Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984
LEIGUTUKTHUS
DRAUMADÍSIR
Vinsamlegast
sendið eina
undirgefna...
Blómaskeið póstverzlunar í
Bandaríkjunum er löngu liöiö,
en svo virðist sem þessir verzlun-
arhættir séu aftur farnir aö glæö-
ast í nýrri mynd. Bandarískir
karlmenn, sem eru orönir dauö-
þreyttir á jafnréttisstússi og þaö
sem þeir kalla skort á „kvenlegum
dyggöum“ hjá bandarískum kon-
um, eru farnir aö panta sér í
hrönnum hæglátar og undirgefnar
konur frá Austurlöndum. Og viö-
skiptin fara fram meö pósti.
Á síöasta ári komu rösklega þrjú
þúsund konur til Bandaríkjanna frá
Malaysíu, Thailandi og Filippseyj-
um meö svonefndar K-1-vega-
bréfsáritanir. Með slíka vegabréfs-
áritun er handhafa heimilit aö
ganga aö eiga bandarískan borg-
ara innan 90 daga, aö öörum kosti
veröur hann aö hverfa úr landi aö
nýju. Fyrir áratug voru K-1-vega-
bréfsáritanir aöeins gefar út til 40
Asiubúa.
Þessi hjúskaparmiölun gegnum
póst er rekin víöa í Bandaríkjun-
um, en blómlegust munu viðskiptin
vera hjá fyrirtækinu „Alþjóöaþjón-
usta Ameríka-Asía“. Þaö er rekiö
af Louis Florence, sem er Banda-
ríkjamaöur á fimmtugsaldri og
konu hans Tess, sem er frá Manila
á Filippseyjum. Fyrirtækiö reka
þau á heimili sínu í San Fernando
Valley í Los Angeles.
í viötali fyrir skömmu sagöi Flor-
ence meöal annars: „Við höfum út-
vegaö 782 eiginkonur frá því að
viö hófum starfsemina áriö 1979.
Okkur er ekki kunnugt um aö neitt
af þessum hjónaböndum hafi end-
aö meö skilnaöi."
Florence segir að viðskiptavinir
þeirra hjóna skiptist í tvo ámóta
stóra hópa. Um þaö bii helmingur
eru ungir, óvkæntir hvítir menn,
sem hafa gefist upp viö aö leita aö
„hógværri og blíðlyndri“ drauma-
dís í Bandaríkjunum. í hinum
hópnum eru fráskildir menn, fer-
tugir eöa eldri, sem eiga sára
hjónabandsreynslu að baki, en eru
staöráönir í aö kvænast á nýjan
leik.
John Line er 41 árs og dæmi-
geröur fyrir síöari hópinn. Hann er
mjög ánægöur meö þjónustu „Am-
eríku-Asíu“ og kveðst hafa fengiö
sig fullsaddan af „haröskeyttum“
bandarískum konum, sem hegöi
sér eins og karlmenn. „Bandarísk-
ar konur viröast hafa glataö kven-
legum þokka sínum i leitinni aö
svokölluöu sjálfstæöi," segir hann.
Þegar „Ameríka-Asía“ auglýsti
fyrir John Line bárust 270 svör.
Hann svaraöi 70 bréfum og fór síö-
an flugleiöis til Filippseyja til fund-
ar viö þá útvöldu. Hún hét Felina
og var 21 árs. Ástin biómstraöi.
Hjónakornin búa í Baldwin Park í
Los Angeles, þar sem býr fólk af
ýmsum kynþáttum. Felina aöstoð-
ar mann sinn í fyrirtæki hans.
„Konur frá Asíu eru fyrirmyndar-
eiginkonur," segir Line, en hann
ætti aö vita þetta því aö hann hefur
veriö giftur oftar en einu sinni áö-
Auðsveípnin er fyrir öllu.
ur. „Þær eru hreinlátar, vinnusam-
ar og ástríkar. Þær hlýöa og bera
virðingu fyrir manni. Felina hefur
lagt sitt af mörkum til aö bæta
framleiösluna hjá fyrirtæki mínu.
Hinar konurnar mínar vildu ekki
stíga fæti þar inn fyrir dyr.“
Florence hjúskaparmiðlari
kveöst hafa byrjaö á viöskiptunum
eftir aö hann komst sjálfur aö raun
um hvílík sæla þaö var aö eiga
austræna konu. „Ég var í slæmu
hjónabandi í 23 ár. Eftir skilnaöinn
virtust mér bandarískar konur að-
eins tvenns konar. Annars vegar
fráskildar og fullar af beizkju, hins
vegar hálfrugluö stúlkubörn, sem
dönsuöu allar nætur og reyktu
hass.“
Hann setti hjúskaparauglýsingu
í blaö i Manila og fékk hvorki meira
en minna en 500 svör. Hann valdi
Tess sem var fertug ekkja eftir
brezkan vísindamann. „En þá voru
499 einmana konur eftir,“ segir
hann. „Ég vissi að þeirra var þörf
hér vestra. Og svo stofnaöi hann
ásamt konu sinni fyrirtækiö „Al-
þjóöaþjónustuna" sem þau kenna
við Ameriku og Asiu.
Innflytjendayfirvöld í Bandaríkj-
unum segjast vera mótfallin
„brúöa-póstþjónustunni", því aö
hún geti haft í för meö sér ólögleg-
an innflutning og annars konar
misnotkun. Glæpafélag á Manila
mútaöi til dæmis bandarískum
hermönnum til aö ganga aö eiga
stúlkur frá Filippseyjum, fara meö
þær til Bandaríkjanna og skilja viö
þær. Síöan voru þær þvingaöar til
aö stunda vændi.
En talsmaöur yfirvalda játar aö
starfsemi hjúskaparmiölaranna sé
lögmæt. „Hún viröist svara ein-
hvers konar þörf. Viö eru varnar-
lausir."
WILLIAM SCOBIE
Einkafram-
takið færir
út kvíarnar
Hiö frjálsa framtak lætur sér fátt
mannlegt óviökomandi í Banda-
rikjunum. Nú hefur þaö látiö til sín
taka í fangelsismálum. Einkafyrir-
tæki leggja nú kapp á aö komast
aö samningum um aö reisa og
reka fangelsi og bera þaö fyrir sig,
aö þau séu miklu hæfari til þess en
yfirvöld.
Snemma i april sl. opnaði Betr-
unarfélag Ameríku stofnun, sem
þaö kallaði „aöstööu meö 350
rúmum fyrir óskráöa útlendinga“ í
Houston í Texas. Fyrirtækiö varöi
um 120 milljónum til aö reisa þetta
fangelsi í því skyni aö hýsa þar fólk
sem laumast hefur yfir landamærin
frá Mexíkó og veriö handsamaö.
Fólkiö er frá löndum rómönsku
Ameríku, og straumur þess noröur
til Bandaríkjanna fer ört vaxandi.
Betrunarfélagiö geröi samning viö
útlendingaeftirlitiö um vistun þess.
Hinir ólöglegu innflytjendur í
Houston-fangelsinu munu dveija á
meðan mál þeirra eru rannsökuö
og ákvaröaö hvort þeir fái að
dveljast i Bandaríkjunum eöa veröi
sendir heim aftur. Utlendingaeftir-
litiö greiöir Betrunarfélaginu 720
krónur á dag fyrir hvern útlending,
sem haföur er í haldi.
Don Hutto, framkvæmdastjóri
Betrunarfélagsins, er enginn ný-
græðingur í fangelsismálum, því
aö hann hefur fariö meö stjórn
ríkisfangelsa í Virginíu og Arkans-
as. Hann segir aö fangelsiö í Texas
sé „nýtískuleg bygging, sem falli
vel aö iönaöarhverfinu, þar sem
hún er“. Útlendingarnir verða í
100-rúma svefnskálum og hafa
alla þá „þjónustu" sem tíökast i
venjulegum fangelsum vestra.
Öryggisvarsla verður í höndum
vopnaöra varömanna, sem félagiö
hefur á sínum snærum.
Betrunarfélag Ameríku hefur
aöalbækistöövar í Tennessee, og
Allir velkomnir — meöan klefa-
pláss leyfir.
var stofnaö á síöasta ári. Frum-
kvöölar þess voru nokkrir hluthaf-
ar i hinni risastóru Sjúkrahúsa-
samsteypu Ameríku, en þaö er
stærsta félag einkaaöila, sem rek-
ur sjúkrahús í Bandaríkjunum, og
innan vébanda þess eru nokkur
hundruö heilbrigöisstofnanir.
Betrunarfélagiö væntir þess nú
aö fá leyfi til aö reka tvö önnur
fangelsi, en í bigerö er aö fela
einkaaöilum rekstur Rutherford
County-fangelsisins í Tennessee
og Tasco-fangelsisins í Flórida. Á
báöum stööum eru rösklega 200
fangar.
Forsvarsmenn Betrunarfólags-
ins segjast horfa fram á mikiö
blómaskeiö, því aö fangar í Banda-
ríkjunum eru um 400.000 talsins
um þessar mundir og fer enn fjölg-
andi. Fjármálastjóri fyrirtækisins
orðar þetta þannig aö hér sé upp-
hafiö aö splunkunýrri atvinnugrein.
— MARTIN BAILEY.
ORÐAGLAMUR
Slitin
slagorð
Slagoröiö var rússneskt,
þetta venjulega, hvítir stafir á
rauöum borða. „Lengi lifi hin
leníniska utanríkisstefna Sov-
étríkjanna," stóö þar. Einhver
hafði hengt duluna upp yfir úti-
dyrunum hjá stofnun, sem sér
um aö fylgjast meö útlending-
um í Moskvu. Það var á rússn-
esku og hlýtur því aö hafa verið
ætlaö starfsmönnum stofnun-
arinnar, þó að ætla mætti, aö
útlendingar heföu e.t.v. meiri
þörf fyrir þaö.
Hvaða áhrif hafði slagorðiö á
þá, sem sáu þaö og nenntu að
hafa fyrir því aö lesa það? Ekki
mjög mikil, ef marka má þá
gagnrýni, sem nú er höfö uppi í
Sovétrikjunum á árangurinn af
öllum áróörinum þar i landi.
Áróðursvélin rússneska er hins
vegar svo svifasein, aö enn er
verið aö hengja upp sömu
gömlu og þreyttu slagoröin,
sem engin sjáanleg áhrif hafa á
sovéskt samfélag nema aö
valda fólki leiöindum.
Hvernig á þá nútímalegur,
sovéskur áróðursmeistari að
vera?
Hann á „ekki aðeins aö hafa
staögóða þekkingu á marx-
lenínismanum heldur einnig á
félagsfræöi, sálfræöi og upp-
eldisfræöi og hæfileika til aö
notfæra sér hana í verki.
Hugmyndafræðilegir eftirlits-
menn flokksins á hverjum staö
eiga að vera skemmtilegir og
hvers manns hugljúfi enda
þurfa þeir aö fást viö mjög viö-
kvæma þætti í mannlegum
samskiptum".
Þetta er a.m.k. skoðun
Mikhails Nenashevs, ritstjóra
Sovietskaya Rossiya, málgangs
miðstjórnar kommúnistaflokks-
ins, en hann var mjög hrifinn af
þeim breytingum, sem Andro-
pov heitinn reyndi aö beita sér
fyrir. Andropov vildi nálgast
vandamáliö meö nýjum hætti.
Gamaldags áróöur, slagorða-
flaumur, sem enginn tekur eftir,
og drepleiðinlegar ræöur, var
aö hans áliti ekki bara til-
gangslaus heldur beinlínis
skemmandi. Andropov vissi
nefnilega, að ungt fólk í Sov-
étríkjunum nú er betur mennt-
aö en foreldrar þess, og þess
vegna enn hættulegra fyrir
stjórnvöldin ef þau missa tökin
á því.
Gömlu slagorðasmiðirnir eru
samt sem áöur ekkert á förum,
á því er engin hætta. Ástæöan
er m.a. sú, aö kommúnistar
leggja mest upp úr þeirri kenn-
ingu, aö í heiminum séu bara
góöir menn eða vondir, öreigar
eöa borgarastétt, og slíkur
þankagangur leyfir enga fágun
eða fínlegheit.
Sem dæmi um þetta má
nefna að aðalritari kommún-
istaflokksins í borginni Brest,
sem er viö sovésk-pólsku
landamærin, gagnrýndi nú ný-
lega ungt fólk fyrir litla stéttar-
vitund. „Þaö viröist ekki skilja
almennilega," sagöi hann, „aö
höfuðfjandinn nú er sami stétt-
aróvinurinn og áöur var viö lýöi
í Sovétríkjunum sjálfum en
finnst nú aðeins utan landa-
mæranna."
Æskulýðssamtök kommún-
istaflokksins í Brest-Litovsk
létu sig einnig málið skipta og
geröu þau menn út af örkinni til
að kanna ástandið hjá unga
fólkinu. Ef þeir fundu ungan
mann eða konu úti á götu „í
útlendum fatnaöi meö merki á“
var viökomandi stoppaöur og
þeðinn aö skýra út hvaö merkin
táknuöu. Ein stúlkan vissi t.d.
ekki, aö merkin á blússunni
hennar væru „Davíösstjarnan“
merki zíonista.
Hvaö ætli ungu fólki í Brest-
Litovsk finnist svo um manninn,
sem stóö fyrir þessum aðgerö-
um? Skyldi því finnast hann
„skemmtilegur og hvers manns
hugljúfi" eöa aö hann viti hverjir
eru „viðkvæmu þættirnir í
mannlegum samskiptum"?
— MARK FRANKLAND.