Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 93 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Beinar sjónvarpsútsendingar af íþróttaviðburðum: Island aumt kotríki Jón Sigurdsson skrifar: — „Þegar síðasta heimsmeistarakeppni í knattspyrnu fór fram var sagt að aðeins tvö Evrópulönd hefðu ekki sýnt úrslitaleikinn í beinni sjón- varpsútsendingu. Þar áttu í hlut ísland og Albanía og voru þessi lönd þá talin til aumustu kotríkja á tækni- og menningarsviði. Nú mun ætlunin hjá öllum Evr- ópuríkjum (e.t.v. að íslandi og Alb- aníu undanskildum) að sýna í beinum útsendingum leiki í Evr- ópukeppni landsliða í knattspyrnu frá Ólympíuleikunum í Los Angel- es á sumri komanda. íþróttaáhugamenn spyrja nú hvers vegna íslenska sjónvarpið ætlar ekki að sýna frá leikunum (ef fréttir þess efnis eru réttar). Hvers vegna þurfa íslendingar að vera í hópi hinna aumustu á þessu sviði? Þarna virðist um næsta auðveld- an hlut að ræða sbr. blaðafregnir um uppsetningu loftnets til mót- töku sendinga frá fyrrnefndum leikum, en þar á í hlut verslun ein á Hverfisgötunni. Hvað ætlar sjónvarpið að gera í málinu? Eiga eingöngu þeir sem eiga peninga og fara til Frakk- lands og Kaliforníu og njóta þeirr- ar ánægju að horfa á snjöllustu íþróttamenn heimsins nú í sumar? Svar sjónvarpsins Velvakandi hafði samband við Bjarna Felixson, íþróttafrétta- mann sjónvarpsins, og innti hann eftir þessu. Bjarni sagði að í fyrsta lagi væri farið með rangt mál því úrslitaleikurinn frá heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu ’82 hafi verið sýndur í beinni útsend- ingu. Þá sagði hann að sjónvarps- stöðvar sýndu íþróttaviðburði með ýmsu móti, meðal annars hefði ís- lenska sjónvarpið sýnt „Mjólkur- bikarkeppnina" í beinni útsend- ingu, eitt örfárra Evrópulanda. Bjarni sagði að sjónvarpið hefði í hyggju að sýna leiki frá Evrópu- keppninni í beinni útsendingu og yrðu sýndir jafnmargir leikir hér og í Svíþjóð og helmingi fleiri en í Finnlandi, um aðrar menningar- þjóðir sagðist hann ekki vita. Þá tjáði Bjarni okkur að ekki væri hægt að sýna frá ólympíuleikun- um í Los Angeles í beinni útsend- ingu. Helstu íþróttaviðburðirnir færu fram kl. 2—4 eftir miðnætti að íslenskum tíma og sjónvarpið hefði ekki bolmagn til að taka á móti sendingum eða sýna þær. „Aprflsól á bláum himni“ í Gallerí Lækjartorgi: Hvet sem flesta til að sjá sýninguna „Hallgerður langbrók“ skrifar: — »Ég er ekki merkileg og hef ekkert vit á list. En ég tel mig hafa næma tilfinningu fyrir feg- urð og út frá þeim næmleika lang- ar mig að lýsa áhrifum sem sýn- ingin „Aprílsól á bláum hirnni" hafði á mig. Fyrstu myndirnar fylltu mig strax af lífslöngun, bjartsýni og Gullkorn Ráðleggingum er sjaldnast vel tekið. Og þeim sem mest þarfnast þeirra, geðj- ast síst að þeim. — Johnson (1709—1784) var enskur rithöf- undur — Vísa vikunnar [ Ósmekklega og ómak- [ lega vegið að forseta ASÍI Aðalheiður eygir slyng ætlan kommúnista: Ása skal úr innsta hring ýta burt hið fyrsta. Hákur gleði. Ég horfði á eina myndina á eftir annarri og átti mjög erfitt með að slíta mig frá þeim. Tilfinn- ingunni má likja við að ganga úti í þægilegum hita og sólskini í hinni fögru náttúru okkar. Kom mér því á óvart er ég nokkrum dögum síðar las gagn- rýni um þessa sýningu. Þar var lítið minnst á annað en ómótuð vinnubrögð, skort á þekkingu í handbragði og þekkingu á lögmál- um myndbyggingar. Það vakti upp þá spurningu hvort gagnrýni sem þessi hefði nokkurt gildi fyrir al- menning. Hún virtist í fljótu bragði aðeins vera ætluð skóla- gengnum listamönnum. I mér hvatti þessi sýning fram allt það góða og meira en það. Ég vil eindregið hvetja sem flesta til að hressa sig við og líta á sýning- una sem er í Gallery Lækjartorgi." Þessir hringdu . Ljóðin þrjú Klara HallgrímsdóUir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — í Velvakanda síðastliðinn fimmtudag var spurt um þrjú kvæði. Nafn eins þeirra mis- prentaðist, það er „Hallarfrú- in“ en ekki „Hafnarfrúin" eins og spurt var um. „Hallarfrúin" er eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og í kvæðasafninu hans er hægt að finna kvæðið. „Spunakonan" er eftir Guð- mund Kamban og er væntan- lega hægt að finna Ijóðið í ein- hverju safna hans. Vísubrotin sem spurt var um eru úr löngu kvæði sem ég man ekki lengur hvað heitir, en það voru um 30 erindi ef ég man rétt. Þetta kvæði hef ég séð í safni af þýddum ljóðum sem Axel Thorsteinsson þýddi. Safn þetta kom út um 1930 og ég minnist þess að hafa sungið þetta við lagið „Til eru fræ“ þegar ég var unglingur. Þekkir ein- hver kvæðið? S.M. frá Seyðisfirði óskar eftir aðstoð við að rifja upp kvæði sem hann man ekki lengur hvað heitir, né hver höfundurinn er. Hluti kvæðis- ins er þannig: Sigrún, Sigrún, hvers vegna ertu hér? sem hefur fals og fláráð bruggað mér. Ó tal ei svona, meyjan mælti hrygg, ég mun þér fram í dauðann reynast trygg. S.M. segist halda að kvæðið séu 20 stutt erindi. SIGGA V/öGA S VLVtSAW Sparifjáreigandi! Hefur þú athugað hvað raunvextir (vextirumfram verðtryggingu) eru orðnir háirá íslandi um þessar mundir? Miklu varðar hvaða vexti sparifé gefur af sér. Segjum sem svo að þú kaupir verðtryggð veðskuldabréf að andvirði nýs einbýlishúss. 12% raunvextir (sem nú er á boðstólum) tvöfaldar sparifé þitt á rúmlega 6 árum. Eftir 6 árátt þú því andvirði 2ja nýrra einbýlis- húsa. Með sömu vöxtum átt þú 4 ný einbýlishús eftir 12 ár og 8 eftir 18 ár. W1984 0 ára ^ ^ Jy 6 ára mm 1990 n r, 1996 4il 12 ára /HÉ^ -- w )ll 1 I ■■ ■■ ^H iH ^H IH ^H 2002 f 18 ára Þú getur auðvitad fengið verðtryggð veðskuldabréf fyrir mun minni upphæðir eða allt frá 30 þúsund krónum. Sölugengi verðbréfa 7. maí 1984 SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS: sölugengi miðad við 5,3% vexti umfram verðtr. pr. 100 kr. 1. FLOKKUR 2. FLOKKUR Útg. Sölugengi pr. 100kr. 5,3% vextir gilda til Sölugengi pr. 100 kr. 5,3% vextirgildatil 1970 1971 15.655 15.09.1985 D 1972 13.983 25.01.1986 11.646 15 09.1986 1973 8.855 15.09.1987 8.329 25.01.1988 1974 5.561 15.09.1988 - 1975 4.101 10.01 1985 3.06421 25.01.1985 1976 2.84531 10.03 1985 2 30241 25.01.1985 1977 2.06651 25.03.1985 1.753 10.09. 1984 1978 1.40161 25.03.1985 1.120 10.09 1984 1979 94471 25.02.1985 - 727 15.09 1984 1980 631 15.04.1985 489 25.10.1985 1981 419 25.01.1986 309 15.10 1986 1982 290 01.03.1985 215 01 10.1985 1983 165 01.03.1986 106 01 11 1986 1) Innlausnarverð Seðlabankans pr. 100NYKR.5. febrúar 17.415,64 2) Innlausnarverð Seðlabankans pr 100NÝKR. 25. janúar 3.021,25 3) InnlausnarverðSeðlabankanspr 100NÝKR 10. mars 2.877.97 4) InnlausnarverðSeðlabankanspr. 100NÝKR.25.janúar 1984 2.273.74 5) Innlausnarverð Seðlabankans pr. 100 NÝKR. 25. mars 1984 2.122,16 6) Innlausnarverð Seðlabankans pr. 100 NÝKR. 25. mars 1984 1.438.89 7) InnlausnarverðSeðlabankanspr. 100NÝKR.25,febrúar 1984 951.45 VEÐSKULDABRÉF VERÐTRYGGÐ ÓVERÐTRYGGÐ Sölu- gengi 93,28 91,53 89,78 86,94 85,27 82,70 80.08 77,50 74,98 72,52 Með 2 qjalddöqum á ári Vextir Avöxtun umfram verötr 10,0C 10.2C 10.4C 10.6C 10,8C 11, OC 11,2* 11,5C 11,75 12.0C Solunenqi 18% ársvextir 20% ársvextir HLV21 Með 1 qialddaqa á ári Söluqenqi 18% ársvextir 20% ársvextir HLV21 1) Daemi: 3ja ára bréf með 20% vexti að nafn- verði kr. 10 OOOog með 2 afborgunum á ári kostar því 10.000x0,75 = 7500 kr. 2) haeslu leyfilegu vextir. | Kaupþing hf. reiknar gengi verðbréfa daglega l KAUPÞING HF\ Husi Verzlunarinnar, 3. hæð simi 86988 m 'T 1 L s.86988 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.