Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 73 Geimskipin í Prestavíkinni, en „hulunni“ veröur ekki svipt af þeim fyrr en á frumsýningu. Morgunblaðiö/Sigurgeir Óskarsverölaunahafarnir sem vinna við myndina. F.v. Louis Gossett jr. sem hlaut verölaunin fyrir leik sinn í „An Officer and a Gentleman" og Ronnie Taylor sem fékk þau fyrir kvikmyndatökuna í „Ghandi“. Svið á stærð við Wembley Stadium og fjögur geimskip í fullri stærð — umfangið við gerð kvikmyndarinnar KOSTNAÐURINN við gerð Enemy Mine er áætlaður tæpar tuttugu millj- ónir bandaríkjadala. En kvikmynd sprettur ekki upp af ríflcgri fjárvcit- ingu cinni saman, þar þarf til fólk sem kann sitt fag, hvoru megin við kvikmyndavclarnar sem starf þeirra liggur. Sem fyrr segir fjallar Enemy Mine um samskipti jarðbúans Davidge við Drac frá fjarlægri plánetu. Edward Khmara reit kvikmyndahandritið upp úr samnefndri vísindaskáldsögu Barry Longyear. f hlutverki jarðbúans er Dennis Quaid, sem á m.a. að baki leik f „The Right StufU*, „Jaws 111“, „The Long Riders“ og nýverið „Drcamscape" sem gerð var af 20th Century-Fox. Með hlutverk Drac fer annað þekkt andlit, Louis Gossett jr., þó að menn kannist liklega ekki við andlitið sem slfkt f Enemy Mine, en förðun hans fyrir hverja töku tekur fimm til sex klukkustundir. Gossett er þekktastur fyrir leik sinn í hlut- verki liðþjálfans sem hélt uppi her- aga í „An Officer and a Gentle- man“, og færði honum óskarsverð- launin á sl. ári. Hann á einnig að baki leik í myndum eins og „The Deep“, „Travels With My Aunt“ og nú síðast í „Sadat", þar sem hann fer með titilhlutverkið. Andlitin á breiðtjaldinu segja þó ekki alla söguna, umfangið hjá hópnum á bak við er síst minna. í þeim hópi er sá sem hefur „augu kvikmyndavélanna“, leikstjórinn Richard Loncraine, myndhöggvari, æm um árabil starfaði hjá BBC, bresku sjónvarpsstöðinni, og hefur m.a. leikstýrt myndunum „The Mis- sionary" og „Brimestone and Tre- acle“. Yfirumsjón með kvikmynda- tökunni, en myndin er tekin i ana- morfic (breiðtjaldi), hefur Ronnie Taylor, óskarsverðlaunahafinn á bak við kvikmyndavélarnar 1 „Ghandi“. Brian Morris er sviðs- myndahönnuður, en hann gerði sviðsmyndina í „Quest for Fire“, og Gil Parrondo, sem hefur á hendi listrænt útlit myndarinnar, hefur fyrir samskonar vinnu unnið í tví- gang til verðlauna. Framkvæmdastjóri myndarinnar og sá sem hefur yfirumsjón með gerð hennar að öllu leyti er Stanley O’Toole, en hann á að baki sams- konar vinnu við fjölmargar kvik- myndir, m.a. „Outland“, „The Boys From Brazil“ og nú síðast mynd Barböru Streisand, „Yentl“. Fram- kvæmdalegur ráðgjafi við gerð hennar, bæði hér og í Ungverja- landi, er síðan Ron Carr. Fjöldi annarra fagmanna með sérþekk- ingu hver á sínu sviði hafa verið, og verða, kallaðir til við gerð Enemy Mine. Fæstum okkar er ljóst hvert um- fangið við gerð kvikmyndar er, áður en hún birtist okkur á hvlta tjald- inu. I Búdapest hefur verið unnið í heilt ár að undirbúningi fyrir tökur, sem hefjast þar í júní. Þar er búið að byggja svið, sem er framhald af sviðinu á Skógarsandi, með risafur- um og skrímslum, 7 metrum yfir ólgandi háþrýstiknúið vatnsborð og á stærð við Wembley Stadium í Lundúnum. Einnig er þar búið að gera annað gríðarstórt svið sem er geimstöðin og hýsir fjögur geim- skip í fullri stærð. Sérstakir skordýrafræðingar voru fengnir til að sjá um „dýralíf- ið“ á plánetunni Fyrine IV, en þar eru notuð ýmiskonar sérkennileg og óalgeng skordýr. Sakar ekki að geta þess að miklar varúðarráðstafanir fylgja því að vera með skordýrin hér og er yfir þeim stöðug gæsla. Eða eins og fréttafulltrúi Enemy Mine, Hunt Downs, sagði: „Það er Lóniö í Prestavíkinni eins og þaö leit út á meöan veriö var að búa þaö til og eins og þaö lítur út í myndinni. Prestavíkin, þar sem stssrstur hluti myndatökunnar í Eyjum (er fram. auðveldara að brjótast út úr Alca- traz en fyrir skordýrin að komast burt frá gæslumönnum." Mestur hluti myndarinnar er leikinn, en tæknileg atriði, eins og geimbardaginn, eru gerð hjá ILM, International Light Magic, fyrir- tækinu sem m.a. sá um tæknilegu atriðin í Star Wars. Slík atriði eru þau einu sem gerð eru í Bandaríkj- unum, leiknu atriðin eru öll tekin i öðrum löndum. Þegar tökum lýkur í Búdapest fer hópurinn líklega til Kanaríeyja, þar sem suðræn „pláneta" verður búin til og komið hefur til tals að taka vissar senur á Bermuda-eyjum. Hvar endanlega verður kvikmyndað er þó ekki afráðið. Vegna kvik- myndatökunnar i Vestmannaeyjum kom þangað rúmlega 100 manna hópur, en þar fyrir utan vinna álíka margir íslendingar á einn eða ann- an máta við myndina. Þurfti að finna húsnæði fyrir fólkið frá 20th Century-Fox, hvort heldur var á hóteli eða einkaheimilum, sjá þvi fyrir fæði og öðrum nauðsynjum og flytja allan tækjabúnað, leikmuni og farartæki, til Eyja. Það tókst að lokum og kunni talsmaður hópsins, Hunt Downs, Vestmanneyingum og þeim Islendingum öðrum sem greitt hafa götu þeirra bestu þakkir fyrir. Allt umfangið endurtekur sig síðan á Skógarsandi og annars staðar þar sem Enemy Mine gerist. Mikil leynd hvflir yfir kvik- myndatökunni og það sem raun- verulega er verið að festa á filmu er aðeins fáum kunnugt. Þannig hent- aði Prestavíkin í Vestmannaeyjum vel, þangað verður ekki með góðu móti komist og löggæsla er á staðn- um þegar kvikmyndatökur standa yfir. Menn kunna að spyrja hvers vegna. Besta svarið við því er kannski spurningin sem kvik- myndagerðarmaður einn varpaði fram: „Hvað hefðum við séð svona sérstakt við litlu geimveruna E.T., ef við hefðum fengið fjöldafram- leiddar E.T.-dúkkur frá Austur- löndum tveimur mánuðum áður en myndin var frumsýnd?" Og annar segir: „Það er meðíkvikmynd eins og önnur listaverk, listamaðurinn og listamennirnir i þessu tilviki, eru ekki reiðubúnir til að bera sfna hugarsmíð á borð fyrir almenning og gagnrýnendur fyrr en hún er fullkomin frá þeirra hendi.“ Gervi Gossetts er eitt af þeim at- riðum sem gerir myndina sérstaka, en það er gert af fjórum förðun- armeisturum hverju sinni. „Ég vildi þetta hlutverk vegna þess að það er öðruvísi," segir hann sjálfur, „ef hlutverkið er ekki „öðruvísi" er það ekki þess virði. Og þú mátt trúa því að enginn leikari hefur ennþá geng- ið i gegnum það sem ég geng í gegn- um í Énemy Mine.“ Hulunni af því sem hann „gengur i gegnum" verður hins vegar ekki svipt af fyrr en á frumsýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.