Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 £1. „Ég vonu bara. aó þú ha-Pir Inaf'b serxditæki óo þessciru kulu!" Samferða opinberum starfsmönnum til og frá Kaupmannahöfn: Farþegum Flugleiða mismunað? ... að bjóða mömmu hans í kaffi. TM Reg US Pat Oft ati nghts reserved * t979 Los Angeles Times SynUicate Með morgunkaffinu O’ O O o O O o O - CT/ARNEVML O o o o-O Kg tek aldrei bakpokafólk upp! HÖGNI HREKKVISI Jón H. Karlsson skrifar: Nýlega fór undirritaður í stutta viðskiptaferð erlendis. Flogið var með Flugleiðum til Kaupmanna- hafnar á laugardegi 31. mars og heim aftur á þriðjudegi 3. apríl. Fargjaldið kostaði kr. 10.162,- (með flugvallarskatti) og var kallað „helgarfargjald". Samferða út voru nokkrir þingmenn, ráðherra og borgarstjórnarfulltrúi. Flestir þeirra (ef ekki allir) flugu með heim á þriðjudeginum. Á út- leiðinni sátu allir farþegar á óskiptu rými flugvélarinnar. Á heimleið hafði farþegarýminu verið skipt í „economy" og „business class“, fremst í vélinni, sem mun vera dýrara sætarými m.a. vegna frírra „drykkja" og meira fótarýmis (lengra milli sæta). Að sjálfsögðu sat ég „helgarfargjalds-farþeginn" ásamt öðrum slíkum í aftara og ódýrara farþegarýminu. Vegna þessarar aðgreiningar far- þega í vélinni vöknuðu nokkrar spurningar og vangaveltur með okkur nokkrum samferðamönnum „aftur í“. Voru stjórnmálamennirn- ir á ferðinni í opinberum erinda- gjörðum á vegum ríkis og/eða borg- ar? Ef svo var er þá hægt að fá upplýst hve mikið „helgarfjargjald- ið“ þeirra kostaði (með flugvall- arskatti)? Ef „helgarfargjald" þeirra var það sama og mitt (kr. 10.162,-), hvers vegna sátu þeir þá allir í „business class" á heimleið? Líta Flugleiðir á íslenska stjórnmála- menn sem „v.i.p.-farþega"? Er það staðreynd að ríki og/eða borg leiti ekki sérfjargjalda eða besta fáan- lega afsláttar fyrir þá starfsmenn og embættismenn sem erlendis fara á þeirra vegum? Ef þessir aðilar ferðast að jafnaði á fullu fargjaldi telja þá ráðamenn (þ.e. fjármálaráðherra og/eða borg- arstjóri) ekki ástæðu til að leita eft- ir hagstæðara fargjaldi hjá Flug- leiðum og Arnarflugi, fyrir þá sem ferðast til útlanda á vegum fslenska rfkisins og Reykjavíkurborgar? Það má ef til vill segja, að sama sé í hvaða formi íslenska ríkið veiti flugfélögum „styrki". Eflaust mætti leiða að því gild rök að aðstoð rikis- ins við Flugleiðir á sínum tíma hafi verið góðra gjalda verð og borgi sig þjóðhagslega til lengri tíma litið. í hinu orðinu er svo rekinn áróð- ur fyrir aðhaldi og sparnaði hjá opinberum stofnunum, sem aldrei fyrr. Ferðakostnaður er veruiegur og oft óhjákvæmilegur þáttur í heild- arútgjöldum opinberra stofnanna. Forsvarsmönnum þeirra ætti því að vera kappsmál að semja um sem hagstæðust fargjöld hverju sinni og kaupa farmiðann með a.m.k. þeim afslætti, sem öllum stendur til boða ef eftir er leitað. I þessum sam- bandi ætti hver stofnun fyrir sig að hafa sjálfræði um kaup farmiða til sinna ferða og leita hagstæöasta kosts — sparnaðurinn er þess virði. Ætti að tala minna um útvarp og sjónvarp sem menningarstöðvar Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrifar: „Heiðraði Velvakandi. Ég sé að mikið er óskað eftir að Dallasmyndin í sjónvarpinu verði ekki slitin í sundur og hætt við að sýna framhaldið af henni. Ég er sama sinnis og trúi því ekki fyrr en á reynir að hætt verði við í miðri sögu í trássi við vilja mikils meiri- hluta sem óskar eftir framhaldi. Ég skil vel að hlé geti orðið á sýningu myndarinnar þó þyrfti það ekki að vera, að því er ég tel, en það er nú vel fyrirgefanlegt. Þetta er alveg eins og ef lestri á spennandi framhaldssögu væri hætt í miðju kafi. Hvernig ætli því hefði verið tekið ef sagan um Bör Börson hefði ekki verið flutt nema að hálfu, sem Helgi heitinn Hjörvar flutti svo snilldarlega, eða þá Ferðin til Eld- orado sem Andrés Björnsson flutti með ágætum og svo mætti lengi telja. Eg skora á sjónvarpsmenn að sýna sanngirni með því að sýna framhaldið af Dallas. Ekki eru þó manndráp mörg í Dallas enn sem komið er, að minnsta kosti. Aftur á móti geta ráðamenn sjón- varps verið að sýna þær verstu manndráps og ofbeldismyndir um hátíðir, það gerðist nú síðast á föstudaginn langa. Á hvítasunnu 1982 var sýnd ein sú ljótasta mynd af þessu tagi. Ég gerði kvörtun þá í blaði og ég veitað margir eru sama sinnis. Það er van- sæmd ráðamönnum sjónvarpsins að sýna það lakasta í kvikmyndagerð á hátíðisdögum, þó að um svokallaðar heimildarmyndir sé að ræða. Það eru meira en 300 dagar aðrir I ár- inu. Það ætti að taia minna um út- varp og sjónvarp sem menningar- stofnanir sem telja sér einum trú- andi til að standa að menningar- þjónustu. Ég ætla ekki að skamma sjónvarpsmenn meira núna, þó til- efni sé til. Þá vil ég minnast nokkuð fátíðra úrvalsþátta og var það sannkölluð helgistund að hluta á umræðuna á föstudaginn langa um krossfestingu Krists í sjónvarpinu, en á þær féll þó nokkur skuggi þegar Guðrún Agnarsdóttir kom þar fram og reyndi að beina umræðunni frá þætti kirkjunnar I kristnifræðslu og hún vanmat kirkjunnar þjóna að snúa ókristilegum sálum til betra lffs. Það er ekki við þá sem boða trúna eða trúna sjálfa að sakast þó hún sé ekki meðtekin. Hún hefur alltaf sitt algóða gildi. Ætli það sé ekki mest við for- eldra og okkur eldra fólkið að sak- ast að kristin trú er ekki virkari í hverjum einstaklingi en raun ber vitni. Mér virtist Guðrún Agnarsdóttir helst vilja gróðursetja sitt eigið llfsins tré utan kirkjustarfsins og stofna nýtt grasrótarlífsmynstur kvenna. Ef kvennasamtökin eru búin að missa trú á kirkjustarfið er illa komið ef á að fara að boða pólitíska trú. Það er ekki boðskapur Krists sem misst hefur gildi sitt, heldur er það fólkið sem kann ekki eða vill ekki meta þær unaðssemdir lífsins sem fram kæmu í ómenguðu trúarsam- félagi. Það er þarna sem tengslin rofna. Það er fjöldi þjóðfélaga og hópa sem þykist trúa á Guð, en drepur svo og kvelur náungann miskunnar- laust. Við höfum gleggsta dæmið um þetta nú í þeim löndum sem Kristur starfaði og fólkið í allri heimsbyggðinni er enn að kross- festa Krist. Þetta er ótæmandi efni að fara útí og hætti ég mér ekki lengra að sinni. Mig langar að koma með tiliögu til Velvakanda og Morgunblaðsins að gefa út aukablað með bréfum lesenda. Lesendadálkarnir eru mik- ið lesnir og ég er viss um að blaðið myndi seijast enn betur. Þetta mætti vera aukablað sem kæmi út vikulega eða oftar, slíkt blað gæti komið til með að verða safnblað þvf margt skemmtilegt kæmi örugglega fram í skiptum skoðunum og hóf- legum ádeilum, spurningum og svörum. Gleðilegt sumar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.