Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 Hikum ekki við að koma fégráðugum fálkaræn- ingjum undir mannahendur Símtal við Ólaf K. Nielsen helsta sérfræðing okkar um fálkastofninn SÁ MAÐUR sem hefur sennilega mest allra íslendinga stundað rannsóknir á fálkastofninum hér á landi er Olafur K. Nielsen líffræðingur á Akureyri. Um árabil hefur hann stundað fálkarannsóknir, einkum á Norðurlandi og Norð- austurlandi. í vetur er leið flutti hann mjög fróðlegan fyrirlestur um lifnað- arhætti fálkans á fundi í Fuglaverndarfélaginu. Kom hann þá inn á ýmsa þætti í lífskeðjunni. Komst að þeirri niðurstöðu að fálkastofninum hérlendis væri vel borgið. Kvaðst hann ekki sjá neinar sérstakar hættur steðja að. Eftir talsverðan eltingarleik við Ólaf tókst Mbl. að ná símtali við hann seint í fyrrakvöld. Þá var hann staddur norður við Mývatn, en hann er nú í rannsóknarleiðangri þar um slóðir. Blaðið ræddi við hann um síðustu atburðina, fálkaeggja-ránið á dögunum. ÉG ER sannfærður um að þessir fálkaræningjar, sem náðust á dög- unum hafi komið hingað til lands í sömu erindum áður, sagði Ólafur Nielsen er blaðamaður náði síma- sambandi við hann norður við Mý- vatn í bækistöð hans þar. Getum við komið í veg fyrir að ferðafólk komi hingað til lands í slíkum tilgangi? Almenningur getur það, eins og bóndinn, sem vakti athygli yfir- valda á grunsamlegum ferðalöng- um, en við það fór allt í gang. Það er það aðhald sem þarf og almenn- ingur á ekki að hika við að tilkynna lögregluyfirvöldum án tafar. Þau munu sjá um framhaldið. Það sannaðist í þessu tilfelli. Fálkaræningjar, sem er eiginlegt samheiti fyrir þetta fólk, koma hingað til lands í ránsleiðangra sína tvisvar á ári. Annað hvort koma þeir nú í apríllok eða maí- byrjun, til þess að ræna eggjum fálkans. Svo kemur aftur hættu- tímabil á miðju sumri. Þá eru ung- arnir enn í hreiðrum vegna þess að þeir eru ekki orðnir fleygir. Þér er kunnugt um hreiðurstað- ina, sem rændir voru þarna á Mý- vatnssvæðinu? Já. Hreiðurstaðirnir eru fimm. Þeir eru allir svo nærri þjóðvegin- um, að fálkaræningjar með augu á hverjum fingri í leit að bráð, þurftu ekki að fara úr bílnum til þess að koma auga á þá. Úr bíl- stjórasætinu mátti sjá staðina án þess að bregða upp sjónauka. Sá staður sem erfiðast var að komast að er ca. 15 mínútna fjarlægð frá vegi. Augljóst er að á þessum stöð- um hafa sömu menn verið að verki, sagði Ólafur. Setjum sem svo að tekist hefði að ná eggjaþjófunum strax. Hefði ver- ið hægt að bjarga eggjunum? Sennilega, en enginn veit hvernig fuglinn hefði brugðist við, hvort fálkinn hefði viljað leggjast á þau aftur. Er hægt að setja eggin 8 sem náðust í vél og unga þeim út? Þess- ari spurningu var beint til Ólafs, því hann hefur sjálfur kynnt sér starfshætti í fálkauppeldisstöð vestur í Bandaríkjunum. Setja eggin í vél, endurtók hann. Það er auðvitað hægt, en málið er miklu flóknara en það, ef í slíkt er ráðist. Slíkt útheimtir kunnáttu, mjög góða aðstöðu, tæki og óhemju vinnu og þolinmæði. Ég get sagt þér það að í þessari fálkaeldisstöð kostar það ekki minna en 2.500 dollara i beinhörðum peningum að koma upp einum fálka og gera hann færan um að spjara sig, sem villtur fugl í náttúrunni. Fálkaung- ar eru mjög viðkvæmir og fyrstu 10 dagana eru þeir svo veikburða að þeir geta ekki haldið nægum hita á sálfum sér. Þá líða 45 dagar frá því að fálkaunginn skríður úr eggi sínu uns hann er fleygur orðinn. I stöð- inni er stöðugt eftirlit með ungan- um þennan tíma. Að 30 dögum liðnum er farið með fálkaungana úr stöðinni sjálfri út í náttúruna og þeir hafðir þar í þar til gerðum kössum. Næstu 2—3 vikurnar eru þeir svo að aðlaga sig náttúrunni og þeir eru búnir undir það að tak- ast á við náttúruna sjálfir, óháðir Bráðefnilegir fálkaungar í hreiðri sínu einhvers staðar á íslandi. manninum. Þessar vikur eru mjög mikilvægar. Ungunum er séð fyrir mat á hverjum degi. Það er ekki staðið að því eins og þegar verið er að fóðra alifugla heima á hlaði. Eitt er vandasamast í þessum loka- þætti fálkauppeldisins. Meðan á daglegu eftirliti stendur með fálka- ungunum í kössunum og fóðrun fer fram, má það aldrei verða að ung- arnir sjái til ferða mannsins sem annast þá og fóðrar. Fálkinn má nefnilega aldrei fá aðstöðu til þess að tengja saman mann og mat. — Ef þetta mistekst er ákaflega sennilegt að mjög erfitt verði fyrir fálkann að aðlaga sig hinni viltu náttúru þar sem hann verður að bjarga sér sjálfur. Maturinn, sem fálkaungunum er gefinn, er látinn detta niður um þar til gerða lúgu á fuglakassanum. Það var mjög vel að þessu öllu staðið í hinni amer- ísku fáikaeldisstöð. Þar hefur nú tekist að ala upp ameríska föru- fálka og þeir eru fluttir til svæða, sem þeir voru útdauðir og horfnir af. En ég vil aðeins undirstrika að þetta útheimtir mikla nákvæmni, allt frá því að eggin eru sett í vél- ina þar sem hita og rakastig verður að vera nákvæmt uns hægt er að sleppa þeim úr kössunum, sem ég var að segja þér frá, sagði Ólafur. Spurningu þinni um hvort hægt hefði verið að setja eggin 8 sem tekin voru af Þjóðverjunum í vél og unga þeim út má hugsanlega svara játandi, þó mér þyki sennilegra að eggin verði blásin og sett í eggja- safn. En hugsanlegt er að 2—4 ung- ar hefðu komið úr eggjunum, því reikna verður með afföllum m.a. vegna þess hnjasks sem eggin hafa orðið fyrir. — En þá er spurningin: Hver átti svo að taka við ungunum og annast framhaldið ef þeir ættu að geta sparjað sig í hinni isl. nátt- úru. Við vikum aftur að fálkahreiðr- unum sem rænd voru í Mývatns- sveit. Það gerðist fimmtudag og föstudag í fyrri viku. Tvö fálkapör voru örugglega orpin, og hreiður þeirra hafa verið rænd. Þá sáust fálkahjón við tvö hreiður í vor. Þau eru horfin og þar eru engin egg. Mér þykir líklegt að eggjaþjófarnir hafi verið hér að verki. Ég tel að fimmta hreiðrið hafi einnig orðið fyrir barðinu á þessum óboðnu gestum. í vetur sagðir þú, Ólafur, í fyrir- lestri sem þú fluttir í Fuglavernd- arfélaginu, að þú teldir ísl. fálka- stofninn ekki vera í hættu? Já ég sé ekki aðra hættu fyrir fálkastofninn en þá að hingað hóp- ist fálkaræningjar á hverju ári. Það er svo sennilega undir okkur sjálfum komið hvernig við bregð- umst við þessari hættu. Því kem ég aftur að því að nauðsynlegt er að ná samstöðu og bægja þessari hættu frá. Fálkaræningjum þarf að koma í skilning um að almenningur á Íslandi hikar ekki við að koma fégráðugum fuglaræningjum undir mannahendur. — Og við skulum gera okkur grein fyrir því að slíkir ræningjar hvort heldur þeir koma snemma á vorin eða á miðju sumri munu ekki halda sig við ákveðna landshluta, heldur geysast um landið þvert og endilangt með hagnaðarvohina af ránsförinni til íslands að leiðarljósi, sagði Ólafur Nielsen dýrafræðingur að lokum. Aðspurður um ástand og horfur sagði hann að vel hefði viðrað fyrir fálkana á þessu vori og bersýnilega væri mikið af rjúpu. Það teljast góð skilyrði og varp fálkans virðist ætla að heppnast vel að þessu sinni. Fjórir kaupmenn heiðraðir með gullmerki Kaupmanna- samtaka íslands Á árshátíð Kaupmannasamtakanna fyrir skemmstu voru fjórir kaup- menn heiðraðir með gullmerki samtakanna. Allir hafa þeir starfað um árabil að málefnum kaupmanna. Myndin var tekin við þetta tilefni. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Sigurður E. Haraldsson, formaður Kaupmannasamtaka íslands, Ásgrímur P. Lúðvíksson, húsgagnasmiður og húsgagnabólstrari, Hreinn Sumarliðason, kaupmaður í Kjörbúðinni Laugaási, Jónas Gunnarsson í Kjötborg og össur Aðalsteinsson í Bygg- ingavörum hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.