkuferðirnar líka, sem ekki voru síður skemmti- legar. Þegar við fórum til Kenya 1977 ókum við til dæmis í bryn- vörðum jeppum inn í friðuðu villi- dýralendurnar. Þeir sem með okkur voru vissu alveg hvað gera skyldi. Þegar þessir stóru nas- hyrningar settu undir sig hausinn og stefndu á bflinn, kunnu þeir að Viötal: Elín Pálmadóttir Ekki hefði henni Lilju Bjarnadótt- ur dottið í hug þegar hún var að alast upp í Dölunum eða þegar hún missti fyrir 20 árum heilsuna og varð öryrki, að það ætti fyrir henni að liggja að ferðast um fjarlægar heims- álfur, Afrfkulönd og Suður-Ameríku. Sigla þar meira að segja um á dýr- asta lúxusskipi, eins og hún fékk að reyna í fyrravetur. Draumaskipið kallar hún það og segir þetta hafa verið hreinasta ævintýri. Upp á slíku tekur ekki efnalaus kona, sem hefur verið að koma upp börnum, nema eitthvað eða einhver komi til. Sá er sonur hennar af fyrra hjónabandi henn- ar og Bjarna Guðjónssonar hljóð- færaleikara, Einar Bjarnason, sem að loknu stúdentsprófi 1968 hélt til Berlínar til að nema lif- fræði. Að fyrstu önn lokinni fór hann að vinna á sjúkrahúsi til að afla upp I námskostnað. Einn sjúklingurinn, sem reyndist vera framkvæmdastjóri ferðaskrifstof- unnar TUI, fór að spjalla við hann og réð hann til ferðaskrifstofunn- ar, þar sem hann hefur starfað siðan. Og ekki leið á löngu áður en hann fór að bjóða móður sinni og stjúpa, Gunnari Magnússyni, í heimsreisur. Fyrst til Majorka, Kanaríeyja og Spánar. Siðan til fjarlægari landa, til Kenya 1977 og um norðurhluta Afríku 1979. Þá var hann i 7 ár staðsettur í Agadír og þau hjónin ferðuðust norðurleiðina um 8 höfuðborgir Norður-Afríkuríkja og aðra ferð inni í landi suður undir eyðimörk- inni. Síðast fóru þau til Granada saman. Að Gunnari látnum bauð Einar svo móður sinni með sér í Suður-Amerikusiglinguna í febrú- ar og mars í fyrra. Og frá þeirri ferð ætlar Lilja að segja okkur í þessu viðtali: Fór auðvitað í upphlutinn Lilja lagði upp með Einari syni sínum frá Hannover í Þýskalandi, þar sem hann býr. Á 14 klukku- stundum flugu þau frá Hamborg til Montevideo, þar sem þau stigu á skipsfjöl. Það fyrsta sem skip- stjórinn sagði er hann heilsaði Lilju var: Akureyri er fallegur bær! En hann hafði verið með skipið í miðnætursólarsiglingu með farþega um Skotland, Fær- eyjar, Island, Spitzbergen og suð- ur með Noregsfjörðum 1982 og í annarri ferðinni í fyrrasumar. Hafði þá viðdvöl í Reykjavík og á Akureyri og farþegar fóru í skemmtiferðir. Þeir höfðu fengið glampandi sól á Akureyri og skip- stjóri minntist þess sérstaklega að þar hafði köttur setið á steini úti f sjó og ekki komist í land. Nú hefur þýska skipafélagið selt Astor, en tekið í staðinn á leigu pólskt skip, sem er í skemmtisigiingum. „Það voru mikil viðbrigði að koma í þennan hita í Uruguay, yf- ir 30 stig,“ segir Lilja. „Og ekki síður viðbrigði að koma í allan þennan lúxus um borð. En ég var ekki óviðbúin, búið að aðvara mig um að ég þyrfti að hafa meðferðis loðskinnsslá og 7 síða kjóla, því allar konur áttu að klæðast slðum kjólum við kvöldverðinn og karl- mennirnir hvítum smokingjökk- um. Eftir fyrsta kvöldið, þegar skipstjóri bauð alla farþegana 500 velkomna með handabandi, var alltaf mikið um að vera og dansað á hverju kvöldi fram til kl. 4 eða 5 á morgnana. Tvær hljómsveitir léku fyrir dansi á fyrsta farrými, þar sem við vorum. Og matarborð- ið var engu líkt, bæði kvöldverður kl. 6 og svo náttverður um mið- nættið. Sjáðu hérna, nýr stór matseðili á hverju kvöldi og aldrei eins í útliti. Alltaf myndskreyttur úr ævintýrum. Þriðja kvöldið var sérstakt konukvöld. Konurnar beðnar um að klæðast sínum ffnasta fatnaði. Auðvitað fór ég f íslenska búning- inn minn. Upphlutinn sem hafði slegið svo í gegn fyrsta kvöldið. Við áttum svo að bjóða upp öðrum herrum en okkar. Dansa sex dansa og láta herrana kvitta fyrir í kort- ið okkar. Bjóða síðan herranum upp á drykk. I þessu var leikur að leita að Susie með kampavíns- flöskur, til að auka ærslin og gera það spennandi, en skemmst er frá að segja að ég hlaut fyrstu verð- launin í upphlutnum mínum. Fékk kampavín og blóm og nafnbótina Lady Astor og tvær voru útnefnd- ar þernur mínar. Ég varð alveg skelfingu lostin þegar mér var sagt að nú ætti ég að þakka með stuttri ræðu á ensku þar sem ég talaði ekki þýsku. En það bjargað- ist, þvi þegar okkur var sagt að nú skildum við kveðja herra okkar með kossi, sagði japanska konan svo að allir máttu heyra, því hún var við hljóðnemann: Nei, maður- inn minn er þarna úti í sal og ég læt engan sjá mig kyssa aðra karlmenn úti á rúmsjó! Að svo búnu tók þessi þybbna, litla kona til fótanna og lagði á flótta. Hlátr- arsköllin gullu við og eftirleikur- inn var miklu auðveldari. Þannig var alltaf eitthvert grín og undir- búin dagskrá. Eitt kvöldið var grímuball. Far- þegum hafði líka verið sagt að hafa með sér einhvern slíkan bún- að. Einar var sjóræningi og sagði við mig: Þú verður blöðrusali, Brasilíuindjáni sem Lilja og Einar hittu í þorpi við Amason-fljót. Glæsilega þýska skemmtiferöaskipiö Astor, sem hefur tvö sumur komiö til tslands, en hefur nú verið selt. Pflan vísar á klefa Lilju f Suður-Ameríku-siglingunni. Það er best að þú verðir blöðrusali, mamma, þú ert hvort sem er alltaf að selja eitthvað heima í Reykjavík, sagði Einar þegar allir áttu að klæða sig upp á grímuballið. En Lilja hefur í 25 ár selt happdrættismiða fyrir góðgerðarfélög. Þekkiö þið Lilju? Hún er yst til hægri í doppóttum kjól með Ijósa hárkollu og blöðrur. Aldrei grunaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.