Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 Geimstríð er í algleymingi á milli jarðar- innar og plánetunnar Dracon í Fyrine- sólkerfinu. Davidge, hermaður frá jörðinni, og Drac, hermaður frá Dracon, heyja einvígi í geimskipum sínum, sem lyktar þannig að þeir skjóta hvor annan niður fyrir ofan plán- etuna Fyrine IV. Á Fyrine IV herjast þeir áfram, en smám saman hverfur hatrið og ofbeldið fyrir vináttu og skilningi þeirra i milli. Baráttan fyrir því að komast lífs af sameinar óvinina tvo, þrátt fyrir áframhald- andi stríð á milli plánetanna. Ófyrirsjáan- legt og óheillavœnlegt atvik skilur þá að, en minningin um vináttu, traust og ást á milli tveggja stríðandi aðila varir áfram. I þessa veru er söguþráður kvik- myndarinnar „Enemy Mine“, sem byggð er á samnefndri vísindaskáldsögu 21. aldarinnar eftir Barry Longyear. Bandaríska kvik- myndafyrirtcekið Twentieth Century-Fox stendur á bak við myndina og þykir nokkuð víst að Enemy Mine verði rauðasta rósin í hnappagati þess á nœsta ári. Hluti hennar er tekinn á íslandi og hefur um hundrað manna hópur unnið undanfarnar vikur að kvikmyndatöku í Vestmannaeyjum. Þegar þeim lýkur verður síðan haldið á Skóga- sand og í nágrenni Reykjavíkur, en tökum hér á Islandi lýkur í maílok. Þá verður haldið til Budapest í Ungverjalandi, Kanarí- eyja og jafnvel víðar, en kvikmyndatökum lýkur endanlega í ágúst á þessu ári. Ráð- gert er að Enemy Mine verði síðan frum- sýnd í júní 1985. Enemy Mine kostar þrjú ár af mínu lífi — segir leikstjórinn, Richard Loncraine, í samtali við Mbl. „ÞAÐ SEM ég vil gera með Enemy Mine er að búa til kvikmynd sem er meira en venjuleg kvikmynd, mynd sem er virkilega þess virði að sjá. Mynd sem ég gæti farið með börnin mín og þess vegna ömmu mína til að sjá og við myndum öll skilja og bafa jafn mikla ántegju af. Önnur ástæða sem við verðum að horfast í augu við er að almenningur í dag fer ekki i kvikmyndahús fyrir hvað sem er, fólk getur allt eins horft á kvik- myndir á myndbandi heima hjá sér. Til að ná til þessa fólks og fá það til að koma í kvikmyndahús þarf ein- faldlega að bjóða því upp á kvik- mynd sem er einstök og kalla má „Którmynd". Og það er einmitt það sem við erum að gera með Enemy Mine," segir Richard Loncraine, Bretinn sem leikstýrir nú sinni fjórðu og umfangsmestu kvikmynd, Enemy Mine, í samtali sem Morgun- blaðið átti nýverið við hann í Vest- mannaeyjum. — Hver er framtíðarsýnin í myndinni? „Hún er afskaplega jákvæð, eins og min eigin. Eg á sjálfur þrjú börn og neita að trúa þvi að þeirra framtíð markist af og endi með kjarnorkusprengjunni. Enemy Mine er unnin með sama hugar- fari, enda annað ekki hægt með kvikmynd sem gerð er eftir jafn Richard Loncraine. Mwounbiaðið/siflurgeir einlægu og fallegu handriti og þessu. Myndin er, þegar allt kem- ur til alls, ástarsaga tveggja aðila sem eiga í striði. Tveggja aðila sem lærist að lifa saman, læra hvor af öðrum, treysta hvor öðrum og byggja upp vináttu, þrátt fyrir hatrið á milli þjóða þeirra, sem endurspeglaðist hjá þeim i upp- hafi. Ef maður lítur framhjá tækni- legu hliðinni, þá gæti Davidge ver- ið geimfari dagsins í dag. Drac er sfðan þessi stolti, fallegi persónu- leiki. Hvernig þeir bjarga hvor öðrum frá dauða og það sem þeim lærist i sinum samskiptum er á sinn hátt boðskapur fyrir okkar heim í dag og í framtíðinni." — Hvað gerist myndin langt frá okkur í tíma? „Samkvæmt handriti gerist hún 80 árum héðan í frá. Þrátt fyrir það er öll umgjörð hennar mjög raunveruleg. Hún er hátæknileg að vissu marki, en ekki ef menn miða við kvikmyndir eins og Star Wars, til dæmis. Leikmyndina höfum við eins raunverulega og hægt er. Hér í Vestmannaeyjum er sviðsmyndin landslagið eins og það lítur út. Það sem við notum aukalega af leik- munum, til dæmis kóralla og sjáv- ardýr sem ekki lifa hér uppi á ís- landi, flytjum við inn frá Suður- höfum. Þannig reynum við að hafa eins lítið af „óekta“ leikmunum og við getum. Aðra hluti, sem hvergi finnast, eins og fururnar uppi á Skógarsandi, verðum við náttúru- lega að láta búa til.“ Þegar talið berst að íslandi vaknar óneitanlega spurningin um hvers vegna menn fara upp til ís- lands með útitökur, þar sem allra veðra er von. Og „Foxararnir", eins og Vestmanneyingar kalla þá, hafa fengið nokkuð itarleg sýnis- horn af íslenskri veðráttu. „Rign- ingin ykkar er stórkostleg," “sagði einn þeirra við blm., „það er nokk- uð sama í hvaða átt kvikmynda- vélunum er beint, hún kemur allt- af þaðan." Annar tók I sama streng; „Veðurspáin á íslandi er sú sama fyrir hvern dag ársins; rigning, sólskin, snjókoma, hvass- viðri ... “ Loncraine svarar spurningunni svo: „Jú, það er nokkuð erfitt að vinna hér vegna veðursins, en þess virði. Reyndar má segja að vinnu- dagur minn einkennist nokkuð af því að reyna að halda sér þurrum með einhverju móti, jþað er aðal- málið á þessari eyju. Eg er jafnvel farinn að nota í því skyni jafn fá- ránlega hluti og þennan hatt,“ segir hann og sýndi blm. klassísk- an olíuborinn sjómannahatt. „Landslag ykkar er náttúrulega aðalástæða þess að ísland varð fyrir valinu. Þegar ég kom hingað til að kynna mér aðstæður og fór út á Skógarsand fékk ég þá til- finningu að ég væri einn i heimin- um. Það er einmitt sú tilfinning sem ég vil að nái til áhorfenda þegar þeir sjá leikarana í þessu sama umhverfi." Aðstandendur myndarinnar, þ.á m. Loncraine, ferðuðust m.a. til suð-vestur og austur Afríku, Skotlands og Kanada í leit sinni að réttu um- hverfi fyrir hana. Hann heldur áfram: „Á sama hátt leituðum við að landssvæði með hrjóstrugu, ógrónu og eyði- legu hrauni. Hraunbreiður má náttúrulega finna annars staðar en hér, en ísland er eina landið á Norðurhveli þar sem er jafn nýtt, ógróið hraun og við vildum fá. Umhverfið hér er miklu skelfi- legra og meira yfirþyrmandi en við hefðum nokkurn tíma getað búið til í stúdíói. Við verðum með senu þar sem hitagufan stigur upp af hrauninu, aðra þar sem sólin skín í gegnum 7 metra þykkan ishelli og þetta er allt raunverulegt landslag. Það væri ekki sem verst ef áhorfendur koma út af myndinni og segja: Hvar tóku þeir þetta eiginlega, hvernig fóru þeir að þessu?“ — Hvað tekur Enemy Mine mörg ár af þínu lífi? „Það er stór munur á hvort þú ert að tala um raunveruleg ár eða þrekið sem fer í að að gera mynd- ina,“ segir Loncraine brosandi, „en svona í alvöru talað þá giska ég á að Enemy Mine kosti mig um þrjú ár. Hvað þá tekur við er óvíst að öllu leyti, nema að ég ætla að vinna við eitthvað „lítið“. Eitthvað sem ég get verið útaf fyrir mig við að gera, t.a.m. hef ég mikinn áhuga á að setjast niður við hand- ritaskrif. Það kostar þó nokkra skipulagningu að leikstýra um- fangsmikilli mynd, eins og Enemy Mine. Jafnvel einfaldir hlutir eins og að skreppa einn út að versla, verða alls ekki svo einfaldir þegar maður hefur fjöldann allan af samstarfsmönnum með sér allan liðlangan daginn." — Að lokum, ein klassísk spurn- ing. Hvaða leikstjóri gerir bestu kvikmyndirnar í dag? „Spielberg," segir Loncraine umsvifalaust, „hann er einn af þessum hæfileikamönnum sem getur framleitt mynd sem snertir hjörtu allra. Það sýndi hann best með E.T. og ég held að stærsti kosturinn hans sem leikstjóra sé að hann talar ekki „niður“ til áhorfenda. Satt best að segja er hann eini leikstjórinn sem hefur gert mynd með sama hugarfari gagnvart fólkinu sem horfir á hana og við erum að gera hér með Enemy Mine, þó með myndunum sem slíkum og söguþræðinum í þeim 8é fátt sameiginlegt.“ Að því búnu hverfur Loncraine af stað f Prestavíkina, með regnhattinn undir hendinni. VE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.