Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 39
VÉLMENNI MEÐ NJÁLG „Ef ég vissi ekki betur héldi ég að fyrirmyndin væri vélmenni með njálg, sem er að reyna að sleppa út úr glerbúri á tungl- inu,“ sagði einn sem er kominn af léttasta skeiði um nýjasta dans ungl- inganna, Break-dansinn, sem hefur farið eins og eldur í sinu um gjörvalla heimsbyggðina undanfar- ið. Að sögn kunnugra er Break-dansinn upprunn- inn í fátækrahverfum í Bandaríkjunum, og mun hafa sprottið upp úr slagsmálum ungmenna, sem þar eru tíð. Ungl- ingarnir komust að því að það er mun þægilegri leið til útrásar að dansa hressilega, en lumbra hver á öðrum. Það er ekki langt síðan sýnt var í sjónvarpinu frá danskeppni unglinga í Tónabæ, og þar virtist Break-dansinn vera fyrirmynd allra dansar- anna. Tveir áhugamenn um Break-dans komu á ritstjórn Morgunblaðsins fyrir skömmu, þeir Arnór Björnsson og Einar Hall- dór Jónsson, nemendur í Hagaskóla, og tóku nokk- ur spor fyrir Gunnlaug Rögnvaldsson, ljósmynd- ara. Þeir líta á Break- dansinn sem látbragðs- leik fyrst og fremst, þar sem áherslan er á trylltar hreyfingar. Þeir gefa lítið út á það að þetta sé erfitt, en telja að menn þurfi að vera nokkuð liðugir til að ná viðunandi árangri. Einar Halldór Jónsson (t.v.) og Arnór Björnsson taka sporið. í * I | Er Gunnar farinn aö selja Moggann? Guanar V. Andrésson, Ijósmyndari DV, er ekki farinn ai> selja Morgunblaðid eins og meðfylgjandi mynd gæti gefið til kynna. Hann fór i stúfana I. maí, eins og margir kollegar hans, að fylgjast með ræðuhöldum í miðbænum, og til að komast í betra skotfæri brá hann sér upp i pylsuvagn i Lækjartorgi sem auglýsir Morgun blaðið i þakbrúninni. Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Mbl., stóðst ekki mótífið, og smellti þessari skemmtilegu mynd affélaga sínum ístarfi. ( ' HFITi .fæsthér! RALLKAPPAR eiga það til að komast ekki í mark, einsog kunnugt er. Enda er meðferðin á bílnum, þarfasta þjónin- um, ekki alltaf í sam- ræmi við 111. meðferð á skepnum: fákurinn er keyrður til hins ítrasta og á það til að springa á sprettinum fyrir bragðið. En það er svekkjandi þegar það gerist alveg rétt við marklínuna eins og átti sér stað hjá þeim Ríkharði Kristinssyni og Atla Vilhjálmssyni í Auto- rallý ’84, sem fram fór í síðastliðnum mánuði. Þegar þeir áttu eftir um 300 metra í mark, brotn- aði hjá þeim spindill og annað framdekkið flaug undan bílnum og út í móa. Nú voru góð ráð dýr, og brugðu þeir félag- ar á það ráð að reyna að keyra síðasta spölinn á þremur hjólum og kom- ust, merkilegt nokk, um það bil 150 metra, en þá harðneitaði skeifulausi fóturinn að halda áfram og gróf sig djúpt niður í sandaurinn. Meðfylgj- andi myndir sýna vel raunir rallaranna, þegar Ijóst var að bíllinn færi ekki lengra. Kcppnina unnu þeir Halldór Úlfarsson og Hjörleifur Hilmarsson, en Ríkharður og Atli fóru þó ekki verðlaunalausir frá keppninni. Þeir unnu til Morgunblaðsbikars- ins, sem er farandbikar og var veittur nú í fyrsta sinn fyrir skemmtileg til- þrif og íþróttamannslega framkomu. Myndirnar tók Gunnlaugur Rögn- valdsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.