Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 28
t-wi iam .9 auoAauMvrrjg ,aiaA.iauTJ05i0M MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 TV 76 Sígildar skífur Af fidlungum ARCANGELO Conelli CDNCERTI C;RO$Sí OPUS 6,5-8 IA PETITE BANDE- SIGISWALD KUIJKEN Plötuumslag Arcangelo Corelli Arcangelo Corelli: 4 Concerti Grossi op. 6 nr: 5—8 fur Streicher und Basso Continuo. La Petite Bande Konscrtmeistari: SigLswald Kuijken ilarmonia Mundi 1C 065 997281 Vart fer hjá því að á stundum þegar hlýtt er á sígilda tónlist í hljómsveitarflutningi kemur spurning upp í hugann: Hvar á þessi tónlist uppruna sinn? Sú tóniist, sem e.t.v. reis hæst með meisturum 19. aldar, þótt sumir telji þróun tónlistarinnar stöð- uga og jafna. Eru í því sambandi nefnd nöfn samtíðarmanna á borð við Philip Glass og Pierre Boulez. Ekki skal á slíkt dómur lagður, en athyglisvert er að nýlegur fundur glataðrar messu eftir Jósef Haydn vekur heims- athygli á meðan fjölmiðlar okkar láta þess lítið getið er samtímatónskáld okkar fullgera verk sín. Hér má þó ekki einfalda stað- reyndir um of, því með sanni má segja að allt sé á hverfanda hveli og er þar tónlist nútímans engin undantekning. Breytingar eru tíðar, fram- þróun ör en hvert stefnir? Það mun haft eftir þeim ágæta stjórnanda og tónsmið Leonard Bernstein nú seint á 7. áratugn- um að symfóníuhljómsveitin í gamalli mynd sinni væri þegar fyrir bí. Áratug síðar er hann þó enn að skrifa tónlist til flutnings af slíkri hljómsveit. Áður en við samt hættum okkur of langt í slíkri umræðu um framtíðina er ekki úr vegi að skyggnast um öxl, leita upphafsins. Er það að finna í symfóníum þeirra Haydns eða Mozarts, eða e.t.v. í kirkjutóniist J.S. Bach? Nei, við þurfum að fara enn lengra aftur í aldir, en staðnæm- umst á Ítalíu, snemma á 17. öld. Sagt hefir verið að á þeirri tíð hafi óperudýrkun tröllriðið öllu samfélaginu. Sú listgrein að segja sögu með leik, söng, lát- bragði og tónlist, eða það sem við nefnum óperu, átti upphaf sitt í Flórens um 1600. Árið 1637 var fyrsta óperuhúsið opnað í Feneyjum og síðan spruttu upp slík söngleikjahús sem gorkúlur um gervalla ltalíu. Margt mis- jafnt hefir verið sagt um óperu- tónlist þess tíma, en megin- markmiðið mun hafa verið að leyfa raddmönnum að njóta sín í söng. Það var augljóst, að í slíkri samkeppni hlaut hljóðfæratón- listinni að veita miður. Voru hljóðfæri þess tíma óþjál og hljómur þeirra síðri en nú þekk- ist. Veittu þau einnig einleikur- um þess tíma engan kost að þróa þá fimi og tækni sem þurfti til að heilla áheyrendur. Á bökkum árinnar Pó stendur á Ítalíu norðanverðri höfuðstað- ur samnefnds héraðs, Cremona. Lætur staðurinn sjálfur lítið yfir sér, en engu að síður varð þar á 17. öld sá örlagavaldur, sem áhrifum hefir valdið allt fram á vora daga hvað viðkemur þeirri tónlist, sem við köllum sígilda. Það var þá er hljóðfærasmið- irnir í Amati-fjölskyldunni og lærisveinar þeirra, þeir Guarni- eri og Antonio Stradivari gerðu þær róttæku breytingar og um- bætur á strengjahljóðfærum þess tíma, sem fyllilega má jafna við byltingu. Þannig fengu hljóðfærin fegurri og sætari hljóm, sem áður var óþekktur, auk þess að eftir breytingar þessar var mögulegt að sýna þá leikni og snilld, sem við þekkjum í dag. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Tónlist skrifuð fyrir og leikin á fiðlu, lágfiðlu og kné- fiðlu varð feikivinsæl og veitti nú harða samkeppni hinni sívin- sælu óperutónlist, sem áður er að vikið. Þess var því skammt að bíða að fram á sjónarsviðið kæmu tónsmiðir, sem notfærðu sér þessa þróun. Má þar nefna Corelli, Torelli og Albinoni. Corelli og landar hans skrif- uðu ekki aðeins verk fyrir hljóð- færi þessi, heldur þróuðu þeir einnig leikstíl nauðsynlegan til sam- og einleiks. Þannig var hljómsveitin fædd! Ekki leið á löngu þar til fyrirfólk fór að halda flokka hljómlistarmanna sér til eftirlætis. Breiddist sá siður skótt út og fóru einnig slík- ir hljómsveitarflokkar víða og er t.d. frá því sagt að Jóhann Seb- astian Bach hafi orðið fyrir miklum áhrifum er hann komst í kynni við þessa ítölsku tónlist er hann starfaði við hirðina í Köth- en. Ekki fór heldur hjá því að ein- leikssnillingar voru í hávegum hafðir og þótti aðalsfólki mikill fengur í að fá slíka til að sýna snilli sína. Var slíkra á meðal tónskáldið og snillingurinn Arc- angelo Corelli (1653—1713), sem áður er á minnst. Hann er raun- ar taiinn fyrsti meistari þess tónlistarforms, sem kallað er „concerto grosso" og átti eftir að njóta sín vel síðar í meðförum meistara á borð við Vivaldi, Hándel og Bach. Hándel og Cor- elli voru raunar nákunnugir. Þrátt fyrir fimi sína og snilli með hljóðfærið þá eru tónsmíðar Corelli skýrar og að vissu marki fábrotnar. Hann lét frá sér fara 48 tríósónötur, 12 sónötur fyrir fiðlu og „basso continuo" op. 5 og 12 concerti grossi op. 6 (skrifaða 1712 eða 1714). Á þessari skífu sem við höfum valið eru fluttir 4 af þessum 12 konsertum, eða nr: 5, 6, 7 og sá konsert sem kenndur er við jól, nr: 8. Við uppbyggingu konserta sinna var Corelli hefðinni sam- kvæmur. Hraðir og hægir kaflar víxlast. Ennfremur eru innan hvers kafla frekari andstæður, þar sem takmarkaður hópur ein- leikshljóðfæra, hér tvær fiðiur og ein lágfiðla (concertino) er settur andspænis hljómsveitinni sjálfri (tutti). Sigiswald Kuijken stýrir hér flokki sínum, La Petite Bande, úr sæti konsertmeistarans af kunnáttu og snilld. Það hefir viljað loða við sumar barokk- sveitir, sem leika á samtíma- hljóðfæri og hafa upprunalega túlkun að markmiði, að túlkun þeirra og flutningur væri um of fræðilegur, sneiddur lífi og list. Slíku er ekki hér að heilsa. Að sönnu er hljómur hinna gömlu hljóðfæra fagur og tær, öðruvísi en er að venjast, en leikið er af nákvæmni, um leið af þrótti og fimi svo unun er á að hlýða. Samkvæmt upplýsingum á plötuhlíf fór hljóðritun fram í Cedernsaal í Kirchheim-höllinni í Bæjaralandi. Upptakan er ein- staklega lifandi og skýr, auk þess sem fagur hljómburður dregur ekki úr. Hvað varðar pressun og frágang skal það átölulaust af minni hálfu. Konráð S. Konráðsson Sýning í Gallerí Langbrók LAIJGAKDAGINN 5. maí var opnuð í Gallerí Langbrók kynning á verkum tveggja „Langbróka“, þeirra Steinunnar Kergstcinsdótt- ur textílhönnuðar, sem kynnir handmálaðan fatnað úr bómull og flíkur úr íslenskri ull, og Kolbrún- ar Björgólfsdóttur, leirlistamanns, sem sýnir skartgripi handmótaða úr postulíni sem hún hefur unnið í samvinnu við Magnús Kjartans- son, mvndlistarmanna. Verkin á kynningunni eru öll gerð á þessu ári. Þær Steinunn og Kolbrún voru á sínum tíma bekkjarsystur í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Kolbrún er búsett í Búð- ardal þar sem hún hefur starfað sl. þrjú ár að rannsóknum og til- raunum á Búðardalsleirnum jafnframt eigin listsköpun. Steinunn er hönnuður hjá Hildu hf. og hefur starfað þar við hönnun a ullarfatnaði til út- flutnings í mörg ár. Hún er auk þess með eigin vinnustofu. Báðar hafa þær Steinunn og Kolbrún Steinunn Bergsteinsdóttir sýnt verk sín áður, heima og er- lendis. Gallrí Langbrók hefur verið lokað undanfarnar tvær vikur vegna breytinga og endurbóta á húsnæðinu og er kynningin á verkum þeirra Kolbrúnar og Steinunnar fyrsti viðburðurinn eftir að því verki lauk. Sýningin er opin frá kl. 12—18 virka daga og kl. 14—18 um helgar. Að- gangseyrir er enginn. (Fréttatilkynning.) Koibrún Björgólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.