Morgunblaðið - 06.05.1984, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.05.1984, Qupperneq 26
 74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 Félag guðfræðinema Alkirkjuvettvangur krist- inna kvenna í Evrópu Við vorum hér í eina tíð að segja ykkur, kæru lesendur, frá Alþjóðleg- um bænadegi kvenna og minntumst á að fjölmargar kristnar kvenna- hreyfingar teygðu sig um heiminn og væru á ýmsan hátt fléttaðar hver inn í aðra. Sumum verður það ráðgáta hvers vegna þessar kvennahreyf- ingar þurfa að verða æ fleiri, þar sem þær starfa að sama markmið- inu. Hvers vegna geta þær ekki starfað undir einu og sama nafninu úr því þær starfa hvort eð er saman? Kannski það sé vegna þess að svo margar konur starfa að málum krist- innar trúar og af svo miklum áhuga að það sé einfaldara fyrir þær aö skiptast í hópa, sem starfa svo sam- an? Við höldum það helzt. Ecumenical Forum of Eur- opean Christian Women í dag ætlum við að kynna ykkur nýstofnaða kristna kvennahreyf- ingu: Ecumenical Forum of Eur- opean Christian Women. Við þýð- um heitið svona: Alkirkjuvett- vangur kristinna kvenna í Evrópu. EUROPA ECUMENICAL FORUM OF EUROPEAN CHRISTIAN WOMEN Það er reyndar álitamál hvort hægt er að segja að hreyfingin sé nýstofnuð. En hún er það með til- liti til gðmlu hreyfinganna, sem eru áratuga og alda gamlar. Hreyfingin hélt fyrsta þing sitt í Gwatt í Sviss árið 1982 en upphaf starfsins má rekja til ársins 1965 er haldinn var kvennafundur að undirlagi Alkirkjuráðsins og þeirrar deildar í Vatíkaninu, sem starfar að kristinni einingu. Okkur hafa borizt bréf frá hreyf- ingunni, sem ætlar að halda þing í Finnlandi árið 1986 og nú í októ- ber heldur hún námsstefnu í Hol- landi um stöðu kvenna í Evrópu í ógn en þó í von. Hid blómstrandi starf Hreyfingunni er ætlað að skapa vettvang, þar sem konur í Evrópu geta sameinast til þess að dýpka skilning sinn í kristinni trú og starfa að einingu kirkjunnar og mannkynsins alls og stuðla að framförum, réttlæti og friði. Það vilja þær gera með því að skiptast Kristnar konur í Evrópu skipa sér í hópa til að vinna saman í trú sinni að framförum, réttlæti og friði. á skoðunum, reynslu og upplýsing- um hvort heldur er um kristna trú, stjórnmál, efnahag eða þjóð- félagsmál. Þær vilja ástunda kvennaguðfræði, halda námskeið og ráðstefnur um öll sín mál og fá sérstökum hópum nágranna- kvenna sérstök mál til umfjöllun- ar. Þær vilja kenna konum á öllum aldri að taka þátt í félagsstarfi og vera þar leiðtogar og safna á lista nöfnum kvenna, sem hafa sérleg- an áhuga og reynslu á þessum sviðum. 8. boðorðið: Ekki bera ljúgvitni l*ú skalt ekki bera Ijúgvitni gegn náunga þínum. Við hugsum kannski fyrst til réttarhalda þegar við heyrum þetta boðorð. En flest okkar taka aldrei þátt í réttarhöldum alla okkar ævi. Hins vegar tökum við öll þátt í umræðum um fólk í daglegu spjalli. Það getur orðið háska- legt umtal. Fólk er borið sökum, malað niður, rifið niður, hræði- legir hlutir eru oft sagðir í þeim umræðum. Og stundum vitum við ekki, getum ekki vitað, hvort þeir eru sannir eða lognir. Stundum er eitthvað satt en mest lygi. Kannski fáum við þess vegna þær hugmyndir að eitt- hvað hljóti ævinlega að vera satt í því, sem sagt er. En það er auð- vitað ekki svo. Það er mesti mis- skilningur að sjaldnast ljúgi al- mannarómur. Almannarómur er hin mesta rógtunga og bráðlyg- in. Gætum okkar. í Guðs bæn- um, gætum okkar. í þessu al- menna umtali höfum við tæki- færi til að hlýða boðorði Guðs um að bera ekki ljúgvitni gegn náunga okkar. Vönduð orðræða eins í svona umtalshópi getur skipt sköpum, stöðvað mikinn róg, verndað mannorð fjar- staddra og komið í veg fyrir að nærstaddir verði sjálfum sér til skaða og skammar með ómerki- legu blaðri, sem þeir kannski iðrast seinna. Ó, Drottinn, gerðu okkur vönd að orðum okkar. Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði, heldur hefur yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmáí hans dag og nótt. Hann er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki. Allt, er hann gerir, lánast honum. Já frá nei í Sigtúnum í Svíþjóð starfar jákvæð kirkjustofnun, sem reyndar heitir þó NEI. Fullt heiti hennar er Nordiska Eku- meniska Institutet eða Nor- ræna alkirkjustofnunin. Hún hefur nú nýverið sent frá sér fallegan grænan bækling um friðaruppeldi og við birtum hér úr honum mynd og örfá orð. ★ Friður er eitthvað sem annaðhvort ríkir eða skortir þegar tvær manneskjur eða tveir hópar eiga saman að sælda. ★ Hvernig getum við haldið frið? Guð er sá sem gerir það unnt. ★ Við gleymdum örygginu og hlýjunni, sem verður að búa með hverri manneskju til þess að hún geti fundið til ábyrgðar sinnar. Þess vegna hneigjast börnin til árása og fyllast angist. ★ Kirkjan verður að líta á líf mannsins sem eina heild. Þess vegna vinnur hún ekki að friði sem sérverkefni held- ur knýtir það framförum, réttlæti og mannréttindum. ★ Við verðum að ganga veg friðarins. Saman. Við verðum að lifa við annað mál en mál valdsins: Mál vonarinnar, draumanna, þránna, trausts- ins, samverunnar, tryggðar- innar og hamingjunnar. ★ Við erum kölluð til að lifa í gleði af því að Kristur reis upp frá dauðum. Biblíu- lestur vikuna 6.-12. maí Sunnudaginn 6. maí: 2. Mós. 20.16 — Boðorð Drottins. Mánudaginn 7. maí: Matt. 26.59—62 — Ljúgvitni gegn Jesú. Þriðjudaginn 8. maí: Sálm. 27.11— 14 — Rógur og von. Miðvikudaginn 9. maí: Post. 6.8.—15 — Ljúgvitni gegn Stef- áni. Fimmtudaginn 10. maí: Matt. 5.11— 12 — Þegar logið er um yður. Föstudagur 11. maí: I. Pét. 4.12— 14 — Eldraun til reynslu. Laugardagur 12. maí: Sálm. 86.11—13 — Vísa mér veg þinn. Innritun í sumarbúðir Nú er verið að innrita börn í sumarbúðir þjóðkirkjunnar í Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi. Innritunin fer fram hjá æskulýðsfulltrúa á Klapparstíg 27, sem svarar líka spurningum um sumarbúðirnar. Fyrstu flokkarnir fara í sumarbúðirnar 18. júní. Þeir verða fyrir 7 til 8 ára börn en seinni flokkarnir fyrir 9 til 12 ára bön. Stelpur og strákar verða í sumarbúðunum á sama tíma og hver flokkur dvelst þar í 12 daga. í sumarbúðunum verður leik- ið og labbað, synt í sundlaug- inni, sungið og hafðar helgi- stundir og hlustað á skemmti- lega kennslu í kristinni trú. Góða ferð og góða skemmtun, þið sem verðið þar í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.