Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 18
66 koi.t <tí » qiirt f rrTtvtMTfp íiki * mMTmar'M MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 Einkenni verka jap- anska grafíklista- mannsins Kunito Nagaoka, sem hér var í boöi Mynd- lista- og handíða- skólans fyrir skömmu Q £ ■ ■ vergi annars staðar " " P4 hef ég séð landslag 'ií ■ sem er eins líkt lands- laglnu í myndum mínum og hér á íslandi. Þaö er gróft og einfalt, fjöll og hraun. Ég hélt satt að segja að landslag mitt ætti sér enga fyrir- mynd, en nú sé ég að það mætti líta á mig sem hreinan naturalista á íslandi! Og samspil tækni og náttúru hér á landi er ekki ósvipaö því sem ég reyni aö lýsa í verkum mínum: leiöslur í hrauni, spúandi borholur í auön, vatnstankar uppi í hlíö og svo framvegis. Ég gerði mér ferð út á Reykjanes fyrir skömmu og hef sjaldan oröið jafn hrifinn og spenntur," sagði Japan- inn Kunito Nagaoka, grafíklista- maður, sem staddur var hér á landi nýlega í boöi Myndlista- og Fullkominn samruni tækni og náttúru. handíöaskóla islands. Nagaoka er heimsþekktur maður í sinni list, koparætingu og akvatintu, og hef- ur þróaö mjög persónulegar aö- feröir viö myndgerö sína, sem hann miðlaöi um mánaöarskeiö til nemenda Myndlista- og handíöa- skólans. Meöfylgjandi myndir sýna svart á hvítu — því miöur ekki í lit — hvaö Nagaoka á viö. Mótífin hjá honum eru sláandi lík hvert ööru, byggjast öll á samspili óskil- greindrar tækni og hrjóstugrar náttúru. Og þaö er vissulega ekki fráleitt aö ímynda sér aö fyrir- myndin aö sumum verkum hans sé eitthvert virkjanasvæöiö hér á íslandi, enda segir Nagaoka aö hann hafi ekki fengiö svo mikiö af nýjum hugmyndum um árabil eins og þennan mánuö sem hann dvaldi á islandi. Og hann er ákveö- inn í aö koma aftur strax t sumar og reyna þá aö feröast um landiö. Samspil náttúru og tækni „Náttúra og tækni og samspil þessara krafta, er helsta viöfangs- efni mitt,“ segir Nagaoka. „Ég kalla þetta krafta, því ég lít á hvort tveggja fyrst og fremst sem öfl. Öfl sem togast á, en þurfa og veröa aö lifa í sátt og samlyndi. Það veröur aö vera fullkomiö samræmi á milli náttúru og tækni, eöa kannski væri réttara aö segja aö tæknin megi ekki ganga fram af náttúrunni, éta hana upp, heldur veröur hún falla inn i náttúruna og samlagast henni á eölilegan hátt. Á vissan hátt mætti túlka mynd- ir mínar sem viövörun. Viö lifum á háskalegum tímum þar sem tækn- in hótar að taka af mönnum völdin og leggja heiminn í rúst. Ekki svo aö skilja aö ég hafi eitthvaö á móti tækninni sem slíkri. Þvert á móti. Ég er alinn upp viö rætur eldfjalls, sem er magnaö náttúruafl sem býr yfir miklum eyöingarkrafti. En eins og önnur náttúruöfl má virkja þennan kraft í þágu mannkyns, og Þrennir tón- leikar Tón- listarskólans í Reykjavík TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík heldur þrenna tónleika í Austurbæj- arbíói í næstu viku. Fyrstu tónlcik- arnir verða mánudaginn 7. maí. l>á leikur Guðrún Þórarinsdóttir einleik á víólu. Þriðjudaginn 8. maí leikur Bryndís Pálsdóttir einleik á fiðlu. Þetta er fyrri hluti einleikara- prófs þeirra frá skólanum. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó á báðum tónleikun- um. Hinir árlegu vortónleikar skól- ans verða svo miðvikudaginn 9. maí. Efnisskrá verður fjölbreytt, m.a. verður frumflutt verk eftir einn af nemendum tónfræðadeild- ar og barnakór skólans mun koma fram. Allir tónleikarnir hefjast kl. 7 og er aðgangur öllum heimill. Ljósm. G. Berg. Akureyri: Ljósmyndasýning í Útvegsbankanum Akureyri, 3. maí. OPNUÐ hefur verið í afgreiðslusal Útvegsbankans á Akureyri Ijós- myndasýning, sem standa mun út maímánuð. Þar sýna Guðmundur Brynjars- son og Kristján G. Arngrímsson ljósmyndir sínar. Guðmundur sýnir 11 litmyndir en Kristján 9 svart/hvítar myndir. Guðmundur Brynjarsson starfar í ljósmynda- versluninni Filmuhúsinu á Akur- eyri, en Kristján, sem er við nám enn, hefur starfað sem ljósmynd- ari við Vikublaðið Dag á Akureyri. Myndir þeirra félaga eru til sölu og er verð litmynda kr. 2.500 en svart/hvítra 1000. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Guðmundur og Kristján er þeir höfðu rétt lokið uppsetningu mynda sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.