Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 68 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Fiski- súpur Heilagfiskisúpa með grænmeti (banda 3—4) 700 g heilagfiski (stórlúða) 1 lítri vatn 2 tsk salt í fisksoðið 5 piparkorn 5 allrahandakorn 'k tsk fenugreek 1 lárviðarlauf 1 stór rófa 2 meðalstórar gulrætur 100 g hvítkál eða örlítið grænkál 1 lítill blómkálshaus eða samsvarandi magn sprotakál (brokkoli) Hveitihristingur 1 egg + salt milli fingurgómanna 1 tsk smjör 1. Skerið uggana af fiskinum og skafið roðið. Skerið fiskinn ekkert í sundur. 2. Setjið vatn í pott, bætið salti í. Látið sjóða upp. 3. Setjið piparkornin, allrahandakornin, fenugreekið og lárviðarlaufið í grisju, bindið fyrir og setjið í vatnið. 4. Leggið fiskinn í vatnið, látið sjóða upp, minnkið hit- ann og látið vera við suðumark í 20 mínútur. 5. Setjið lftið vatn í annan pott, setjið örlítið salt út í. Látið sjóða upp, afhýðið rófuna og skerið í litla bita, skerið hvftkálið frekar smátt. Setjið í vatnið og látið sjóða í 10—15 mínútur. 6. Þegar fiskurinn hefur soðið í 12 mínútur, er gulrót- um í sneiðum bætt út í ásamt blómkáli eða sprotakáli. 7. Takið síðan fiskinn og kálið upp úr soðinu og haldið heitu. Best er að setja það í skálina sem súpan er borin fram í, setja lok eða álpappír yfir skálina. 8. Búið til hveitihristing og jafnið súpuna. Hún á að vera frekar þunn. Takið kryddpokann upp úr, kreistið örlítið en fleygið sfðan. Takið pottinn af hellunni og látið kólna örlítið. 9. Hrærið eggið með örlitlu salti, hellið örlitlu af súp- unni út í eggið og jafnið vel saman, setjið síðan eggið út 1 í súpupottinn. Hrærið hratt svo að eggið skilji sig ekki. Fagur fiskur flyðran í sjónum! Flyðra, heilagfiski, spraka, stór- lúða. Þau eru mörg nöfnin, sem þessum fiski eru gefin. Á Seyðisfirði, þar sem ég ólst upp, var þessi fiskur alltaf nefndur spraka eða heilagfiski. Nafnið stórlúða heyrði ég fyrst fyrir fáum árum í Reykjavík, og var þá fiskurinn þannig aðgreindur frá smálúðu eða lúðuloki. Sunnanlands heyr- ist nú sjaldan ann- að orð en stórlúða. Þessi fiskur er # hinn besti mat- fiskur, feitur og bragðgóður. Fisk- urinn er bestur á sumrin og haustin, en á veturna er fullorðni fiskurinn magur að lokinni hrygningu. Heilag- fiski er almennt borðað nýtt eða hert (riklingur) hérlendis, þó hefur á seinni árum verið hægt að fá reykt heilagfiski. „Flyðran er stærst allra flat- fiska. Getur orðið 3—4 metrar, allt að 200 kg og 40—50 ára. Nú á dögum eru sjald- gæfar flyðrur lengri en 2 m. Vegna hins hæga vaxtar og hve seint fiskurinn verð- ur kynþroska er stofninum mikil hætta búin af ofveiði." Feitur fiskur eins og heilagfiskið hentar vel í súpur. Hér er uppskrift að heil- agfiskisúpu með grænmeti, sem er mjög ljúffeng. Einnig er önnur uppskrift af súr- sætri súpu sem margir, einkum af eldri kynslóðinni, hafa dálæti á. Þeg- ar fiskisúpur eru bornar á borð þarf ‘ÍErOf ekkert annað en djúpa diska og skeiðar. Einnig eru fá áhöld notuð við tilb. á súpunum. 10. Setjið rófurnar og hvítkálið út í súpuna. Setjið smjörið út í. Takið fiskinn í sundur í Iitla bita. Hellið súpunni yfir fiskinn og grænmetið og berið fram. Athugið: Þið getið fjarlægt roðið og beinin áður en þið hellið súpunni yfir fiskinn, en sumir vilja borða roðið og sjúga beinin. Súr-sæt heilagfískisúpa (handa 3—4) 700 g heilagfiski (stórlúða) 1 lítri vatn 2 tsk salt 1 lárviðarlauf 2 tsk edik safi úr Vz lítilli sítrónu 12 mjúkar sveskjur 'h dl rúsínur 1 epli hveitihristingur 1 egg 1 'h tsk sykur 1 tsk smjör 'h sítróna í örþunnum sneiðum 1. Skerið uggana af fiskinum og skafið roðið. Skerið fiskinn ekkert í sundur. 2. Setjið vatn í pott, bætið salti, lárviðarlaufi, ediki og sítrónusafa saman við. Látið sjóða upp. 3. Leggið fiskinn 1 vatnið og látið sjóða upp, minnkió hitann og látið vera við suðumark í 20 mínútur. 4. Þegar 10 mínútur eru eftir af suðutímanum er sveskjum og rúsínum bætt út í. 5. Afhýðið eplið og takið úr því kjarnann, skerið síðan í báta. Sjóðið í súpunni síðustu 5 minúturnar. 6. Takið fiskinn úr soðinu og haldið heitum. Best er að setja hann í skálina sem súpan er borin fram í, setja lok eða álpappir yfir skálina. 7. Búið til hveitihristing og jafnið súpuna. Hún á að vera frekar þunn. Takið pottinn af hellunni og látið kólna örlítið. 8. Hrærið eggið með sykrinum, hellið örlitlu af súpunni út í eggið og jafnið vel saman, setjið síðan eggið út í súpupott- inn. Hrærið hratt svo að eggið skilji sig ekki. 9. Setjið smjörið i súpuna. Takið fiskinn i sundur i litla • bita. Hellið siðan súpunni yfir hann í skálinni. Skerið 'h sitrónu í örþunnar sneiðar og leggið ofan á súpuna. Athugið: Þið getið fjarlægt roðið og beinin áður en þið hellið súpunni yfir fiskinn, því sumir vilja borða roðið og sjúga beinin. Heilsóluð radial- dekk á verði sem fáir keppa við yílkaup 155 x 12 kr. 1.08G. 155 x 13 kr. 1.090,- 165 x 13 kr. 1.095.- 175 x 14 kr. 1.372,- 185 x 14 kr. 1.396,- 175/70x13 kr. 1.259,- 185/70 x 13 kr. 1.381.- VEITUM FULLA ÁBYRGÐ Síðumúla 17, inngangur að neðanverðum austurenda. Sími 68-73-77. Bladburöarfólk óskast! Austurbær Skúlagata Miötún Laugavegur frá 101 — 171 Hátún II Hátún III Samtún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.