Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984
Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði:
Slösuðum manni níð upp úr gjá.
Er hann fannst var hlúð að
honum, búið um sár hans og
hann fluttur upp úr gjánni af
stökustu varkárni og komið í
bíl hjálparsveitarinnar. Síð-
asta verkefnið reyndi enn á
nýliðanna í hjálp í viðlögum,
sviðsett hafi verið bílslys og
þurfti að hafa hröð handtök til
að bjarga lífi farþeganna.
Þegar þessu var lokið var
klukkan langt gengin sjö,
flokkarnir búnir að vera á
þönum á níunda tíma. Endaði
æfingin með því að öllum
flokkunum var stefnt í skála
sem St. Georgsgildið í Hafnar-
firði á við Hvaleyrarvatn, og
var öllum boðið upp á hangi-
kjöt og uppstúf.
Yfir matnum gafst blm.
Mbl. sem fylgt hafði eftir ein-
um hópnum æfingardaginn,
færi á að ræða lítillega um
Hjálparsveitina við stjórn-
anda hennar Ólaf Próppé.
„Til að nýliðarnir verði
gerðir að fullgildum félögum í
sveitinni verða þeir að sýna
kunnáttu sína á æfingu sem
þessari og hafa auk þess mætt
um 80% á reynslutímabilinu
sem er níu mánaða langt,“
sagði ólafur. Aðalmarkmið
Hjálparsveitar skáta í Hafn-
arfirði, sem er 33 ára um þess-
ar mundir, hefur frá upphafi
verið að vinna að almennum
björgunarstörfum, leita að
týndu fólki og aðstoða al-
menning á neyðartímum. Set-
ur sveitin metnað sinn í að
vera sem best þjálfuð og út-
búin til þessara verkefna. í
sveitinni eru nú fimmtíu og
fimm félagar á aðalútköllun-
arlista og þrjátíu og þrír í
varaliði, auk nýliðanna sem
tóku þátt í þessari æfingu.
Fimmtíu og sjö útköll hafa
verið hjá okkur á árinu og eru
38 þar af leitir með sporhund-
um. Saga sporhundarekstrar
Hjálparsveitarinnar í Hafnar-
firði er nú meira en tveggja
áratuga löng og hefur á þeim
tíma safnast mikil þekking og
reynsla í þjálfun og meðferð
hundanna, en Snorri Magnús-
son er sporhundaþjálfari
sveitarinnar. Sveitin á nú þrjá
blóðhunda og er nýlokið við að
koma upp framtíðaraðstöðu
fyrir þá við hús Hjálaparsveit-
arinnar. Þá hefur útbúnaður
og tæki til björgunar og hjálp-
arstarfa verið bættur og að
hluta til endurnýjaður að und-
anförnu og er sveitin nú allvel
búin.
Hvert er kjörorð sveitarinn-
ar?
„Það er eins og hjá öllum
skátum „Ávallt viðbúinn.“
til það bar árangur. Eftir það
var stutt hlé og drógu menn
hitabrúsa og prímusa upp úr
pokum sínum og söfnuðu
kröftum fyrir næsta verkefni
sem var að finna mann sem
fallið hafði niður í djúpa gjá.
Hver flokkur með sína aðferð.
nauðsynlega hjálp og koma til
byggða. Það var ekki fyrr búið
en kall barst um að snjóflóð
hefði orðið skammt frá og
skipulagði hópurinn og fram-
kvæmdi leit með snjóflóða-
stöngum. Leið ekki á löngu þar
Inntökuæfing nýliða í
Hjálparsveit skáta í
Hafnarfirði fór fram
fyrir skömmuí ná-
grenni Hafnarfjarðar og
voru þátttakendur í henni
nítján. Nýliðar taka þátt í
starfi sveitarinnar í níu
mánuði til reynslu og er
skylt að mæta 80% auk
þess sem þeir þurfa að geta
leyst öll verkefni sem fyrir
þá eru lögð á inntökuæf-
ingu til að verða fullgildir
félagar í sveitinni.
Æfingin var sólarhrings-
löng og hófst á skriflegum
prófum í skyndihjálp og rötun.
Að því búnu lögðu nýliðarnir
af stað einn og einn út í
myrkrið með kort og áttavita,
með stefnu á þrjár endastöðv-
ar þar sem komið hafði verið
fyrir tjöldum til næturdvalar.
Voru þannig að göngunni lok-
inni myndaðir þrír flokkar.
Daginn eftir var vaknað
snemma og var fyrsta verkefni
dagsins að finna tíu hluti í
úfnu hrauninu og tókst það
með því að leitarkeðja var
mynduð og svæðið kembt. Síð-
an var tekinn rúmur tími í að
prófa flokkinn í bjargsigi.
Næst barst tilkynning um
slasaðan mann í fjallshlíð og
varð flokkurinn að finna hann
eftir áttavitastefnu, veita
Skipulögð leit í snjóflóði með þmr til gerðum stöngum.
Snjóflóð,
bílslys
og i
mannahvörf ^
— þrautir nýliða á inntökudegi