Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984
Það vakti talsverða athygli
þegar „dópistarnir" geggjuðu,
Cheech og Chong, samþykktu að
taka þátt í gerð myndarinnar.
En þannig vildi til að þeir félag-
ar voru að vinna að gerð mynd-
arinnar „Korsíkubræðurnir" hjá
sama fyrirtæki og Gulskeggur.
Cheech og Chong slógu til, þeir
vildu kynna sér vinnubrögð
breskra grínista og hættu við
eigin mynd.
Það hvílir einn skuggi yfir
endanlegri gerð myndarinnar
um Gulskegg. Einn aðalleikar-
inn, Marty Feldman, sem átti
mikinn þátt í handritinu og var
einn aðalsprellarinn fyrir fram-
an myndavélarnar, lést nokkrum
dögum eftir að hann lauk við sitt
hlutverk. Það var Graham
Chapman, aðalleikari myndar-
innar, sem gaf Marty Feldman
fyrsta tækifærið til að spreyta
sig í sjónvarpsmyndum fyrir
fimmtán árum. Þegar svo Marty
Feldman bauðst að leika með öll-
um þessum gömlu vinum sínum í
Gulskeggi, þá hugsaði hann sig
ekki tvisvar um. Hann sagði
skömmu fyrir dauða sinn:
„í sumum myndum leik ég að-
eins fyrir peninga, en í öðrum
leik ég aðeins vegna fjörsins sem
því fylgir."
ur Silkwood-hjónanna sáu
myndina einnig. Þeim fannst
myndin ótrúlega nákvæm.
Ofbauð meira að segja hve mikið
er gert úr grófum talsmáta Kar-
enar, ennfremur rúmsenurnar.
Engu að síður lögðu þau blessun
sína yfir myndina.
Talsmenn Kerr-McGee hafa
lagt sig í líma við að úthúða
myndinni. Þeir segja hana fara
með ósannindi; staðreyndum sé
ruglað og getgátum sé breytt í
staðreyndir. Þeir hafa bent á að
róandi lyfið Quaalude, sem
Silkwood/Streep notar mjög
mikið í myndinni, hafi leitt til
bílslyssins og dauða Karen.
Daily Oklahoma, sem styður
Kerr-McGee í þrætunni, sagði í
ritstjórnargrein í október síð-
astliðnum: „Með því að láta
Óskarsverðlaunaleikkonuna
Meryl Streep leika titilhlut-
verkið, þá verður myndin
„Silkwood" án efa álíka traust-
vekjandi og Jane Fonda var
gagnvart kjarnorkunni í „The
China Syndrome". Ef að líkum
lætur munu framleiðendur
myndarinnar frekar höfða til til-
finninga hins almenna biógests
og horfa framhjá staðreyndum
málsins og alvöru málaferl-
anna.“
Maryl Streep er í titilhlut-
verkinu. Hún hafði tekið hlut-
verkinu áður en hún lék í „Sophi-
e’s Choice". Aðeins þremur vik-
um eftir að hún lauk við þá
mynd hóf hún æfingar á Silk-
wood.
Þegar liða tók á tökur mynd-
arinnar, runnu á Meryl tvær
grímur. Hún vissi ekki hverjum
hún ætti að trúa, því fólk sem
einhver afskipti höfðu haft af
Silkwood, hafði ólíkar skoðanir á
henni. Meryl fannst sem fólk
væri að tala um margar ólíkar
konur.
Rödd Karen Silkwood er til á
segulbandi og Meryl lærði tón-
hæð og talsmáta hennar af þvi.
„Silkwood" var útnefnd til
nokkurra Óskarsverðlauna og
slíkt þykir mikil upphefð. Verð-
launin voru afhent sl. mánudag
og sannreyndust þá spár manna
um sigurgöngu myndar James L.
Brooks, „Terms of Endearment",
en hún sópaði að sér helstu verð-
laununum. Mike Nicholson var
útnefndur sem besti leikstjóri,
Meryl Streep sem besta leikkona
í aðalhlutverki en hvorugt þeirra
hlaut náð fyrir dómnefndinni að
þessu sinni.
„Silkwood" verður sýnd í Bíó-
höllinni bráðlega.
HJÓ
„Bjórstofur“
á Akureyri
Akureyri. 24. apríl.
ÞÁ hefur „bjórstofu“-faraldurinn
hafið innreið sína á Akureyri, og
ekki aðeins á einum stað, heldur
nægði ekki minna en að bæði H-100
og Sjallinn opnuðu samtímis bjór-
stofur á síðasta vetrardag.
Mikil örtröð var við báða stað-
ina strax við opnum og jafnvel svo
að hleypa varð gestum inn í „holl-
um“.
Ekki var annað að sjá á gestum
en þeir kynnu þessari nýbreytni -
vel, eins og meðfylgjandi mynd
ber með sér.
Ljósm. Mbl. GBerg.