Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 59 SPRENGJAN „Sprengjan sprakk, en þótt ég væri meö lokuö augun gat ég séö hvert einasta bein í höndunum. Þetta var eins og röntgenmynd" SJÁ: SPRENGJAN „Svart mi»tur“ lagðiat yfir búðir frumbyggjanna. Vansköpuð poka- dýr og rottur á stærð við ketti Asjötta áratugnum geröu Bretar margar tilraunir meö kjarn- orkuvopn í Ástralíu og nutu viö paö góörar aöstoöar ástralskra yf- irvalda. Lengi hefur því veriö hald- iö fram, aö ekki hafi nægilegs ör- yggis veriö gætt viö tilraunirnar en í fyrra komst ástralska geislunar- varnarnefndin þó aö þeirri niöur- stööu, aö „næstum örugglega" heföi allt verið í sómar im á til- raunastaönum. Nú hafp nins vegar verið gefnar út frásagnlr nokkurra sjónarvotta, sem hafa aöra sögu aö segja. Af þessum frásögnum má ráöa, aö ástralska rikisstjórnin hafi tekiö þátt í nokkurs konar þagnarsam- særi til aö þagga niöur sannar fréttir af tilraununum og aöstæö- unum viö þær. Sem dæmi má nefna, aö stjórnvöld neituöu aö hermaöur nokkur heföi veriö á til- raunastaönum, Emu-sléttunum í Suöur-Astralíu, allt þar til ekkja hans gat grafiö upp gamla frétta- mynd, sem sýndi, aö hann haföi verið þar. Þessi hermaður dó fyrir nokkrum árum úr sjaldgæfu krabbameini i beinmerg, sem oftast má rekja til of mikillar geisl- unar. Til þessa hefur stjórnin greitt þrenn manngjöld vegna þeirra, sem látist hafa af völdum tilraun- anna, og voru þau hæstu um 1,2 millj. ísl. kr. Á árunum 1952—57 geröu Bret- ar meö aöstoö Astralíumanna a.m.k. 12 tilraunir meö kjarnorku- vopn og fóru þær fram á Jólaeyju, Monte Bellos, Emu-sléttunum og Maralinga. I Melbourne-blaöinu „Age" er því haldiö fram, aö ekki hafi veriö haft fyrir því aö flytja frumbyggjana á brott frá þessum stööum þegar kjarnorkusprengj- urnar voru sprengdar. Yami Lester, 42 ára gamall frumbyggi af ættbálki Yankunyatj- ara, hefur nú höföaö mál fyrir hæstarétti Suöur-Astralíu og krefst bóta fyrir þann skaöa og heilsutjón, sem hann varö fyrir vegna sprenginganna á Emu- sléttunum árlð 1953. Yami segir, aö eftir sprenginguna i október þetta ár hafi „svart mistur,, lagst yfir búðir frumbyggjanna. „Daginn eftir sveiö fólkiö í aug- un, sem voru rauö og þrútin, og sjálfur gat ég ekki opnaö þau," segir Yami, sem missti strax sjón á hægra auga og varö alblindur fjór- um árum síöar. Sjónarvottar segja, aö Ástraiíu- mennirnlr hafi oröiö fyrir mikilli geislun og ekki haft neinn hltföar- fatnaö til aö skýla sér. Sumir þess- ara manna, fyrrum hermenn eða borgarar, eru nú meö krabbamein, sem þeir telja stafa af langvarandi geislun á tilraunastööunum. Frank Bietzelt, sem nú er 54 ára gamall, segist hafa horft á kjarn- orkusprengingarnar úr aöeins fimm kílómetra fjarlægö og bara í léttum fatnaöi, skóm, stuttbuxum, skyrtu og meö hatt. Ungur vísinda- maður sagöi honum aö standa uppi á dísilrafstöö, loka augunum og halda höndunum fyrir andlitinu. „Sprengjan sprakk en þótt ég væri meö lokuð augun gat ég séö hvert einasta bein í höndunum. Þetta var eins og röntgenmynd," segir Bietzelt, sem á þessum tíma var foringi í sjóhernum og starfaöi aö ýmsu viö tilraunirnar. „Ég veit um marga, sem síöan hafa dáiö úr krabbameini og þeir, sem bera ábyrgö á því, hafa til margra stórra saka aö svara." Robin Joicey, sem er 37 ára gamall, var áriö 1968 í fjóra mán- uöi á Monte Bello-eyjum og vann þar víö fjarskiptastöö sjóhersins. Meðan á dvölinni stóö fór hann aö velta því fyrlr sér hvort kengúrurn- ar og rotturnar heföu oröiö fyrir einhverjum áhrifum af kjarnorku- tilraununum áratug áöur. „Kengúrurnar voru mjög skrýtn- ar. Þær höföu engan feld og lík- amshlutfðllin voru öll einhvern veg- inn brengluö. Höfuöiö var óeölí- lega stórt og skrokkurinn aö sama skapl smár," segir Robin. „Rott- urnar voru á stærö viö ketti og þær stukku yflr mig á nóttunni." Síöan Robin var á eyjunum hef- ur hann oft fengiö útbrot á hörundi og einu sinni missti hann háriö en læknar segja honum þó, aö ástæöan hafi ekki veriö geislun. — LINDSEY MURDOCH ELDSKÍRNIN Fyrsti dagur nýliðans er engu líkur Þaö var á stjörnubjartri vetrar- nóttu ekki alls fyrir löngu, aö 200 ungir menn og konur gengu hæg- um en óhvikulum skrefum út i jök- ulkalt vatn og ösluöu þaö síöan í nokkra stund í brjósthæö. Allt fólkiö var í hvítum kyrtlum og í annarri hendi hélt þaö á flöktandi kertaljósi. Þessi dularfulla athöfn var ekki liöur í leyndardómsfullu launhelg- unum, fólkiö var bara aö búa sig undir aö hefja störf fyrir japanskt stórfyrirtæki. „Allt það fólk, sem hefur störf hjá okkur, fær andlega og líkamlega skírslu samkvæmt gamalli siövenju," segir Shigeshi Hosaka, fulltrúi Suzuya, eins helsta tískufatnaöarfyrirtækisins í Japan. „Og til aö enginn hiki fara gamlir og reyndir starfsmenn fyrir hópn- um út í vatniö." Skírsla nýju starfsmannanna fór fram í æfingabúöum Suzuya-fyrir- tækisins skammt frá Tokýo en aö henni lokinni „hefur samstaöa hópsins og hollusta hans viö fyrir- tækiö" aukist stórlega. Nýju starfsmennirnir hjá Suzuya voru meöal 1,2 milljóna manna, sem i síöasta mánuöi hófu störf hjá japönskum fyrirtækjum eftir aö námi þeirra var lokiö. Fyrstu kveöj- urnar eru ekki allar jafn hrollkaldar og hjá Suzuya. Sumir eru þess í staö sendir beint í æfingabúöir japanska hersins, en aðrir fá aö finna smjörþefinn af „fyrirtækislíf- inu" í æfingastöðvum fyrirtækj- anna sjálfra. Hvaöa háttur sem á er hafður er tilgangurinn alltaf sá sami. Ef nýju starfsmennirnir eru nýkomnir úr menntaskóla, veröur aö hreinsa þá af öllum áhrifum vinstrisinnaöra kennara og ef þeir eru nýkomnir úr háskóla veröur aö uppræta þá ein- staklingshyggju sem þeir kunna e.t.v. aö hafa tileinkaö sér þar. Strax á fyrstu vikunum er reynt aö leggja grunninn aö þeirri hegöun, sem krafist er af „lífstíöarstarfs- manninum": hóphyggju, hollustu við fyrirtækiö, hlýöni og aga. Einna mest áhersla er lögö á hollustuþjálfunina og jafnan byrjaö á henni strax. Sem dæmi má nefna 12 nýja starfsmenn hjá Columb- us-fyrirtækinu, sem framleiöir skósvertu, en þeir hófu fyrsta dag- inn meö því aö bursta skó ásamt öllum æöstu yfirmönnum fyrirtæk- isins. Annars staöar, ekki síst hjá stóru fyrirtækjunum, er mikil áhersla lögö á fyrirtækissönginn, sém allir veröa aö kunna upp á sína tíu fingur. Japanskt æskufólk er þessa dagana aö sverja fyrirtækjunum hollustueiöa og iönjöfrunum hefur heldur aldrei fundist meiri þörf á því en einmitt nú. í nýlegri skoöanakönnun kemur sem sagt fram, aö 72% karlmanna, sem eru aö koma á vinnumarkaöinn, ætla aö leggja meiri rækt viö fjölskyld- una en fyrirtækið. — ROBERT WHYMANT. ÞETTA GERÐIST LIKA Lán Fyrstu þrjá mánuöi þessa árs hafa hvorki fleiri né færri en 17.233 Austur-Þjóöverjar flust búferlum til Sambandslýðveldlsins i vestri. Flestir hafa fengiö brottfararleyfi hjá yfirvöldum, en nokkur hópur, sem fékk ekki slíkt leyfi, ftúöi land. i Bonn er þaö ríkjandi skoöun aö hér sé aöeins um tímabundið „frjálslyndi" kommúnistastjórnarinnar aö ræöa; hún sé aö fiska eftir lánum á Vesturlöndum og aö öllum líkindum veröi endir bundinn á flutningana í lok þessa árs. Kynlegar gleðikonur Filippseyingar sem flust hafa til Malaysíu meö ólögmætum hætti eiga erfitt með aö afla sér vinnu þar og leita því oft á óvanaleg miö. Á dögunum greindi útlendingaeftirlitiö þar frá því aö 13 karlar frá Filippseyjum heföu veriö handteknir þiegar þeir reyndu að selja hótelgestum í höfuöborg landsins blíöu sína, dulbúnir sem gleöikonur. Óánægöir viöskiptavinir höföu samband viö lögreglu, sem batt enda á þessa atvinnubótaviö- leitni. Stjórnarbylting í gamni Tveir liösforingjar í her Spánar sem komu fyrir rétt í Madrid á dögunum sakaöir um aö hafa teklð þátt í aö leggja á ráðin um valdarán í landinu sögöu herrétti aö áætlunin heföi aöeins veriö gamanmál. Engin alvara heföi búiö aö baki. Ef herrétturinn sættir sig ekki viö þessa skýringu geta liðsforingjarnir átt von á allt aö 15 ára fangelslsdómi. Kvennabarátta og þjóðsöngur Ástralíumenn hafa nýveriö skipt um þjóðsöng. i staö þess aö syngja „God Save the Queen" á opinberum hátíöum verður nú sungiö „Advance Australia Fair", en á j>eim söng hafa veriö geröar lítilsháttar breytingar til aö sefa kvenréttindaslnna. Upphaflega hófst söngurinn meö orðum sem íslenska má sem: „Fögnum nú Eyjaálfu synir", en eftir breyting- una er þetta oröiö svo: „Fögnum nú allir Eyjaálfubúar." Söngurinn „God Save the Queen" verður aö sjálfsögöu áfram leikinn þegar drottningin sækir Ástralíumenn heim. SITT LÍTIÐ AF HVERJU Hundraö ára gömul kona hefur veriö kosin í heilbrigöisnefnd bæjarins Taurianova á Ítalíu. Hún segist hafa í hyggju aö starfa þar af krafti i mörg ár ... Mustafa Dzhemilev, 41 árs gamall leiötogi tatara á Krímskaga, hefur veriö dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir „and-sovéskan áróöur" og á aö afplána dóminn í vinnubúð- um. Þetta er í sjötta sinn sem dómur er kveðinn upp yfir honum og frá 1966 hefur hann oftast dvaliö í fangelsi ... Marcel Janco, einn af frumkvöölum Dada-hreyfingar í myndlist, er látinn í Tel Aviv, 89 ára aö aldri ... Sarah Tisdall, konan sem ný- lega var dæmd til fangavistar í Lundúnum fyrir aö koma á fram- færi viö dagblaö þar í borg leyndarskjölum stjórnarinnar, hefur veriö kjörinn varaforseti landssamtaka æskulýösdeilda Frjálslynda flokksins. Hlaut hún meira fylgi til embættisins en nokkur annar frambjóðandi í áratug . ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.