Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAl 1984 „Ekkert“ svara karlmenn í Liechtenstein Konur á íslandi eru ekki alltaf hæstánægðar með hlutskipti sitt. En þær hafa yfir litlu að kvarta í sam- anburði við kynsystur sínar í Liecht- enstein. Þar hafa konur ekki kosn- ingarétt. Þær mega hvorki greiða at- kvæði í þingkosningum né um þjóð- mál en hluti þeirra hefur fengið rétt til að greiða atkvæði um „héraðs- mál“ á síðustu sex árum. Karlmenn segjast yfirleitt vera hlynntir kosningarétti kvenna en síðan telja þeir upp alls konar ástæður gegn því að tillaga um kosningarétt hefur verið felld tvisvar ( þjóðaratkvæðagreiðslum, sem karlmenn tóku bara þátt í. Þeir segja að margt þurfi að gera áður en konur fá kosningarétt. Það þarf að breyta allri kosn- ingalöggjöfinni þannig að útlend- ar konur, giftar Liechtenstein- mönnum, geti ekki kosið strax daginn eftir giftinguna. Um 50% allra Liechtenstein-búa giftast út- lendingum, aðallega Svisslending- um og Austurríkismönnum og konurnar fá fullan ríkisborgara- rétt um leið en karlmennirnir fá engan rétt, konur þeirra frá Li- echtenstein þurfa að sækja um leyfi til að halda eigin ríkisborga- rarétti. Það þurfti að koma hjú- skaparlögum í gegnum þjóðarat- kvæðagreiðslu áður en konur fengju kosningarétt. Skilnaðir voru ekki leyfðir í landinu sem er kaþólskt fyrr en 1978 og „konur hefðu aldrei látið það komast í gegn“, sagði ferðamálastjóri landsins í samtali. Svo hafa konur heldur ekki áhuga á stjórnmálum. Þjóðinni hefur vegnað vel síðustu árin og hvers vegna ættu þær allt í einu að fara að skipta sér af? Þær gegna mun mikilvægara hlut- verki á heimilinu í sambandi við uppeldi barnanna en þær myndu gera í kjörklefanum. Og svo mætti lengi telja upp rök karlmannanna, sem í rauninni styðja kosninga- rétt kvenna, eða svo segja þeir að minnsta kosti. Umræða um kosningarétt kvenna hófst í Liechtenstein í kringum 1968. Svisslendingar voru þá farnir að velta málinu fyrir sér og samþykktu það skömmu seinna. En karlarnir í Liechten- stein ákváðu með 1.897 atkvæðum gegn 1.816 í þjóðaratkvæða- greiðslu árið 1971 að veita konum ekki kosningarétt. 85% þátttaka var í kosningunum. Þjóðarat- kvæðagreiðslan var endurtekin tveimur árum seinna, 1973, en þá voru fleiri karlar á móti en fyrr eða 2.156 á móti og 1.675 með. Þingið ákvað þremur árum síð- ar að láta kantónurnar sjálfar ráða hvort konur mættu taka þátt í kosningum um málefni kantón- anna sjálfra. Karlmenn í Vaduz, stærstu kantónunni, samþykktu það í atkvæðagreiðslu strax sama ár, eða 1976. Tillagan var felld í næst stærstu kantónunni, Schaan, árið 1981 en síðan þá hafa fimm kantónur aðrar bæst i hópinn með Vaduz. Það eru 11 kantónur í Liechtenstein. Konur hafa ekki látið málið al- veg afskiptalaust. Barbara Rheinberger starfar í hópi kvenna sem kalla sig Þyrnirósirnar. Þær eru ekki nema um 10 talsins en hafa látið að sér kveða, svo mjög að sumir segja að þær hafi spillt fyrir málstaðnum. „Það má segja að við konur höf- um vaknað af djúpum og löngum svefni í byrjun 8. áratugsins," sagði Rheinberger. „Konum í Teikning úr bæklingi Þyrnirósanna þar sem ástæður eru gefnar fyrir rétt- Barbara Rheinberger: „Við erum löngu hættar að bíða eftir prinsinum." mæti kosningaréttar kvenna. I kringum 1980 þreyttumst við nokkrar á þessu og stofnuðum okkar eigin baráttuhóp. Fyrsta sem við gerðum var að prenta „plakat" og hengja það út um allt. A því var mynd af Þyrnirósu í vöggunni og „Frauen Stimmrecht" skrifað stórum stöfum. „Plakatið" var rifið niður á mörgum stöðum en við límdum það óðum upp aft- ur. Þetta kom umræðunni af stað og fólk reifst f blöðunum. Við út- bjuggum síðan bækling þar sem við svörum öllum rökunum gegn kosningarétti kvenna og bendum á að þetta sé mjög einfalt réttiætis- mál. Við stungum upp á að bækl- ingurinn yrði meðal skjala sem ríkið gefur ungu fólki þegar það verður tvítugt. En það var auðvit- að ekki samþykkt. Við gerðum mistök árið 1982. Við bárum þá í öll hús dreifiblað með teikningu af karlmanni með ferhyrndan haus og sögðum að þetta væri hinn dæmigerði Liecht- enstein-karlmaður. Fólk reiddist þessu gífurlega, margir eru enn fjúkandi vondir. Hópurinn hélt þó saman og ég vona að þetta hafi ekki spillt of mikið fyrir okkur. Sama ár kærðum við um 20 kon- ur til dómstólanna og sögðum að það væri brot á stjórnarskránni að við megum ekki kjósa. í stjórn- arskránni segir að allir „borgarar" hafi kosningarétt en hæstiréttur vísaði málinu frá og sagði að þetta væri pólitísk spurning. Svo það síðasta sem við gerðum var að fara til Strassborgar nú í haust og gera fulltrúum þar Ijóst að konur í Liechtenstein hafa ekki grundvall- armannréttindi. Það var sagt frá ferðinni í blöðunum hér en annars hafa þau haft nokkuð hljótt um málið undanfarið." „Getur furstinn eða erfðaprins- inn eitthvað gert til að hjálpa ykk- ur?“ „Við erum löngu hættar að bíða eftir prinsinum," sagði Rheinberg- er og hló. „Hann segist styðja málstað okkar en það er með hann eins og aðra karlmenn, þeir virð- ast allir sammála okkur í orðum en ekki í verki. Mér finnst órétt- látt og fullkomlega óþolandi, að annar helmingur þjóðarinnar ákveði um mannréttindi hins helmingsins. Ég sé ekki fram á að karlmenn veiti okkur kosningarétt í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu næstu árin. Þingið verður að gera það með lagasetningu — en þing- mennirnir okkar, blessaðir, hafa ekki þorað því fram til þessa." — ab „Plakatið“ sem Þyrnirósirnar hengdu upp í Liechtenstein 1980. fá kosningarétt fyrir okkur. Liechtenstein hefði annars varla fengið aðild. Konur eiga að hafa kosningarétt samkvæmt mann- réttindasáttmála ráðsins. Þarna spiluðum við af okkur, við vorum í vasanum á stjórnmálamönnunum og þeir sögðu okkur að vera góðum og huggulegum og þá færi allt vel. Liechtenstein var þá loks leyft að ganga í menntaskólann i landinu og fleiri fóru menntaveginn. Við störfuðum í svokölluðum „starfs- hópi kvenna fyrir kosningarétti" en baráttuhugurinn var heldur lít- ill og við trúðum stjórnmálamönn- unum þegar þeir sögðu okkur að best væri að vera rólegar og kosn- ingarétturinn myndi vinnast fyrr eða seinna. En ekkert gekk. Starfshópurinn gerði skýrslu um stöðu konunnar í Liechtenstein fyrir Evrópuráðið áður en Liechtenstein gerðist aðili að því 1978. Þar sagði að stjórn- málamennirnir væru að reyna að Litla landið Liechtenstein Hvað hafa konur að gera í kjörklefann?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.