Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 2
MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ1984 'SO og að síðustu lagði hann skóna sína góðu undir — og tapaði þeim. Foreldrar Kristins áttu heima á Ósi í Bolungavík og munu vera þangað sem næst tveir kílómetrar. Skipaði ég Kristni að fara úr skónum strax og spurði hann mig hvort ég ætlaði að láta sig ganga á sokkunum heim, en með því að norðaustan hragiandi var og frost, lánaði ég honum skinnskógarma, er ég átti. Sennilega viku seinna eða svo, gistum við Kristinn á „Café ísafjörður" og sváfum á svokölluðum almenningi, þ.e. fjöl- býlisstofu. Er við vöknuðum um morguninn, kom okkur saman um að fá okkur slag — það endaði nú þannig að Kristinn tók af mér það, sem ég átti af peningum og frakk- ann líka, en skóna náði hann ekki í, þeir voru úti í Vík, og þótti hon- um það súrt í broti. Skóna átti ég lengi.“ EKKERT FRAMUNDAN Oft vill teygjast úr spilalotunni þegar háar upphæðir eru í húfi, sem eðlilegt er; sá sem er í tapi vill freista þess að ná sér á strik og sá sem er í gróða hefur ekkert á móti því að græða svolítið meira. Enda er löngum spilað heilu sólarhring- ana þegar mikið er lagt undir. Og þrátt fyrir nokkurra sólarhringa þaulsetu við spilaborðið þykir ýmsum súrt í broti að þurfa að standa upp og hætta. Þetta hefur þó breyst í tímans rás eftir að „bitin“ fór að lækka. f þessu sam- bandi heyrist oft eftirfarandi saga: Nokkrir fjandvinir og spila- félagar höfðu setið látlaust við spilaborðið í tvo sólarhringa, frá fimmtudegi til laugardags, þegar einn var farinn að lýjast og vildi heim. Hinir tóku það ekki í mál, að hætta svona fyrirvaralaust og eyðileggja partýið, og var samið upp á það að spila einn sólarhring til viðbótar, sem þeim lúna hefur sjálfsagt þótt vel sloppið. Það er formlega samið um að hætta klukkan tíu daginn eftir. Þeir spila umræddan tíma og þegar klukkan slær tíu á sunnudags- morgninum stendur þreytti mað- urinn upp, þakkar fyrir sig og kveður. Það var sjálfhætt, þvf í þessu spili þurfti ákveðinn fjölda spilara, og ekki var grundvöllur fyrir að leita að nýjum á þessum tíma dags. Stendur þá einn spilar- anna á fætur, teygir úr sér, gengur að glugganum og segir vonsvikinn setningu sem seint mun gleymast: „Er þá ekkert framundan?" „Ja, ég veit ekki um þig,“ svarar annar úr |Kasjón er mikið spilað upp á peninga og þykir glæfralegt fjárhættu- spil. Þarna hefur einn spilarinn lagt upp óhreina kasjón. að potturinn getur orðið allstór, milli 20 og 30 þúsund. Torfi Halldórsson eyðir nokkr- um orðum að spilaklúbbum í endurminningabókum sínum og segir meðal annars á einum stað: „Það er einkennilegt með þessa spilaklúbba hér í Reykjavík, að það er einhver ódögun í þeim. Þótt rekstur þeirra gangi vel um stund, þá dragast þeir upp eftir misjafn- lega langan tíma og hætta, en ávallt er næsti klúbbur þá búinn að opna eða er í tilferð að opna. Það getur verið að margur mað- urinn eða $t6konan$t4 segi að bættur sé skaðinn þótt einhver spilaklúbburinn loki, en málið er í rauninni ekki svona einfalt. Þegar ég tala um spilaklúbba á ég ekki við klúbba, þar sem eingöngu eru spiluð ofsaleg fjárhættuspil sam- fara miklum drykkjuskap, ef til vill samfelldri spilamennsku og drykkju, mestan hluta sólar- hringsins. Ég skal færa orðum mínum stað um hina nauðsynlegu klúbba. Ýmsir ágætir bridge- og lomber- menn eru í fullu starfi til kl. 5 eftir hádegi, til dæmis skrifstofu- menn, lögfræðingar, kaupsýslu- menn o.s.frv. Margir þessara manna koma þá beina leið í klúbb- inn og spila þar til kl. 7 og fara þá beint heim til sín, og er þá þeirra spilaþörf fullnægt. — Ég vil skjóta því inn, að þessir menn koma aldrei í klúbbinn á öðrum tímum. Einnig er mýgrútur af fullorðnum mönnum, ókvæntum, fráskildum, ekkjumönnum og alls konar einstaklingum, sem að end- uðum vinnutíma leiðist að sitja auðum höndum heima, og þeirra afþreyingarstaður er spilaklúbb- urinn. Þarna koma saman flestir bestu spilamenn landsins og einn- ig koma þangað ungu mennirnir, sem gaman hafa af því að spila og læra af meisturunum, og verða smátt og smátt jafnokar þeirra og síðar betri, eins og lög gera ráð fyrir." hópnum, „en ég ætla heim og leggja mig í tvo tíma, en verð mættur í klúbbinn klukkan tvö!“ Þeir létu ekki deigan síga dreng- irnir á þeim árum. SPILAKLÚBBAR Mættur í klúbbinn, já. Hvaða kúbb? Þeir hafa verið nokkrir spilaklúbbarnir í Reykjavík þar sem fjárhættuspil hefur viðgeng- ist. Margir muna eflaust eftir Ásaklúbbnum og Tígultvistinum, sem voru við lýði fram til 1970. í dag er starfandi einn spilaklúbbur í Reykjavík, við Hverfisgötu, sem telur um það bil 100 meðlimi. Þar eru að jafnaði nokkuð margt um manninn, milli 20 og 30 mannns á degi hverjum, en þó oftast sömu mennirnir. Algengustu spilin núorðið eru póker og kasjón, en bridge er einn- ig spilað að nokkru marki. í bridgepartýunum er yfirleitt „lúsabit", eins og það heitir á fag- máli, en bæði kasjón og póker eru spiluð nokkuð hátt. Nær eingögnu er spilaður opinn póker, sem þýðir að fjórum sinnum er boðið I hverju spili. Hæsta bitin sem spil- uð er í dag er 100, 200, 400, 3.000 — þ.e.a.s. á fyrsta spil má bjóða hæst 100 krónur, á næsta spil 200, þá 400 og í lokaboðinu má bjóða allt að 3.000. Það tekur um það bil 5 mínútur að spila hvert spil og oft eru tíu manns við borðið, þannig GREIN: GUDM. PÁLL ARNARSON MÁNAÐARKAUPIÐ DUGÐIFYR- IR EINUM HRING í PÓKER 1) LAMBDA meö veggfestingu 2) LAMBDA með veggfestingu 3) SWIFTY meö veggfestingu 4) SWIFTY meö veggfestingu 5) SWIFTY meö „musik“ kr. 1.500 — 1 minni kr. 2.250 — 10 minni kr. 2.374 — 1 minni kr. 3.274 — 10 minni kr. 2.640 — 1 minni Ársábyrgö sam- þykkt af Póst og síma. Kló ffylgir. Pantiö strax í dag. SENDUM UM ALLT LAND Verö frá krónum 1.500.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.